Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979. 2 f---' Pöddur ígróðurmold — eina ráðið að baka moldina áður en hún er notuð Torfi Loftsson hafði samhand við blaðið: Fyrir skömmu keypti ég poka af gróðurmold. Þegar heim kom setti konan mín bióm í potta og notaði þessa mold sem ég hafði keypt. Ekki leið á löngu þar til hún tók eftir all- ógeðslegum kvikindum skríðandi utan á blómapottunum. Ég athugaði því afganginn af moldinni sem ég geymdi í kassa úti á svölum. Var hún öll morandi i þessum kvikindum. Sem betur fór tók ég eftir þessu áður en þau náðu að breiða sig um alla gluggakistu. Hvernig í ósköpunum stendur á þvi að svona mold er seld? Raddir lesenda Og hvað er hægt að gera í svona til- vikum? DB hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing og sýndi honum þessar pöddur sem Torfi kom með i glasi. Kvað Erling pöddur þess- ar vera annars vegar grápöddur og hins vegar þúsundfætlur. Kvað hann báðar þessar tegundir mjög algengar í og við gróðurhús og litið við þessu að gera. Þó vildi hann ráðleggja fólki, sem kaupir gróðurmold, að baka hana í bakarofni við góðan hita dá- litla stund og myndi það nægja til þess að drepa allar pöddur i mold- inni. » I.anga paddan er þúsundfætla og hinar eru af grápöddutegund. Rússajeppi árg. 73 Skoðaður 79. Upphækkaður. Blár á lit. Góður vagn. Verð 2,400 þús. Uppl. í síma 13847 eftir kl. 19. Til sölu vörubílar og Massey Ferguson traktors- grafa. Uppl. í síma 44174 eftir kl. 7 á kvöldin. ÖDÝRT 1 SíLFUR « » Mikíð úri'ul gnflÉ j 1 RÖSIIM GLÆSIBÆ |T ■«* r <- ... r Allt í voða — stjórnin sundurlaus ritari. mati er Gunnar vitur og mjög snjall stjórnmálamaður," segir bréf Jóhann Þórólfsson skrifar: Þegar maður fyugsar út í þjóð- félagsmál hlýtur margt að koma upp i huga manns, ekki sízt hvernig að þeim er staðið. Eins og stundum tel ég að við séum á barmi glötunar, tiF dæmis í efnahagsmálum, og kemur þar margt til sem kannski væri of langt mál upp að telja. En vist er að núverandi stjórn er að minu viti ekki fær um að leysa vanda okkar, þótt forystumenn hennar væru háreistir fyrir kosningar þegar þeir lofuðu gulli og grænum skógum sem þeir hafa engan veginn staðið við. Má þar nefna verðbólguna sem þeir lofuðu að koma niður i 30% og að lagfæra hina ranglátu skatta sem þeir hafa hækkaðenekki lækkað. Eins og allir vita höfum við búið við samsteypustjórnir í fjölda ára og því miður höfum við ekki átt ýkja færa liðsmenn til þess að stjórna þessum hólma þannig að vel færi, nema Gunnar Thoroddsen þegar hann var í stjórn. Það var eina tima- bilið sem islenzkur gjaldmiðill var gjaldgengur á erlendum markaði. Mér finnst sárt til þess að vita að við skulum ekki eiga menn til þess að stjórna þessu dásemdarlandi okkar. Að minu mati er Gunnar vitur og mjög snjall stjórnmálamaður og mætti margur maður taka hann sér til fyrirmyndar á sviði stjórnmála. Og alltaf leyfir viðskiptaráðherra hækk- un á öllum sviðum, bæði á vöruverði og þjónustu og nú nýverið hækkun á tryggingagjöldum yfir 40%. Auðvitað er þetta ekki annað en kaupskerðing og ég spyr: Hversu lengi ætlar verkalýðsforystan að líða þessa þróun mála? Mig langar einnig að leggja þá spurningu fyrir vin minn, Guðmund J, hvort honum finnist ekki ástæða til að endurskoða kaupgjaldsmálin. Ég vona að ég fái eitthvað að heyra um það sem hér er spurt um. Ég sé ekki ástæðu til að hafa þcnn- an pistil lengri en ég óska þjóðinni allra heilla og að framtið hennar megi vera björt. Rikisstjórnin er sundurlaus enda lika með tóman haus. Að sitja ætti hún ekki lengur þvi að henni er enginn fengur. Þegja þunnu hljóði Einar S. Jónsson, Veslurhólum I, 'skrifar: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa, eða hugsar hún ekki neitt? Forráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru búnir að glopra niður tveimur kosningum í röð. Nú þegja þeir þunnu hljóði, bæði í borgarstjórn og á þingi. Kannski er það út af ummæl- um Alberts Guðmundssonar um góða manninn Geir og þingmenn flokksins vilji ekki spilla góðri sál. Hver veit? Hóp- ferð tann- sjúkra — óheyrílegur kostnaðurvið tannlækningar hér l.esandi hringdi: Hvernig væri að einhver ferða- skrifstofan hér tæki sig til og efndi til hópferðar fyrir þá sem þurfa á tann- læknum að halda tif þess að þeir gætu fengið lækningu á viðráðanlegu verði. Mér datt þetta i hug vegna þess að ég er nýkominn frá tannlækni þar sem ég greiddi litlar 9.920 krónur ein- göngu fyrir hreinsun. Ég man ekki betur en að ekki alls fyrir löngu hali verið efnt til hópferðar til Filippseyja til þess að láta einhverja andakuklara lækna sig. Hvers vegna ætti þetta þá ekki að vera hægt? Lækningin er fyrirfram örugg og ég er sannfærður um að hún gæti aldrei orðið jafndýr og hér. Heimilis- læknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttaríns „Heimil- islœknir svarar" 1 sfma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.