Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 4
4 4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGÚR 5. MAÍ 1979. — DB á ne ytendamarkaði Verðmerkingar í búðargluggum á Akureyri — tvímælalaust til hægðarauka fyrir neytendur Nýstofnuð Akureyrardeild Neyt- endasamtakanna hefur þegar farið á stúfana og kannað hvernig háttað er verðmerkingum í búðargluggum á Akureyri. Kannaðar voru verðmerk- ingar í gluggum þrjátiu verzlana í miðbæ Akureyrar. í ljós kom að af þeim höfðu 14 mjög góða verðmerk- ingu, eða 90—100%, sex nokkuð góða, 60—90%, tvær verzlanir höfðu sæmilega verðmerkingu eða 50%, en átta verzlanir höfðu litla eða enga verðmerkingu! ,,Það má kallast merkilegt að nærri þriðjungur búðareigenda i framangreindu úrtaki skuli hafa ákvæði um verðmerkingu að engu, því hún hlýtur að vera báðum til hægðarauka, bæði kaupanda og selj- anda,” segirí Fréttabréfinu. Verðmerkingar í búðargluggum - höfuðborgarinnar hafa ekki verið kannaðar til hlítar, en þar er ástandið mjög mismunandi, víða ágætt, en lakara annars staðar. Að undanförnu virðast verðmerk- ingar í auglýsingum í dagblöðunum vera að aukast. Þó má enn sjá stórar auglýsingar um vörur, þar sem ekkert er minnzt á verð. — Verðmerktar auglýsingar eru til mikils hægðar- auka fyrir neytendur. Er verðs nærri undantekningarlaust getið í erlendum blaðaauglýsingum. Oft er þar gefið upp „viðmiðunarverð”, sem vel væri einnig hægt að gera hér á landi. Yrði það mjög til hagsbóta fyrir neytendur ef verð væri almennt tekið fram í auglýsingum, þar sem slíkt eflir verð- skyn, sem öllum kemur saman um að ekki veiti af. A.Bj. Tilboð óskast í byggingu iðnaðarhúsnæðis á Ártúnshöfða að fokheldu stigi. Útboðsgögn hjá verkfræðiskrif- stofu Braga Þörsteinssonar og Eyvindar Valdi- marssonar Bergstaðastræti 28A, sími 27299. Réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð opnuð fimmtudaginn 17. maí kl. 17.00. Varnarliðið á Kaflavíkurflugvelli óskar að ráða deildarsljóra hjá birgðastofnun varnarliðsins, vöruhúsadeild. Áskilin er sér-. hæið reynsla og/eða menntun á sviði birgða- stjórnunar og vöruflutninga, innanlands og utan. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafizt. Umsóknir sendist til Ráðningarskrifstofu Varnarmáladeildar Kefiavíkurflugvelli. Sími 92—1973. Könnun á kostnaði við heimilishaldið: Aprflseðlarnir gætu orðið „skrautlegir” —sex manna f jölskylda kom bezt út úr marzkönnuninni , Nýr mánuður — nýtt uppgjör fyrir kostnaðinn við heimilishaldið. Hér kemur seðillinn fyrir apríl. Hann er dálítið seinn á ferðinni vegna inflú- ensu umsjónarmanns Neytendasíð- unnar. Nýlega var stofnuð deild úr Neyt- endasamtökunum á Akureyri. Deild- in hefur nú sent frá sér fyrsta frétta- bréfið. Þar segir m.a. frá því að opn- uð verði skrifstofa að Skipagötu 18, þriðjudaginn 8. mai. Verður opið tvisvar i viku, þriðjudaga og mið- vikudaga kl. 4—6. Á skrifstofunni verða neytendum veittar upplýsingar sem þeim mega að gagni koma, eða bent á hvar þeir geti fengið upplýsingar sem þá vanhagar um. í Fréttabréfinu segir ennfremur að markmið Neytendasamtakanna á Akureyri hljóti m.a. að vera að gæta Marzseðlarnir komu frá þrjátíu og fimm stöðum á landinu. Að þessu sinni reyndist það vera sex manna fjölskyldan sem kom hagstæðust út úr kostnaðinum i marzmánuði með 19.013 kr. á mann. Eins og áður var hagsmuna neytenda á verzlunarsvæði Akureyrar. Framhaldsaðalfundur deildarinnar verður haldinn á Hótel Varðborg í dag, 5. maí kl. 4 síðdegis. Stjórn deildarinnar var kosin á stofnfundin- um en hana skipa, auk Steinars Þor- steinssonar formanns deildarinnar, Valgerður Magnúsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Páll Svavarsson, Stefanía Arnórsdóttir, Jónína Páls- dóttir, Kristín Thorberg, Stefán Vil- hjálmsson og Steindór Gunnarsson. Stefán Vilhjálmsson er ábyrgðar- maður Fréttabréfsins. fámennasta fjölskyldan (tveggja manna) í innsendum seðlum með óhagstæðustu útkomuna, eða með 25.074 kr. á mann. Á mánudaginn segjum við nánar frá útreikningnum og vinningshafan- um okkar, sem hlaut eins mánaðar vöruúttekt. Við drógum úr öllum innsendum seðlum og var það þriggja manna fjölskylda úr nágrannabæ höfuðstaðarins sem hlaut úttektina. Við greinum frá nafninu á mánudag- inn, þar sem okkur hefur ekki tekizt að ná sambandi við viðkomandi þegar þetta er skrifað. Fyllið út aprílseðilinn og sendið okkur strax. Ekki er okkur grunlaust um að það verði frekar „skrautlegir” seðlar sem berast fyrir aprílmánuð, þvi bæði var fermt á mörgum „bæj- um” og svo reynast páskarnir mörgum dýrir í matarinnkaupum! A.Bj. Neytendasamtökin á Akureyri: Framhaldsstof nfundur í dag Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegastsendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í aprílmánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m viKix Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.