Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979.
Egypzkir hermenn cru komnir til borgarinnar El Arish á Sinaiskaga. Sú borg hefur verið hersetin af lsraelum I tólf ár en þeir
hafa nú látið hana af hendi i samræmi við ákvxði friðarsamninga landanna.
Friðarsamningar Egypta og ísraelsmanna:
LANDAMÆRIN
OPNUÐÍGÆR
Landamærin á milli ísraels og
Egyptalands voru formlega opnuð
um helgina. Fór það þannig fram að
Sadat forseti og Begin forsætisráð-
herra flugu saman fram og aftur yfir
landamærin. Begin lýsti þvi yfir að
nú gætu borgarar landanna farið þar
á milli ótruflaðir. Nokkrar takmark-
anir verða þó að sögn á ferðafrelsi
fólks í fyrstu. Aðallega verða þar á
ferðinni stjórnmálamenn, kaupsýslu-
nienn og aðrir slíkir sem ákveðnum
erindum hafa að gegna.
Áætlunarflug á milli Kairó og Tel-
Aviv mun að sögn egypzka blaðsins
Al-Ahram ekki hefjast fyrr en gengið
hefur verið frá fleiri atriðum friðar-
samninga landanna. Búizt er við að
það verði er ísraelar hafa afhent
Egyptum tvo þriðju af Sinaískagan-
um en það á að verða síðar á þessu
ári.
Sadat forseti Egyptalands var í
nótt í borginni El-Arish en ísraels-
menn voru að afhenda Egyptum
hana eftir tólf ára hersetu. Tóku þeir
hana herskildi í sex daga stríðinu.
Holland:
Hver ber sökina
á Tenerífeslysi?
— réttarhöld vegna þessa mesta f lugslyss sögunnar hef jast
nefndinni, sem er sjálfstæð stofnun,
sem sett var á fót fyrir síðari heims-
styrjöldina.
Hvorki spænskir né bandarískir
aðilar munu koma fyrir réttinn að
þessu sinni. Að sögn spænska sendi-
herrans i Hollandi mun fulltrúi þeirra
ekki verða viðstaddur réttarhöldin.
YHrheyrslur munu að öllum líkind-
um standa í tvo daga en búizt er við
niðurstöðum eftir þrjár til sex vikur.
íHaagídag
Opinber réttarhöld og rannsókn á
flugslysinu mikla í Tenerife á Kanarí-
eyjum sem varð í marzmánuði árið
1977 hefst í Haag í Hollandi í dag. Þar
er ætlunin að komast til botns í þvi
hver bar ábyrgðina á mannskæðasta
flugslysi sögunnar. Þar fórust 583
menn þegar Boeing þota 747 frá banda-
ríska félaginu Pan Am og önnur frá
hollenzka flugfélaginu rákust á á flug-
brautinni.
Spænsk og hollenzk yfirvöld-
um hefur greint á um orsakir slyssins,
sem varð i löluverðri þoku og slæmu
skyggni. Meðal þeirra sem koma fyrir
réttinn i Haag verða tíu sérfræðingar,
sem segja eiga álit sitt. Dómurinn er
skipaður af hollenzku flugöryggismála-
Helltu niður
vínbirgðum
sendiherrans
Fulltrúar hinna nýju stjórnvalda i
íran réðust í gær inn í vínkjallarann í
sendiráði landsins í Washington og
helltu niður öllu sem þar var. Ardeshir
Zahedi, fyrrum sendiherra íran í
Bandaríkjunum, var þekktur fyrir
mikil og glæsileg veizluhöld. Vínkjall-
arinn var því ekkert smásmíði og alls
mun innihald fjögur þúsund vin-
flaskna hafa farið niður um skolprörin
i sendiráðinu í gær.
Fulltrúi nýju stjórnvaldanna í íran,
sagði að áfengisdrykkja væri andstæð
þeim trúarreglum sem múhameðstrúar-
menn færu eftir. „Áfengið er uppruni
alls ills,” sagði fulltrúinn. Hann sagði
að það hefði einnig verið brot á trúar-
lögunum að selja vínbirgðirnar svo eina
ráðið hafi verið að hella þeim niður.
Ekki vissu menn hversu mikils virði
vínbirgðirnar í sendiráðinu hefðu verið
ef boðnar hefðu verið til sölu. En þær
þóttu mjög dýrmætar og var þar meðal
annars verðmætt kampavín, líkjörar og
vín af ýmsu tagi.
í íran er nú tekið mun harðar á brot-
um gegn reglum Kóransins en áður og
áfengisdrykkja þykir þar nú með alvar-
legri brotum eins og víðar í þeim ríkj-
um þar sem múhameðstrú ríkir.
Harrisburg:
Óþekkt veiki
i kúm nærri
kjamorku-
stöðinni
—grunur um aðgeislavirkni vegna
bilunarinnar haf i valdið dauða tólf
kálfa og sjö kúa í nágrenni
stöðvarinnar
Minna er viku eftir að slysið varð í
kjarnorkuverinu nærri Harrisburg í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum átti
kýr ein hjá bónda þar í nágrenninu
kálf. Var það nokkru fyrr en reiknað
hafði verið með. Skömmu síðar dó
kálfurinn og kýrin sjálf nokkru siðar.
Bóndi þessi sem býr í minna en
fimm mílna fjarlægð frá kjarnorku-
verinu hefur siðan átt í mesta basli.
Hefur hann misst tólf kálfa og sjö
kýr úr dularfullum sjúkdómi, sem
enn hefur ekki tekizt að greina. Ekki
er þó hægt að fullyrða neitt um að
þarna séu afleiðingar geislavirkni á
ferðinni. Nokkurt geislavirkt efni
komst frá kjarnorkuverinu við bilun-
ina í því. Barst það bæði í andrúms-
loftið og komst einnig út í á eina, sem
rennur um landið.
Að sögn yfirmanns þeirrar rann-
sóknarstofu, sem kannað hefur
ástæðurnar fyrir dauða nautgripanna
kemur margt til greina auk geisla-
virkninnar. Land bóndans hefur
verið kannað með tilliti til hugsan-
legrar geislavirkni. Ekkert hefur
fundizt í jarðveginum né fóðri
kúnna. Bóndinn segir sjálfur að þar
til slysið í kjarnorkuverinu varð hinn
28. marz þá hafi aldrei neitt óvenju-
legt hent kýr hjá honum.
Erlendar
fréttir
Leyniskjöl úr síðari heimsstyrjöldinni:
Japanir ráðgerðu nýtt
ísrael í Mansjúríu
áttiaðflytjaþangað
útlæga gyðinga
frá Evrópu
Skjöl, sem nýlega er búið að þýða
úr japönsku yfir á ensku hafa leitt i
Ijós, að Japanir hugðu á að flytja
gyðinga frá Evrópu til Mansjúríu
í Norðurhluta Kína. Þar átti að
stofna til búsetu þeirra og notfæra
sérmenntun þeirra, fjármagn og góða
hæfileika.
Helzt var þetta hugleitt á fyrstu
árum síðari heimsstyrjaldarinnar og
alveg fram að því að Japanir réðust á
Pearl Harbour og gerðust beinir
aðilar að styrjöldinni við htið Þjóð-
verja.
í viðræðum við aðila í Japan hefur
komið í ljós að ætlunin var að bjarga
gyðingum úr klóm nasista og flytja
þá til Mansjúríu. Upphaflega
hugmyndin varð til í hópi herforingja
og japanskra iðnjöfra árið 1935.
Ætluðu þeir að fá fimmtíu þúsund
gyðinga til að byrja með og flytja þá
síðan til Mansjúríu. Áttu þeir að vera
eins og nokkurs konar frumherjar en
i fótspor þeirra skyldu síðan koma
um það bil ein milljón gyðinga í
viðbót og setjast að i norðurhluta
Kína.
Ætlunin var að gyðingarnir tækju
þarna við algjörri auðn eða órækt-
uðu landi. Át‘; það að þróast upp í
sjálfstætt ríki er tímar liðu.
Ætluðust Japanir til þess að þarna
mundi verða heppileg andstaða gegn
nágrönnunum Sovétmönnum og
seinna meir draga til sin fjármagn og
samúð Bandaríkjamanna og með þvi
auka á veldi Japans í Austurlöndum.
Upplýsingar um þessar ráðagerðir
koma fram í bók sem er að koma út í
Bandaríkjunum og Bretlandi í sumar.
Heitir hún Sagan ósagðaaf Japönum
og gyðingum á árum síðari heims-
styrjaldarinnar.
Höfundarnir, sem eru Marvin
Tokayer og Mary Sagmaster, segjast
byggja bók sína á skjölum sem þau
hafi grafið upp og kannað. Einnig
liafi þau rætt við Japani, sem unnið
hafa að áætluninni um flutning gyð-
inganna til Mansjúríu, ekkjur þeirra
eða börn. Einnig hafi þau komizt yfir
gögn frá gyðingum, sem búið hafi í
Japan og Kina á árum síðari heims
styrjaldarinnar. Hluta af sögu'sinni
byggja þau á hernaðarskjölum og
gögnum sendimanna Japans á
þessum árum.