Dagblaðið - 28.05.1979, Side 18

Dagblaðið - 28.05.1979, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþró Ennskorar Pétur — fyrir Feyenoord og er markhæstur leikmanna liðsins „Ég cr prýðilega ánægður með leik minn gegn Twente — skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu og fann ekkert til í fætinum eftir meiðslin frá Evrópuleiknum við Sviss sl. þriðjudag. Ég var slæmur i tánni fram eftir vik- unni og sjúkraþjálfari Feyenoord var að hugsa um að gefa mér sprautu fyrir lcikinn við Twente. Þess þurfti þó ekki,” sagði Pétur Pétursson i samtali við DB í morgun. Feyenoord sigraði Twente 2—0 og þeir Nottin og Pétur skoruðu. Pétur er markhæstur hjá Feyenoord með 12 mörk — hollenzki landsliðsmaðurinn Jan Peters er næstur. Hefur skorað tíu mörk. Staðan breyttist ekki hjá efstu liðunum. Feyenoord leikurá laugardag og mánudag. Möguleiki er á að Pétur geti leikið i Evrópuleiknum við Sviss á Laugardalsvelli 9. júní ef Feyenoord hefur þá tryggt .sér annað sætið i úrvalsdeildinni og á ekki möguleika á því efsta. Úrslit í Hollandi urðu þessi. Ajax-Haag 4—1 AZ’67 Alkmaar-Sparta 2—0 Deventer-Maastraicht 0—1 PSV Einhoven-Utrecht 3—0 Roda-Volendam 5—1 Feyenoord-Twente 2—0 Vitesse-NAC Breda 3—1 Venlo-PEC Zwollle 2—3 Haarlem-NEC Nijmegen 2—2 Staða efstu liða. Ajax 31 Feyenoord 31 PSV 31 AZ’67 31 Roda 31 Þrjár umferðir eru eftir. UEFA-keppnin á lokastigi UEFA-keppni unglingalandsliða er nú að komast á lokastig i riðlakeppn- inni. í gær gerðu Frakkland og Sviss jafntefli 1-1, Belgía vann Holland 2-1, England — Malta 3-0, Tekkóslóvakia — V-Þýzkaland 2-0, Júgóslavia — Austurríki 2-1, Ungverjaland — Noregur 2-1, Danmörk — Pólland 2-0 og Búlgaría — Skotland 2-0. Staðaníriðlinum: A-riðill Frakkland 2 110 6-2 3 Holland 2 10 13-32 Belgia 2 10 13-62 Sviss 2 0 112-31 ísland var í riðli með Hollandi í undankeppninni. B-riðill England 2 2 0 0 6-0 V-Þýzkaland 2 1 0 1 5-2 Tékkóslóvakía 2 1 0 1 2-3 Malta 2 0 0 2 0-8 C-riðill Júgóslavía 2 2 0 0 4-1 Austurríki 2 1 0 1 3-2 Ungverjaland 2 1 0 1 2-3 Noregur 2 0 0 2 1-4 D-riðill Búlgaría 2 2 0 0 3-0 Danmörk 2 1 0 1 2-2 Skotland 2 1 0 1 3-4 Pólland 2 0 0 2 3-5 Búlgarar sterkastirá EM í fjarveru Alexeyev, Sovétríkjunum, sigraði Austur-Þjóðverjinn Gerd Bonk i yfirþungavigt á Evrópumeistaramót- inu í lyftingum í Varna í gær. Lyfti samtals 427.5 kg. (185—242.5). Annar varð Junger Hauser, A-Þýzkalandi, 422.5 kg. Þá Rudolf Steicek, Tékkó- slóvakiu, 390 kg. Fjórði Skolimowski, Póllandi, 385 og fimmti Joiko Leppa, Finnlandi, 350 kg. Verðlaun skiptusl þannig. G S B Búlgaría 4 3 1 Sovétríkin 4 1 1 A-Þýzkaland 1 2 3 V-Þýzkaland I 0 0 Pólland 0 3 0 Ungverjaland 0 12 Þá hlutu Tékkóslóvakía og Rúmenía ein brons- verðlaun. Janus Guðlaugsson ieikur upp med knöttinn og komst í opið færí eftir samleik við Jónannes — en skozki dómannn dæmdi brot á Þjóðverja. DB-mynd Bjarnleifur. Ljósmyndari fékk verð- laun f Þotukeppni FÍ —en Haf nf irðingurinn Sigurjón Gfslason varð sigurvegari Fyrsta golfmót sumarsins, sem gaf stig til landsliðs, var haldið á Hval- eyrarholtsvellinum í Hafnarfirði um helgina. Þátttaka i mótinu, Þotukeppni Flugleiða, varð geysilega góð og luku 92 keppni, en keppt var bæði á laugar- dag og í gær. Mikil keppni var um landsliðsstigin, en þau ráða úrslitum þegar kemur að vali landsliðsins í golfi síðar í sumar. Fyrstur i keppninni varð Hafnfirðingurinn Sigurjón Gíslason, sem lék 36 holurnar á 154 höggum. Sigurjón lék langbezt i gær og fór þá 18 holumar á 73 höggum (36/37). Fyrir þetta fékk hann 28,5 stig til landsliðs. íslandsmeistarinn, Hannes Eyvinds- son GR, sem vann fyrsta opna mót sumarsins, sem var einmitt haldið á Hvaleyrinni, varð að gera sér annað Tveir yf ir 8000 stig Frakkland, Spánn, Grikkland og Pólland tryggðu sér rétt til að keppa í úrslitum Evrópumótsins í körfuknatt- leik á Ítalíu í næsta mánuði eftir undankeppni í Solonika í Grikklandi síðustu daga. í síðasta leik keppninnar vann Frakkland Grikkland 80-81 og tryggði sér þar með efsta sætið. Lokastaðan var þannig: Frakkland 5 0 414—372 10 Spánn 4 1 439—421 9 Grikkland 3 2 422—385 8 Pólland 2 3 397—396 7 Svíþjófl 1 4 335-349 6 Finnland 0 5 366—440 5 Tottenham vann landslið indónesíu Á knattspyrr. mnóti í Japan í gær vann Tottenhamlar.dsliðlndónesíu 6— 0. Colin Lee, Tony Galvin, Ricardo Villa, tvö, Don McAllister og John Pratt skoruðu mörk Tottenham 4—0 í hálfleik. í öðrum leik i keppninni vann landslið Burma japanskt úrvalslið 1— 0. sæti að góðu að þessu sinni — lék á 156 höggum. Þriðji varð Jón Haukur Guðlaugsson NK eftir bráðabana við Óskar Sæmunsson GR. Þeir voru jafnir á 157 höggum. Fyrstu holuna í bráðabananum voru þeir jafnir. Siðar léku þeir 4. holuna og þá varð Óskar fyrir því óláni, að kúlan hans fór út í sjó í öðru höggi, þannig að þar náði Jón Haukur því forskoti, sem hann þurfti til að krækja í 3. sætið. Þrátt fyrir það skiptu þeir landsliðsstigunum fyrir 3. og 4. sætið bróðurlega á milli sin, enda gildir einungis lokaskor í sam- bandi við þau. Sá, sem sennilega kom hvað mest á óvart var blaðaljósmyndarinn Frið- þjófur Helgason. Hann er í Nes- klúbbnum og hann krækti sér í annað sætið í keppninni með forgjöf. Sigur- vegari í forgjafarkeppninni varð hins vegar Gunnlaugur Jóhannsson NK á 142 höggum nettó. Annars varð röð efstu keppenda þessii 1. Sigurjón Gíslason.GK 81- 2. HannesEyvindsson.GR 79- 3. -4. JónH. Guðlaugsson, NK 80- 3.-4. óskar Sæmundsson, GR 77- 5. Sveinn Sigurbergsson, GK 81- 6. -7. Gunnlaugur Jóhannesson, NK 79- 6.-7. óli Laxdal, GR 79- 8. Júlíus R. Júlíusson, GK 77- 9. -12. Ómarörn Ragnarsson, GL 83- 9.-12. Einar Þórisson, GR 81- 9.-12 Gisli Sigurðsson GK 82- 9.-12. Jón Gunnarsson, GA 82- -73=154 -77=156 -77= 157 80=157 78=159 -81 = 160 -81 = 160 85 - 162 80=163 82=163 81 = 163 81 = 163 Þessir 12 efstu menn hlutu allir stig til landsliðs. Sigurjón hlaut 28,5 stig, Hannes 25,5. Jón Haukur og Óskar21 hvor, Sveinn 16,5 ÓIi ogGunnlaugur 12 stig hvor, Júlíus 7,5 og þeir Ómar, Einar, Gisli og Jón 1,5 stig hver. Næstu menn voru þessir: 13.-14. Sig. Hafsteinsson, GR 84—81 = 165 13.-14. Eirikur Jónsson, GR 84—81 = 165 15.-17. Hálfdán Karlsson, GK 82—84 = 166 15.-17. ólafurSkúlason, GR 81—85 = 166 15.-17. Páll Ketilsson, GS 81—85=166 18.-19. Hilmar Björgvss, GS 86—81 = 167 18.-19. Sveinbj. Bjömsson, GK 82—85= 167 20. Sigurður Sigurösson, GS 85—83 = 168 21. -22. MagnúsHalldórsson.GK 79—90= 169 21.-22. Ásgeir Þórðarson, NK 80—89 = 169 Með forgjöf: 1. Gunni. Jóhannsson, NK 79—81 = 160 142 nettó 2. Friðþj. Helgason, NK 97—89= 186 144nettó 3. Jón Friðjónsson, GK 100—93 = 193 145 nettó Gunnlaugur er með 9 í forgjöf, Friðþjófur með 21 og Jón með 24. -SSv- Furðumark miðherjans kom Reyni á bragðið! — Reynir sigraöi Þrótt í 2. deild 2-0 í gær Sandgerðisvöllur, II. deild, Reynir S. - Þróttur N. 2:0 (0:0) Furðumark Hjartar Jóhannssonar miðherja á 20. mín. kom Reynismönn- um á bragðið gegn Þrótti frá Neskaup- stað i Sandgerði í gærdag. Hjörtur vann návigi við gömlu kempuna Sigurberg Sigsteinsson þjálfara og leikmann Þróttar og skaut af um 20 metra færi. Knötturinn stefndi yfir markið en breytti óvænt um stefnu eins og um fjarstýringu væri að ræða og í netið. Ágúst Þorbergsson, sem er þekktur fyrir annað en að standa sem negldur á marklinunni, uggði ekki að sér og hreyfði ekki svo mikið sem litla fingur til varnar að þessu sinni. Hann greip hins vegar oft vel inn í leikinn hjá ágengnum sóknarmönnum Reynis eða varði hættuleg skot seinna í leiknum með einni undantekningu. Eftir harða hrið að marki Þróttar um miðjan seinni hálflcik sveif knötturinn inn í mikla þvögu þar sem Brynjar Péturs- son skoraði sannkallað „Múllers-. mark” úr mjög þröngu færi af rnark- teig- Ronald Smith þarf ekki að sjá eftir því að hafa fært Hjört úr útherjastöð- unni inn á miðjuna þar sem snerpa hans og gott auga fyrir samleik nýtur sín fyllilega. Jóhannes Sigurjónsson, bakvörður, sem lék nú sinn fyrsta leik í vor treystir Reynisvörnina en sannar, líka að margur cr knár þótt hann sé smár. Júlíus Jónsson var að vanda sá varnarmaðurinn sem flestar sóknartil- raunir Þróttar brotnuðu á. Annars var Reynisliðiðmeðjafnaramóti - enginn átti slakan leik, en sá gallinn var á sóknarleik Reynis hvað knötturinn var sendur seint þegar möguleikarnir voru fyrir hendi. Eitthvert þróttleysi var í Þrótturum. Liðið náði aldrei almennilega saman þrátt fyrir góðan vilja sumra leikmanna eins og Þórhalls Jónassonar, er reyndi af fremsta megni að rífa þá upp úr deyfðinni. Magnús Magnússon átti hættulegustu skotin á Reynismarkið en „skakkt sigti” og Jón Örvar mark- vörður gerðu þau meinlaus. Broddur- inn úr framlínunni fór að miklu leyti þegar Björgúlfur Halldórsson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla i fyrri hálfleik. Helzt voru það þeir Erlendur Davíðsson og Sigurður Friðjónsson báðir fljótir og leiknir sem ögruðu heimamönnum eitthvað að ráði. Dómari var Gísli Guðmundsson og má áreiðanlega fela honum erfiðari verkefni á þeim vettvangi, dæmdi mjög vel. emm.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.