Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.05.1979, Qupperneq 19

Dagblaðið - 28.05.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. 19 ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir V-Þjóðverjar sigruðu í leik er gleymist f Ijótt íslenzka liðið sýndi á köflum tilþrif og bar ekki nokkra virðingu fyrir mótherjum sínum en fékk á sig slök mörk—ísland—Vestur-Þýzkaland 1-3 „Hann tók af okkur mark, skozki dómarinn,” sagði Janus Guðlaugsson eftir leik íslands og Vestur-Þýzkalands á laugardag. Eftir gott upphlaup Jóhannesar Eðvaldssonar og Janusar, tveggja sterkustu varnarmanna Islands, komst Janus frír inn í vítateig Þjóð- verja eftir að brotið hafði verið á honum. Hope dómari flautaði og dæmdi brot á Þjóðverja. Slæmur dómur — og þýzka liðiö hefði örugg- lega þurft að taka á honum stóra sínum til að sigra í leiknum ef Janus hefði skorað þarna á 20. mín. Að vísu var það sýnd bráð en ekki gefin — Hann átti eftir að skora hjá Sepp Maier, einum frægasta markverði heims allra tíma. En þetta glæsta marktækifæri fór forgörðum vegna mistaka dómar- ans og nokkru síðar skoruðu Þjóð- verjar tvö mörk með mínútu millibili. Eftir það var ekki spurning hvort liðið mundi sigra — úrslit 3—1 fyrir Þjóð- verja í heldur tilþrifalitlum leik á Laugardalsvelli. 8280 keyptu sig inn á völlinn þar af um 100 Þjóðverjar. Þetta landslið Þjóðverja var mun lakara í leiknum en búast mátti við enda án allra þekktustu leikmanna V- Þýzkalands nema Maier. Það sáust góðir kaflar í leik íslenzka liðsins — einkum þó í lokin eftir að Jóhannes Eðvaldsson hafði verið færður fram í sóknina og þá minnkaði munurinn. Það var oft kraftur í íslenzku strákun- um. Þeir báru ekki nokkra^virðingu fyrir mótherjum sínum — en okkur vantaði aiveg sterka framherja. Slæmt að dr. Youri Ilitchev skyldi ekki breyta leikaðferð íslenzka liðsins fyrr. En í heild var landsleikurinn daufur og verður lítt minnisstæður, þegar frá líður. 3—1 tap gegn V-Þjóðverjum er þó ekkert til að skammast sín fyrir. Lítur vel út á pappírnum — sami munur og þýzka liðið vann íra með á leið sinni hingað. Jafnt f raman af Leikurinn var frekar jafn framan af og heldur lítið sem skeði nema hvað Þorsteini Ólafssyni, markverði íslands, urðu tvívegis á mistök en við sluppum við mörk. Tveir nýliðar voru í íslenzka liðinu, Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev, Fram, og Jón Pétursson lék sinn 25. landsleik. Þjóðverjar léku, undan snarpri suð-austan golu í fyrri hálfleik og Téðu illa við að leika á undan vindinum. Flest fór forgörðum hjá þeim — og svo náði ísland tveimur góðum upphlaupum. Fyrst léku Jóhannes og Janus í gegn en dómarinn skemmdi það — og það var í fyrsta sinn, sem broddur var í sókn íslands, þegar þessir tveir varnar- menn geystust upp. Dæmd var auka- spyma í stað þess að Janus fengi að reyna hæfni Maiers — og úr auka- spyrnunni skallaði Jóhannes rétt framhjá þýzka markinu. Mínútu siðar léku Ingi Björn og Atli Eðvaldsson upp — Atli gaf fyrir á Inga en Maier rétt varði inn á markteig. Skemmtileg til- þrif þarna, sem því miður voru allt of sjaldséð i leiknum. Síðan fóru þýzkir að sýna meira tennurnar. Þorsteinn greip vel inn í eftir hornspyrnu Þjóðverja en á 30. min. urðu Þorsteini enn á mistök. Jón Pétursson bjargaði frá Zimmermann inn á markteig í horn. Þjóðverjar tóku hornspyrnuna og enn urðu Þorsteini á mistök. Ætlaði að grípa knöttinn en missti hann fyrir fætur Walter Kelsch, sem skoraði auðveldlega. Mínútu síðar lá knötturinn aftur í markinu. Varnar- menn að dúlla með knöttinn — og Dieter Hoeness náði honum. Spyrnti á markið — þrumufleygur — af 25 m færi og Þorsteinn kom ekki við neinum vörnum, 0—2. Hins vegar varði Þorsteinn vel á 35. mín. þegar Zimmermann var í opnu færi — og hinu megin skallaði Jóhannes yfir mark Þjóðverja eftir hornspyrnu. Síðan hálfleikur og þá iék Sepp Maier listir sínar fyrir áhorf- endur. Lék ekki í síðari hálfleiknum og þessi frægi markvörður er einstakur húmoristi. Þetta var það bezta, sem sást á Laugardalsvelli, sögðu flestir eftir leikinn. í s.h. lék Schumacker í marki þýzkra. Breytingar á liðunum Ýmsar breytingar voru á liðunum í s.h. Jón Oddson, KR, sem lék sinn fyrsta landsleik, og Viðar Halldórsson, FH, komu inn á í stað Péturs og Inga á 59. mín. — en Viðar meiddist eftir aðeins 10 min. og kom Ottó Guðmundsson, KR, í hans stað. Viðar hafði sýnt góðan leik þann kafla, sem hann var með. Hjá þýzkum kom Hartwig Hamborg, í stað Zimmermann en sýndi lítið og fleiri breytingar voru á þýzka liðinu. Síðari hálfleikur var i byrjun skemmtilegur. Þorsteinn varði glæsi- lega frá Hoeness, missti knöttinn og greip hann aftur — og á 50. mín. fékk ísland hornspyrnu. Vörn Þjóðverja opnaðist illa, Jóhannes sreyndi hjól- hestaspyrnu en knötturinn fór yt'ir markið. Þarna hefði Búbbi getað tekið knöttinn niður — allt opið. Síðan kom daufur kafli í kuldanum á Laugardals- velii — en yfirburðir Þjóðverja voru umtalsverðir. Á 66. mín. steinsvaf islenzka vörnin — Hoeness komst i opið færi og skoraði auðveldlega, 0— 3. Það var ósköp litið fallegt, sem sást næstu minúturnar — áhorfendur fóru meira að segja að tínast af vellinum. Þjóðverjar fengu færi, sem þeir nýttu ekki — en svo kom lokakaflinn, bezti kafli islenzka liðsins. Jóhannes oftast í sókninni — en hann hefur nóg út- haldið, pilturinn sá. Á 83. mín. náði íslenzka liðið stórglæsilegu upphlaupi — Jóhannes, Marteinn og Janus, sem gaf á Guðmund Þorbjörnsson út á hægri kant. Guðmundur lék upp og gaf vel fyrir. Þar skallaði Marteinn til Atla og fast skot hans af 12 metra færi réð Schumacker ekkert við, 1—3 — og lokamínúturnar sýndi ísl. liðið virki- lega góð tilþrif þó ekki gæfi það fleiri mörk. Þýzka liðið átti þá í vök að verjast. Atli beztur í islenzka liðinu voru þeir bræður Atli og Jóhannes beztu menn — Atli lék sinn bezta landsleik, stór, sterkur, leikinn og meö gott auga fyrir leiknum. í heild bezti maður íslenzka liðsins. Þá var Janus að venju traustur og Trausti Haraldsson komst allvel frá sínum fyrsta landsleik. Marteinn góður og Jón Pétursson mikill baráttumaður — en vörn íslenzka liðsins átíi þó til að opnast illa. En höfuðverkurinn var þó framlínan — varla til, þó Pétur Ormslev sýndi netta leikni. Árni Sveinsson naut sín ekki á vinstra kantinum — lngi Björn virðist of mikill ,,lúxus” fyrir islenzkt lands- lið, þvi miður — baráttuna vantar — og einhvern veginn finnst manni að hann eigi að geta svo miklu, miklu meira. Sendingar Guðmundar slakar en dugnaðinn hefur hann. Jóni Oddssyni tókst lítið að sýna — og sama er að segja um Ottó, enda stutt inn á. Þor- steinn virkaði mjög óöruggur í marki að þessu sinni — sennilega lakasti landsleikur hans. Þýzka landsliðið var aðeins skuggi þeirra landsliða, sem hafa haldið frægð ] V-Þýzkalands á lofti þennan áratug — mest nýliðar, sem lítið sýndu nema miðherjinn Dieter Hoeness. Hann lék sinn annan landsleik og þar er stórefni á ferðinni. Illa hefði farið ef Þjóðverjar hefðu haft fleiri garpa í liði sínu. Skozki dómarinn Kenneth J. Hope dæmdi vel yfirleitt, þó ég get ekki fyrir- gefið honum fljótfæmina, þegar Janus komst í gegn. En hann hefur á þvi aðra skýringu — en Janus er svo sterkur leikmaður en hann lætur engan halda sér. Iisím. | Guðmundur með þrennu —þegar Þór vann Fylki naumlega 3-2 Hann reyndist sannspár, þjálfari Þórs, Hlöðver Rafnsson, er liann sagði, að síðari hálfleikurinn í leik Þórs og Fylkis yrðu langar og erfiðar 45 mínútur. Eftir mikla pressu Fylkis- manna í síðari hálfleiknum, þar sem þeir voru allan timann manni færri, tókst Þór að sleppa með bæði stigin — 3—2 eftir að hafa leitt 2—1 í leikhléi. Fyrsta mark leiksins kom strax á 8 minútu. Þá skoraði Guðmundur Skarphéðinsson fyrsta mark Þórs eftir fallega sendingu Odds Óskarssonar. Á 19. mínútu jöfnuðu Fylkismenn. Hilmar Sighvatsson skoraði þá af um 25 m færi — beint úr aukaspyrnu efst í markhornið. „Eitthvert fallegasta mark sem ég hef séð,” sagði fréttaritari DBá Akureyri. Rétt á eftir skaut Jón Lárusson í stöng í opnu færi og síðan varði Ögmundur mjög vel fráOddi. Þór náði síðan forystu á ný á 39. mínútu. Guðmundur Skarphéðinsson var þá aftur á ferðinni — hafði nægan tíma eftir að Fylkisvörnin hafði talið hann rangstæðan. Á 42. mínútu gerðist siðan atvik, sem skipti sköpum í leiknum. Þá varl Hilmari Sighvatsyni vísað af leikvellil fyrir að sparka í Árna Stefánsson, mið-| vörð Þórs. Björn Bjarnason, annarsl slakur og óákveðinn dómari, rak| Hilmar umsvifalaust út af. Þrátt fyrir að vera manni færril börðust Fylkismenn mjög vel og seinnit hálfleikurinn var að mestu þeirra eign. í Þeir jöfnuðu metin á 60. mínútu. Einarfj Hafsteinsson skoraði með skalla af| markteig. Átta minútum síðar — í sinnií fyrstu almennilegu sókn — skoraði Þórfc sigurmarkið. Guðmi J - Skarp-f héðinsson var þá enn á feióii i, gfull-|i komnaði þrennu sína ! iii markiðl sótti Fylkir stíft og þao >i.a sanni? segja, að Þór hafi sloppið með skrekk-| inn. Þór náði aldrei tökum á miðjunni it leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri| og slikt hiýtur að vera veikleikamerki. Fylkir átti a.m.k. annað stigið skilið ogf liðið barðizt mjög vel. Bezti maður þess j var Hilmar Sighvatsson, en hjá. Þór[ voru þeir Guðmundur Skarphéðinsson j og Árni Stefánsson beztir. St.A.I ■V //i m* LJULJLJI Úi 1 %*: \ m / Standardí þrið ja sæti — en La Louviere féll í2. deild La Louviere, liðið, sem Karl Þórðar- son og Þorstcinn Bjarnason leika með, féli niður i 2. deild í Belgíu í gær. Tapaði þá á hcimavclli 2-4 fyrir ná- grannaliðinu Charleroi i síðustu um- fcrðinni. Úrslit í leiknum skiptu ekki máli — La Louviere liefði fallið þó það Itefði sigrað i leiknum því FC Liege sigraði Lokeren. Standard I-iege, liðið, sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með, tryggði sér þriðja sætið með sigri á meisturum Beveren og það á útivelli. Úrslit urðu annars þessi: Molenbeek — Berchem 3-1 Beveren — Standard 1-2 FC Brugge — Courtrai 2-1 Waterschei — Lierse 2-4 La Louviere — Charleroi 2-3 Antwerpen — Winterslag 1-1 FC Liegc — Lokeren 3-0 Beringen — Anderlecht 2-3 Lokastaða efstu liða í 1. dcildinni í Belgiu varð þannig: Beveren Anderlecht Standard Lokeren Molenbeek FC Brugge Antwerpen 34 19 11 4 63-24 49 34 21 3 10 76-41 45 34 17 10 7 46-30 44 34 16 10 8 54-33 42 34 17 7 10 57-41 41 34 14 10 10 51-49 38 34 11 13 10 44-41 35 Siðan kom Lierse með 33 stig. Waterschei, Winterslag og Charleroi mcð 32 stig. Beerschot 31 stig, Beringen 29, Waregem og Berchem 28 stig, FC I.iege 26, La Louviere 24 og Courtrai 20stig. Standard hefur tryggt sér rétt í UEFA-keppnina og Lokeren einnig. I.iðið átti ekki möguleika gegn FC Liege, sem lék mjög sterkan leik — erfitt lið hcim að sækja. Öruggur sigur Selfoss — gegn Austra í2. deild Selfoss vann öruggan sigur gegn Austra á Selfossi á laugardag í 2. deild, 3-1. í byrjun sótti lið Selfoss mcir en Austri fékk þó fyrsta tækifæri leiksins — opið færi en skotið framhjá. Fyrsta mark leiksins skoraði Sumar- liði Guðbjartsson með gullskalla á 24. mín. og hann kom Seifoss í 2-0 með tví- tekinni vítaspyrnu í byrjun síðari hálf- leiks eftir að brotið hafði verið á honurn innan vítateigs. í fyrra skiptið fór knötturinn yfir en markvörður hafði hreyft sig. Á 70. mín. komst Sel- foss í 3-0 eftir fallega sókn, sem Stefán I.arsen rak endahnútinn á. Á 83. min. fékk Austri víti en Anton Hartmanns- son, markvörður Selfoss, gerði sér lítið fyrir og varði neðst í bláhorninu. Á 85. mín. skoraði Bjarni Kristjánsson, bezti maður Austra, 3-1, en línuvörður hafði þá veifað rangstöðu. Dómarinn, Grétar Norðfjörð, skipti sér ekkert af því — dæmdi mark og hann lék einnig aðal- hlutverkið á 77. min. þegar hann rak Guðjón Arngrímsson, prúðasta leik- mann Selfoss gegnum árin, af velli. Það var líka misskilningur — liann ætlaði ið vísa Sumarliða af velli en fór mannavilli odapeir Guðjón og Sumar- liði talsvei i líkir. Lilleström tapaði heima Úrslit í 1. deild í Noregi í gær urðu þessi. Brann—Slart |—0 Hamkam—Skeid 0—2 Lilleström—GIim< 0—2 Mjöndalen—Rosenborg frestaA StaAa efstu liAa. Viking 6 3 3 0 9—5 9 Start 7 3 2 2 12—5 8 Rosenborg 6 3 12 10—7 7 I.illeström Moss 6 2 3 1 6—4 7 6 3 1 2 9—9 7 Skozki dómarinn Hope var ekki ánxgður með knöttinn, sem leikið var með. Skipti um eftir að hafa rætt við landsliðsþjálfara liðanna. DB-mynd Bjarnleifur Frakkarsigruðu Thirry Dubois, Frakklandi, hlaut 8161 stig í tugþrautarkeppni i Götzis í Austurríki um helgina. Það er bezti ár- angur í tugþraut í heiminum í ár. Árangur hans í einstökum greinum var 10.86 — 7.17 — 14.91 — 2.08 — 48.66 — 14.65 — 44.40 — 4.70 — 60.70 og 4.48.25. — Annar í þrautinni varð Toenu Kaukis, Sovétríkjunum, með 8068 stig, og þriðji Viktor Grusenkin, Sovét, með 7813 stig.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.