Dagblaðið - 28.05.1979, Page 20

Dagblaðið - 28.05.1979, Page 20
20 d DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir $ FRABÆR LBKUR FRÁRÆRRA UDA —sagði þjátfari Ítalíu eftir jaf ntef li Ítalíu og Argentínu álaugardag „Þetta var spennandi leikur þó lið mitt léki ekki alltaf vel — en ég er ánægður með byrjunina i Evrópuferð okkar. Við höfum ekki tapað gegn tveimur sterkustu liðum Evrópu,” sagði Cesar Luis Menotti, þjálfari Argentínu í Róm á laugardag. ,,Þelta var frábær leikur tveggja frábærra liða ... við gerðum nokkrar villur en héldum frumkvæðinu og áttum ef til vill fleiri marktækifæri en Argentínu- menn,” sagði Enzo Bearsot, þjálfarí Ítalíu. ítalia, eina landið, sem sigraði Argentínu í úrslitum heimsmeistara- iceppninnar í knattspyrnu í fyrrasumar, varð að láta sér nægja jafntefli gegn heimsmeisturum Argentínu í vináttu- leik í Róm á laugardag. Úrslit 2—2. ítalir sóttu í byrjun en komust þó í erfiðleika á 5. mín, þegar Bettega felldi Villaverde rétt utan vítateigs. Auka- spyrna Olgiuin snerist framhjá varnar- mönnum Ítalíu og lenti í stönginni hægra megin. Rétt á eftir komst Barbas Dýrmæt stig Schalke Þrír leikir voru háðir í I. deildinni vestur-þýzku á laugardag. Úrslit urðu þessi: Braunschweig-Duisburg 0—2 Darmstadt-Bremen 3—0 Schalke-Bielefeld 4—I Staða efstu liða er nú þannig: Hamborg 32 21 6 5 77-30 48 Stuttgart 32 19 8 5 65-29 46 Kaisersl. Bayern Dússcldorf Frankfurt Köln 32 16 10 6 50-43 42 32 15 7 10 66-44 37 32 13 9 10 66-55 35 32 14 7 11 45-48 35 321112 948-4534 Schalke hefur nú 26 stig — Bielefeld 25 eftir 32 leiki. Núrnberg 23 og Darmstadt 19. I.eiknar verða 34 umferðir. Fjölbrautaskólinn Breiðholti IIMNRITUN Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer að þessu sinni fram á tveim stöðum: Þriðjudaginn 5. júní og miðvikudaginn 6. júni fer inn- ritun fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavik ásamt innritun annarra framhaldsskóla höfuðborgarinnar, hvorn dag kl. 9.00—18.00. Fimmtudaginn 7. júní og föstudaginn 8. júní fer innritun fram í húsa- kynnum skólans við Austurberg kl. 9.00—18.00. Nýnemar geta valið milli sjö mismunandi námssviða og nokkurra námsbrauta á hverju sviði eins og hér segir: 1. Almennt bóknámssvifl (menntaskólasvið), þrjár huggreinabrautir (félagsfræðibraut, tónlistarbraut, tungumálabraut) og þrjár raungreinabrautir (eðlisfræði- braut, náttúrufræðibraut og tæknibraut). Námið stefnir beint að stúdentsprófi. 2. Heilbrígflissvifl, tveggja ára heilsugæslubraut til sjúkraliðanáms og framhaldsbraut að stúdentsprófi. 3. Hússtjómarsvið, matvælatæknibraut er skiptist í eins árs grunnnám til undirbúnings Hótel- og veitinga- skóla íslands og tveggja ára grunnnám til undirbúnings störfum við mötuneyti sjúkrastofnana og stórra mötu- neyta. Einnig framhaldsbraut að stúdentsprófi. 4. Listasvifl, tveggja ára grunnnám myndlistar- og handíða og framhaldsbraut að stúdentsprófi með sér- hæfingu í auglýsingateiknun. 5. Tæknisvið (iðnfræðslusvið), eins árs grunnnáms- brautir (verknámsskólar) í málmiðnum, rafiðnum og tré- iðnum, síðan tveggja ára framhaldsbrautir í fjórum iðn- greinum, húsasmíði, rafvirkjun, rennismíði og vélvirkj- un er tryggir sveinspróf eftir verkþjálfun úti í atvinnulíf- inu. Námssviðið veitir einnig framhald að stúdentsprófi. 6. Uppeldissvið, þrjár brautir — tvær tveggja ára grunnnámsbrautir, fóstur- og þroskaþjálfabraut og félags- og íþróttabraut og fjögurra ára menntabraut að stúdentsprófi. Af grunnnámsbrautunum er nemendum einnig tryggð framhaldsmenntun að stúdentsprófi. 7. Viðskiptasvið, þrjár tveggja ára brautir að almennu verslunarprófi, samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut. Þá eru á viðskiptasviði þrjár þriggja ára brautir að sérhæfðu verslunarprófi, tölvufræðabraut, stjórnunar- og skipu- lagsbraut, markaðs- og sölufræðabraut. Þá verður nú í fyrsta sinn boðin fram fjögurra ára læknaritarabraut er lýkur með stúdentsprófi ásamt sérhæfingu á viðskipta- og heilbrigðissviðum skólans. Aðrar brautir viðskipta- sviðs stefna einnig að stúdentsprófi. Skrifstofa Fjölbrautaskólans I Breiöholti að Austurbergi veitir allar nánari upplýsingar og geta þeir sem þess óska fengið þar kynningarrit um skólann. Afgreiðslutimi skrifstofunnar er frá kl. 9.00—12.00 og 13.00—15 frá mánudegi til föstudags. Símar skólans eru 75600 — 75740-75761. Skólameistari i gegnum vörn Ítalíu — Zoff hljóp gegn honum en Barbgs spyrnti framhjá markverðinum. ítalski bakvörðurinn Collovati reyndi að bjarga en tókst ekki. Valencia náði knettinum og skoraði. Sóknarþungi Itala var meiri og á 27. mín. jafnaði Franco Causio með þrumufleyg, þar sem Fillol beinlínis sá ekki knöttinn. Paolo Rossi, miðherj- inn, sem ítölsku félögin bítast um þó hann sé metinn á 6 milljónir dollara, var vörn Argentínu erfiður og óhepp- inn að skora ekki i fyrri hálfleik.llins vegar nýtti hann tækifæri á 54. min, lék á varnarmann og sendi knöttinn í markið framhjá Fillol. En aðeins mín- útu síðar dæmdi portúgalski dómarinn vítaspyrnu á ítaliu — Marco Tardelli braut á Maradona. Fyrirliðinn Daniel Passarella jafnaði úr vítinu. Eftir það sóttu ítalir mjög ákaft hvattir af 70 þúsund áhorfendum en tókst ekki að brjóta niður varnarmúr Argentinumanna. Liðin: Ítalía; Zoff, Entile, Cabrini, Oriali, Collovati, Scirea, Causio, Tard- elli, Rossi, Antognoni og Bettega. Argentína: Fillol, Villaverde, Tar- antini, Olguin, Gallego, Passarella, Hourseman, Barbas (Oviedo), Luque, Maradona og Valencia. Ellert Schram, formaður KSl, afhenti Jóni Péturssyni gullúr eftir leikinn við Vestur- Þjóðverja á laugardag. Þá lék Jón sinn 25 landsleik. Jóhannes Eðvaldsson fékk gullúr KSÍ I Bern — Hann lék sinn 25. landsleik i Nijmegin i fyrrahaust. „Mitt er fallegra en þitt,” sagði Jóhannes við Jón á eftir og þá smellti Bjarnleifur af þessari mynd. Sigur enskra í meist- arakeppninni brezku —England vann Skotland 3—1 á laugardag England varði brezka meistaratitil- inn í knattspyrnu á laugardag, þegar enska liðið sigraði Skotland 3—1 að viðstöddum 100 þúsund áhorfendum á Wembley-leikvanginum i Lundúnum. England varð að sigra í leiknum til að tryggja sér meistaratitilinn. Fyrir leik- inn gerði Ron Greenwood, þjálfari enska liðsins, sjö breytingar á liði sínu frá jafntefiisleiknum við Wales á mið- vikudag. Skozka liðið sótti meir framan af leiknum en fór illa með tækifæri sin. Zaitsev hélt EM-titlinum — í 110 kg flokki Yuri Zaitsev, Sovétríkjunum, varði meistaratitil sinn í 110 kg flokki á Evrópumeistaramótinu i lyftingum i gær. Lyfti samtals 400 kg. Úrslit urðu þessi i flokknum, það er beztu menn: 1. Zaitsev, Sovét, 400(177,5-227.5) 2. Drundarov, BúlS. 390 (172,5-217,5) 3. P. Keks, A-Þýekal. 385 (170,0-215,0) 4. Salai, Ungverjal. 382,5067,5-215,0) 5. Nilsson, Sviþjód 380,0 0 67,5-212,5) 6. Knek, Tékkósló. 377,5 (175,0-212,5) 7. Purapancha, Róm. 362,5 (157.5-215,0) 8. Neises, V-Þýzkal. 350,0 (160,0-190,0) 9. Zsrzsvalsidis, Brikkl. 345,0 (152,5-192,5) 10. Sirka, Finnlandi 332,5 (142,5-190,0) 11. R. Larssen, Noregi 320,0 0 40,0-180,0) Það kom liðinu í koll um síðir. Tugþús- undir skozkra áhorfenda létu mjög í sér heyra — og höfðu ástæðu til þess framan af. Bob Latchford kom þó knettinum í mark Skotlands á 4. mín. en það var dæmt af vegna brots á markverðinum, George Wood. Kenny Dalglish og Graeme Souness, Liver- pool-leikmennirnir, voru nærri að skora fyrir Skotland áður en liðið náði forustu á 22. min. Það var eftir góðan undirbúning miðherjans Joe Jordan, sem sendi knöttinn á Dalglish frian. Hann sendi á Wark, sem skoraði auð- velt mark. Peter Barnes tókst að jafna rétt fyrir hálfleik — Wood sá ekki ' knöttinn fyrr en hann hafnaði neðst i markhorninu. Enska liðið byrjaði vel í s.h. og skor- aði tvivegis á sjö mínútum. Fyrst Steve Coppell á 63. mín. eftir mistök Wood, sem missti knöttinn eftir spyrnu Ray Wilkins — og svo skoraði Kevin Keeg- an á 70. mín. eftir fallegt upphlaup með Trevor Brooking. Skotar sóttu talsvert lokakafla leiksins en vörn Eng- lands, sem framan af hafði ekki verið örugg, var þó mjög traust. Þar lék Clemence, Neal, Thompson, Watson og Mills. Á föstudag lék Norður-írland og Wales í Belfast. írska liðið hafði mikla yfirburði en tókst þó ekki að tryggja sér sigur. Spence skoraði fyrir íra en Robbie James jafnaði. Lokastaðan í keppninni varð þessi: England Wales Skotland N-lrland 3 2 1 0 5—1 5 3 12 0 4—1 4 3 10 2 2—6 2 3012 1—4 1 Dynamo Berlín sigraði í Austur-Þýzkalandi Dynamo Berlín hefur tryggt sér meistaratitilinn i austur-þýzku knatt- spyrnunni. Á laugardag sigraði liðið helzta keppinaut sinn, Dynamo Dresden, 3—1 í Austur-Berlin og það hafði úrslitaþýðingu. Staða efstu liða að tveimur um- ferðum óloknum er þannig: Dyn. Berlín 24 19 4 1 62-14 42 Dyn. Dresden 24 13 9 2 54-18 35 C.Z.Jena 24 14 5 5 37-18 33 Magdeburg 24 13 5 6 53-28 31 Tvö heimsmet Rigert í þungavigtinni á EM David Rigert, Sovétríkjunum, sem sett hefur 60 heimsmet í lyftingum, setti tvö ný á Evrópumcistaramótinu í Varna i Búlgaríu á laugardag. Það var í þungavigt. Rigert snaraði 180 kg og bætti eigið met um 1,5 kíló og samtals náði hann 402,5 kg. — 2,5 kg. betra en eldra heimsmetið, sem Adam Saidulajev, Sovétríkjunum, átti. Rigert reyndi að koma heimsmetinu í jafnhöttun í 226 kg. en tókst ekki. Varð að láta sér nægja 222,5 kg. Úrslit í þungavigtinni urðu þessi á EM: 1. Rigen, Sovél, 402,5 (180-222,5) 2. Sirchin, Sovét, 392,5(172,5-220) 3. Asparouhov, Búl. 375,0(170-205) 4. Solomvary, Ung. 372,5 (167,5-205) 5. lakovou, Gríkkl. 367,5 (165-202,5) 6. Hening, A-Þýzk. 365,0 (165-200) 7. Zaremba, Tékkó. 365,0 (165-200) 8. Tasnady, Rúm. 347,5 (157.5-190) 9. Nlemi.Finnl. 340 (150-190) 10. Striziek, Austurr. 332,5 (150-182.5).

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.