Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.05.1979, Qupperneq 22

Dagblaðið - 28.05.1979, Qupperneq 22
Skóg/ugginn aug/ýsir: BarnasandaJar Póstsendum Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Lipurtá, Hafnargötu 58 Keflavík. Enskir frúarskór Litur: Dökkbrúnn Stærðir 37— Verð kr. 6.900, feg.2 Litur: Beige Verð frá kr. 7.799.- SKÓGLUGGINN HF. RAUÐARÁRSTÍG 16 SÍM111788 Teg. 1 Stærðir 28-3F léttaþér landbúnaðar- störfin! Lysbro verksmiöjurnar hafa framleitt vönduö verkfaeri fyrir hvers kyns garðyrkju- og landbúnaöarstörf í 80 ár, enda er nafnið eitl í dag trygging fyrir framúrskarandi gæöum. umboósmenn: K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg Tónlist í sumarfríinu, II. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. ' Ustahátíbir í Evrópu » Danny Kpy stjórnar hljómsveit i Hollandi. Á mánudaginn sögðum við frá nokkrum helstu tónlistarhátiðum í Evrópu á þessu sumri — í þeim lönd- um þar sem líklegt er að íslendingar verði á ferðinni. Hér á eftir fer siðari hluti þeirrar frásagnar. Grikkland Þar fer fram Aþenulistahátiðin (5. júní—30. sept.) á hverju ári — á Akrópólishæðinni sjálfri. í ár kemur Pekingóperan í heimsókn i fyrsta sinn, 19., 20. og 21. júní, og gríska þjóðleikhúsið flytur harmleiki eftir Evripides. Óperan flytur Töfraflaut- una og Bamberger-sinfónían flytur tónlist eftir Beethoven, Mozart, Brahms, Berlioz o.fl. Þrjár aðrar hljómsveitir taka þátt í hátíðinni. Dansáhugafólk fær í sinn hlut Ástr- alska ballettinn, Bolshoi-ballettinn og dansflokk Alvin Aileys. Miðar munu kosta frá 700 krónum upp i 4000 krónur. írland Listahátíðir á Írlandi eru ávallt sér- stakar, segja þeir sem til þekkja. Frá 3. til 15. júni verður tónlist flutt í nokkrum höllum eða höfðingjasetr- um kringum Dublin. Meðal flytjenda í ár eru Paul Tortelier og Amadeus strengjakvartettinn. í Dublin fer svo fram tónlistarkeppni dagana 23. og 24. júní. í Killarney spila menn svo Bach 6.—8. júlí og bæði í Waterford (15.—30. sept.) og Wexford (24. okt.—4. nóv.) verður ópera á dag- skrá. Ítalía i Róm eru reglulegar óperusýn- ingar til 22. júní og verða á dagskrá Anna Bolena eftir Donizetti, Manon Lescaut eftir Puccini, La Traviata eftir Verdi og Mandaríninn undur- samlegi eftir Bela Bartók. í Flórens eru Maí-músíkdagarnir í gangi til 3. júlí og á dagskrá eru Wozzek eftir Berg, Das Rheingold eftir Wagner og annað markvert er t.d. Netherlands- dansflokkurinn, dansflokkur Béjarts og Pólska sinfónian undir stjórn Pendereckis. Meðal hljómsveitar- stjóra þar má nefna Riccardo Muti og Carlo Maria Giulini. Frægir söngvarar munu þenja sig þarna: Montserrat Caballé, Terenza Berg- anza og Marilyn Horne. í Feneyjum er lítil óperuhátíð í gangi til 24. júlí. Þar verða sýndar Aspern eftir Salva- tore Sciarrino og svo Othello eftir Verdi. í Spoleto fer fram hátíð frá 27. júni—15. júlí, með höfuðáherslu á ungt og óþekkt hæfileikafólk, og fer flutningur tónlistar fram í fornum byggingum. Orgeláhugamenn fá sér- staka hátíð í Ravenna frá 9. júlí—20. ágúst og spila þar helstu meistarar hljóðfærisins. i Veróna fer fram óperuhátíð i gömlu rómversku leik- húsi sem tekur 22.000 manns (12. júlí—1. sept.). í ár eru á dagskrá La Traviata eftir Verdi, Turandot eftir Puccini og Mefistofele eftir Boito. í Stresa er hátíð (21. ágúst—20. sept.) sem í ár er helguð Respighi og eru sólóistar m.a. Henryk Szeryng, tssac Stern og Wilhelm Kempff. Luxemburg í Luxemburg eru tvær meginhátíð- ir helgaðar tónlist. Sú fyrri er Echter- nacht-hátíðin (14. júní—15. júlí) og þar spilar Claudio Arrau en þær Teresa Berhanza og Montserrat Caballé syngja. Lazar Berman leikur á píanó og rómaðar hljómsveitir verða á dagskrá. Wiltz-hátiðin verður haldin 30. júní—5. ágúst. Þar er á dagskrá suðuramerísk óperetta, klassískur gítarleikur Konrads Ragossnig, jass með Earl Hines og óperan L’arlésienne eftir Bizet, plús Bach-hylling og margt fleira. Holland í Hollandi er helst að geta Hol- landshátíðarinnar (1.—23. júní) sem fer fram um allt landið. Flutt verða nokkur ný tónverk eftir Xenakis, Steve Reich og Louis Andreassen. Netherlands-óperan flytur Tristan und Isolde eftir Wagner og Frank- furt-óperan flytur verk eftir Luigi Nono og The Fires of London munu flytja nýtt verk eftir Peter Maxwell Davies er nefnist Pislardauði Sankti Magnúsar. Rotterdam-danshópurinn tekur þátt í flutningi Relache eftir Satie og Piege de Medúsa eftir sama. Fluttur verður ballett eftir Darius Milhaud, L’homme et son désir, og farsi eftir Hindemith. Concertge- bouw-hljómsveitin leikur undir stjórn Carlo Maria Giulini, Antal jass, kvikmyndum, leikhúsi, lúðra- sveitum o.fl. og i Koningsberg er aðaláhersla á jass og dans (27. júni— 1. júlí). Þar er hápunkturinn „jam sessjón” i gamalli námu. Spánn Á Spáni fara fram þrjár miklar listahátíðir, í Granada, Santander og Barcelona. í Granada (24. júní—8. júli) var nýlega opnuð tónlistarmið- stöð helguð Manuel de Falla og þar fara fram tónleikar. En annars staðar er spænski ballettinn á ferðinni, ball- ett Parísaróperunnar flytur Svana- vatn, Giselle og Þyrnirós. Fíl- harmónian i London leikur og sovéskir snillingar verða á dagskrá, svo og blásarakvintett frá Múnchen og ótal spænskar hljómsveitir og kór- ar. í Santander (1.—23. ágúst) er lögð áhersla á tónlist og dans. Þar verður reist 3000 manna tjald og þar dansa spænski ballettinn, pólski ballettinn og kúbanski ballettinn. Victoria de los Angeles syngur í dómkirkju staðarins og hljómsveitir eins og Dresden-filharmónían, 1 musici og aðrar verða á dagskrá. Siðan er jass'á dagskrá 13. og 14. ágúst. i Barcelona (1.—31. okt.) verður Tonhalle-hljómsveitin frá Zúrich, Kammersveitin frá Moskvu, svo og hljómsveit frá Frakklandi og Spáni. Meðal snlóista verða Alfred Brendel, Henrvk Szeryng o.fl. Gítartónlist og söngur verður einnig á dagskrá. Svíþjóð Þar verður Drottningholm-óperan ötul i suniar frá 2. júni—19. sept. Á dagskrá eru Gustaf Adolf og Ebba Brahe eftir Georg Joseph Vogler (2. —13. júní), Xerxes eftir Hándel (29. júní—20. júli) og Don Giovanni eftir Mozart (3.—23. ág.). Siðan mun ballettinn La dansomanie eftir Etienne Nicolas Mehul reka enda- hnútinn á hátiðina, frá 1.—19. sept. Miðar munu kosta frá ca 2000 krónum upp í 4.500krónur. Júgóslavía í Dubrovnik (10. júlí—25. ágúst) verða yfir 100 sýningar, — tónlist, ballett, þjóðlagatónlist, leiklist. Af óperum má nefna Iphgenia in Tauris Jo»n Hall Dorati og Danny Kaye. Haag, Rotterdam og fleiri hljómsveitir koma einnig við sögu. Dansflokkar verða þar einnig — Merce Cunning- ham, hinir sprenghlægilegu Trocka- deró de Monte Carlo, Laura Dean danshópurinn og Nútímadanshópur- inn frá London. Noregur Tónlist Bergen-hátíðin er þekktust af norskum hátíðum. Hún fer fram 23. maí—6. júní og verður spilað í nýjum hljómleikasal sem nefndur er eftir Grieg. í Harstad fer fram hátíð frá 16.—24. júní með klassískri tónlist, AÐALSTEINN INGÖLFSSON eftir Gluck, Rakarinn í Sevilla eftir Rossini, Rigoletto eftir Verdi og Pimpinone eftir Telemann. Belgrad- ballettinn treður upp, svo og Nether- lands-danshópurinn. Zagreb-filhar- mónían leikur, Lundúnasinfónían, Moskvufílharmónían og Academy of St. Martins in the Fields. Meðal hljómsveitarstjóra verða André Previn og Neville Marriner, Nicolai Gedda syngur og píanóleikararnir Emil Gilels og Rudolf Firkusny leika. Leikrit eftir Shakespeare verða flutt undir beru lofti og þjóðdansar verða fluttir af ýmsum júgóslavneskum danshópum. V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.