Dagblaðið - 30.05.1979, Page 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR30. MAÍ1979—121. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐLMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022.
Stórbruni á Stokkseyri í nótt:
RUMLEGA100 MANNS
MISSA ATVINNUNA
„Þetta er mikið, mikið tjón. Senni-
lega nemur það hundruðum millj-
óna,” sagði Ásgrimur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Stokkseyrar, í viðtali við DB í
morgun, en í nótt varð stórbruni í
stöðinni. Er talið að vinnslusalur sé
ónýtur, skemmdir hafa orðið víða og
reykur farið um allt. Frystigeymslur
eru óskemmdar.
„Eldsins varð vart um kl. fjögur i
nótt, en þá virðist hafa orðið spreng-
ing í vinnslusalnum,” sagði Ásgrimur
ennfremur. „Við vitum þó alls ekki
fyrir víst neitt um eldsupptök.”
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út
á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi
og fjöldi manna vann við slökkvi-
starf, sem lauk um kl. sjö í morgun.
„Hér hafa rúmlega hundrað
manns haft næga atvinnu að undan-
förnu,” sagði Ásgrimur. „Við erum
með átta báta á humri og vinnsla
hefur gengið vel. Þetta er því ómælt
tjón og við vitum ekkert, hversu
langan tíma endurbygging tekur.”
- HP / AG, Stokkseyri
Allt tiltækt slökkvilið á Stokkseyri,
Eyrarbakka og Selfossi vann að
slökkvistarfi til kl. sjö í morgun. Ljóst
er, að þarna hefur orðið milljóna tjón.
DB-mynd Magnús Karel, Eyrarbakka.
Nauðgunarmálin:
Tveim sleppt,
einníhaldi
Mennirnir tveir sem handteknir voru
vegna nauðgunar í Öskjuhlíð aðfara-
nótt sunnudagsins, voru látnir lausir í
gær að afloknum yfirheyrslum. Báðir
höfðu játað, annar að hafa nauðgað
stúlkunni en hinn mun hafa aðstoðað
félaga sinn.
Aðfaranótt sunnudagsins var konu
einnig nauðgað í Kópavogi og maður
enn inni vegna þeirrar nauðgunar.
- BH
TALOG
K0RTSN0J
BODEÐAÐ
TEFLAÁ
REYKJAVÍK-
URMÓTI
— sjá bls. 8
;
„Við fengum mjólk i morgun og var það fyrsta sendingin til okkar f þessari viku,”
sagði Maria Sigurðardóttir f eldhúsi Landspftalans i viðtali við DB i morgun.
Alvarlegt vandræðaástand vegna mjólkurskorts hefði ekki skapazt á sjúkrahúsinu
en þó væri alltaf nokkur hluti sjúklinganna, sem þyrfti mjólk með meðulum. En gripið
hefði verið til þess ráðs að nota mjólkurduft. Það kæmi þó ekki að gagni fyrir ung-
börn, sem ekki þyldu það og á þeim mundi mjólkurskortur koma þyngst niður svo og
á gamla fólkinu. - ÓG
—sjábls.9
Vilmundur
ogríkið
sýknuði
Kastljós-
málinu
A