Dagblaðið - 30.05.1979, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979.
Nicaragua:
TILKYNNT UM
INNRÁS FRÁ
COSTA RICA
Stjórn Nicaragua tilkynnti í gær-
kvöldi, að vinstri sinnaðir skæruliðar
hefðu ráðizt inn í landið frá Costa
Rica. Utanríkisráðherra Nicaragua
tilkynnti að árásin, sem beindist aðal-
lega að fimm stöðum, væri mjög al-
varleg. Þarna væru á ferðinni skæru-
liðar Sandinistahreyfingarinnar um
það bil þrjú hundruð að tölu.
Ráðherrann sagði, að einn hópur
skæruliða hefði komizt fjörutíu kíló-
metra inn í landið áður en þjóðvarð-
liðar Somoza forseta hafi komið
þeim í opna skjöldu í borginni Rivas,
sem er i um það bil 170 kílómetra
fjarlægð frá höfuðborginni Mana-
gua.
Vitað er að í það minnsta einn liðs-
foringi í þjóðvarðliðinu féll að sögn
utanríkisráðhe'rrans en aðrar tölur
hafa ekki verið gefnar upp um mann-
fall.
Talsmaður stjórnarinnar í Costa
Rica neitaði öllum ásökunum um að
skæruliðarnir hefðu komið þaðan
inn í Nicaragua. Sagði hann allar
fullyrðingar þar um fjarstæðu eina.
Sagðist hann ekki skilja hvaða til-
gangi ásakanir Nicaraguastjórnar
ættu að þjóna.
Eftir að utanríkisráðherra Nicara-
gua hafði tilkynnt um innrás Sandin-
istaskæruUðanna voru skyndilega;
stöðvaðar allar útvarpssendingar.1
Ekki var gefið upp hvaða ástæður
lágu þaraðbaki.
Sandinistahreyfingin, sem nefnd er
eftir fyrrum forseta Iandsins, sem
steypt var af stóli í innrás Banda-
ríkjamanna á þriðja áratug þessarar
aldar, hefur verið mjög aðgangshörð
gegn stjórn Somoza í Nicaragua að
undanförnu. Þeir stóðu fyrir al-
mennri uppreisn gegn einræðisherr-
anum i september síðastliðnum en
þjóðvarðliðum tókst að lokum að
bæla hana niður.
Laser
Kynnizt
Laser
Eignizt
Laser
Einn vinsælasti seglbátur sinnar tegundar í heiminum I dag. Um
70.000 bátar hafa þegar veriö framleiddir.
Helztu kostir LASER:
Mjög léttur — aðeins 59 kg.
Gerður úr trefjaplasti — lítið viðhald.
Auðveldur i flutningi — t.d. á toppgrind.
Fljótlegt að sjósetja hann — ca. 5 mín.
Leitið upplýsinga — einkaumboð á lslandi.
ISTÆKNI HF.
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
GRENSÁSVEGI22 - SÍMI34060.
Bandaríkin:
Grípið til frekarí
olíuskömmtun-
araðgerða
—sértakt af greiðslugjald til að koma í veg fyrir ótímabæra
áfyllingu bensíngeymanna
Carter Bandaríkjaforseti tilkynnti í
gærkvöldi að stjórn hans mundi
grípa til frekari aðgerða til að létta á
almenningi byrði olíuskortsins en
jafnframt auka opinberar aðgerðir til
að draga úr óþarfri olíueyðslu.
Forsetinn ætlar að sjá til þess að
bensínstöðvar verði opnar um helgar,
í það minnsta nokkrar. Einnig er
ætlunin, að setja á sérstakt
afgreiðslugjald til að menn grípi ekki
til ótímabærra áfyllinga á bensíntank
bifreiða sinna fyrr en hann
kominn að því að tæmast.
í hugmyndum Carters forseta er
einnig gert ráð fyrir því að önnur ríki
Bandaríkjanna fari að fordæmi Kali-
forníu og bensín verði selt á bifreiðar
eftir því hvert skráningarnúmer
þeirra er. Er þá til dæmis annan
daginn aðeins selt bensin á bifreiðar,
sem hafa númer, sem endar á jafnri
tölu en hinn daginn á bifreiðar með
stakri tölu í enda skráningarnúmers.
Carter sagði að þessar fyrirhuguðu
aðgerðir mundu einkum verða
bifreiðaeigendum til þæginda en í
minna mæli draga úr orkunotkun. —
Við verðum að fara varlega og að
reglum ef okkur á að takast að
komast hjá biðröðum við bensíndæl-
ur í sumar og bensínskort. Banda-
ríkin verða að horfast í augu við langt
tímabil þar sem skortur verður á
bensíni og annarri orku miðað við
þarfir þegnanna.
Hermenn Bokassa keisara I Mið-Afrfkukeisaradæminu komust á forsiður heimsblaðanna fyrir nokkru, þegar samtökin
Amnesty International sökuðu þá um að hafa drepið nærri hundrað skólabörn og unglinga fyrír að þrjóskast við að ganga í
skólabúningum. Á myndinni sjást hermenn keisarans vera að lemja á fullorðnum mönnum, sem fundnir voru sekir um þjófn-
að.
KÍNA VILL SNÚA
SÉR AÐ VEFJAR-
IÐNAÐINUM
—telja hagnaðinn koma skjótast þannig
og síðan megi byggja upp nútíma iðnað
flytja frá Kína til Bandaríkjanna af
vefjarefnum ýmiss konar.
Í blaðagreininni er kínverska komm-
únistaflokknum hrósað mjög fyrir þá
ákvörðun, að draga nokkuð úr vexti-
þungaiðnaðarins um skeið en auka létt-
an iðnað. Segir að hlutfallið þar á milli
hafi um langt árabil verið mjög óhag-
stætt. Samkvæmt opinberum tölum
árið 1977 hafi fengizt 52°/o arður af því
fjármagni sem lagt hafi verið í léttan
iðnað til ríkisins. Er þá átt við skatta og
Kinverjar ætla að snúa sér fyrst að
uppbyggingu í ýmiss konar léttiðnaði
eins og vefjariðnaði til að byrja með. Á
þann hátt telja þeir sig geta aukið tekj-,
ur sinar af útflutningi á sem skjótastan
hátt og síðan byggt upp nútíma stóriðn-
að.
Kemur þetta fram í forsíðugrein kín-
verska blaðsins Dagblað fólksins í Pek-
ing. Er þar rætt um þessi mál í tilefni af
viðræðum kínverskra og bandarískra
samninganefnda um hve mikið megi
hagnað. Af þungaiðnaðirium hafi aftur
á móti aðeins fengizt sex af hundraði.
Blaðið segir að því hafi það verið rétt
spor að draga um skeið úr þungaiðn-
aði. Það muni þó ekki koma að sök því
eftir átta til tíu ár muni það fjármagn,
sem til umráða verði hafa vaxið mjög
og þá allt auðveldara með' uppbygg-
ingu.