Dagblaðið - 30.05.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979.
ARMAR ERLENDRA
PENINGAMANNA
Kjallarinn
V.
r
Menn eru nú þegar byrjaðir að
renna fyrir sjóbirting sem kalla má
vorsport okkar stangveiðimanna.
Sumir sem leggja stund á þann veiði-
skap bíða þá ekki boðanna og leggja
af stað mjög snemma á morgnana,
hvernig sem viðrar, svo fremi að
haegt sé að komast í bíl á áfangastað
sem oftast mun vera austur í Árnes-
eða Rangárvallasýslum eða jafnvel
enn austar. Töluvert virðist vera
komið af sjóbirtingi núna. En það
sem stangveiðimenn eru farnir að
bíða með óþreyju eftir er konungur
breiðunnar. Sumarið verður vonandi
mjög gott fiskisumar.
Á síðustu árum hefur margt
breytzt hér á landi. Erlendir peninga-
menn hafa teygt hingað arma sina í
enn ríkari mæli. Þetta hófst á því
að auðhringar heimsins sáu að hér á
landi var gott að hasla sér völl. Verk-
smiðjur voru reistar hér, enda er ís-
land mjög vel fallið fyrir alls konar
rekstur. Landið hefur margt gott að
bjóða. En landið okkar er lika við-
kvæmt fyrir alls konar hnjaski. Og ís-
lenzkir peningamenn voru fljótir að-
bita á agnið. Þarna var nóg fé að fá.
Og svo hófst kapphlaupið mikla um
það hverjir gætu keypt fleiri ár, ís-
lenzkir peningamenn eða erlendir.
Nú er'svo komið að þessir tveir hópar
eru með allar okkar beztu ár, svo sem
Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit,
Grímsá, Norðurá, Þverá, Langá á
Mýrum, Hitará, Laxá i Dölum, Haf-
fjarðará, Straumfjarðará, Víðidalsá,
Vatnsdalsá, Laxá t Aðaldal, Selá,
Hofsá, Sogið og Stóru-Laxá í
Hreppum. Og hinn almenni stang-
veiðimaður hefur lítið að segja í þess-
ari baráttu þar sem peningarnir ráða
ríkjum.
Sem sagt, án þess að nokkur hafi
hreyft við mótmælum hafa erlendir
auðstéttarmenn haslað sér völl hér á
landi. Hvers vegna gerum við ekkert?
Er íslendingum alveg sama þótt
landið sé selt hæstbjóðanda? Er
okkur alveg sama um landið okkar?
ísland er ekki stórt land og það tekur
ekki langan tíma að selja það. En
hvers á komandi kynslóð að gjalda?
Það hlýtur að vera kominn timi til að
velta þessari spurningu fyrir sér. Það
verðurerfitt að lifa hér eftir nokkur
ár. Flestallt, sem hægt er að selja,
verður selt. Að skreppa i lax verður
\ arla hægt fyrir nokkurn mann eftir
nokkur ár. Veiðileyfi hafa stigið ár
frá ári og meðan íslenzkir og erlendir
peningamenn halda verðinu uppi er
ekki von á góðu.
Fyrir skemmstu sýndu erlendir
peningamenn vald sitt. Stangveiðifé-
lag Akraness bauð í Haffjarðará 19
milljónir en það dugði skammt.
Erlendir peningamenn hlógu að þessu
smátilboði. Verðið, sem þessir er-
lendu stangveiðimenn borguðu,
verður aldrei gefið upp.
Svona er þetta með fleiri ár.
Upphæðin sem útlendingarnir borga
er sjaldan rétt á pappirum. íslending-
ar, við verðum að fara að vakna af
dvalanum sem þjóðin hefur verið í.
Ef ekkert verður gert mun komandi
kynslóð verða að taka afieiðingun-
um. Við getum ekki slegið þessu á
frest lengur.
Ósannindi?
„Ég veit að þetta eru hrein ósann-
indi,” sagði einn af okkar þekktari
stjórnmálamönnum við undirritaðan
um daginn. Það sem við ræddum um
voru stóru orð Pálma Jónssonar um
þessa 8 þúsund og 9 hundruð veiði-
daga. En eins og menn muna eflaust
eftir lagði Árni Gunnarsson fram á*
Alþingi tillögu um gjald af erlendum
veiðimönnum. Um þetta urðu tals-
verðar umræður á Alþingi og þá
sagði Pálmi Jónsson meðal annars:
„Mætti i þvi sambandi meðal annars
benda á þá staðreynd að mikill fjöldi
veiðidaga á ári væri óseldur. Islend-
GunnarBender
ingar veiddu 19 þúsund veiðidaga, út-
lendingar í 5 þúsund veiðidaga en 8
þúsund og 9 hundruð veiðidagar
væru óseldir”. Pálmi hefur ekki hik-
að við að fara með rangt mál án þcss
að roðna. Ef menn segja svona hluti,
eins og Pálmi, hvernig væri þá að
segja mönnum hvaða ár þetta væru?
Kannski Pálmi Jónsson sé með veiði-
leyfi til sölu. Og almenningur trúir
þessu og alþingismennirnir gera það
lika án þess að hreyfa mótmælum við
þessari fölsun. Og sjálfur Lúðvik
Jósepsson segir ekki eitt einasta orð
þó hann viti gjörla um ástandið,
maður sem á hverju sumri veiðir i
beztu ám á Austurlandi. Lúðvík veit
það eins vel og ég, að veiðileyfin
handa almenningi eru mjög af skorn-
um skammti. Ertu hættur að berjast
lyrir almenning í þessu landi? Það
getur verið að fieiri langi að renna
fyrir lax en þig. Og þar sem þú veizt
hvernig ástandið er í þessúm málum
áttu að láta heyra í þér. Pálmi Jóns-
son er einn af þessum-mönnum sem
hugsa aðeins um gróða. Og þess
vegna vill hann flytja inn útlendinga í
kippum. Ef þessu yrði breytt með
verðið á veiðileyfum mundu allir geta
veitt á sanngjörnu verði. En það þola
Pálmi og'co. í Sjálfstæðisflokknum
alls ekki. Það eina sem þeir \ ilja eru
fleiri útlendingar inn i landið. Þess
vegna ættu sjálfstæðismenn nú þegar
að setja inn í nýju tillögurnar sinar í
efnahagsmálum: „HÖLDUM Á-
FRAM AÐ SELJA LANDIÐ Á
G JAFVERDI.”
Gunnar Bender
námsmaður.
19 milljónir dugðu skammt gegn boðum
útlendinganna.
Vilmundur Gylfason og
efling framkvæmdavaldsins
Á fundum, sem við Vilmundur
Gylfason og fleiri höfum setið
undanfarið, hefur hann ítrekað þá
skoðun sína, að þar sem fram-
kvæmdavaldið í landinu sé alltof
veikt beri nauðsyn til að styrkja það,
t.d. með því að þjóðkjörinn ríkis-
forseti fái og fari með sama fram-
kvæmdavald og forsetar Bandaríkj-
anna og Frakklands hafa, svo að
dæmi séu tekin, enda skipi hann þá
ráðherra i ríkisstjórn, sem starfi á
hans ábyrgð. Undir þetta sjónarmið
mun Eiður Guðnason hafa tekið í
ræðu þeirri, sem hann fiutti í út-
varpsumræðunum á Alþingi fyrir
skemmstu.
Launþegasamtökin
og stjórnarskráin
Það fer auðvitað ekki milli mála,
að ríkisvaldið hérlendis er alltof
veikt, enda hefur það ekki roð við
öðrum sterkum áhrifaöfium, þegar
þau vilja beita sér, t.d. launþegasam-
tökunum og ýmsum „vital” hags-
muna- eða þrýstihópum. Um þetta
fjallaði Þór Vilhjálmsson hæsta-
réttardómari að nokkru leyti í
athyglisverðu hádegiserindi, sem
hann flutti í útvarpið nýlega. Þar
kom fram það sjónarmið, að skammt
dygði að ná samkomulagi um nýja
kjördæmaskipan eða tilfærslur á
þingmönnum milli kjördæma í rétt-
lætisátt, svo gott og blessað sem það
þó væri, ef hin nýja stjórnarskrá eða
þær breytingar, sem núverandi
stjórnarskrárnefnd er væntanlega að
vinna að, léti með öllu ógert að setja
eitt mikilvægasta áhrifaaflið, laun-
þegasamtökin í landinu, á bás í
stjórnarskránni sjálfri. Vitaskuld
hefur Þór mikið til síns máls í þessu
og verður óhjákvæmilega að hafa
það í huga, þegar rætt er um hugsan-
lega styrkingu framkvæmdavaldsins.
Flokkaskipanin
og efling
framkvæmdavalds-
ins
Þegar Vilmundur hefur undanfarið
verið að ræða um styrkingu fram-
kvæmdavaklfins hefur hann bent á að
samfara sltkri breytingu, sem að
ofan greinir, myndi flokkaskipanin í
landinu taka stakkaskiptum. Vel má
vera, að það geti orðið, og þó fer það
eftir 'þvi, hvernig að því máli yrði
staðið. Ljóst er að kjör rikisforseta,
sem skipaði ríkisstjórn, er starfaði á
hans ábyrgð, myndi leiða til þess, að
tvær fylkingar, vinstri- og hægri-
manna, myndu takast á um völdin í
landinu. Slík fylkingamyndun, sem
raunar hefur áður orðið til við kjör
forsetanna hérlendis, sérstaklega
þegar Kristján Eldjárn var fyrst kjör-
inn, — þarf þó ekki alfarið að leiða
til breytinga á núverandi flokka-
skipan, eins og glögglega má sjá af
þróun mála í Frakklandi. En varla fer
milli mála, að kjördæmaskipanin
myndi hafa mikil áhrif þar á. Yrði
t.d. einmenningskjördæmaskipan
tekin upp, myndi hún hiklaust miklu
fremur leiða til tveggja fiokka fyrir-
komulags heldur en t.d. núverandi
skipan.
Efling fram-
kvæmdavaldsins er
ekki einhlít lausn
í framangreindu útvarpserindi sínu
Kjallarinn
Sigurður E.
Guðmundsson
minnir mig, að Þór hafi haft það eftir
Jóni Sigurðssyni, núverandi forstjóra
Járnblendifélagsins, að minnstu máli
skipti hvar eða hvernig þingmenn-
irnir væru kosnir, miklu mikilvægara
væri hvar og hvernig áhrifamætti
launþegasamtakanna yrði visað til
sætis í stjórnarskránni. Um hið síðar-
nefnda getur varla verið ácr-iningur,
en fyrrnefna sjónarmiðið orkar
miklu fremur tvímælis. Það er engan
veginn nægilegt að efla fram-
kvæmdavaldið sem allra mest til
lausnar á þeim mikla þjóðarháska,
sem íslendingar eru raunverulega í af
völdum verðbólgunnar. Ekki er
síður mikilvægt að leita og finna leið-
ir til þess að draga úr átökunum,
setja niður deilur og stofna tii sem
mestrar samstöðu með þjóðinni. í
því efni hafa kosningarétturinn • og
kjördæmaskipanin mjög mikil áhrif.
Sú kjördæmaskipan, sem nú er í
gildi, sameinar ekki þjóðina heldur
sundrar henni. Hún veldur því, að
mikill meirihluti þjóðarinnar býr við
allt annan og mun rýrari kosningarétt
en minnihluti hennar gerir. Segja má,
að minnihluti þjóðarinnar kjósi
meirihluta þingmanna, sem síðan
ráðskast með málefni' hennar minni-
hlutanum i hag á kostnað meirihlut-
ans. Skýrasta dæmið um þetta er
fyrirkomulag landbúnaðarmálanna,
þar sem „minnihluti þjóðarinnar /
meirihluti þingmanna” heldur uppi
fáránlegri stefnu, sem meiri-
hluti þióðarinnar fær að borga
dýrum dómum. Fjöldamörg önnur
dæmi má nefna, sem öll eru af
þessum sama toga spunnin, kosta
þjóðina (þ.e. meirihluta hennar) stór-
fé, beint og óbeint, valda miklu
misrétti og skapa sundrungu og
deilur meðal hennar.
Jafn kosningarétt-
ur er ein mikilvæg-
asta forsendan
Af þessu má ljóst vera, að jafn og
fullur kosningaréttur þegnanna, hvar
sem þeir búa í landinu, verður að
koma til sögunnar áður og í síðasta
falli samtímis „efiingu framkvæmda-
valdsins”. Hann næst þó ekki með
því að setja „skóbætur og pjötlur” á
núverandi kjördæmaskipan, eins og
stjórnarskrárnefnd „hinna gömlu og
reyndu stjórnmálamanna” ætlar sér
vafalaust. Þar dugir ekkert minna en
nýtt fyrirkomulag, gegnhugsað frá
rótum, sem er einfaldlega í því fólgið,
að þjóðin sitji öll við sama borð og
kjósi sem heild í einu kjördæmi á eitp
Alþingi. Við það myndi hið skað-
vænlega hagsmunapot einstakra
byggðarlaga hverfa sem dögg fyrir
sólu, en i stað þess myndu hagsmunir
þjóðarheildarinnar fá algjöran for-
gang, eins og i landhelgismálunum.
Þá myndu þingmennirnir eingöngu
hugsa um það hvað væri þjóðinni
allri fyrir beztu i stað þess, sem nú er
og verið hefur alla tíð, að þeir hugsi
eingöngu um það hvað sé þeim sjálf-
um og kjósendum þeirra i litla
byggðarlaginu heima fyrir beztu, að
sjálfsögðu skiptir þá engu þótt það sé
á kostnað þjóðarheildarinnar.
Skrípaátök af því tagi sáu menn í vor,
þegar þorskveiðibannið var tjl
umræðu. Sú tíð er liðin, að meirihluti
þjóðarinnar uni þvi, að minnihluti
landsmanna kjósi meirihluta þing-
manna, sem siðan stjórna minnihlut-
anum í hag á kostnað meirihluta
landsmanna.
Landið allt
eitt kjördæmi
Undirritaður hefur áður bent á það
í kjallaragrein i Dagblaðinu, að allar
aðstæður í þjóðlífinu eru gjör-
breyttar frá því að núverandi kjör-
dæmaskipan var sett á laggirnar, þótt
ekki sé langt síðan. Forsendur hennar
eru því brostnar. Helztu áhrifaöfiin í
þjóðfélaginu starfa á landsvísu en
ekki í byggðaeiningum. Utvarp og
sjónvarp ná til allra landsmanna á
, sama tima, hið sama má næstum
segja um dagblöðin; símkerfið og
gjörbreytt fjarskiptaþjónusta (sem
cnn standa til mikilla bóta) hafa
„fært landið saman”, hið sama má
segja um vegakerfið og flugflutning-
ana, en það hvort tveggja mun færast
í enn og miklu betra horf á allra
næstu árum. Samtök launþega og at-
vinnurekenda starfa á landsvisu en
lítið sem ekki í byggðaeiningum. Öll
helztu umræðuefni eru samtímis í
hugum og á vörum landsmanna,
hvort heldur þeir búa á Hólsfjöllum
eða í Hafnarfirði, ísafirði eða Nes-
kaupstað. Og menn rífast um og
hneykslast samtimis á Vilmundi á
Akureyri og i Keflavik. Þannig er
landið og þjóðin, sem það byggir, ein
heild í miklu ríkari mæli en nokkru
sinni fyrr í sögu sinni. Þess vegna er
eðlilegt og rétt, að hún fjalli um
meginmál sín í einni heild, en ekki
sundurslitin, og ráði þeim til lykta á
grundvelli jafnréttis og réttlætis.
Landið allt eitt kjördæmi, við erum
öll i einum og sama bátnum.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.