Dagblaðið - 30.05.1979, Page 16

Dagblaðið - 30.05.1979, Page 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. Leikur HLH-flokksins og fylgdarliðs hans höfðar til allra fimm skilningarvitanna: að sjálfsögðu hlusta menn á tónlistina og horfa á hljómsveitina á sviði. Fólk finnur brilljantinlyktina af Halla, Ladda og Helga langar leiðir og þegar hljómsveitin spilar hátt fá gestir höfuðverk. Síðast en ekki sizt eru nokkur brögð að því að fólk skelli sér í dansinn undir rokkmúsík flokksins. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. — Stemmningin var prýðileg og áberandi hve hljómsveitin var betri á laugardagskvöldið, er einkunnin sem tíðindamaður Dagblaðsins gefur fyrstu tveimur dansleikjunum í ferð HLH-flokksins um landið. Ferðin sú hófst með dansleik í Laugardalshöll- inni á föstudagskvöldið og kvöldið eftir lék flokkurinn að Flúðum i Hrunamannahreppi. Það hlýtur að teljast mikið happ- drætti að hefja dansleikjahald með stórknalli í Laugardalshöllinni. öllu eðlilegra hefði verið að enda þar ferð- ina. Alla jafna ná hljómsveitir ekki saman fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Vanir menn eins og meðlimir Brimklóar, Halli og Laddi og aðstoð- arfólk þeirra eru þó engan veginn bangnir við slíkt enda má segja að þeir hafi sloppið slysalaust frá sínu, miðað við fyrsta ball. Þrátt fyrir að föstudagurinn væri nokkurs konar lokadagur hjá reyk- yiskum unglingum — skólum var að ljú' a — létu þó færri sjá sig en von- azt hafði verið til. Rúmlega eitt þús- und manns komu á hátíðina. Þeir sem létu sig hafa það að mæta virtus' þó skemmta sér hið bezta. Kvöldið eftir var mætingin einnig ágæt. Á átt- unda hundrað manns skemmtu sér með HLH-flokknum að Flúðum. Gamli stfllinn Lagaval HLH-flokksins miðast allt við gömlu, góðu dagana, þegar rokk- ið var enn ungt og saklaust (fer þessi tugga ekki að fara í taugarnar á ykkur, lesendur góðir?). Uppistaðan í prógramminu er tónlist sú sem flokkurinn gaf út á plötunni í góðu lagi í marzlok. Einnig hefur hljóm- sveitin æft upp nokkur lög til viðbót- ar frá sjötta áratugnum — lög sem Elvis Presley, Jerry Lee Lewis, Little Richard og fleiri gerðu vinsæl. öll er tónlistin að sjálfsögðu flutt í gamla stílnum með tilheyrandi dú voppum og diddilideium á milli ljóðlínanna. Ekki bar á öðru en áheyrendur HLH-flokksins könnuðust við tón- listina sem boðið var upp á. Allir eða velflestir sungu hástöfum með í lög- unum um Hermínu, Kolbrúnu og fleiri góðar konur. HLH-flokkurinn verður á ferð um 'Norðurland um næstu helgi. Á 'morgun skemmtir hann í Dynheim- um á Akureyri. Daginn eftir liggur leiðin til Húsavíkur og á laugardag- inn verður haldin fjölskylduskemmt- un á Akureyri. Loks skemmtir flokk- urinn í Miðgarði í Skagafirði á annan í hvítasunnu. -ÁT- HLH ÝTIR UR VÖR avona, hvað er Hélduð þið að popp- arar f«ru i solckana á einhvern annan hátt en venjulegt fólk? Fyrsta helgin í ferðinni um landið lofargóðu Úr búningsherberginu. Björgvin Halldórsson og Halii klæða sig i bleika gail- ann. Þeir eru i honum fyrri hluta dansleiksins en snara sér svo i leður seinni- hlutann. HLH sjálfir, það er að segja þeir Laddi, Helgi og Halli, tóku sig prýðilega vel út i bleiku jakkafötunum sinum. ,,Ég hef alltaf verið veik fyrir svona strák,” syngur Ragnhildur Gisladóttir. Laddi setur upp sparisvipinn. Nei, nei, þetta er ekki morgunninn eftir kvöldið áður hjá Björgvini. Hann er bara að bleyta hárið áður en hann setur brilljantinið i það.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.