Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979. 17 Beztu lög Trúbrots komin út Platan hefuraðgeyma 24 lög, þaraf.Jifun íheildsinni Brot af því bezta — safnplatan með beztu lögum hljómsveitarinnar Trúbrots — kemur út í dag. Eins og komið hefur fram áður á poppsiðu Dagblaðsins er platan tvöföld. Á henni, eða þeim réttara sagt, eru 24 lög. Þar af er platan . . . lifun endur- útgefin í heild sinni. Broti af þvi bezta fylgir átta blað- siðna bók er nefnist Sagan af Trú- broti. í henni eru nokkrar myndir af hljómsveitinni auk fjöldans alls af blaðaúrklippum. Það er Ómar Valdi- marsson blaðamaður sem ritar sögu Trúbrots. Þá fylgir plötunum einnig „ættartré” Trúbrots frá þvi að það var stofnað fyrir réttum tíu árum þar til það dó drottni sinum i marz 1973. Tréð gerði Halldór Andrésson. Á timabilinu maí 1969 til marz 1973 breyttist Trúbrot alls sjö sinn- um. Tveir menn, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson, störfuðu með hljómsveitinni allan tímann. Auk þeirra koma fram á Broti af þvj bezta fimm hljómlistarmenn, þau Shady Owens, Gunnar Jökull Hákonarson, Karl Sighvatsson, Magnús Kjartans- son og Ólafur Garðarsson. Til við- bótar þessum hópi störfuðu þeir Vignir Bergmann, Ari Jónsson og Engilbert Jensen með síðustu útgáfu hljómsveitarinnar á tímabilinu októ- ber 1972 til marz 1973. Á þeim tíma • Þessi mynd Bjarna Jónssonar teiknara skreytir umslag plötunnar Brot af þvi bezta. Á henni eru, frá vinstri talið: Rúnar Júliusson, Gunnar Þórðarson, Gunnar Jökull Hákonarson, Karl Sighvatsson, Magnús Kjartansson. og Shady Owens. Þau að viðbættum Ölafi Garöarssyni komu öll viö sögu á Trú- brotsplötunum. var engin hljóðritun gerð með Trú- broti. Auk . . . lifunar eru á Broti af því bezta eftirtalin lög: Við; Lit ég börn að leika sér; Konuþjófurinn; Ég sé það; Starlight; A Little Song Of Love; Ég veit þú kemur; Relax; Stjörnuryk; Mandala; MyFriend And I; Drifting. -ÁT- Kemur væntanlega útíjúlílok Sigurður Rúnar Jónsson ásamt Kjarabótarfólki á söngæfingu i Hljóðrita. Áætlaður upptökutími Heimavarnarliðsplötunnar er áttatiu klukkustundir, svo að vinnu við hana fer senn að Ijúka. Ljósm. Þjóðviljinn. Heimavarnarliðið er nú að leggja síðustu hönd á nýja hljómplötu, sem væntanleg er á markað í lok júlímán- aðar. Svo sem menn muna ef til vill. tróð Heimavarnarliðið upp á baráttu- samkomu þann 30. marz síðastliðinn i Háskólabíói. Meginefni plötunnar er lögin sem flutt voru þar. Potturinn og pannan í gerð þessarar plötu er Sigurður Rúnar Jónsson. Auk þess að leika á fjölda hljóðfæra, hefur hann alla verkstjóm í stúdíói og útsetningar tónlistarinnar með höndum. Aðrir sem koma fram á plötunni em hljóðfæraleikararnir Björgvin Gíslason, Pétur Hjaltested, Jón Ólafsson, Sigurður Karlsson og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Söngvarar plötunnar em söng- sveitin Kjarabót og Pálmi Gunnars- son, Ragnhildur Gísladóttir og Berg- þóra Árnadóttir. Kjarabót hefur ekki áður sungið inn á plötu. Þrettán lög, gömul og ný, verður að finna á þessari nýju plötu Heima- varnarliðsins. Að sögn Kristjáns Inga Einarssonar, sem syngur með Kjara- bót, eru engin af þessum lögum þekkt hér á landi. Þar kennir margra grasa. Heyra má reggaelög, rokk, pönk, róleg lög og jafnvel diskó. Nýju lögin eru eftir Sigurð Rúnar Jónsson, Berg- þóru Árnadóttur og tvö lög eftir liðs- fólk Kjarabótar, þau Þorvald Árna- son og Auði Haraldsdóttur. -ÁT- Fjölbreytt Heima- vamariiösplata á lokastiginu Gripiðsimann genðgoð kaup Smáauglýsingar BIABSINS Þverholtill slmi 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.