Dagblaðið - 30.05.1979, Side 28
Kastljósþátturinn um Jósafat þar sem
Jósafat var ekki nef ndur:
VILMUNDUR OG
RÍKH) SÝKNUU
-Db-mynd: Ragnar Th.i
„Alltíbak-
lásífar-
manna
deilunni"
Allt situr við hið sama í farmanna-
deilunni, samkvæmt heimildum sem
DB aflaði sér í morgun. „Það er ekki
ástæða til neinnar bjartsýni, málið er í
baklás,” sagði einn heimildurmanna
blaðsins. Ekki virðist útlit fyrir að
vænta megi tilboðs frá sáttanefnd í
bráð.
í dag kl. 16 verður almennur félags-
fundur í Vinnuveitendasambandi
íslands. Til umræðu er staðan í kjara-
málum og hugsanlegar aðgerðir af
hálfu VSÍ.
-GM
Hnífstungumálið:
Konan úr
lífshættu
— maðurínn fhálfs mán-
aðar gæzluvarðhald
Maður sá sem handtekinn var fyrir
að veita konu sinni áverka með hnífi í
fyrrinótt situr enn inni og hefur verið
úrskurðaður i gæzluvarðhald til 13.
júní.
Við yfirheyrslur hefur maðurinn
sagzt hafa gert sér litla grein fyrir hvað
gerzt hafi. Hafi hann verið undir áhrif-
um áfengis og frávita af bræði.
Líðan konunnar er eftir atvikum og
er hún nú úr lífshættu, en hún liggur á.
Igjörgæzludeild Borgarspitalans.
-BH.1
Lausráðnir
stof na félag
í gærkvöldi var stofnað Félag laus-
ráðins dagskrárgerðarfólks hjá útvarpi
og sjónvarpi. Tilgangur þess er að vera
samningsaðili um launagreiðslur og
kjör félagsmanna, bæta menntun
þeirra og aðbúnað og efla og bæta dag-
skrá Ríkisútvarpsins. Stofnendur
félagsins eru rúmlega sjötíu manns.,
Formaður var kjörinn Óli H. Þórðar-
son framkvæmdastjóri.
• Vilmundur Gylfason og Ríkisút-
varpið, sjónvarp, voru í gær sýknuð í
skaðabótamáli végna meintra æru-
meiðinga i sjónvarpsþætti, sem flutt-
ur var hinn 20. desember 1974. Vegna
lagaákvæða um fébótaskyldu vegna
ríkisútvarpsins var menntamálaráð-
herra og fjármálaráðherra stefnt í
málinu vegna þáttarins Kastljóss og
krafa gerð um einnar milljónar króna
bóta vegna meintrar ærumeiðingar.
Stefnandinn í málinu var Jósafat
Arngrímsson, kaupmaðurí Keflavík.
Hann hafði árið 1967 verið dæmdur í
Sakadómi Reykjavíkur fyrir tékka-
misferli upp á 21 mjlljón króna.
í Kastljósþættinum, sem áður
'greinir, var Vilmundur Gylfason að
gagnrýna framkvæmd réttarvörzl-
unnar í sakadómsmálinu. Hinn
dæmdi, Jósafat Arngrímsson, hlaut
tveggja ára fangelsisdóm, sem hann
var byrjaður að afplána á Kvía-
bryggju, þegar hann var látinn laus
vegna skriflegs álits geðlæknis.
Sem fyrr segir gagnrýndi Vilmund-
ur Gylfason, réttarvörzluna í þessu
tiltekna máli en nefndi þó aldrei í
þættinum nafn hins dæma manns.
Viðmælendur hans í þættinum,
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, og
Jón Thors, deUdarstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu gerðu það heldur ekki.
Vilmundur talaði í þættinum um
verzlunarmann, sem hafði sætt opin-
berri kæru og hlotið dóm fyrir mis-
ferli. Dæmið tekur hann til þess að
undirstrika gagnrýni sína. Sem fyrr
segir nefndi hann ekki nafn
mannsins.
í stefnu var krafizt ómerkingar til-
tekinna ummæla og einnar milljónar
króna i miskabætur. Sem fyrr segir
voru hinir stefndu sýknaðir en máls-
kostnaður látinn niður falla. Emil
Ágústsson, borgardómari kvað upp
dóminn í gær.
-GAJ-
-BS.
Risastór
KRR-kaka
DB-mynd Bjamleifur.
Hún var stór og mikil tertan, sem borin var fram I afmœlishófi Knattspymuráðs
Reykjavíkur í gœr í tilefni 60 ára afmœlis KRR. Fyrstu áratugina hafði KRR á hendi
forustuhlutverk i knattspymumálum tslands eða þar til KSÍ var stofnað. Við tertuna
standa þeir Hatldór Jakobsson, stjómarmaður KRR, og Ólafur Erlendsson, for-
maður ráðsins mörg undanfarin ár.
Mjólkurverkfallið:
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979.
Hellisheiðarundrið:
Sá guli heimil-
isköttur
í Skíða-
skálanum
„Mér þætti verra ef einhver færi að
gera sér ferð upp á Hellisheiði til þess
að skjóta köttinn minn,” sagði Stein-
grímur veitingamaður í Skíðaskálanum
í Hveradölum í samtali við fréttamann
DB í gær.
Það er sem sé komið upp úr kafinu,
að guli kafloðni kötturinn, sem maður
nokkur sá um miðja nótt á Hellisheið-
inni, er heimilisköttur í Skíðaskálan-
um. Dagblaðið skýrði frá ferðum
kattarins þarna á heiðinni sl. laugardag
og var engin tiltæk skýring á ferðum
hefðardýrsins, sem sagt var grimmlynt
og hvæsti á saklausan vegfarandann á
heiðinni.
„Kötturinn er sauðmeinlaus og blíð-
lyndur,” sagði Steingrímur. „Hann
gerir ekki flugu mein. Köttur þessi er af
persneskum ættum, að sögn Guðrúnar
Á. Símonar sem gerst þekkir til katta
hérlendis.”
Steingrímur hefur köttinrrgula sér til
aðstoðar, því hagamýs gerast nokkuð
nærgöngular er hausta tekur og vilja
gistaSkíðaskálann. -JH.
Guðmundur
tapaði
í 8. umferð svæðamótsins í Luzern i
Sviss sem tefld var í gær tapaði
Guðmundur Sigurjónsson fyrir
Svíanum Wadberg, Helgi Ólafsson
gerði jafntefli við stórmeistarann
Liberzon og Margeir Pétursson gerði
jafntefli við Finnann Hurme. Þrátt
fyrir tapið heldur Guðmundur enn 2.
sætinu i sínum riðli. Efstur er Húbner
með 5,5 v. og biðskák. Guðmundur
hefur 5 vinninga og Wadberg4,5 v. 1 B-
riðUnum er Griinfeld efstur með 6 vinn-
inga. Helgi og Hoi eru í 2.-3. sæti með
4,5 v. Fjórir efstu menn úr hvorum
riðli komast áfram. -GÁJ-
Tugmilljónatjón
á Þórshöfn:
Bflaverkstæði
ogtrésmíða-
verkstæði
brunnu
til grunna
BÆNDUR TAPA 27 MILUÓNUM Á DAG
— Reiknað hefur verið út hve
miklu tap bænda vegna verkfalls
mjólkurfræðinga næmi og telst'
okkur til að það némi sautján til
nítján milljónum á dag, sagði Agnar
Guðnason blaðafuUtrúi bændasam-
takanna i viðtali við DB.
í þessum útreikningi er gert ráð
fyrir að öll sú mjólk sem ekki fer til
neyzlu sé unnin í smjör, osta eða
undanrennuduft og síðan séu þessar
afurðir seldar á erlendan markað á
því verði, sem þar fæst. Gert er ráð
fyrir að dreift sé 286 þúsund lítrum á
Reykjavíkurmarkaði og nágrenni.
Nú er það ekki gert og tapa bændur
einum sjö milljónum til viðbótar á
dag. Er það mismunurinn á 176
króna útborgunarverði fyrir hvern
mjólkurlítra og þrjátíu krónum, sem
fæst fyrir mjólkina til vinnslu.
Engum mjólkurvörum er dreift til
verzlana á Reykjavíkursvæði í dag
þar sem ekki hefur náðst samstaða
með Mjólkursamsölu og mjólkur-
fræðingum um hverju og hve miklu
skuli dreifa.
-ÓG.
GIFURLEG BUVORUHÆKKUN
— niðurgreiðslur óbreyttar íkrónutölu
Gífurleg búvöruhækkun verður
um mánaðamótin. Steingrimur
Hermannsson landbúnaðarráðherra
taldi líklegt í morgun, að meðal-
hækkunin út úr búð yrði yfir 20
prósent, en dæmið verður ekki full-
reiknað fyrr en seinna í dag. Mest
yrði hækkunin á smjöri, kannski allt
að 30 prósent.
Steingrímur sagði að niður-
greiðslur yrðu óbreyttar í krónutölu
að þessu sinni, sem þýðir, að þær
lækka í hundraðshluta af verði, og
veldur það talsverðu um hækkunina.
Ráðherrann sagði að síðar á árinu
ætti að draga úr niðurgreiðslum,
nema nýrra tekna yrði aflað til að
standa undir þeim.
Verðhækkunin nú yrði miklu meiri
en hækkun verðs til bænda.
Guðmundur Sigþórsson, fulltrúi i
landbúnaðarráðuneytinu, sagði i
morgun, að verðhækkun búvara út
úr búð yrði sennilega 20—30 prósent,
en dæmið hefði ekki verið reiknað til
fulls.
-HH.
Tugmilljóna króna tjón varð á Þórs-
höfn í gær er eldur kom upp i bílaverk-
stæði í eigu Hauks Kjartanssonar.
Verkstæðið brann til kaldra kola, en
eldurinn kom upp um kl. 14. Einnig
brann trésmíðaverkstæði sem var
næsta hús við hlið bílaverkstæðisins.
Inni í bilaverkstæðinu var steypubíll
og mikill lager margs konar varahluta
og varð engu bjargað. Þá var mikið af
trésmíðavélum og efni á trésmíðaverk-
stæðinu og brann það einnig.
-AA/JH.