Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ1979. Guðrún Marinósdóttir — Skjalataskan hans UNGAR KONUR SÝNA Einu sinni töldu herskáar konur það móðgun og merki um pungrottuhátt á háu stigi ef talað var um „myndlistar- konur” og'áttu bæði kynin að nefnast „myndlistarmenn” — sameinuð í list- inni. Maður gerði sitt besta til að stuða sem fæsta í því viðkvæma máli en ekki vandist þessi tilhögun. „Myndlistar- kona” skrapp út úr manni við ólíkleg- ustu tækifæri og þar var venjulega átt við kvenkyns manneskju sem stundaði myndlist. Þetta var kannski ljótt af manni en þarna var ekki hallað á nokk- urn mann/konu og ekki verið að halda því fram að myndlist „myndlistar- konu” væri betri eða verri en sú sem karlkyns manneskjur stunduðu. Manneskjuleg sjónarmið Mér þykir vænt um að sjá að kven- kyns manneskjur telja sig nú til „myndlistarkvenna” og 25 þeirra sýna saman í Ásmundarsal. Tilgangur þeirra er einfaldlega sá að vekja athygli á því að í hópi myndlistarfólks eru margar framsæknar konur að þróa eigin hug- Sigriður Guðjónsdóttir myndir. Ég held að sýningin nái tilætl- uðum árangrí því margt athyglisvert er að gerast í þeim verkum sem á sýning- unni eru, og þar sem greina má mark- tækar hugmyndir þá grundvallast þær á listrænum og manneskjulegum vand- málum í víðum skilningi og geta því varla talist „kvennalist” í þeim þrönga skilningi sem hugtakið hefur verið notað. Að visu kemur fram lítill þroski í sumum verkanna en það verður að taka tiUit til þess að margir sýnenda eru nýútskrifaðir úr myndlistarskóla og eiga eftir að sanna getu sína. Það er einnig gleðiefni að sjá sumar hinna ungu myndlistarkvenna glíma við óvenjuleg og ókennileg efni en það hefur verið lítið um slíkar tilraunir meðal þeirra sem vinna í þrívídd hér um slóðir. Góð viðleitni Vissulega er erfitt að dæma um ár- angur þeirra tUrauna enn, því rými í Ásmundarsal býður ekki upp á meiri- háttar umsvif, en viðleitnin er allra góðra gjalda verð. Hér á ég t.d. við skúlptúrverk Sólveigar Aðalsteins- dóttur, uUarmyndir Ingibjargar Sigurðardóttur og leirhluti Herborgar Auðunsdóttur. önnur nýlist, þ.e. konsept, umhverfi, textar, búkverk (body art) eru hins vegar ansi daufleg. Ásta Ólafsdóttir hefur vUlst inn á sýn- inguna með smásögu, Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla) vill með sérstöku herbergi undirstrika það að hún sé kona. Því get ég ómögulega mótmælt. Rómantískt konsept þeirra Guðrúnar Hrannar, Elínar Magnúsdóttur og Guðrúnar Ágústu Þorkelsdóttur er heldur veikburða tU nokkurs brúks en eitthvað meira er að gerast í myndum Sigríðar Guðjónsdóttur þótt ég treysti mér ekki tU aðsegja hvað það er. Hógværð Guðrún Marínósdóttir á sniðuga „skjalatösku”, Hjördís Bergsdóttir sýnir þokkafuUan textU, Margrét Jóns- dóttir sýnir grafík sem leynir á sér og Sigrid Valtingojer á magnaða vatnslita- mynd. Aðrir sýnendur eru hógværari eða hafa sýnt verk sín áður. í heildina mega aðstandendur vel við una og stendur sýning ungra mynd- listarkvenna í Ásmundarsal til 19. júní nk. Kvik myndir Baldur Hjaltason myndir að baki. Njósnarinn sem elsk- aði mig er sú síðasta í 3 mynda samn- ingi Moores við framleiðendur (hinar voru Live And Let Die og The Man with the golden Gun) svo spurning er hvort hann hafi áhuga á að halda áfram. Heyrst hefur að Sean Connery hafi áhuga á að spreyta sig aftur sem 007 en einhver lagaleg at- riði virðast vefjast fyrir mönnum og tefjaþaðmál. En snúum okkur að myndinni Njósnarinn sem elskaði mig. Efnis- þráðurinn er mjög ómerkilegur enda gegnir hann litlu hlutverki í mynd- inni. Þótt myndin beri titU einnar bókar Ian Fleming þá á hún ekkert sameiginlegt með þeirri bók nema nafnið. Myndin fjallar um brjálaðan snilling að nafni Stromberg og hefur hann látið gera borg neðansjávar sem hann nefnir Atlantis. Ætlun hans er að útrýma öllu lifi ofansjávar og ná þannig valdi yfir framtíð mannkyns- ins. Lykillinn að þessari áætlun er kjarnorkukafbátar sem horfið hafa frá stórveldunum. En hvarf þessara kafbáta hefur sett öryggisþjónustu landanna af stað og auðvitað er James Bond sjálfkjörinn fulltrúi Breta. Fyndinn Bond Eins og flestir vita hafa verið fram- leiddar óteljandi njósnamyndir í stíl við Njósnarann sem elskaði mig. Það sem Bond-myndirnar hafa fram yfir meginþorra þessara mynda er íburður, vel útfærð tækniatriði og hnyttið handrit. Raunar hefur kímnin aukist í síðustu 3 myndunum og hefur áhorfandinn oft á tilfinning- unni að framleiðendurnir séu að gera góðlátlegt grín að öllu saman. En brandararnir eru yfirleitt settir svo vel fram að þeir frekar styrkja mann- gerðina James Bond en veikja. Þar sem Bond-myndir eru aðallega gerðar fyrir augað kemur fram í myndinni mikill fjöldi fegurðardísa. En þótt ótrúlegt megi virðast er það aðstoðarmaður Strombergs, sem ber hið frumlega nafn Skoltur, sem stelur senunni. Þetta 140 kg heljarmenni sýnir ótrúlegustu tiltæki og virðist hafa 9 lif eins og kötturinn. Þeir sem sáu myndina Silver Streak um árið í Nýja bíói muna eflaust eftir þessum leikara (Richard Kiel) en þar háði hann mikinn hildarleik við Gene Wilder á þaki lestarinnar. Að öðru leyti er ekki hægt að hrósa leik i myndinni. Samt sem áður er hér um ágætis afþreyingu að ræða ef fólk vill létta af sér áhyggjum dagsins og líta á eitthvað af léttara taginu. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska hér með eftir til- boðum í að reisa þrjá stöðvarvarðabústaði í Reykjahlíð við Mývatn. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4 Reykja- vík, og á útibúi verkfræðistofunnar, Glerár- götu 36 Akureyri, gegn 30.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð skulu hafa borist til Rafmagnsveitna ríkisins, Kröfluvirkjun, Strandgötu 1 Akur- eyri, eigi síðar en þriðjudaginn 3. júlí 1979, kl. 11.00 f.h., og verða þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir kunna að verða. [VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. ÁRMÚLA 4 REYKJAVÍK - SÍMI84499 SKYNMMYNDIR Vandaöar iitmyndir i öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 FESTI auglýsir: Lokað vegna sumarleyfa Jrá 15.—30. júnú FESTI, FRAKKASTIG Mikið úrval af sumarskóm Nr.2 Litur: Brúnt Vorð kr. 14.800.- Nr. 1 Lrtur: Hvítt Verðkr. 17.100.- Nr. 3 Utur— Brúnt Nr. 4 Utur. Ljós Verð kr. 14.800,- Nr. 5 Utur: BUtt, strigi Verð kr. 4.760.- Póstsendum SKÓSEL LAUGAVEGI 60 SÍMI 21270

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.