Dagblaðið - 27.08.1979, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
I)
Iþróttir
Iþróttir
I
Iþróttir
Iþróttir
Framkvæmdastjórasonurínn
skaut Norwich í efsta sætið
skoraðibæðimörkiníZ-lsigriyfirLeeds. Liverpool fór
í gang með stórgóðum 3-1 sigri yf ir WBA á Anfield
uavio jonnson skoraoi rnvegis tynr Liverpooi gegn WBA og hann nerur nu ioks nao
að festa sig i aðalliðinu eftir langa baráttu.
Meistarar Liverpool fóru heldur
belur í gang á laugardag er þeir fengu
West Bromwich Albion, liðið sem talið
er liklegast til að ógna einokun Liver-
pool og Forest, i heimsókn. Liverpool
var mun sterkari aðilinn frá upphafi til
enda og vann 3-1 eftir að hafa um tíma
leitt 3-0. Framlina Liverpool, sem var
svo dauf gegn Bolton fyrr i vikunni, fór
nú á kostum og tengiliðirnir Ray Kenn-
edy, Graeme Souness og Terry McDer-
motl notuðu hvert tækifæri til þess að
komast í sóknina. Þess á milli mötuðu
þeir Dalglish og David Johnson hvað
eftir annað með snilldarsendingum.
Leikmenn Albion léku alls ekki illa en
þeir höfðu einfaldlega ekkert að segja í
Liverpool í þessum ham. Cyrille Regis
lék ekki með WBA, en það sem gerði
gæfumuninn að mati fréttamanna BBC
var að Len Cantello er ekki lengur með
liðinu. ‘Albion seldi hann til Bolton i
sumar. „Miðjan hjá Albion er ekki
nógu virk þrátt fyrir að Gary Owen
hafi mikla yfirferð. í fyrra var Len
Cantello dríffjöðrin í leik liðsins og
það vantar mikið þegar hann er ekki
lcngur með,” sagði Brian Jones, frétta-
þulur BBC.
David Johnson skoraði fyrsta mark
Liverpool og Terry McDermott bætti
öðru við áður en Johnson skoraði sitt
annað mark og þriðja fyrir Liverpool.
Peter Barnes skoraði eina mark WBA á
63. mín. — fallegt mark — en það
dugði skammt og leikmenn Albion
voru heppnir að fá ekki á sig fleiri
mörk. Tvívegis heimtaði „The Kop”
vitaspyrnu er Dalglish var brugðið inn-
an vítateigs, en dómarínn lokaði aug-
unum. Ray Kennedy þrumaði yfir i
dauðafæri og David Johnson klúðraði
á ótrúlegan hátt dauðafærí á lokamín-
útunni. Albion átti fá færí og sigur
Liverpool var sanngjarn.
Norwich í efsta sœti
Norwich City er nú ofar í stigatöfl-
unni en nokkru sinni i sögu félagsins,
en vart er við þvi að búast að félagið
tolli þarna lengi. John Bond hefur
tekizt að gera ótrúlega hluti með þenn-
an hóp sem hann hefur i höndunum og
á sjðasta keppnistímabili vildu margir
útnefna hann „framkvæmdastjóra árs-
ins”_fyrir að ná jafnmiklu út úr liðinu
ograun barvitni.
Það var sonur framkvæmdastjórans,
Kevin Bond, sem skoraði bæði mörk
Norwich. Fyrra markið kom úr vita-
spyrnu, en Paul Hart jafnaði metin
fyrir Leeds. Síðara mark Bond var
hreinasta perla. Hann fékk þversend-
ingu fyrir framan vitateig Leeds, um 40
metra frá marki, og lét þegar í stað skot
ríða af. Þetta var „bananabolti” sem
skrúfaðist upp í vinkilinn án þess að
David Harway i marki Leeds tækist að
verja.
Nottingham Foresi gefurekkert eftir
fremur venju og er nú eins og Norwich
með 6 stig að loknum þremur leikjum.
Trevor Francis lék ekki með Forest um
helgina en það var ekki að sjá að það
háði liðinu nokkuð gegn fremur daufu
liði Coventry. Gamla kempan John
McGovern var á skotskónum og
skoraði tvö marka Forest, en þeir John
Robertson (viti) og Tony Woodcock
skoruðu hin tvö. Eina mark Coventry
skoraði ungur nýliði, Tom English.
Þetta var hans annað mark í jafnmörg-
um leikjum. Áður en lengra er haldið er
ekki úr vegi að renna yfir úrslitin.
1. deild
Arsenal — Manchester United 0-0
Aston Villa — Bristol City 0-2
Bolton — Southampton 2-1
Derby County — Everton 0-1
Liverpool — West Bromwich 3-1
Manchester City — Brighton 3-2
Middlesbrough—Crystal Palace 1-1
Norwich -rLeeds 2-1
Nottingháfh Förest — Coventry ■ - 4-J.
Stoke — Tottenham 3-1
Wolves — Ipswich 3-0
2. deild
Bristol Rovers — Shrewsbury 2-1
Burnley — Notts County 0-1
Cambridge — Watford 2-2
Cardiff — Birmingham 1-2
Charlton — Newcastle 1-1
Chelsea — Wrexham 3-1
Luton — Orient 2-1
Preston — Swansea 1-1
QPR — Leicester 1-4
Sunderland—Fulham 2-1
West Ham — Oldham 1 -0
3. deild
Barnsley — Reading 2-0
Carlisle—Bury 1-0
Chester — Sheffield Utd. 1-1
Exeter — Mansfield 2-1
Gillingham — Millwall 1-1
Grimsby — Blackpool 4-3
Hull — Oxford 2-2
Rotherham — Colchester 3-0
Sheffield Wed. — Blackburn 0-3
Swindon — Brentford 4-0
Wimbledon — Southend 0-1
4. deild
Crewe — Torquay United 2-2
Rochdale — Hartlepool 1 -0
Aldershot — Port Vale 3-1
Boumemouth — Newport 3-2
BradfordC — TranmereRov. 2-0
Hereford — Darlington 1 -0
Huddersfield — Doncaster 3-0
Northampton — Walsall 1 -2
Peterborough — Halifax 2-1
Portsmouth — Scunthorpe 6-1
Stockport—Wigan 1-2
York — Lincoln 0-2
Óvœnt byrjun Úlfanna
Úlfarnir beinlínis slátruðu Ipswich
— liði sem talið er að muni verða á
meðal fimm efstu liða i vor — og mörk-
in hefðu hæglega getað orðið 6 eða 7
talsins. Úlfarnir sköpuðu sér fjöldann
allan af tækifærum drifnir áfram af
stórgóðum leik fyrrum Liverpoolkapp-
ans Emlyn Hughes. Willie Carr skoraði
loks fyrir Úlfana á 34. mínútu eftir að
framherjar liðsins og þá einkum Bill
Rafferty hafði farið illa með góð færi.
Strax i upphafi síðari hálfleiks — á
53. min. — bætti Peter Daniel öðru
marki við og þar með var mesti vindur-
inn úr Ipswich. Mel Eves skoraði þriðja
markið á 86. mínútu eftir að Úlfarnir
höfðu beinlínis tætt í sig vörn Ipswich.
Þessi góði árangur Úlfanna í upphafi
tímabilsins kemur mjög á óvart en
liðinu hafði verið spáð einu af botnsæt-
unum. Kaupin á þeim Latchford og
Thomas frá Everton eru ekki ennþá
gengin í gegn þar sem þeir hafa ekki
viljað fara til Úlfanna, en eftir þessa
góðu byrjun þeirra er ólíklegt annað en
að þeir samþykki söluna. A.m.k.
gengur Everton ekki hóti betur þrátt
fyrir sigurinn gegn Derby á Baseball
Ground.
Derby sótti nær látlaust allan leikinn
og það var því vægast sagt þvert gegn
gangi hans þegar Andy King komst inn
fyrir vörnina, tók knöttinn á brjóstið
og sendi hann siðan í boga yfir John
Middleton í marki Derby. Sigur
Everton var afar ósanngjarn og liðið
lék langt í frá sannfærandi. En það eru
fleiri en Everton i vandræðum jtessa
dagana.
Fall blasir við Tottenham
með slíku áframhaldi
Byrjun Tottenham á þessu keppnis-
timabili hefur ekki verið beint gæfuleg.
Fyrst tap gegn Middlesboro á heima-
velli 1-3, þá skellur í Norwich 0-4 og
loks tap aftur á laugardag fyrir nýlið-
um Stoke 1-3 á Victoria Ground.
Vörnin hjá Tottenham er ein alls-
herjar flóðgátt hvar sem á hana er litið
og kaupin á Terry Yorth hafa greini-
lega ekki gert mikið til að þétta varnar-
lekann. Stoke hefur ekki ýkja sterku
liði á að skipa en nýliðanir fengu næg-
an tima til að athafna sig á auðu svæð-
unum er mynduðust í vörninni og auð-
vitað hlaut Tottenham að bíða ósigur
með slikri frammistöðu. Garth Crooks
skoraði tvivegis fyrir Stoke og Brendan
O’Callaghan einu sinni en eina mark
Spurs skoraði Steve Perryman, en þá
var Stoke komið í 3-0.
Brighton, nýliðar ásamt Stoke og
Crystal Palace, virðast eiga langan og
erfiðan vetur fyrir höndum. Liðið
tapaði sinum þriðja leik i röð, — nú
fyrir Manchester City á Maine Road.
Ekkert gekk liöinu í hag og 7 mínútum
fyrir leikslok brenndi Horton af víta-
spyrnu er staðan var 3-2 fyrir City.
Nýja stjarnan hjá City, Mick Robin-
son, sem félagið keypti frá Preston
fyrir 765.000 pund i sumar sællar minn-
ing'ar, skoraði tvö markanna i sjón-
varpinu á laugardag sáum við að City
hefur ágætu liði á að skipa. Mick
Channon bætti þriðja marki City við
en fyrir Brighton skoruðu þeir Teddy
Maybank og Peter Ward.
Óvæntur skellur VUIa
Bristol City kom heldur betur á óvart
með þvi að leggja Aston Villa á Villa
Park á laugardag. Kevin Mabbutt kom
Bristol yfir á 19. minútu og siðan bætti
Tom Ritchie við marki úr vitaspyrnu og
fyrsti sigur Bristol á keppnistimabilinu
var í höfn. Þeir Andy Gray og John
Gidman voru hvorugir gegn Bristol.
Tottenham er reiðubúið til að greiða
eina milljón sterlingspunda fyrir Gray
en hefur til þessa ekki tekizt að afla
þeirrar fjárhæðar.
Middlesbrough hafði tögl og hagldir
gegn Palace lengst af og það kom þvi
eins og skrattinn úr sauðarleggnum
þegar Swindlehurst skoraði fyrir
Palace. Middlesbrough lék oft á tíðum
stórvel og byrjun liðsins hefur vakið
mikla athygli. Stan Cummins jafnaði
metin fyrir Boro í síðari hálfleiknum.
Bolton vann góðan sigur á
Southampton. Þeir Neil Whatmore og
Neil McNab skoruðu fyrir Bolton áður
en Charlie George svaraði fyrir
Dýrlingana. Bolton hefur einnig byrjað
prýðilega og m.a. náð jafntefli á An-
field gegn Liverpool, en slíkt afrekuðu
aðeins tvö lið í fyrra — Leeds og Ever-
ton.
Leikur Arsenal og Manchester
United þótti leiðinlegur á að horfa og
litið var um almennileg marktækifæri.
Þó fékk Steve Coppell dauðafæri á
lokamínútu fyrri hálfleiks en brást þá
illa bogalistin og skaut framhjá.
2. deild
Watford, liði Elton John, hefur
gengið frekar brösulega í upphafi
tímabils en krækti þó i stig á útivelli
gegn Cambridge. Það var markadúett-
inn Ross Jenkins og Luther Blissett sem
skoraði fyrir Watford en Tom Finney
skoraði bæði mörk Cambridge.
Cardiff, sem margir spáðu velgengni
i vetur, eftir mögur ár lengi vel, fór illa
að ráði sínu gegn Birmingham á Ninian
Park. Stevens náði forystunni fyrir
Cardiff en Birmingham svaraði tvivegis
fyrir sig og hélt heim með bæði stigin.
Chelsea hefur byrjað vel þrátt fyrir
miklar hrakspár og Wrexham féll á
Stamford Bridge. Harris og Bumstead
voru á meðal skorara fyrir Chelsea.
Ricky Hill og Bob Hatton skoruðu
fyrir Luton gegn Orient en Margerrison
skoraði mark jjeirra. Preston fékk
óskabyrjun gegn Swansea er einn
varnarmanna liðsins skoraði sjálfs-
mark. Alan Waddle jafnaði fyrir hlé og
þar við sat.
Leicester gersigraði QPR á Loftus
Road. Andy Peake skoraði á 12. mín.
fyrir Leicester og siðan bætti May
marki við á 42. mín. með skalla. Allen
minnkaði muninn fyrir QPR úr víti á
77. minútu en fimm min. siðar bætti
PeakéöQru marki sinu við og Goodwin
innsíglaði góðan sigur á lokamínút-
unni. ? *.. .
Það gekk rniklð á á Roker Park í
Sunderland. Kevin Árnott skoraði fyrst
fyrir Sunderland, en þegar 3 min. voru
til leiksloka jafnaði Fulham. Gamla
kempan „pop” Robson var ekki á því
að gefa sig og hann skoraði sigurmark
Sunderland úr vítaspyrnu strax í næstu
sókn. West Ham vann loks sigur og þá
var það ekki á merkara liði en Oldham.
Pat Holland skoraði eina mark leiks-
ins.
Staðan i 1. deild:
Norwich 3 3 0 0 10-3 6
Nottingham F. 3 3 0 0 6-1 6
Middlesbrough 3 2 1 0 7-2 5
Wolves 2 2 0 0 4-0 4
Stoke 3 2 0 1 6-4 4
Manch. Utd. 3 1 2 0 3-1 4
Bolton W. 3 1 2 0 3-2 4
Arsenal 3 1 1 1 4-2 3
Liverpool 2 1 1 0 3-1 3
Leeds 3 1 1 1 5-4 3
Bristol City 3 1 1 1 5-5 3
Crystal Palace 3 0 3 0 1-1 3
Aston Villa 3 1 1 1 3-4 3
Manch. City 3 1 1 1 3-5 3
Southampton 3 0 2 1 2-3 2
Coventry 3 1 0 2 6-8 2
Ipswich 3 1 0 2 2-4 2
Everton 3 1 0 2 3-6 2
Derby County 3 0 I 2 0-2 1
WBA 3 0 1 2 1-5 1
Brighton 3 0 0 3 3-9 0
Tottenham 3 0 0 3 2-10 0
2. deild
Leicester 3 2 1 0 7-2 5
Notts County 3 2 1 0 6-2 5'
Preston 3 2 1 0 5-1 5
Chelsea 3 2 1 0 4-1 5
Sunderland 3 2 1 0 4-1 5
Swansea 3 1 2 0 3-1 4
Bristol R. 3 2 0 1 5-5 4
Wrexham 3 2 0 1 5-5 4
Fulham 3 1 1 1 5-5 3
Luton 3 1 1 1 5-5 3
Cambridge 3 0 3 0 4-4 3
Newcastle 3 1 1 1 3-3 3
Burnley 3 0 2 1 3-4 2
Orient 3 0 2 1 3-4 2
West Ham 3 1 0 2 1-2 2
Birmingham 3 1 0 2 5-7 2
QPR 3 1 0 2 3-5 2
Watford 3 0 2 1 2-4 2
Cardiff 3 1 0 2 3-6 2
Charlton 3 0 2 1 2-5 2
Shrewsbury 3 0 1 2 2-5 1
Oldham 3 0 0 3 3-6 0
-SSv.
Erum íluttir meö
allt okkar haf urtask!
Núerumviði
AuÖbrekku 53
Varmi
Bílasprautun
Auóbrekku 53. Sími 44250.
Box180. Kópavogi.