Dagblaðið - 10.12.1979, Page 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
■ ■
Bodil Erling
Forsberg Poulsen
Gavin Francis
Lyall Clifford
BORGFIRZK BLANDA
Hörpuútgáfan
Heitar ástríður eða
endalaus martröð?
Miskunnarlaus og gripandi.
Sekúndubrot ráða úrslitum.
Flugturninn missir samband.
Flug 204 svarar ekki.
Þjóðlegur fróðleikur,
sagnir af skemmtilegu
og sérkennilegu fólki,
skopsögur, lausavísur,
frásagnir af slysförum,
draumum og dulrænum
atburðum.
Safnað hefur Bragi
Þórðarson.
Borgfirzk blanda á erindi til allra
íslendinga.
Spennandi og rómantísk
éstarsaga. Hver voru hin
óvæntu örlög?
ERLiNO POÍA5EN
-------.
itarJSogiimísr =
r '
Ovænt örlög
Húsavík.
„Skilaðu nú ábyrgðarbréfinu,
herra sýslumaður”
Garðar Björgvinsson útgerðarmaður,
Raufarhöfn, skrifar:
Starfsfólk sýsluskrifstofunnar á
Húsavík.
„Ástæðan til svívirðinganna”
nefnir þetta ágætis fólk pistil sem það
sendir mér 4. des. í Dagblaðinu. Gott
er að kunna ekki að skammast sin.
Varðandi þetta umrædda ökuskír-
teini hef ég haft ökuleyfi í tuttugu ár
en þurfti að fá það endurnýjað. Ég
sendi tilheyrandi gögn á sýsluskrif-
stofuna á Húsavík nema sakavottorð
sem ekki þýðir að senda i pósti því þá
er það of gamalt þegar til á að taka.
Samkvæmt samtali í síma við starfs-
stúlku á skrifstofunni lofaði hún að
hringja eftir sakavottorði og senda
mér svo skirteinið í pósti. Ég beið í
hálfan mánuð en hringdi svo í sýslu-
mann sem lofaði þá sjálfur í eigin
persónu að skírteinið kæmi í sömu
viku.
í trausti þess að skirteinið lægi á
pósthúsinu tók ég að mér að draga bíl
fyrir kunningja minn en varð fyrir
því óhappi að ekið 'ar á bílinn.
Ég hringdi þá enn i sýslumann og
spurði eftir skírteininu og tjáði
honum um þetta óhapp og að það
hefði komið sér illa fyrir mig að hann
hefði ekki staðið við orð sín. Þá
neitaði hann algjörlega að láta mig
hafa ökuskirteinið nema ég tæki
próf.
Varðandi þetta óhapp hafði það
ekkert að segja gagnvart tryggingum
hvort ég var með skírteinið eða ekki,
bíllinn var ekki tryggður á mínu
nafni og ég á engan bíl.
Það er löngufrægorðinafgreiðslan
á skrifstofum sem hafa meðsvona mál
að gera en ég held að ég hafi aldrei
heyrt það fyrr að það væri skjalafals
að endurnýja ökuleyfi. Svo vil ég
taka það fram að ég kom aldrei á
sýsluskrifstofuna á Húsavík í þessum
erindum, eins og starfsfólkið þar
skrifar, heldur til að biðja um
reikninga sem ég sendi þangað í
ábyrgðarpósti 1. sept. ’78 og voru
upp á þrjú hundruð þúsund kr. og
áttu að fara í innheimtu þarna fyrir
norðan en töpuðust á sýsluskrifstof-
unni og eru ekki fundnir enn.
Einnig hef ég komið þar varðandi
mál sem snerti syni mina en þeim var
misþyrmt á hrottalegasta hátt af
lögreglunni á Raufarhöfn sumarið
1976 en sýslumaður visaði málinu frá
án athugunar.
Sletti þeir svo skyrin u sem eiga.
Starfsmenn 1 Álverinu 1 Straumsvfk hafa á annað hundrað þúsund krónum meira f laun en starfsmenn f ríkisverksmiðjunum,
segir bréfritari.
Erlend stóriðja er
alþýðunni hagstæð
Karl Þórðarson, starfsmaður
áburðarvcrksmiðjunnar, hringdi:
Mörgum er heitt í hamsi eftir kosn-
ingarnar. Ég vil því minna á að
Lúðvík Jósepsson hélt þvi fram fyrir
kosningar að það væri böl fyrir
verkalýðinn ef útlendri stóriðju yrði
hleypt inn í landið.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
bæði í Álverinu i Straumsvík og i
járnblendiverksmiðjunni á Grundar-
tanga er kaup starfsmannanna á
annað hundrað þúsund krónum
hærra en kaupið i ríkisverksmiðjun-
um.
Allir okkar samningar hafa miðað
að því að ná sömu kjörum og starfs-
mennirnir í Straumsvík búa við. Þeir
sem þykjast vera málsvarar alþýð-
unnar í landinu gera það á röngum
forsendum með þvi að vera á móti
erlendri stóriðju. Það að berjast
gegn stóriðjunni er beinlínis að lýsa
andstöðu við að alþýða manna fái
kauphækkun. Það er enginn smá-
munur á því, hvað samningarnir við
útlendingana eru verkalýðnum hag-
stæðari.
0HR0ÐRIUM GEIR MOTMÆLT
Helgi Hallvarðsson hringdi:
Ýmsir áróðursmenn ganga nú um
meðal fólks og kenna Geir Hallgrims-
syni um að Sjálfstæðisflokkurinn
fékk ekki fleiri þingmenn kjörna. Ég
vil mótmæla þessum óhróðri og
benda fólki á að eini formaður
stjórnmálaflokks sem kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur i
kosningabaráttunni var Geir Hall-
grímsson. Hann sagði fólkinu í land-
inu sannleikann um það hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn myndi berjast
við verðbólguna i landinu. Á sama
tíma sem formenn hinna flokkanna
fóru kring um hlutina eins og kettir
kringum heitan graut. Og það virðist
sem sumir hafi orðið hræddir við að
missa spón úr aski sinum ef verðbólg-
an yrði stöðvuð og tekið því þann
kostinn að kjósa yfir sig nýja vinstri
stjórn. Stjóm sem ég hélt að lands
menn væru búnir að fá nóg af.
En þeim sem bera út óhróðurinn
vilég segja þetta:
Geir Hallgrímsson er óumdeilan-
legur foringi Sjálfstæðisflokksins.
Og hann á eftir að leiða flokkinn til
sigurs og ganga frá verðbólgunni
þannig að þjóðin mun á ný fara að
bera virðingu fyrir islenzku krón-
unni.