Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 6

Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Tvö ung- SEX1 Bll menni 1 ■#11 drukknuðu CDAM A íÞorláks- rlfMlfl A höfn —fjögur björgui L, SEM RANN F BRYGGJUNNI Tvö ungmenni, 15 og 17 ára, drukknuðu i höfninni i Þorlákshöfn síðdegis á laugardag. Fjórir aðrir á sama reki komust lifs af þegar bill eins þeirra rann fram af bryggju og í sjóinn. Þau sem fórust voru Auður Jóns- dóttir, Selvogsbraut 27 Þorlákshöfn, fædd 17. nóvember 1964, og Guðni Gestur Ingimarsson, Oddabraut 15 Þorlákshöfn, fæddur 12. júlí 1962. Það var klukkan liðlega þrjú á laugardaginn, að ungmennin sex voru saman í bíl eins þeirra, Ford Cortinu 1970 módeli. Þau óku niður svokallaða Norðurvararbryggju, sem er næsta bryggja við þá er sams konar banaslys varð við ekki alls fyrir löngu. Norðurvararbryggja liggur frá landi til austurs og beygir þar í 90 gráður. Þar á horninu — eins og ann- ars staðar á bryggjunni — var snjór og hálka. Skipti engum togum, að ökumaður bifreiðarinnar náði ekki, beygjunni og fór billinn þversum út af og í sjóinn. Fjögur ungmennanna losnuðu og komust að bryggjunni. Þar tókst einni stúlkunni, Sigríði Láru Ás- bergsdóttur, að komast upp eftir flot- holtum og náði hún í hjálp skip- stjóra, sem var að vinna í bát sínum innar á bryggjunni. Kallaði hann til fleiri menn, sem náðu hinum þremur upp úr sjónum. Á laugardagskvöld náði kafari líkum þeirra Auðar og Guðna Gests út úr bílnum og náðist bíllinn sjálfur upp síðar um kvöldið. Allhár kantur er fremst á bryggj- unni, svipað og gerist annars staðar á landinu, en hann virðist ekki hafa dugað til að forða bílnum frá að lenda i sjónum, að sögn lögreglunnar á Selfossi. -ÓV Mnúfy. myndir á mfnútunni í öl/ skírteini % Minútu,. VID LŒKJARTORG h myndir simi 12245 Starf við áœtflanagerð Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga er laus staða full- trúa, sem vinni að áætlanagerð og almennum verkefnum á vegum sambandsins. Starfið miðast við að umsækjandi hafi menntun á sviði háskólastigs, s.s. þekkingu á áætlana- gerð, tölfræðilegri úrvinnslu verkefna eða aðra menntun og reynslu sem að gangi má koma í starfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi áhuga á landsbyggðarmálum og áætlana- gerð og geti unnið sjálfstætt að verkefnum. Upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri sam- bandsins, Áskell Einarsson, simi 96-21614, Akureyri. Um- sóknir skulu vera skriflegar, ásamt upplýsingum um störf umsækjanda, menntun, ásamt meðmælum ef fyrir eru, og ennfremur með upplýsingum hvenær umsækjandi gæti hafið störf. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1980. Fjórðungssamband Norðlendinga, Glsrárgötu 24, Akureyri. Jólagjöf barnsins 17 Steina skólaúr fyrir stelpur og stráka. Vatnsvarin, höggvarin og óstítanlegfjöður. 1 árs ábyrgð. Merkið tryggir gœdm ÚR og SKARTGRIPIR JÓN og ÓSKAR Laugavegi 70. S. 24910. PÓSTSENDUM. Þrefaldur jólakonsert í gær Háskólabió þrifylltist I gsr og gsrkvöldi þegar þar var haldinn „Jólakonsert ’79” á vegum Hljómplötuútgáfunnar hf. og fleiri aóila. Á hljómleikum kl. 141 gsr voru vistmenn og sjúklingar af nsr fjörutíu stofnunum fatlaðra, þroskaheftra og fleiri. Kl. 18 voru aukatónleikar og kl. 22 sjálfur „Jólakonsertinn”. Þar voru m.a. msttir forseti tslands og frú, ráðherrar og konur þeirra og Qöldi annarra gesta. Skemmtu allir sér hið bezta. Allur ágóði rennur til Barnaheimílisins Sólheima I Grfmsnesi og stti hann að geta skipt nokkrum milljónum, þvi allir að- standendur hljómleikanna og listamennirnir, sem þar komu fram, gáfu vinnu sfna. Alls komu liðlega 50 manns fram á Jóla- konsert ’79. Myndin var tekin skömmu eftir að fyrstu hljómleikarnir hófust I gsr. DB-mynd Hörður. Þeir láta sig það iitlu skipta, iþróttamennirnir okkar, hvort er sumar eða vetur þegar sfingarnar eru annars vegar. Þennan hóp rakst hann Bjarnleifur okkar á á Tjörninni i Reykjavik I fyrri viku, þar sem þeir iéku knattspyrnu af miklum móð — sumir klsddir á sumarvfsu. Faðir nam barn sitt á brott —kom aftur heim þegar lögreglan var að hefja leit Argur faðir hafði fjögurra ára og vildi hafa barnið hjá sér. manninn. 1 þann mund sem lögreglan gamalt barn sitt á brott með sér að Móðirin taldi barnið vera veikt og taldi sig vita hvar hann væri að finna, heiman í Reykjavík á föstudags- ekki óhætt í slíku ferðalagi. Lét hún kom hann aftur heim með barnið. kvöld. Mun hann vera fluttur að því lögregluna vita og var þá hafizt Mun því ekki hafa orðið meint af heiman — a.m.k. um stundarsakir—' handa um að grennslast fyrir um volkinu. ' -ÓV ÍSKNATTSPYRNA Á TJÖRNINNI ■x '

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.