Dagblaðið - 10.12.1979, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
SÍMAGJ
Póstsendum
SÍMTÆKNISF.
Ármúla 5
Simi 86077.
!!!II||i''T'!M:I!!!IÍ"'!I!!I!'!1
STEINSTEYPUHNINGARI
EININGAHÚS
BTGEINtARHIilAN Hf
Sími 36660 Pósthóif 4032.
Breiðhöfða 10,124 Reykjavík.
VERKTAKAR - IÐNAÐARMENN
BOSCH
HOGGHAMRAR - BORHAMRAR
'ilííT !íV* tIssíí I í.
IOSCH
Steypan veröur sem bráðið smjör
með risunum frá BOSCH
BOSCH Fjöibreytt úrvai af
rafmagns verkfærum
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 Reykjavík
Sími35200
VEGNA UMRÆÐUNNAR UM
ÁSTANDH) í KAMPÚTSEU
Töluverð umræða hefur sprottið
upp í kjölfar sýningar sjónvarpsins á
mynd Bretans John Pilger þann 26.
nóv. Forsvarsmenn Rauða krossins
hafa svarað á tilhlýðilegan hátt þeim
ásökunum sem fram komu á hendur
þeim alþjóðlegu hjálparstofnunum
sem hafa liðsinnt þeim hundruðum
þúsunda sem svelta í Kampútseu og
nágrannalandinu Tælandi. Sérstak-
lega er ástæða til að benda á grein
Björns Friðfinnssonar í Morgun-
blaðinu 30.II Þær upplýsingar sem
hann veitir um afstöðu þeirrar
stjórnar sem Víetnamar hafa sett á
laggirnar eftir hernámið koma vel
heim og saman við fréttir ýmissa
erlendra blaða — og eru víðsfjarri
frásögn breska fréttamannsins John
Pilger.
Sá eini sem hefur tekið opinberlega
undir með Bretanum er Árni Berg-
mann ritstjóri Þjóðviljans. Honum
tekst m.a. það meistarastykki aðgera
tvo menn úr þeim eina John Pilger
sem um er að ræða hér. Árni segir:
„Fréttaritari New Statesman, John
Pilger, hefur sömu sögu að segja.
Eins og sjónvarpsfréttamennirnir
segir hann. ...” Árni hefur ekki
áttað sig á þvi að John Pilger er sjón-
varpsfréttamaðurinn og greinar-
höfundurinn í New Statesman.
Afstaða Pilger verður ekkert senni-
legri þótt hann sé notaður til að
styðja eigin orð.
önnur hlið sem
þarf að koma fram
Fólk var slegið yfir því sem myndin
sýndi — það eru eðlileg viðbrögð og
væntanlega til góðs. Hjálparstarf
Rauða krossins fær aukinn byr hér
heima og matvæli og læknishjálp
nær til fleiri. En það er ástæða til að
skoða atburðina betur og fara i
saumana á fréttamyndinni — við
ættum að velta því fyrir okkur hvers
vegna þetta hryllilega ástand hefur
skapast og hvernig John Pilger reynir
að afvegaleiða okkur. Ég tel að
myndinni sé m.a. ætlað að réttlæta
hernám Vietnam á Kampútseu. Talað
er um víetnamska herinn sem frelsara
og sagt er að Vietnam sé svo til eitt
um að hjálpa bágstöddu fólkinu.
Gott — ef satt væri.
Nægur vitnisburður er til um það
að fólk í Kampútseu s\alt ekki fyrir
innrásina — nægur matur var til og
ræktun orðin geysimikil. Stórkostlegt
átak í húsnæðismálum var i fullum
gangi (m.a. má marka það af vitnis-
burði bandarískra blaðamanna sem
sluppu frá landinu tveimur dögum
fyrir innrás Víetnam), heilbrigðis-
þjónusta var í uppbyggingu o.fl. o.fl.
sem til framfara horfði Allt þetta var
eyðilagt við innrásina — uppskeran
eyðilögð eða-henni rænt. Aflciðingin
eðlilcga sultur og hungurdauði. Talið
er að um hálf milljón Kampútseu-
manna hafi nú þegar fallið í valinn
vegna hungurs og önnur hálf milljón
hafi fallið í hernaðarátökum.
Áróður víetnamskra stjórnvalda og
stuðningsmanna þeirra gengur út á
það að koma sökinni á aðra en gera
hernámið að frelsun og hjálparstarfi.
Mynd John Pilger er liður í þessu.
Rangfærslur
John Pilger
Hér verður gerð tilraun til að drepa
á örfá atriði sem rangfærð eru (þ.e.
fyrir utan ásakanirnar á hendur
hjálparstofnunum og orsök hungurs-
ins).
— „En ógnanirnar hófust aftur
svo til samstundis. íbúar Phnom
Penh, tvær og hálf milljón talsins,
voru fluttir nauðugir brott á næstu
klukkustundum. Veikir og særðir
voru dregnir úr sjúkrahúsunum,
deyjandi börn borin í plastpokum en
öldnum og örkumla hrint út fyrir
vegbrúnina. Fólkið var rekið út úr
borginni, út á landsbyggðina sem
fæstir borgarbúar höfðu augum
litið. . . ”
Athugasemdir: íbúar Phnom Penh
voru tæplega 6(X),000 (403,500 1962).
Borgin var tæmd á lOdögum að sögn
m.a. Ponchaud (höfundur bókar-
innar — Kambódia árið núll — ).
Franska Calmett-sjúkrahúsið
starfaði áfram. Flestir þeirra tæplega
þriggja milljóna sem yfirgáfu borgina
Kjallarinn
voru flóttamenn undan sprengju-
regni Bandarikjanna — þeir voru
sveitamenn á leið heim (sjá t.d. bók
Ponchaud) en ekki borgarbúar sem
ekki höfðu litiö sveitirnar augum.
— „Hinir nýju stjórnendur
Kambódíu kölluðu árið I975 árið
núll. Byrjun tímabils þar sem engar
fjölskyldur ættu að vera til. . . .
engir skólar. . . engin lyf, engir
spítalar, engar bækur, engin
menntun, engir . frídagar, engin
hljómlist, engir söngvar. . . aðeins
vinna og dauði.”
Athugasemdir: Engin þekkt yfir-
lýsing er til frá Pol Potstjórninni um
árið núll. Þetta er hins vegar titillinn
á áðurnefndri bók Ponchaud. Um
fjölskyldur er einnig hægt að lesa i
bók Ponchaud, einnig eru til frá-
sagnir ýmissa manna sem heimsóttu
landið á tímabili Pol Potstjórnar-
innar. Þar sem er rætt sérstaklega um
fjölskylduna og sess hennar. Skólar
voru til, það er sannað af kvikmynd-
um, Ijósmyndum og frásögnum
fjölda manna. Sviinn Jan Myrdal tók
með sér nokkrar skólabækur sem
stjórnin lét prenta fyrir skólabörn.
Lyf voru framleidd og einnig flutt
inn, m.a. frá Bandaríkjunum.
Hljómlist og söngur var ástundaður,
m.a. fóru söng- og dansflokkar viða
um Evrópu. Og á Stokkhólmsráð-
stefnunni 17.—18. nóv. '79 kom
fram slíkur flokkur frá Kampútseu.
Sögur um lík
í vatnsbólum
— ,,Þetta er Phnom Penh, sem eitt
sinn var iðandi af lifi. . . stærri en
Amsterdam. I fjögur ár hefur hún
staðið þögul og yfirgefin eins og eftir
kjarnorkustríð....”
Athugasemdir: Phnom Penh hafði
Hverjir jöfnuðu
þorpið viðjörðu?
„Þetta er förufólkið í Kambódíu,
•sem veslast upp á vegunum, soltið,
sjúkt, heimilislaust, en reynir að
finna sér hæli í þorpunum sem
Rauðu Khmerarnir hafa mörg hver
jafnað við jörðu. . . .”
Athugasemd: Flestir eru sammála
um það að þær rústir sem finna má í
Kampútseu eru verk bandarískra
flugmanna. Flóttamenn hafa ekki
sagt sögur um að þorp væru jöfnuð
við jörðu. Bandaríski blaðamaðurinn
R. Dudman, sem ferðaðist í
Kampútseu rétt fyrir innrás Víetnam,
sagðist hafa orðið vitni að einu mesta
húsbyggingarstarfi sem sögur færu af
í nokkru landi.
— „Svo virðist sem Pol Pot telji að
hann sé einkaerfingi að keisara-
dæminu Ankor Wat, en keisarar þess
ríktu i þessum hofuni og höllum á 10.
öld. Kommúnismi er sárasjaldan
nefndur á nafn í hugmyndafræði
Rauðu Khmeranna. Þess í stað orðið
Ankor, eða skipulagið sem krafðist
þrælahalds í landbúnaðarþjóðfélagi
þar sem hvorki væru borgir eða
vélar. . . ”
Athugasemd: Pilger hefur greini-
lega frjótt ímyndunarafl. Svo virðist
sem hann hafi ekki fylgst ýkja vel
með — m.a. er það þekkt að
Kommúnistaflokkur Kampútseu
gekk undir nafninu Ankalou eða
Ankar (hreyfingin — eða samtökin).
Enginn hefur minnst á þrælahald —
en bandarisku blaðamennirnir
Dudman og Becker höfðu orð á þvi
að þau sæju enga vopnaða verði yfir
fólkinu á ökrunum. Borgir og vélar
voru til. M.a. kornu fjölmargir
traktorar frá Júgóslaviu, þreski-
vélar voru framleiddar í landinu
sjálfu, skipasmíðar voru í Kompong
Som og erlendir gestir (Dudman,
Becker) heimsóttu verksmiðjur.
íslenskir sjónvarpsáhorfendur eiga
rétt á að vita um þá galla sem eru á
frásögn breska fréttamannsins. Það
hlýtur að teljast furðulegt að ekki
skuli hafa verið umræðuþáttur á eftir
sýningu myndarinnar þar sem tals-
menn hjálparstofnana og þeir aðilar
sem hafa fram að færa rökstuddar
athugasemdir við myndina fengju að
koma fram. Olt hefur umræðuþáttur
og læraskjálfti orðið af minna tilelni
í sjónvarpshúsinu. Og í beinu fram-
haldi af þeirri betrumbót sjón-
varpsins sem hér er farið fram á væri
eðlilegt að það tæki til sýningar þær
myndir sem til eru um ástandið i
Kampútseu fyrir innrás Vietnama.
A „Ég tel að myndinni sé meðal annars
ætlað að réttlæta hernám Víetnam á
Kampútseu.”
tæplega 600.000 íbúa fyrir 1970.
Amsterdam hefur 900.000 ibúa. Á
þeim fjórum árum sem liðu fram að
innrás Vietnam voru um 200.000
ibúar komnir til Phnom Penh.
— „Vatnsból (í Phnom Penh)
menguð af rotnandi líkum ótölulegs
fjölda kvenna, karla og barna sem
pynduð voru til bana.”
Athugasemd: Fjöldi erlendra
manna heimsótti Phnom Penh og þar
bjuggu einnig erlendir sendiherrar og
starfslið. Þessar sögur um lík í vatns-
bólum hafa aðeins komið til eftir
innrás Vietnama.
— „Og hér er eitt grátbroslegasta
dæmið þessa alls. Rauðu Khmerarnir
bönnuðu alla peninga, en þó höfðu
þeir prentað milljónir af þessum
glænýju seðlum. Og stuttu áður en
Víetnamarnir óku inn í borgina á
siðasta ári sprengdu Rauðu Khmer-
arnir upp Þjóðbankann. . . ."
Athugasemd: Þjóðarbankinn var
sprengdur upp 19. apríl 1975. Að
sögn Víetnama voru það Rauðu
Khmerarnir sem það gerðu, en Pol
Potstjórnin segir að það hafi verið
leifarnar af sveitum Lon Nol sem
gerðu það sem skemmdarverk. Þarna
erú nokkuð mörg ár á milli þess sem
breski fréttamaðurinn segir og þess
sem raunverulega gerðist. Þetta atriði
vekur upp -purningar um þckkingu
hanv á gangi mála ylirleitt.
Hingað til hefur sjónvarpið neitað
því.Til er sænsk.dönsk.júgóslavnesk
og kanadisk mynd og geta þær sagt
okkur meira en sú einhliða mynd af
atburðum og ástandi sem hingað til
hefur komið á skjáinn. Einnig er til
mynd, gerð af Jan Myrdal i
september sl., sem lýsir ástandinu á
svæðum þeim sem Pol Potstjórnin
ræður.
Meginatriði
málsins í dag
Hörmungar Kampútsana eru geysi-
legar. Tvö meginverkefni blasa við
okkur íslendingum sem öðrum
þjóðum sem eiga möguleika á að láta
eitthvað af hendi rakna og tjá sig um
málin. Við verðum að standa vel við
bakið á þeim aðilum sem skipuleggja
hjálparstarf — og við verðum að láta
hátt í okkur heyrast og krefjast þess
að allri erlendri ihlutun verði hætt i
landinu og að réttur þjóðarinnar til
að ráða sinum málum sjálf sé virtur
til hins ýtrasta.
Öflugt hjálparstarf slrax.
Víetnamska herinn burt.
Frjálsar kosningar undir
eftirliti Sameinuðu þjóðanna.
Hjálmtýr Heiðdal
teiknari.