Dagblaðið - 10.12.1979, Page 18

Dagblaðið - 10.12.1979, Page 18
18 I Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir 8 VALSSIGUR í JÖFNUM LEIK — Valur vann Hauka 16-15 í í. deild kvenna Valur og Haukar lciddu saman hesta sína i 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik kvenna i Laugardalshöli á laugardaginn. Valur sigraöi í jöfnum og skemmtilegum leik 16—15. Var þetta einn sá bezti leikur sem ég hef séö i 1. deild kvenna i vetur. Staöan i hálf- leik var jöfn, 9—9. Á fyrstu sekúndum leiksins fengu Valsstelpurnar víti, Erna Lúðvíksdóttir gerði sig klára til að skjóta, en henni mistókst í þetta skipti. Björg Guð- mundsdóttir skoraði 1—0 fyrir Val. Valsstelpurnar voru yfirleitt einu eða tveimur mörkum yfir. Sigrún Berg- mundsdóttir skoraði tvö falleg mörk af línu eftir sendingar frá Björgu Guð- mundsdóttur. Þá var staðan orðin 6—3 fyrir Val. Þegar átta minútur voru eftir af hálfleiknum fengu Haukar víti. Mar- grét Theódórsdóttir tók vítið. Boltinn skoppaði milli þverslár og gólfsins. íþróttir Áhorfendur héldu að þetta væri nú ekki mark. Dómari leiksins flautaði og benti á miðju — það var mark öllum til mikillar undrunar. Staðan var þá 7—6 fyrir Vaí. Þá fengu Valsstúlkur sitt þriðja víti í leiknum. Björg Guðmunds- dóttir — skoraði örugglega, 8—6. Mínútu síðar fengu Haukar líka sitt þriðja víti í leiknum. Margrét Theódórsdóttir vítaskytta Hauka skaut og skoraði, 8—7. Hanna Rúna skoraði 9—8 fyrir Val. Síðan skoraði Margrét Theódórsdóttir tvö síðustu mörk hálf- leiksins — annað úr víti — og jafnaði fyrir Hauka, 9—9. Bæði liðin mættu ákveðin til leiks í seinni hálfleik. Valsstelpurnar skoruðu þrjú fyrstu mörkin og komust í 12—9. Haukum tókst að jafna í 12—12 eftir að Valur hafði verið einum færri.Eftir þetta skildu aðeins eitt og tvö mörk liðin að — þó voru Valsstúkurnar alltaf yfir. Þegar fjörutíu sekúndur voru til leiksloka voru Haukar með boltann. Kolbrún Jónsdóttir missti hann. Þar með var draumurinn búinn, en það er aldrei að vita hvernig leikurinn hefðt endað ef þetta óhapp hefði ekki komið fyrir. Leikurinn endaði eins og fyrr segir 16—15 fyrir Val. Mörk Vals: Björg 7/3, Harpa, Ágústa Dúa, Sigrún og Erna 2 hver, Hanna Rúna I. Mörk Hauka: Margrét Theódórs- dóttir 10/8, Halldóra og Sjöfn 2 hvor og Björg 1. - HJ Björn Björnsson stekkur hér upp fyrir utan punktalinu og skorar eitt fjögurra marka sinna i 38—16 sigri Vals yfir ensku meisturunum Brentwood á laugardag. DB-mynd Hörður. 22ja marka sigur Islandsmeistara Valur - Haukar 16-15 (9-9) Islandsmótið i Beztu leikmenn Hsukum, 7, Jöhenne 1. deHd kvenna i Lsugardaishöi laugardaglnn 8. dasambar. einkunn 10) Björg Guðmundsdóttir, Val, 8, Margrót Theódórsdóttir, Péladóttlr, VaL 7, Slgrún Bargmundadóttk, Val, 8, Kottxún Jónadóttlr, Valur Jóhanna Pélsdóttk, Ema Lúóvfkedóttir, Hanna Rúna Jóhannadóttk, Eln Kriatins- dóttk, Slgrún Bargmundadóttk, Agúata Dúa Jónadóttk, Guðbjörg Einarsdóttk, BJðrg Guð- mundsdóttk, ólafla Guðmundadóttk, Harpa Guðmundadóttk, Karan Guönadóttk. Haukar Sóley Indriðadóttk, Margrét Thaódórsdóttk, Kottwún Jónadóttk, Saaaaga Frið- þjófsdóttk, Sjðfn Haukadóttk, Halga Hauksdóttk, HafdU Stafénadóttk, Guðrún Aðalstains- dóttk, Hattdóra Mathlaaan. Hulda Hauksdóttk, BJðrg Jónatanadóttk, SvanhHdur Guðlaugs- dóttk. Dómarar Magnús Amarsson og Jón Magnússon. —Valur sigraði ensku meistarana í handknattleik 38-16 íEvrópuleiknum á laugardag „Það er erfitt að ná upp slcmmningu gegn slíku liöi,” sagöi Bergur Guöna- son, formaöur Vals, i leikhléinu á Evrópuleik Vals og ensku meistaranna Brentwood i Laugardalshöll á laugar- dag. Fyrri hálfleikurinn var ákaflega dapur — Englendingarnir kunna sára- lítið fyrir sér i handknattleik, og Vals- menn fóru næstum niöur á sama plan. Hresstust þó undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik 16—10. í síöari hálf- íeprobtoT) (^epro^ux^ C^eproóu^) Utskomar kistur úr eik — tvær stærðir — tveir iitir Útskomir bekkir úreik — tværstærðir — tveir litir Póstsendum SNJEFELL SF LANGHOLTSVEG1111. SÍMI30300. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN drekavogsmegin leiknum tóku íslandsmeistararnir öll völd. Mörkin hrönnuðust upp — Vals- menn skoruöu 22 mörk gegn sex í hálf- leiknum svo lokatölur urðu 38—16. Mikill sigur og í fyrri leiknum í I.undúnum sigraði Valur 32—19. Sam- tals þvi i báðum leikjunum 70—35 — 35 marka munur á liðunum. Það er furðulegt í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Brentwood komst i 2. umferðina, þegar færeyska liðiö Kynd- ill var dæmt frá keppni eins og rakið var hér í DB á sínum tíma. Valsmenn skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum á laugardaginn — það fyrsta eftir aðeins 15 sekúndur — og um 400 áhorfendur bjuggust við al- gjörri einstefnu. Ensku^ leikmennirnir ákaflega slakir. En það merkilega skeði að Brentwood skoraði næstu tvö mörk, 4—2, og hélt lengi vel í Val, 6—4, 7—5, 8—6 og 9—7. En þá tóku Valsmenn loksins á sig rögg og sigldu endanlega fram úr. Brentwood skoraði þó 10 mörk í hálfleiknum en fyrir leikinn ætluðu Valsmenn ekki að fá á sig nema 10 mörk. Hins vegar var markvarzla Brynjars Kvaran alveg í molum í fyrri hálfleiknum. Fékk á sig mörk, sem auðvelt hefði átt að vera að komast hjá. Brynjar meiddist á auga í leiknum við Hauka sl. miðvikudag og háði það honum greinilega mjög. Hann lék þó allan leikinn. í síðari hálfleiknum var um algjöra einstefnu að ræða og langtímum saman skoruðu þeir ensku ekki mark. Um miðjan hálfleikinn var staðan 27—14 og úthald ensku leikmannanna alveg þrotið. Valur skoraði ellefu mörk gegn tveimur síðustu 15 mínúturnar. Þetta var greinilega skemmtiferð hjá leik- mönnum Brentwood. Þeir vissu fyrir- fram að þeir áttu enga möguleika i Valsmenn og voru því sigursælli á skemmtistöðum Reykjavíkur á föstu- dagskvöldið. • Um leikinn er lítið að segja. Vals- menn unnu með 22ja marka mun án þess að sýna nokkuð sérstakt. Fyrri hálfieikurinn með þvi lakasta, sem Valur hefur sýnt á keppnistimabilinu. En það kom ekki að sök — mótstaðan lítil sem engin. Englendingar nánast byrjendur í iþróttinni. Markverðirnir Terry Delaney í fyrri hálfleik og Tom Smith í þeim síðari beztu menn liösins. Júgóslavinn Goran Gaziwoda, sem er þjálfari liðsins og leikmaður, mun slakari en búast hefði mátt við af fyrr- verandi júgóslavneskum landsliðs- manni.Greinilega í lítilli æfingu þósvo hannskoraðiflest mörkin. Valsliðið var jafnt i leiknum — enginn sérstakur skar sig úr og allir leikmenn liðsins skoruðu mörk nema Brynjar markvörður. Mörk Vals: Steindór Gunnarsson 9/1, Stefán Halldórsson 6/3, Þorbjörn Guðmundsson 5/1, Björn Björnsson 4, Bjarni Guðmundsson 4, Þorbjörn Jensson 4, Gunnar Lúðviksson 2/1, Hörður Hilmarsson 2, Jón H. Karlsson 1 og Stefán Gunnarsson 1. Valur fékk sjö vítaköst í leiknum. Nýtti sex. Delaney varði hið fyrsta frá Þorbirni Guðmundssyni. Þremur Valsmönnum var vikið af velli — Stefáni Gunnars- syni, Þorbirni Jenssyni og Bjarna. Mörk Brentwood: Gaziwoda 5, Gary Beechener 3, Danny Sweeney 3/2, Larry Beard 2, Mike Hegarty 1, Paul Rolls 1 og Tony Davis 1. Brentwood fékk tvö víti. Skoraði úr báðum. Tveimur leikmönnum var vikið af velli. Beechener og Rolls.________- hsim. Mflanó-liðin halda ennþá forystu sinni Milanó-liðið Inter og AC halda ennþá forystu sinni i ítölsku 1. deildar- keppninni og unnu bæði sigur um helgina. Inter lagði Perugia að velli 3— 2 á heimavelli sinum en AC Milanó vann Boiogna 1—0 á útivelli. Úrslitin í 1. deildinni urðu annars sem hér segir: Ascoli — Avellino 0—0 Bologna — AC Milanó 0—1 Cagliari — Fiorentina 2—1 Cantanzaro — Pescara 1—1 Inter — Perugia 3—2 Juventus—Roma 2—0 Lazio — Udinese 0—0 Napóli — Tórínó 1—0 Staða efstu liðanna er nú sem hér segir: Inter Milanó 12 7 5 0 18—6 19 ACMUano 12 6 4 1 11—4 16 Cagliari 12 4 7 1 9—6 15 Juventus 12 6 2 4 13—11 14 Tórínó 12 4 5 3 9—6 13 Avellino 12 3 7 2 6—5 13 Það voru skoruð 14 mörk i 1. deild- inni að þessu sinni og þykir það óvenju mikið. Hins vegar vekur athygli að liðið sem er i 6. sæti, Avellino, hefur aðeins skorað 6 mörk i 12 leikjum. Undarleg knattspyman á ftalíu!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.