Dagblaðið - 10.12.1979, Side 20

Dagblaðið - 10.12.1979, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir EVRÓPUDRAUMUR VÍK- INGA VARD AÐ MARTRÖD — Sænska liðið Heim sigraði Víking aftur í Laugardalshöll í gærkvöld, 22-19 Vikin|>ar fóru illa art ráói sínu í gær- kvöldi í Evrópulciknum gegn Heim í Laugardalshöll. Léku einn sinn alslak- asta leik á keppnistimabilinu — héldu ekki höfði og hátt á þriðja þúsund áhorfendur urðu fyrir miklum von- brigðum með úrslit lciksins. Heim sigraði örugglega, 22—19, og sigraði Viking því í báðum leikjunum i Evrópukeppni bikarhafa. Samtals 45— 38. Yfirburðasigur og það fór aldrei milli mála i gær hvort liðið var sterkara i leiknum. Allur leikur sænska liðsins var miklu yfirvegaðri og í markinu stóð snillingurinn Claes Hellgren. Varði hreint frábærlega. Víkingar byrjuðu svo sem nógu vel — náðu fljótl þriggja marka forskoti og voru reyndar óheppnir að komast ekki meir yfir. Tvö slangarskot. En síðan seig á ógæfuhlið. Villurnar hrönnuðust upp — dauða- færi misnotuð, enda varla við mann að eiga þar sem Heilgren var. í heild einn alslakasti leikur, sem Vikingsliðið hcfur sýnt hér heima lengi. Sí/t skárri en lcikurinn í Gautaborg 2. desember, þcgar Heim sigraði með fjögurra marka mun, 23—19. Það var eiginlega l'urðulegl hvað allur leikur Víkingsliðsins hrundi eflir hina góðu byrjun. Leikmenn Heim voru lengi að ná sér á skrið en þegar að þvi kom hafði maður alllaf á tilfinning- unni að liðið mundi sigra í leiknum. L.iðið hefur mjög leikreyndum leik- mönnum á að skipa. Fjórir leikmenn liðsins yfir þrilugt og nokkrir aðeins yngri. Þeir nýtlu vel leikreynslu sína — léku mjög yfirvegað með óvæntum fléttum. Mörg skot leikmanna mjög óvænt. Hraði mikill og sóknarleikurinn beittur. Markvarzlan í algjörum sér- flokki — sjaldan eða aldrei hefur snjallari markvörður leikið hér í Laugardalshöllinni. Mjög verðskuld- aður sigur sænska liðsins — en að sama skapi vonbrigði með hinn slaka lcik Vikings. Liðið getur miklu meira en það sýndi i gær. Varnarleikurinn i molum mest allan leikinn. Markvarzlan allgóð — cn sóknarnýting slæm. Fjöl- mörg dauðafæri misnotuð. Góð byrjun Þó byrjaði Víkingur svo skinandi vel í leiknum. Sigurður Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu tvö fyrstu mörkin. Hans Andreasson minnkaði ntuninn i 2—1 og Árni Indriðason svaraði fyrir Víking. Erlendur Dæmigert atvik frá Evrópuleiknum I gærkvöld. Páll Björgvinsson einn i hraðaupp hlaupi — aðeins Claes Hellgren eftir en fyrir Heim og rétt áður hafði Hellgren variö vitakast Sigurðar Gunnarssonar og svo af linu frá Steinari Birgissyni. snillingurinn sænski varði. Staðan 16—15 DB-mynd Bjarnleifur. Hermannsson var tvivegis óheppinn. Átti stangarskot. Kristján Sigmunds- son varði vítakast og Sigurður Gunnarsson skoraði hinu megin. 4—I eftir átta mínútur. Sannkölluð óska- byrjun og áhorfendur voru heldur betur með á nótunum. Það var ekki fyrr en tæpar 10 minútur voru af leikn- um að Heim skoraði sitt annað mark. Ólafur Jónsson náði aftur þriggja marka forustu fyrir Víking, 5—2. Heim skoraði og Páll svaraði. 6—3 eftir aðeins 12 piín. Mikill hraði og Víkingsliðið lék vel. En síðan fór ýmislegt að ske — barnalegar villur. Heim jafnaði i 6—6 og þó varði Kristján aftur víti. Siðan komu aftur smáviðbrögð hjá Víking — raunverulega þeirra síðustu í leiknum. Staðan 8—6 fyrir Víking eftir 18 min. Sagt eftir Evrópuleik Heim og Víkings: BETRA LIÐID SIGRAÐI - ÞAÐ FÓR EKKIMILU MÁLA —sagði Bogdan Kowalczyk Víkingsþjálf ari „Betra liðið sigraði — það fer ekki á milli mála. Claes Hellgren varði mjög vel. Hann er hálft liðið — en skyttur Víkings gerðu honum lika léttara fyrir. Þeir horfðu ekki á hann og urðu á sömu villur og í Gauta- borg. Þegar Víkingsliðið var komið i 6—3 var eins og lcikmenn liðsins ætluðu að vinna strax upp forskotið, sem Svíar höfðu frá fyrri leiknum. Vikingsliðið er ágætt en það getur leikið miklu betur. Það er eins og leikmenn liðsins viti ekki hvað þeir eiga að gera, þegar mótstaðan verður meiri. Það eru mér mikil vonbrigði að Vikings-liðið skyldi ekki ná sínum bezta leik, þegar svona mikið var i húfi — að þeir skyldu ekki sýna hinum mikla fjölda áhorfenda sínar beztu hliðar,” sagði Bogdan Kowal- czyk, þjálfari Vikings, eftir Evrópu- leik Heim og Vikings í I.augardals- höll í gærkvöld. ,,Ég er ánægður með úrslitin og mína menn. Þeir voru betri i leiknum og unnu verðskuldað. Það var mikill hraði í leiknum og oft góður hand- knattleikur. Ég vona að Heim lendi á móti spánska liðinu Alicante í þriðju umferð. Nú ef við fáum það ekki þá er vist hollenzkt lið eftir og einnig gæti verið ágætt að lenda á móti vestur-þýzku liðunum Gummersbach eða Dankersen. Það eru góðir leikmenn í Vikings- liðinu — nr. 10 og 4 voru beztir, Þor- bergur Aðalsteinsson og Ólafur Jóns- son. Nr. 6, Sigurður Gunnarsson, er einnig góður leikmaður,” sagði þjálfari Heim, Stig Johansson, eftir leikinn. „Þetta var katastrofa hreint út sagt. Versti lcikur Vikings í haust — leik- menn hættu að hugsa i siðari hálf- leiknum. Þá fórum við illa að ráði okkar í fyrri hálfleiknum. Áttum hik- laust að vera þremur fjórum mörkum yfir,” sagði Árni Indriðason, varnar- maðurinn sterki i Vikingsliðinu. „Það er lítið hægt að segja eftir þennan leik og ég hef enga eina skýringu á því hvað fór úrskeiðis. Þetta er með lélegustu leikjum, sem við höfum leikið. Vörnin vann ekki saman — allir að puða i sitt hvoru lagi. Úrslitin eru geysileg vonbrigði eftir alla þá vinnu, sem liggur að baki,” sagði Páll Björgvinsson, fyrir- liði Víkings, eftir Evrópuleikinn. „Þetta var síður en svo betra en í Gautaborg fyrra sunnudag og það er ósköp lítið hægt að segja um þetta. Það var þó ánægjulegt að sjá þann mikla fjölda áhorfenda, sem var í Laugardalshöllinni,” sagði Eysteinn Helgason, formaður handknattleiks- deildar Víkings, eftir leikinn. En leikmenn liðsins héldu ekki haus — taugaspennan setti þá út af laginu. Heim jafnaði i 8—8 og Hellgren varði víti frá Páli. Þá jafnt 9—9 og 10—10 en á 26. min. komust Sviarnir i fyrsta skipti yfir í leikpum. Sigurður jafnaði í II —11 — en þrjú dauðafæri voru misnotuð. Fyrst Þorbergur, síðan Magnús Guðmundsson og loks Ólafur. Alltaf varði Hellgren. Staðan í hálfleik 11—11. Slakur síðari hálfleikur í lok fyrri hálfieiksins var Thomas Augustsson vísað af leikvelli í tvær mínútur — reyndar þrisvar i leiknum. En þó Víkingar væru einum fleiri til að byrja með fylgdi versti leikkafli þeirra. Svíar skoruðu fjögur fyrstu mörkin i hálfleiknum — en Jens Einarssyni, markverði, var vikið af velli fyrir að stöðva sóknarmann Svia. Nokkuð furðulegur dómur. Jens stóð alveg kyrr og lét Sviann hlaupa beint á sig — en yfirleitt höfðu þýzku dómararnir Reichel og Tetens góð tök á leiknum. Ekki þó alltaf að skapi áhorfenda. Heim komst í 15—11 og þá var greinilegt að Evrópudraumi Vikinga var lokið. Að vísu tókst þeim að minnka muninn i eitt mark, 16—15 fyrir Heim eftir 42 min. Þrisvar fengu Víkingar tækifæri til að jafna. Fyrst varði Hellgren víti frá Sigurði — Steinar náði knettinum og aftur varði Hellgren skot Steinars frá línu. Þá komst Páll einn upp i hraðaupphlaupi. Átti aðeins við Hellgren en sænski undramaðurinn varði. Hann hefur verið Víkingum erfiður — sýnt stórleiki i báðum Evrópuleikjunum. Fleiri tækifæri fengu Víkingar ekki til að jafna. Heim skoraði næstu fjögur mörk. Komst i 20—15 á 49.mín. Úrslit ráðin — öruggur sigur Heim. Vikingar HALLUR SIMONARSON. minnkuðu muninn í tvö mörk 21 —19, en Rolf Brunström skoraði síðasta mark leiksins fyrir Heim. Mikil vonbrigði — leikur mikilla mistaka hjá Víkingi. Flestir leikmenn liðsins léku langt undir getu. Helzt að Þorbergur og Sigurður sýndu eitthvað. Þó meiddist Sigurður á fæti snemma í leiknum og háði það honum. Þá var Jens þokkalegur í markinu — Kristján gerði sér lítið fyrir og varði tvívegis víti. Áhorfendur, 2427 greiddu inn- gangseyri svo þeir hafa verið um 2700, létu vel i sér heyra til að byrja með. En síðan deyfði slakur leikur Vikings þá. Á það bættist líka nær algjört lánleysi. Mörk Víkings skoruðu: Sigurður 5/1, Páll, 4, Þorbergur 4, Steinar 3, Ólafur 2 og Árni 1. Mörk Heim: Roger Helgesen, 5, Hans Andreasson 4/3, Thomas Augustsson 3, Roman Marciniak 2, lngemar Andersson 2, Rolf Brunström 2, Gunnar Söderberg 2, Curt Magnusson I og Jan Frankfelt 1. Víkingar fengu þrjú vítaköst. Aðeins eitt nýtt. Hellgren varði frá Páli og Sigurði. Heim fékk 5 vítaköst — Kristján varði tvívegis. Tveimur Víkingum var vikið af velli, Jens og Steinari tvívegis. Eins og áður segir var Augustsson þrívegis vikið af velli eða í sex mínútur. Brunström í 2 mínútur. -hsím.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.