Dagblaðið - 10.12.1979, Side 24
24
I
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
I
Grimes lét verja vítaspymu og
United missti af efsta sætinu!
— Liverpool á toppinn eftir góðan sigur á Aston Villa á Villa Park. Martröðin hjá Forest heldur áf ram
„Aðeins topplið hefði unnið Aston
Villa eins og liðið lék i dag," sögðu
fréttamenn BBC á laugardag eftir að
rauði herinn hans Bob Paisley hafði
unnið sannfærandi sigur gegn Aston
Villa á Villa Park i Birmingham. Villa
hafði ekki tapað í siðustu 11 leikjum
sínuni ii ’ í fyrri hálfleiknum héldu hinir
ungu leir.menn liðsins í við hina leik-
reyndu landsliðskappa Liverpool.
Ray Kennedy hefur verið mjög á
skotskónum það sem af er keppnis-
timabilinu og hann kom Liverpool yfir
á 55. mínútu. Ekki liðu nema tvær
mínútur þar til Aston Villa hafði
jafnað metin. Brian Little var þar að
verki. En þá var eins og Liverpool-vélin
færi loks í gang Hraðinn var keyrður
upp og leikmenn Villa voru oft á tíðum
eins og statistar á vellinum. Alan
Hansen skoraði annað markið á 60.
mínútu — hans annað mark i þremur
leikjum — og á 75. mínútu setti Terry
McDermott punktinn yfir i-ið með
fallegu marki. Liverpool hafði mikla
yfirburði síðasta hálftímann og virtist
ekkert hafa fyrir sigrinum. ,,Ég skil
ekki af hverju liðið lék ekki þannig allt
frá b.vrjun leiksins,” sagði fréttamaður
BBC einnig. Malcolm Allison, fram-
kvæmdastjóri Manchcster City, sagði á
laugardagsmorgun að Liverpool væri
þegar búið að vinna Englandsmeistara-
titilinn. Deildakeppnin er enn ekki
nema tæplega hálfnuð, en sigurganga
Liverpool er slík nú að erfitt er að gera
sér í hugarlund að nokkurt lið geti
haldið aftur af liðinu. I.iðið hóf
kcppnistímabilið illa — a.m.k. fannst
áhangendum liðsins svo — og hlaut
aðeins 7 stig úr fyrstu 7 leikjunum.
Ekki er úr vegi að líta á stöðu efstu liða
eins og hún var fyrir sjö vikum.
Nottm. For.
Manch. Utd.
Crystal Pal.
Wolves
Liverpool
Norwich,
12 7 3 2 23—12 17
12 7 3 2 18—8 17
12 4 6 2 18—13 14
116 2 3 17—12 14
114 5 2 19—10 13
Southampton, Manch.
City, Coventry og Tottenham voru öll
einnig með 13 stig eftir 12 leiki.
Síðan hafa leiðir skilið. Livcrpool
hefur hlotið 13 stig af síðustu 14 mögu-
legum og skorað 20 mörk gegn aðeins 3
á meðan hin liðin hafa engan veginn
náð sambærilegum árangri. Sýnu verst
er þó hrun Nottingham Forest, sem
aðeins hefur hlotið 3 stig i síðustu 7
leikjum.
Enn eitt tap Forest
Já, og Forest tapaði enn einu sinni á
laugardag. Liðið er nú vart svipur hjá
sjón og sjálfstraust leikmanna virðist
vera gersamlega horfið. Palace hafði
lengst af undirtökin í leiknum á Sel-
hurst Park á laugardag en tókst ekki að
færa sér yfirburði sína úti á vellinum i
nyt upp við markið. Þær fáu skipulegu
sóknarlotur Forest, sem ógnuðu marki
Palace voru allar stöðvaðar af mið-
verðinum Jim Cannon, sem átti stór-
kostlegan leik í vörninni. Þegar aðeins
ein mínúta var til leikhlés tók sverting-
inn snaggaralegi, Vince Hilaire, á rás
upp kantinn, sneri á varnarmenn
Forest og lagði knöttinn síðan fyrir
fætur lan Walsh. Hann spyrnti að
marki og á klaufalcgan hátt missti
Peter Shilton knöttinn inn fyrir mark-
línuna. Shilton hefur verið ólíkur
sjálfum sér undanfarnar vikur. í síðari
hálfleiknum gerðu leikmenn Palace þá
reginskyssu að leggjast í vörnina og
nokkrum sinnum komst mark þeirra í
hættu. John Burridge var þó iðulega
vel á verði en eigi sjaldnar en þrisvar
varð Shilton að taka á öllu sínu til að
forða marki við hinn enda vallarins.
Gary BiitL.virðist sakna Tony Wood-
cock mjög í framlínunni og eitthvað
róttækt þarf að gerast hjá Forest ef
liðið ætlar sér að eiga möguleika á að
endurheimta Evrópubikarinn.
Alan Hansen skoraði fyrsta mark
Liverpool gegn Aston Villa. Hansen er
mikill hæfileikamaður og hefur leikið
fyrir hönd Skotlands í knattspyrnu,
golfi, biaki og squash.
Everton — Brighton 2—0
Ipswich — Manchester C 4—0
Manchester U — Leeds U 1 — 1
Middlesbro — Southampton 0—1
Stoke — WBA 3—2
Wolves — Bolton 3-1
2. deild
Burnley — Watford 1—0
Fulham — Shrewsbury 2—1
Leicester — Orient 2—2
Luton — Newcastle 1 — 1
Notts County — Birmingham 1 — 1
Oldham — Chelsea 1—0
Preston — Cambridge 2—2
QPR — Wrexham 2—2
Sunderland — Cardiff 2—1
Swansea — Charlton 1—0
West Ham — Bristol R 2—1
3. deild Blackburn — Oxford 2—1
Blackpool — Reading 5—2
Brentford — Hull 7—2
Chesterfield — Millwall 3—2
Grimsby — Mansfield 2—1
Plymouth — Barnsley 2—1
Rotherham — Gillingham 2—1
Sheffield W — Exeter 0—1
Swindon — Bury 8-0
Wimbledon — Sheffield U I —1
Colchester — Carlisle 1 — 1
Southend — Cehstér 4—1
4. deild
Aldershot — York 2-2
Crewe — Bournemouth 0—0
Darlington — Tranmere 3-1
Halifax — Lincoln 1—0
Hartlepool — Newport 0—0
Hereford — Bradford City 0-2
Northampton — Scunthorpe 0-0
Peterborough — Portsmouth 0—0
Torquay — Huddersfield 3—1
Walsall — Wigan 1 — 1
Port Vale — Stockport 1—2
Rochdale — Doncaster frestað
Áður en við höldum lengra er rétt að
fara yfir úrslitin á laugardag.
l.deild
Arsenal — Coventry 3—1
Aston Villa — I iverpool 1-3
Bristol C — Tottenham 1—3
Crystal P — Nottm. Forest 1—0
Derby — Norwich 0-0
Brady breytir öllu
Liam Brady lék að nýju með Arsenal
á laugardag og endurkoma hans virtist
hafa góð áhrif á liðið. Arsenal hafði
allan tímann yfirburði gegn Coventry
og aldrei var nein spurning um hvoru
megin sigurinn lenti. Frank Stapleton
skoraði fyrsta markið á 22. mínútu og
fjórum mín. síðar bætti Alan Sunder-
land öðru marki við. Þótt Ray Gooding
svaraði fyrir Coventry strax í næstu
sókn voru yfirburðir Arsenal augljósir.
Brady lét ekki mikið á sér kræla, en
greinilegt að allur annar blær var á leik
liðsins. í siðari hálfleiknum skoraði
David O’Leary — fyrsta mark þessa
sterka miðvarðar á keppnistímabilinu.
United í vanda
Manchester United, sem vermdi
toppsæti deildarinnar fyrir helgina,
mátti sjá af því til Liverpool, en hefði
átt að hirða bæði stigin gegn Leeds.
Svertinginn ungi, Terry Connor, hjá
Leeds skoraði á 21. mínútu og á 37.
mínútu gerði John Lukic sér lítið fyrir
og varði vítaspyrnu Ashley Grimes. Er
þetta önnur vítaspyrnan sem Lukic ver
á hálfum mánuði. Hann varði einnig
víti gegn Aston Villa fyrir tveimur
ivkum. Leeds-liðið lék á köflum
nokkuð vel en sókn United varð þung í
síðari hálfleiknum og á 55. mínútu
uppskar liðið mark. Micky Thomas
jafnaði þá metin hinum 57.478 áhorf-
endum til mikils léttis. Kevin Moran
hélt stöðu sinni, sem miðvörður, en
Gordon McQueen var á varamanna-
bekknum á laugardag eftir að hafa
leikið með varaliðinu um fyrri helgi.
Manchester United á næst leik gegn
Coventry á útivelli, þá gegn Forest
heima og á annan í jólum leika Liver-
pool og United saman á Anfield.
Erfiðir leikir framundan og nú er bara
að sjá hvort lið Dave Sexton stenzt
álagið.
Þrenna hjó
Gates og Crooks
Miðherjinn ungi, Eric Gates, var svo
sannarlega hetja Ipswich á laugardag er
Malcolm Allison hélt innreið í borgina
með lið sitt, Manhcester City. Gates
skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum og
Mick Mills bætti þriðja markinu við. í
síðari hálfleiknum skoraði Gates svo
þriðja mark sitt og stórsigur Ipswich
var í höfn. Ipswich hefur nú hlotið 6
stig í síðustu 4 leikjum sínum og virðist
heldur vera að taka við sér eftir sann-
kallaða martraðarbyrjun á keppnis-
timabilinu.
Gates var ekki sá eini, sem skoraði
þrennu á laugardag i 1. deildinni.
Svertinginn Garth Crooks hjá Stoke
sökkti West Bromwich Albion með
þremur mörkum í sigri sem gerði þó
ekki betur en að bjarga Stoke af allra
mesta fallsvæðinu. Mörk Albion
skoruðu þeir Cyrille Regis og Peter
Barnes úr vítaspyrnu.
Tvö mörk Hoddle
Glenn Hoddle hjá Tottenham á nú
hvem stórleikinn á fætur öðrum og
hann skoraði tvívegis í auðveldum 3—1
sigri Tottenham á Ashton Gate í
Bristol. Miðvörðurinn Paul Miller
skoraði þriðja markið en eina mark
Bristol City, sem nú hefur tapað
þremur af fjórum síðustu heimaleikj-
um sinum, skoraði Tom Ritchie úr víta-
spyrnu.
Ashley Grimes lét verja frá sér víta-
spyrnu og Manchester United tapaði
við það efsta sæti deiidarinnar til
I.lverpool.
Garth Crooks skoraði þrennu gegn
WBA og færði liði sínu dýrmætan
sigur.
Andy King skoraði fyrir Everton á
15. mínútu og Brian Kidd bætti öðru
marki við á 35. mínútu. Það reyndist
nóg til að vinna sigur á Brighton, sem
hafði hlotið 5 stig úr þremur síðustu
leikjum sínum. Fallið vofir því enn yfir
Brighton, en þó er ekkert lið eins
dauðadæmt og Bolton Wanderers.
Bolton ferðaðist til Wolverhampton
og mátti þola þar enn eitt tapið.
Úlfarnir sigruðu 3—1 og gátu leyft sér
þann munað að brenna af vítaspyrnu,
sem Peter Daniel tók. Andy Gray
skoraði tvívegis og þriðja markið var
sjálfsmark Walsh. Bolton lék þarna
sinn 16. leik í 1. deildinni í röð án
sigurs. Liðið hefur aðeins hlotið eitt
stig á útivelli. Það var gegn Liverpool
þótt ótrúlegt virðist, en síðan hefur
liðið tapað 9 útileikjum í röð.
Southampton vann sinn annan úti-
sigur á þessu keppnistímabili með 1—0
sigri á Middlesbrough á Ayrsome Park.
Boro hafði ekki tapað á heimavelli fyrir
þennan leik, en Steve Williams sá til
þess að breyting varð þar á. Loks er að
geta hrútleiðinlegs leiks Derby og Nor-
wich, sem lauk án marka. Ekki vantaði
hamaganginn á Baseball Ground en
leikurinn var ákaflega litið fyrir augað.
Chelsea tapáði
f 2. deildinni kom það helzt á óvart
að efsta liðið, Chelsea, tapaði óvænt
fyrir Oldham. Það var Simon Stainrod,
sem áður lék með Sheffield United,
m.a. á meðan liðið lék í 1. deild sem
skoraði eina mark liðsins á 10. mínútu.
Ekkert toppliðanna utan West Ham, ef
hægt er þá að tala um „Hammers” sem
eitt toppliðanna, sigraði. Mikið var um
jafntefli í deildinni. Luton og New-
castle skildu jöfn á Kenilworth Road.
David Moss skoraði fyrir Luton í síðari
hálfleiknum, en Billy Rafferty jafnaði.
Leicester, sem eitt allra 92 liðanna i
ensku deildunum, hefur skorað i öllum
deildaleikjum sínum, brá ekki út af
vananum á laugardag á Filbert Street,
en tókst samt ekki að sigra Orient.
Jafntefli varð, 2—2.
QPR átti í hinu mesta basli með
Wrexham og tókst ekki að ná nema
öðru stiginu. Wrexham leiddi tvívegis i
leiknum, en Ray Goddard skoraði tvi-
vegis fyrir QPR og bjargaði andliti liðs-
ins. Steve Lynex kom Birmingham yfir
gegn Notts County en Ray O’Brien
jafnaði fyrir heimaliðið. Bryan ,,pop”
Robson skoraði sigurmark Sunderland
gegn Charlton og á sama tíma unnu
fyrrum félagar hans úr West Ham
nauman sigur á Bristol Rovers. Stewart
Barrowclough skoraði fyrir Rovers
strax eftir 50 sek., en David Cross
koraði tvívegis fyrir West Ham og
tryggði þeim sigurinn. West Ham á nú
tvo auðvelda leiki fyrir höndum og
sigur í þeim báðum gæti komið liðinu i
hóp allra efstu liða deildarinnar. En
West Ham er bara West Ham og þvi
allt eins víst að liðið tapi þeim báðum.
51 mark í 3. deild
Hvorki fleiri né færri en 51 mark var
skorað i leikjum 3. deildarinnar á
laugardag. Ber þar hæst 8—0 sigur
Swindon gegn Bury en Swindon á að
leika gegn Arsenal á þriðjudag í deilda-
bikarnum. Víst er að leikurinn verður
ekki nein skemmtiganga fyrir leikmenn
l. deildarliðsins og Swindon gæti allt
eins tekið upp á því að sigra. Margir
minnast vafalítið enn ársins 1969, en þá
sigraði Swindon Arsenal 3—l á
Wembley í úrslitaleik deildabikarsins.
Hver veit nema sagan endurtaki sig?
Hér að neðan er staðan í 1. og 2.
deild svo og staða efstu liða i 3. og 4.
deild.
I.i deild
Liverpool 18 10 6 2 39- -13 26
Manch. Utd. 19 10 6 3 28- -13 26
Crystal Pal. 19 7 9 3 24- -16 23
Arsenal 19 7 8 4 22- -13 22
Wolves 18 9 4 5 25- -22 22
Tottenham 19 8 5 6 26- -29 21
Nottm. For. 19 8 4 7 28- -24 20
Norwich 19 7 6 6 29- -27 20
Coventry 19 9 2 8 32- -33 20
Southampton 19 8 3 8 32- -28 19
Aston Villa 18 5 9 4 18- -18 19
Middlesbro. 19 7 5 7 16- -16 19
Everton 19 5 8 6 25- -25 18
Leeds Utd. 19 5 8 6 19- -25 18
WBA 19 5 7 7 26- -24 17
Bristol C. 19 5 7 7 18- -22 17
Stoke City 19 6 5 8 25- -30 17
Manch. City 19 7 3 9 18- -29 17
lpswich 19 7 2 10 21- -26 16
Derby Co. 19 6 3 10 19- -25 15
Brighton 18 4 4 10 19- -32 12
Bolton 19 1 8 10 14- -32 10
2 . deild
Newcastle 19 10 6 3 26- -16 26
Luton 19 9 7 3 33- -19 25
Leicester 19 9 7 3 35- -24 25
Chelsea 19 12 1 6 31- -21 25
QPR 19 10 4 5 37- -19 24
Birmingham 19 9 5 5 25- -20 23
West Ham 19 10 2 7 22- -18 22
Sunderland 19 9 3 7 28- -23 21
Wrexham 19 9 2 8 22- -23 20
Swansea 19 8 4 7 22- -23 20
Notts County 19 7 5 7 28- -24 19
Preston 19 4 11 4 24- -23 19
Orient 19 5 8 6 24- -30 18
Cardiff 19 7 4 8 19- -25 18
Oldham 19 5 6 8 18- -21 16
Cambridge 19 4 7 8 22- -27 15
Watford 19 5 5 9 15- -22 15
Fulham 19 6 3 10 23- -34 15
Charlton 19 4 6 9 19- -34 14
Shrewsbury 19 5 3 11 22- -28 13
Bristol Rov. 19 4 5 10 25- -33 13
Bprnley 19 2 8 9 21- -34 12
3. deild
Sheffield U. 22 13 2 7 41- -29 28
Colchester 22 11 6 5 33- -26 28
Swindon 21 11 4 6 37- -23 ,26
Brentford 21 11 4 6 38- -28 26
Millwall 22 10 6 6 34- -28 26
Grimsby 22 11 3 8 26- -25 25
Rotherham 22 11 2 9 37- -33 24
Sheffield W. 22 8 8 6 32- -29 24
4. deild
Portsmouth 22 15 2 5 53- -27 32
Walsall 22 11 9 2 36- -22 31
Huddersfield 22 13 4 5 49- -24 30
Bradford C. 22 13 4 5 41- -24 30
Newport 22 13 3 6 46- -27 29
Torquay 22 10 8 4 43- -28 28
- SSv.