Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 25

Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. I Iþróttir Iþróttir 25 Iþróttir Iþróttir I) Hjálmfríöur Jóhannesdóttir hefur hér sloppið framhjá þeim Sigrúnu Blomsterberg og Guöríöi Guðjónsdóttur i Framvöm- inni. Ekki tókst henni að skora i þetta skiptið og Fram vann öruggan sigur i leiknum. DB-mynd Hörður. Haukur Ottesen þjátfari KR rekinn af bekknum! er Fram sigraði KR í 1. deild kvenna 16-9 „Stelpur, Gunnlaugi er enn hlýtt um hjartarætur til Fram.” Eitthvað á þá leið mælti Haukur Ottesen, þjálfari KR i meistaraflokki kvenna í handknatt- leik. Honum var vikið af bekknum upp í áhorfendastúku fyrir þessi ummæli, er lið hans lék við Fram í Laugardals- höll á laugardaginn var. Framstúlkurnar og stúlkurnar úr vesturbænum kepptu um efsta sætið í 1. deild kvenna. Mikil harka var í leikn- um — dálítið um kýlingar. Svo fór að Fram sigraði í þessum leik. Skoruðu 16 Gummersbach í 8-liða úrslit V-þýzka stórliöiö Gummersbach, sem reyndar er ekki nema miðlungslið í v-þýzku deildakeppninni, komst áfram 8-liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik með 25—17 sigri yfir norska liðinu Fjellhammer i leik, sem fram fór í Köln. Staðan í hálfleik var 12—6 Gummersbach i vil. Fyrri leikinn vann Gummersbach einnig — 20—15. mörk á móti 9 mörkum KR-kvenna. Komust þær þvi einar í efsta sæti, eru með 10 stig — hafa þær leikið fimm leiki og unnið þáalla. Þrátt fyrir að KR tapaði þessum leik skoruðu þær tvö fyrstu mörkin í leikn- um, komust í 2—0, 2—1, Oddný jafnaði fyrir Fram, 2—2. Aftur var staðan jöfn, 4—4, 5—5. Markamunur- inn var ekki meiri en eitt til tvö mörk. Staðan í hálfleik var 7—5 fyrir Fram. Fram kom mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik — skoraði hvert markið á fætur öðru. Það virtist eins og KR-liðið brotnaði alveg saman eftir að Hauki Ottesen var vikið af bekknum. Allt gekk á afturfót- unum — skoruðu ekki nema fjögur mörk í þeim síðari. Fram komst í 13— 8, 14—8, 14—9, 15—9 og 16—9. Framsigraði því með sjö marka mun. öruggur sigur og verðskuldaður hjá Fram. Mörk Fram skoruðu: Guðríður 9/5, Oddný4, Jóhanna 2 og Jenný 1. Mörk KR: Hjördís 3, Hansína 3/2, Olga 2 og Birna I. - HJ Fram-KR 16-9 (7-5) íslandsmótíð i handknattíeik, 1. deild kvenna Fram — KR 16—9 (7—5) í Laugardalshöll, laugardaglnn 8. desember. Beztu Mkmenn (haesta einkunn 10): QuAdður Quðfónadóttk, Fram, 7, Oddný Sigsteins- dóttír, Fram, 7, Jóhanna HaMdórsdóttír, Fram, 6, Olga Qardarsdóttír, KR, 6, og HjörcSs Sigur- jónsdóttír, KR, 6. Fratru Kofcrún Jóhannsdóttír, SJgrún Blomstactíerg, Helga Magnúsdóttír, Jenný Qrétu- dóttír, Kristín Orradóttír, Ama Stainsen, Quðriður Quðjónedóttír, Oddný Sigstelnsdóttir, Pbr laug Steinedóttir, Quðvún Sverrisdóttír, Jóhanna Hafldórsdóttír og Sveinbjörg Jónedóttír. KR: Asa Asgrimedóttír, Haneina Melsteð, Guðrim VUhjáimsdóttir, Anna Und Sigurðsson, Ama Garðarsdóttír, Bima Benediktsdóttír, Hólmfriður Jóhannsdóttír, Hjördis Sigurjónsdóttir, Olga Garðarsdóttír, Helga Bachman og Karolína Jónsdóttír. Dómarar Gunniaugur Hjábnarsson og Jón Magnússon. Armenningar stöðvuðu sigurgöngu Fylkis —unnu öruggan sigur í Höllinni í gær, 24-18 Ármenningar komu talsvert á óvart I Laugardalshöllinni í gærdag er þeir stöðvuðu sigurgöngu Fylkis i 2. deild- inni á ákaflega sannfærandi hátt. I fjörugum leik, sem einkenndist af stór- góðri frammistöðu Heimis Gunnars- sonar í marki Ármanns annars vegar og frábærri dómgæzlu þeirra Karls Jóhannssonar og Ingvars Viktorssonar hins vegar, reyndust Ármenningar sterkari þegar mest á reyndi og sigruðu sanngjarnt 24—18. í hálfelik leiddi Fylkirll—10. Leikurinn var í algeru jafnvægi framan af. Ármann leiddi oftast með 1—2 tveimur mörkum en Fylkir jafnaði fyrst 7—7 og komst síðan yfir 11 — lOáður en flautað var til leikhlés. Fylkir jók forystu sína í 2 mörk, 14— 12, snemma í síðari hálfleiknum en þá sögðu Ármenningar hingað og ekki lengra! Næstu 15 mín. skoruðu Fylkis- menn aðeins 1 mark en á sama tíma skoruðu Ármenningar 8 mörk og tryggðu sér sigurinn. Breyttu stöðunni í 20—15 sér í hag. Þá voru aðeins um 5 mín. til leiksloka. Mikið fjör og darr- aðardans var lokakaflann en Fylkis- mönnum tókst ekki að minnka mun- inn. Ármenningar léku af yfirvegun og sóknarleikur þeirra var einkum og sér í lagi miklu hugmyndaríkari en hjá Fylki. Þar reyndu menn mest að koma sér áfram á eigin spýtur með afar tak- mörkuðum árangri. Ármenningarnir áttu mjög góðan dag að þessu sinni. Beztir voru þó Heimir Gunnarsson i markinu og Þrá- inn Ásmundsson í vinstra horninu. Heimir varði stórvel allan leikinn og Þráinn skoraði mörg falleg mörk af harðfylgi í horninu. Hjá Fylki var meðalmennskan allsráðandi og eini maðurinn, sem eitthvað verulega kvað að var Ásmundur Kristinsson. Dómarar voru þeir Karl Jóhannsson og Ingvar Viktorsson, sem undirritaður hefur ekki séð dæma fyrr i vetur. Þeir skiluðu verkefni sínu af stakri prýði og létu leikinn allan tímann ganga hratt og vel fyrir sig. Ekki dæmt á nein smábrot og þeir félagar voru sérlega lagnir að sjá í gegnum leikaraskap sumra leik- manna liðanna. Sannarlega vel dæmt hjá þeim Karli og ingvari. Slík dóm- gæzla er því miður allt of sjaldgæf sjón. Mörk Ármanns: Þráinn Ásmunds- son 7, Björn Jóhannesson 5/2, Smári Jósafatsson 4, Friðrik Jóhannsson 3, Kristinn lngólfsson 2, Haukur Har- ardsson, Bragi Sigurðsson og Einar Eiríksson 1 mark hver. Mörk Fylkis: Ásmundur Kristinsson 7/5, Ragnar Hermannsson 4, Gunnar Baldursson 4, Sigurður Símonarson, Einar Ágústsson og Hafliði Kristinsson 1 mark hver. - SSv. Hörkukeppni í Bundesligunni — Hamborg og Bayern bítast um efsta sætið Sextánda umferðin í V-þýzku Bundesligunni fór fram um helgina og eftir hana virðast Hamborg og Bayern Miinchen ætla að stinga af í kapp- hlaupinu um titilinn. Úrslitin urðu ann- ars sem hér segir: Hertha — Dússeldorf 3—0 Bayern — Stuttgart 4—0 Köln — Werder Bremen 4—1 Hamborg — Bayern Leverkusen 3—0 Kaiserslautern — Munchen 1860 3—1 Duisburg — Dortmund 1 —0 Frankfurt — BayerUer ingc.-: 2—0 Gladbach—Braunschwcii 1 — 1 Bochum — Schalk e 04 0—0 Staðan í Bundesligunni er sem hér segir: Hamborg 16 9 5 2 35- -15 23 Bayern 16 10 3 3 35- -16 23 Frankfurt 16 10 0 6 33- -19 20 Köln 16 8 4 4 34- -25 20 Dortmund 16 9 2 5 31- -24 20 Schalke04 16 6 6 4 23- -16 18 Gladbach I6 6 6 4 28- -26 18 Stuttgart 16 7 3 6 28- -26 17 Kaiserslautern 16 6 3 7 27- -22 15 B. Uerdingen 16 6 3 7 20- -26 15 B. Leverkusen 16 5 5 6 21- -30 15 Bochum 16 5 4 7 17- -19 14 Duisburg 16 5 3 8 19- -30 13 Werder Bremen 16 5 3 8 21- -35 13 Dusseldorf 16 4 4 8 29- -37 12 Hertha Berlin 16 3 5 8 16- -28 11 Múnchen 1860 16 3 5 8 15- -26 11 Braunschweig 16 3 4 9 16- -28 10 Þrjú lið falla niður úr Bundesligunni á hverju ári. Hamborg varð þýzkur meistari í fyrra og er enn í efsta sætinu. Þau lið, sem komu upp úr 2. deildinni sl. vor eru Bayer Uerdingen, Bayer Leverkusen og Múnchen 1860 og til þessa hefur þeim tekizt þokkalega að spjara sig. Heldur er þó farið að halla undan fæti hjá Múnchen 1860. í raun merkilegt hversu mörg lið virðast blómstra i og umhverfis Múnchcn. Fjögur lið í Bundesligunni, sem gefur ensku 1. deildinni lítið eða ekkert eftir hvað gæði snertir. Bikarmeistarar síðasta árs, Dusseldorf, hafa átt erfitt uppdráttar á þessu keppnistimabili og eru i mikilli fallhættu.__ Jafntef li f skozka deild- arbikarnum Derek Johnstone skoraði eina markið, sem gerl var i skozku úrvals- deildinni um helgina. Það var i leik Morton og Rangers, sem fram l'ór á heimavelli Morton. Rangers sigraði I — 0 en Morton heldur enn efsta sæti úr valsdeildarinnar. Rangers komst við sigurinn í 3. sætið. Þá léku Aber- deen og Dundee United til úrslita um skozka deildabikarinn. Jal'ntefli varð ánk marka í bráðskemmtilegunt leik, sem varð að framlengja. l'rslit fengust þó ekki og liðin mætasl á ný í vikunni. Aðeins 27.000 áhorfendur voru á llampden Park og hafa aldrei verið i'ærri á úrslitaleik i skozkri hikar- keppni. Ekki óeðlilegt þar sem hvorki Celtic eða Rangers voru í úrslilum. Staðan i úrvalsdeildinni: Morton 15 9 3 3 32- 16 21 Ccltic 15 9 3 3 29- 14 21 Rangers 17 7 3 7 24- 22 17 St. Mirren 16 6 5 5 24-27 17 Abcrdeen 14 6 3 5 25-18 15 Partiek 16 5 5 6 19—22 15 Dundec L' 15 5 4 6 21-17 14 Kilmarnock 15 5 4 6 16—24 14 Dundee 16 6 1 8 24-36 13 Hibernian 16 v 3 II 15-31 ** HARÐVffiUR - VANDAÐ VERK MIKIÐ ÚRVAL FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI39 REYKJAVÍK - SÍM113462

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.