Dagblaðið - 10.12.1979, Side 26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBHR 1979.
26
Agnar-STÓR-ögn
Agnarögn.
Höfundur: Páll H. Jónsson.
Myndskreytíng: Þorbjörg Höskuldsdóttir.
Iflunn 1979.
Það var einu sinni í Paradís að
Skaparinn var að búa til tré. Fyrst
svolitla anganóru sem náði honum
ekki í hné. En það spratt allt svo hratt
i Paradís að strax næsta morgun var
það orðið mannhæðarhátt og eftir
nokkra daga stærðar tré sem gnæfði
upp í loftið. Stofninn var svo sver að
enginn maður hefði náð utan um
hann.
Einu sinni var Skaparinn að virða
það fyrir sér og athuga hvort hann
fyndi nokkur missmíði, sem hann
fann auðvitað ekki. Þá kom Eva til
hans.
— Hvernig líst þér á, Eva litla?
sagði Skaparinn.
— Finnst þér þetta ekki státið tré?
— Ju-ú. En það skyggir á, sagði
Eva.
—- Skyggir á! Á hvað?
— Fallega runnann með öllum
stóru rósunum. Hann sést ekki.
Skaparinn horfði á tréð og síðan alll í
kringum sig og svo á Evu.
— Farðu hinumegin við tréð og
scgðu mér svo hvað þú sérð, sagði
Skaparinn og benti með fallega vísi-
fingrinum sínum.
Eva gerði eins og henni var sagt.
Svo kom hún til Skaparans.
ValdísOskarsdóttir
— Jæja? Hvaðsástu?
— Égsá rósarunnann, sagði Eva.
— Ájá! Sástu hann? Þú verður að
læra að líta I kring um þig, vina mín,
sagði Skaparinn.
Þetta er ein af sögum Afa sem
hann segir Agnarögn en það er ekki
bara Agnarögn sem fær að heyra
sögur Afa, heldur njóta krakkarnir í
Hverfinu góðs af þeim líka.
Bókmenntir
Ekki eru allir jafn hrifnir af sögum
Afa. Siðapostuli af eigin náð kemur í
heimsókn í þorpið til að kynna sér
sunnudagaskólann. Hann verður
áhyggjufullur vegna allannarlegra
hugmynda barnanna um það sem
stendur í hinni heilögu bók og heim-
sækir Afa. Allt sem stríðir gegn
kenningum hins heilaga, innblásna
orðs er villutrú, segir siðapostulinn
en Afi er ekki sammála. Þetta eru
sögur gamals manns, sagðar jafn-
ingjum hans, börnunum.
Ef til vill er ástæðan fyrir því,
hversu listilega góðar bamabækur
Páll H. skrifar sú, að hann telur börn
jafningja sina. í Agnarögn gerir Páll
meira en að skrifa barnabók, hann
skrifar bókmenntir fyrir börn og það
er harla sjaldséð fyrirbæri í
íslenskum barnabókum.
Næmt auga
Páll hefur ótrúlega næmt auga
fyrir börnum, orðbragði þeirra, við-
brögðum og tilfinningalífi og samspil
Afa og Agnaragnar er aldeilis frá-
bært. Afi er hjartahlýr og kíminn
heimspekingur sem lætur sér annt um
allt í tilverunni. Hann er græðari og
fræðari og þeir sem til hans leita
Úr Agnarögn, Þorbjörg Höskuldsdótlir teiknaöi.
koma aldrei að kofanum tómum. Afi
er alltaf aflögufær, hvort sem um er
að ræða börn, fullorðna eða trjá-
plöntur.
Tilfinningar
Bókin er mestmegnis í samtals-
formi en þrátt fyrir það er sögu-
þráðurinn á sínum stað og höfundi
tekst betur að koma til skila persónu-
leika hvers og eins en með uppskrúf-
uðum lýsingum á útliti og innræti.
Krakkarnir í HverFmu, gestir sem
koma í heimsókn, Agnarögn og
síðast en ekki síst Afi, verða bráðlif-
andi manneskur með tilfinningar.
Ég reiddist og ég gladdist, mér
sárnaði og ég varð öskuill. Ég velti
vöngum og skemmti mér konunglega
yfir sögum Afa og ævintýrum.
Það verður ekki ofsögum sagt, að
Páll H. Jónsson fer á kostum frá
upphafi til enda og feikigóðar teikn-
ingar Þorbjargar Höskuldsdóttur
auka enn á gæði bókarinnar, því
henni tekst svo dæmalaust vel að ná
fram andrúmslofti sögunnar.
■■■« | Renoulf 4 van
HÆKKANDI
BENSÍNVERÐ
GERIR RENAULT SÍFELLT
HAGSTÆÐARI
RÚMGÓÐUR- IVtGILEGUR AÐ VINNA VIÐ -
MJÖG SIVLRNEYTINN
VIÐGERÐAR OG VARAHLUTAWÓNUSTA
RENAULT
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633