Dagblaðið - 10.12.1979, Side 43
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
EINNIG FJÖLBREYTT ÚRVAL
SKERMA
PÓSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÖS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
GULL 0G GERSEMAR—sjónvarp kl. 22,10:
Gullæðið og mannkynssagan
í kvöld sýnir sjónvarpið fræðslu-
mynd sem ber engu minna nafn en
Gull og gersemar. Að sögn Baldurs
Hermannssonar sem velur fræðslu-
mýndir fyrir sjónvarpið er þessi
mynd meinlaus ef borið er saman við
myndir eins og um Kampútseu.
,,Myndin fjallar um gull og áhrif
þess á mannlífið,” sagði Baldur í
samtali við DB. „Hvernig það hefur
valdið ást, hatri og styrjöldum.
Einnig er fjallað um svokallað gull-
æði. Að mestu er þó fjallað um
vinnslu á gulli og hvernig ýmsir list-
munir eru unnir úr því.”
Myndin er fimmtíu mínútna löng
og þýðandi og þulur er Jón O,
Edwald. -ELA.
ONYX-LAMPAR
NÝKOMNIR
VIЗútvarp kl. 20,00:
/ dag b/rtum v/ð tjórða hhrta Jólagetraunar DB þar sem frœgar sögupersónur sjóst sem
böm með jólagjafímar sínar. Bns og éður þmrf að strika undlr rétta svarið, geyma mynd-
imar þangað tfí þær hafa blrzt aMar tíu og senda þear sfðen afíar / ektu tfí DB. Glæslleg verð-
íaun em í boði — 980þúsundkróna myndsegulbandstæki af gerðinni Fisher. Dregið verður
úr réttum lausnum sem berast fyriríl. desember í Slðumúia 12, Reykjavik.
Á myndlnnísjéum vfð strékpjakk sem se/nna varð fræg sjóhetja é Norðuriöndum.
Hvaðhéthann?
a) Ólafur Tryggvason b) Peder Tordenskjold c) Ingólfur Arnarson
Eyjamenn heimsóttir
Þátturinn VIÐ er á dagskrá út-
varpsins í kvöld kl. 20.00. Að sögn
Jórunnar Sigurðardóttur, umsjónar-
manns þáttarins, verða Vestmanna-
eyjar heimsóttar.
„Við ræðum við fegurðardrottn-
ingu íslands 1979, Kristínu Bern-
harðsdóttur, um borð í Herjólfi.
Einnig verðum við með smá Eyja-
spjall,” sagði Jórunn. „Rætt verður
við fyrrverandi alþingismann um
unglinga og síðan fjöllum við lítillega
um sprang.
Þá verður umsögn um unglinga-
bækur, bæði þær nýju og þær
gömlu,” sagði Jórunn. ,,í sambandi
við það reynum við að forvitnast um
hvað unglingar lesi helzt og fáum
höfunda til að spjalla við okkur.
David Bowie verður kynntur og
Ketill og Katla koma í heimsókn.
Fastir póstar eins og síminn, bréfa-
hornið og tónlist verða ennfremur í
þættinum.” Auk Jórunnar er Andrés
Sigurvinsson umsjónarmaður.
Þátturinn er fjörutíu
lengd.
mínútur að
-ELA.
Andrés Sigurvinsson og Jórunn Sig-
urðardóttir vinna hér að gerð þittarins
Við. Eins og sjá má er í mörgu að snú-
ast og margt sem athuga verður áður
en þátturinn er sendur út.
DB-mynd R.Th. Sig.
LITLU JÓUN—sjónvarp kl. 21,25:
Jólatrésskemmtun
í kjallaranum
„Þetta er ljúf og indæl mynd um
nokkra stráka á aldrinum 9—10 ára.
Einn þeirra ákveður að halda jólatrés-
skemmtun i kjallaranum heima hjá
sér og býður til sín vinum sinum.
Hugmyndina fékk hann hjá vini
sínum sem fékk að fara á jólatrés-
skemmtun i vinnu föður síns. Þar
sem engin jólatrésskemmtun var
haldin í vinnunni hjá föður aðal-
leikarans varð hann að gera eitthvað
sjálfur,” sagði Dóra Hafstejnsdóttir,
þýðandi myndarinnar Litlu jólin sem
sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21.45.
„Hann fær vinina til að hjálpa sér
við undirbúning og þeir nota ýmis
ráð til að afla sér ýmissa veizlufanga
og skreytinga. Þessi strákur býr i
gömlu, stóru húsi og fær að hafa
kjallarann fyrir sig. Myndin lýsir
síðan hvernig þeir standa að þessu
öllu saman,” sagði Dóra ennfremur.
Myndin er dönsk og með aðalhlut-
verk fara Morten Reinholdt-Möller
og Harald Micklander. Höfundur
handrits og leikstjóri er Nils
Malmros.
-EI.A.
Höfuðpaurarnir I mynd kvöldsins. Þeir ákveða að halda jólaskemmtun fyrir félag-
ana en afla sér skreytínga og veizlufanga á vafasaman hátt.