Dagblaðið - 10.12.1979, Side 44
Stjómarmyndunarviðræður:
Flokksforingjamir lásu
upp stefnuskrár sínar
—Alþýðubandalagið vill forseta Sameinaðs þings
Fulltrúar vinstri flokkanna
þriggja hittust á laugardaginn og
gerðu lítið annað en lesa upp
kosningastefnuskrár sínar, hver fyrir
annan. Framsóknarmenn sögðu frá
tillögum sínum um „niðurtalningu”
verðbólgunnar. Alþýðubandalags-
menn greindu frá sinni
miilifærsluleið. Nýr fundur verður
klukkan þrjú i dag.
Ólafur R.ignar Grímsson (AB)
sagði í morgun að viðræður mundu
nú tefjast mjög vegna þingsetningar.
Skipa þyrfti í deildir og nefndir og
framlengja nokkur lög sem ella rynnu
út um áramót.
Steingrímur Flermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, kvaðst
í morgun enn vera bjartsýnn.
Erfitt er að ganga frá forsetakjö X
á þinginu. Alþýðubandalagið vill fá
forustu Sameinaðs þings en
Framsókn mun helzt kjósa að Ólafur
Jóhannesson verði þar forseti.
Alþýðuflokksmenn standa enn á
tillögum sínum um ..þjóðstjórn” við
forsetakjör, þannig að kjörið fari
eftir stærð flokka á þinginu. Þá fengi
Sjálfstæðisflokkurinn forseta
Sameinaðs þings. Alþýðuflokksmenn
hafa þingflokks- og flokksstjórnar-
fundi i dag þár sem afstaða til
stjórnarmyndunar og forsetakjörs
verður rædd.
„Ég tel einsýnt að stefnt sé að því
að mynda stjórn, sem sitji að minnsta
kosti út kjörtímabilið,” sagði
Steingrímur. Hann kvað ekki ástæðu
til annars en bjartsýni um stjórnar-
myndun. -HH/BS.
fijálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 10. DES. 1979.
Olían þoldi ekki kuldann
á Akureyrí:
„Olían er lé-
legri en áöuK'
— segir Leó Guðmunds-
son, starfsmaður Olís
„Þessi olía virðist ekki þola t.ema
5—8 stiga frost þá fer hún að krapa.
Hún virðist storkna við minni kulda en
áður hefur verið,” sagði Leó
Guðmundsson, starfsmaður hjá Olís á
Akureyri, er DB hafði samband við
hann og spurði um ástæður þess að hiti
fór af olíukyntum húsum á Akureyri
fyrir helgina.
„Þaðer orðið lítið af olíukyntum
húsum hér á Akureyri þannig að
vandamálið varð ekki eins mikið og ella
hefði orðið. Ég gæti trúað, að þetta
hafi verið 35 hús sem þannig varð ástatt
um. Við fórum í þessi hús, sum tvisvar
og þrisvar, og reyndum að hita upp
leiðslurnar. Einnig reyndum við að
setja steinolíu á kerfið.
Ég held að við höfum ekki haft
svona vonda olíu áður. Venjulega
hefur olían þolað a.m.k. 10 stiga frost.
Þessi olía er þó góð að því leyti, að hún
er hitagóð og ekki eyðist mikið af henni
en á móti kemur þessi galli. Eftir því
sem meira er af svokölluðu „parafín”
storknunarefni í henni er hún hita-
drýgri en jafnframt er þá meiri hættu a
að hún storkni í frosti,” sagði I co að
lokum. -GAJ.
Egilsstaðin
Tekinn með
fíkniefni
- við komu frá Færeyjum
Ungur maður sem kom til Egils-
staða á laugardag með flugvél frá Fær-
eyjum var handtekinn við komuna, þar
sem tollverðir fundti áhonum efni sem
gat verið fíkniefní.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Egilsstöðum fannst efnið
við venjulega tollskoðun. Maðurinu'
missti hins vegar af vélinni til Reykja-
víkur á Laugardag vegna óláta og varð
því að hafa hann i gæzlu á Egils-
stöðum. Hann var sendur til Reykja-
víkur í gær. Þar sem menn á Egils-
stöðum voru ekki vissir um hvaða efni
hér var um að ræða var það sent
lögreglunni í Reykjavík til athugunar.
Reyndizt það vera hass.
Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi i
fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík
sagði í morgun að manninum hefði
verið sleppt eftir yfirheyrslu í gær, enda
hefði hann verið með mjög lítið magn
fíkniefna á sér. -JH.
Brutu og brömluðu
fyrir
hundruð þúsunda
Gifurleg skemmdarverk voru unnin í
félagsheimilinu Fannahlíð við Akra-
fjall aðfaranótt laugardagsins. Þrír
nitján ára piltar brutust þar inn og er
inn var komið brutu þeir nánast allt
sem hægt var að brjóta, salerni, vaska,
leirtau og fleira. Tjónið nemur
hundruðum þúsunda, ef ekki
milljónum.
Frakkland:
íslenzk
stúlka slas-
aðist
— ökumaður og annar
farþegi fórust
Ung íslenzk stúlka slasaðist tals-
vert i bilslysi i Frakklandi fyrir
hálfum. mánuði. Auk hennar voru í
blínum tveir piltar og létust þeir
báðir.
Fólkið var á leið norður Evrópu
frá Sviss til Kaupmannahafnar í bit
af gerðinni Volkswagen rúgbrauð.
ítalskur piltur ók bilnum og við hlið
hans sat Marokkómaður, en islenzka
stúlkan var i svefnpoka aftur I
bílnum. Unga fólkið hafði lagt af
stað að morgni dags og ekið þann dag
allan og næstu nótt.
Þann morgun um kl. 5.30 var bill-
inn á hraðbraut skammt frá Nancy i
Frakklandi. Ökumaðurinn mun þá
hafa sofnað með þeim afleiðingum
að bill unga fóiksins lenti framan á
vöruflutningsbifreið, sem kom á
móti. Piltarnir létust samstundis, en
íslenzka stúlkan slapp með meiðsli.
Hún brotnaði á báðum fótum og
hlaut önnur meiðslá fótum.
Stúlkan hefur dvalið siðan á
sjúkrahúsi skammt frá Nancy, en
hún er væntanleg hcim i næstu viku.
-JH.
Áfengi og
tóbak hækka
Áfengi og tóbak hækkar í dag og
cru áfengisverzlanir þvi lokaðar i
dag. Samkvæmt upplýsingum Ragn-
ars Jónssonar, skrifstofustjóra
ÁTVR, hækkar tóbak og áfcngi
u.þ.b. um 13%. Venjulegur
sigarcttupakki kostar þvi 905 kr.
Ódýrasta rauðvin um 2000 kr.
hennivin 8000 kr. Vodka Viborova
.0.500 og Smirnoff og rússneskur
vodki 11.000. Séniver kostar nú
11.500, gin 11.000 og vcnjulegt viski
U.IOOkr. -JH.
(J.liti -fyrir að um sjö milljónir króna hafi safhazt handa hnrnaheimilinu Sólheimum i Grimsnesi á Jólakonsert '79, sem
lialdinn var í gœr.
Þrennir hljómleikar voru haldnir og var fullt hús í Háskólabíói i öll skiptin. Þar komu fram margir vinsœlustu skemmti-
kraftar og tónlistarmenn þjóðarinnar — eins og t.d. Bjarki Tryggvason, sem hérerá fullri ferð.
DB-mynd: Hörður.
Hart deilt um verðbætur á kjaramálaráðstefnu ASÍ
LÁ VID KL0FNINGI
—ráðstefnunni frestað í mánuð
Svo harðar deilur urðu um fyrir-
komulag verðbóta á kjaramálaráð-
stefnu ASÍ í gær, að lá við algerri,
sundrungu.
„Ég tel hæpið, að samstaða hefði
orðið milli ASÍ-félaganna
samningagerð, ef meirihlutavaldi
hefði verið beitt á ráðstefnunni,”
sagði Magnús L. Sveinsson, skrif-
stofustjóri Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, i viðtali við DB í
morgun.
„Deilt var um, hvort nota ætti
verðbætur til að jafna launin eða
ekki,” sagði Magnús. „Aðrir töldu,
að laun hjá félögunum séu ekki svo
óskaplega ójöfn, að þess sé þörf. Það
væri ekkert grín fyrir okkur
verzlunarmenn að fara i samninga-
gerð upp á það, að fólk í samsvar-'
ándi störfum hjá BSRB fengi hærri
laun eins og kom fyrir 1977.”
Fulltrúar Verkamannasambandsins
vildu, að verðbætur yrði ákveðin
krónutala í stað prósentu, þegar
kæmi yfir miðlungslaun, þannig að
fólk með há laun fengi ekki jafnháa
prósentu og fólk með lægri launin.
„Þetta byggðu þeir á samþykkt þings
Verkamannasambandsins, sem
haldið var fyrir skömmu. „Við
geirnegldum okkar samþykkt,” sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins, á
kjaramálaráðstefnunni. Afstaða
Verkamannasambandsmanna mætti
mikilli andstöðu á kjaramáJaráð-
stefnunni. BSRB gerir ráð fyrir, að
ekkert þak sé á verðbótaprósentum.
Þvi töldu margir á ráðstefnunni, að
ASÍ gæti ekki komið með lægri-
kröfur en BSRB.
Að ósk forystumanna Verka-
mannasambandsins, Guðmundar J.
Guðmundssonar og Karls Steinars
Guðnasonar, var kjaramálaráðstefnu
ASÍ frestað til 11. janúar. Yfir 20
manna nefnd skyldi á meðan fara
ofan í þetta mál.
Á ráðstefnunni kom og fram, að
fulltrúar láglaunafólks lögðu minna
upp úr krónutöluhækkunum en
meira upp úr skattalækkunum og
félagsmála„pökkum”.
-HH.