Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. 15 hvor sinum pólitiska guöi, annar Hitler, hinn Stalín. En aðaláhugamál beggja verður, þegar frá líður, að safna auði. Sá sem trúði á Hitler hrynur saman andlega við fall nasismans. En sá sem trúði á Stalín hverfur frá honum við til- komu hernámsgróðans.’’ Bókin er rituð í einföldum næstum barnslegum stíl, en launfyndin mjög, ekki sist lokakaflinn þar sem lýst er prófkjörsraunum sonar þess sem fyrrum trúði á Stalín. Hann er ruglaður framagosi. „Við stefnum hátt, Guðríður,” segir hann við konu sína. „Fasteign í Amarnesinu við sjóinn þar sem hann er heitastur.” Ólafur Ormsson stefnir líka hátt, en á annan veg. Hann stefnir að sann- leikanum um heilt og fagurt mannlíf. „Ég reyni að beita penna minum gegn ósóma og spillingu gróðahyggj- unnar,” segir hann. „Skáld eiga að vera samviska þjóðarinnar, gagnrýna það slæma og hæla því góða.” -IHH. I.ystræningjar að keyra jólabækur sínar i búðir. Ólafur Ormsson, en bak við hann Þorsteinn Marelsson, en Ólafur, Þor- steinn og Vernharður I.innet eru aðalmennirnir i stjórn og framkvæmdum þessarar vaxandi útgáfu. DB-mynd Hörður. inn og er haldinn efasemdum um ágæti pólitiskra guða. Um þær efasemdir fjallar hans fyrsta skáldsaga, sem nú er nýkomin út, Stútungspungar. Sjálfur segist hann núorðið einna næst því að vera sósíaldemókrati í afstöðu til ýmissa mála. „Ég er enn mjög andvígur erlendri hersetu og aðild íslands að Nato, en ég trúi ekki lengur að fyrirmyndina að fullkomnu ríki sé að finna austan við tjald. Einræði flokksins og skert tjáningarfrelsi hefur valdið mér von- brigðum eins og svo mörgum öðrum. En ef við horfum til velferðarríkj- anna í Vestur-Evrópu blasir við, að þar hafa sósialdemókratar lengstum setið við völd. Þrátt fyrir ýmsa galla er óvíða meiri velsæld.” Hann er þó flokksbundinn í Alþýðu- bandalaginu. „Og ég mun ævinlega berjast gegn gróðahyggju og starfsað- ferðum auðvaldsins.” Vinur hallast vini að Þegar Ólafur gaf út Fáfniskver naut hann stuðnings vinar síns, Vernharðar Linnets, og hét útgáfan því viðeigandi nafni: Flaskans.f. Skömmu síðar hélt Vernharður til náms í Kaupmannahöfn og á safni þar rakst hann á kvæði eftir ögmund nokkurn Sívertsen. ögmundur var prestssonur úr Land- eyjum, sem drakk ósleitilega í Höfn í byrjun 19. aldar og hafði hengt margan danskan næturvörð á hálsmálinu upp í ljósastaur, að því sagan segir. Hann orti um brennivín, fátækt, rukkara og síðast en ekki síst um kvenna ástir (t.d. þessar elskulegu hendingar: „Vinur hallast vini að / vinur þriðji loks myndast við það.”) Vernharði fannst þegar í stað, að kveðskapur hans væri í sama anda og kveðskapur Ólafs Ormssonar, þótt á þeim skáldunum væri 144 ára aldurs- munur. Hann langaði að gefa þau út saman, og það varð úr, að sameignar- félagið Flaskan sendi frá sér aðra bók með ljóðum beggja, Skóhljóð aldanna (1976), og var hún tileinkuð þjóð- frelsisbaráttu allra tíma. Ekta alþýðuhöfundur Ekki komu fleiri bækur frá þessu merka fyrirtæki, enda hafði nú af sam- vinnu þeirra_ félaga og fleiri góðra manna og kvenna sprottið öUu alvar- legri útgáfa: Lystræninginn. Hún fór hægt af stað, enda fjárhagur aðstand- enda þröngur, en hefur sótt í sig veðrið. Nú, á fimmta ári hennar, hafa komið 14 tölublöð af tímariti með sama nafni og fjölmargar bækur. Eigum til af- greiðslu með stutt- um fyrirvara fáeino DODGE ASPEN oq PLYMOUTH VOLARÉ/ 2ja og 4ra dyra, árgerö 1979 á sérstöku afsláttarverði, sem er allt að KR. 1.200.000 TIL 1.500.000 LJKGRA VKRÐ en á 1980 árgerðinni. Bílarnir eru allir í deluxe útgáfu, siálfskiptir, með vökvastýri og aflhemlum. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Nýtið þetta einstaka tækifæri til að eignast óvenju glæstan og hagkvæman vagn á verði, sem nánast von- laust er að endurtaka og verið á undan næstu efnahagsaðgerðum. Talið við okkur strax I dag - á morgun kann það að vora off seint. SÖLUMENN í CHRYSLER-SAL „Áfengi brýtur menn niður, andlega og líkamlega, við langvarundi notkun,” segir Ólafur Ormsson í dag. „Ég smakka það orðið mjög sjaldan.” Teikning eftir Árnýju Sigurðardóttur. Undanfarnar vikur hefur hið fyrrver- andi ávarpsskáld Bakkusar notað allan sinn tíma til að dreifa bókum útgáf- unnar, enda eru þær í ár fleiri og vandaðri en nokkru sinni fyrr. „Megintilgangur okkar er að koma á framfæri verkum nýrra höfunda, ekki síst þeim sem höfða til alþýðu,” segir Ólafur. „Listin á að vera fyrir hana, — er það ekki hún sem heldur þjóðfélag- inu gangandi?” Sjálfur hefur hann, sem nú er 36 ára gamall, unnið sem lagermaður mestalla ævina. „Það starf felst í því að taka kassa úr einum stað og færa á annan,” segir hann. Umboðsmenn: Að stef na hátt „Stútungspungar þýðir menn, sem þykjast vera eitthvað, en eru ekki neitt,” heldur hann áfram.” Bókin segir frá bræðrum tveim, sem ánetjast Þessi mynd er úr tímaritinu I.ystræningjanum, nýjasta heftinu, og sýnir jassleik- arana góðu Charles Mingus, Roy Haynes, Theolonius Monk og Charlie Parker. En Vcrnharður Linnet, ábyrgðarmaður blaðsins og samstarfsmaður Ólafs Ormssonar, er kunnur fyrir merkar jassvakningar. Sniðill h.f. Akureyri — Bila- sala Hinriks Akranesi — Frið- rik Óskarsson Vestmannaeyj- m og Óskar Jónsson Nes- kaupstað. Simar 83330 og 83454« ð Ifðkull hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.