Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
Tápogfjör og frískir menn
Hvers vegna gangast þrír tiltölulega
hamingjusamir og hraustir menn á
besta aldri undir líkamspíningar sem
víkingasveitir eða fjailagarPar gætu
talið sig fullsæmda af? Til að verða enn
hraustari og hamingjusamari auðvitað,
— eða það endurtók ég.a.m.k. með
sjálfum mér þar sem ég lá kvöld eitt
með nefið klemmt milli tveggja dýna i
Heiisuræktinni í Glæsibæ, baðaður i
svita sem ég hélt að væri blóð, og
reyndi af veikum mætti að seilast eftir
fætinum á mér, sem vildi ekkert með
mig hafa eða hafa upp á vöðva sem ég
vissi ekki að væri til.
Tildrögin voru þau að þrír blaða-
menn á DB vildu sýna frant á að minna
væri um aukvisa i stéttinni en talið
fafði verið og því ákváðum við að taka
þátt i þvi sem viðgengst í þrekþjálfun
Heilsuræktarinnar eina kvöldstund.
Engin elsku mamma
Það vantaði ekki vingjarnleg-
heitin í aðstandendum þar, sem eflaust
hafa kennt í brjósti um okkur. Þó átti
einn okkar að heita iþróttafréttaritari
og var búinn að baktryggja sig orðstírs
síns vegna, með því að tjá okkur að
hann væri nýbúinn að hlaupa sex
kílómetra. Síðan vorum við drifnir inn
meðal annarra berfætlinga i meðal-
stóran sal og þar tók við J h nna
Tryggvadóttir stórvesír staðaruis og
hún var sko engin elsku mamma. Hopp
hopp, fram og til baka, í kross og svo
tóku við beygjur og sveigjur og annað
streð. Eftir fimm mínútur vorum við
nýgræðingarnir farnir að anda ótt og
títt og það var ekki laust við að ég væri
farinn að blimskakka augum á
klukkuna. Það hlaut að koma að því að
gert yrði hlé. Óekki. Með svosem tíu
sekúndna millibili breyttust æfing-
arnar, blóðið var farið að þrengja að
hálsinum og tærnar breyttust smátt og
smátt í blýköggla sem gerðu mann
jarðbundnari. Þó voru félagar minjr
ótrúlega sprækir lengi vel og aðrir þátt-
takendur litu út eins og þeir gerðu
þessar æfingar á hverju kvöldi á stofu-
gólfinu heima hjá sér.
í sjálfsvörn
Svo kom hlé og við hrundum niður.
Þegar andanum var náð spurðum við
Jóhönnu um hennar hagi og hún
sagðist vera 54 ára og sjö barna móðir
og fara svona með sig á hverjum degi.
Það var ekki laust við, að við værum
skömmustulegir, en til jaess gafst ekki
tími því nú var sjálfsvörn á dagskrá,
menn urðu grimmir á svipinn, æptu
heróp og slógu út í loftið. Grimmust
allra var Jóhanna og við reyndum að
rækta með okkur illsku með því að
hugsa til fréttastjórans. Síðan komu
balletttilþrif ogekki óx manni þrek. Jó-
hanna hefur líklega séð hag sinn í því
að halda í okkur líftórunni, þre-
menningunum, bað okkur fyrir alla
muni að fara varlega. Ég lét ekki segja
mér þetta tvisvar og fór vel með míg
það sem eftir var af þessum 45 minút-
um. En það besta var eftir.
Rómversk böð
Teppi voru dregin fram og allur
mannskapurinn bjó sér til bedda á
gólfinu. Undir teppin var síðan skriðið,
ljósin voru dempuð og Jóhanna
hvíslaði einhverju fallegu aö okkur,
BardagaateUingar. Takiö aftír sniUdariega útfœröu kwan-hoihjá r'rtstjóra menningarmála, ásamt mað drápssvip.
Hór hafur íþróttafréttamaðurgafizt upp, an einhverjir tilburðir aru ann i útiitstaiknaranum á bak við hann.
sjálfsagt til þess að róa sálina. Ég
hugsaði um það hvort lífiö eftir
dauðann væri svona afslappað. Svo var
gamaniö búið og menn reyndu að
koma í veg fyrir strengi með nuddi og
gufuböðum, en þarna eru böð veglegri
en ég hef áður séð, nema kannski í bíó-
myndum um rómverska keisara og
svallara. Það sem eftir var vikunnar
þurfti kona mín að velta mér út úr rúmi
eins og kartöflupoka á hverjum
morgni, því upp gat ég ekki risið án
harmkvæla. Stigar voru líka ansi
erfiðir lengi vel. En ég er sannfærður
um að ég á eftir að fara aftur í
Heilsuræktina og gott ef sú
sannfæring gerir mig ekki að betri
manni. -AI.
Gullkorn barnabókmennta komin út á
4 kassettum
Mörg þekktustu
ÆVINTÝRI
H. C. Andersen
Frábær lestur Heiðdísar IMorðfjörð
gefur þeim líf og eykur gildi þeirra
\- '
Ljóti andarunginn
Flibbinn
Kertaljósin
Murusóleyin
Svínahirðirinn
Penninn og blekbyttan
Silfurskildingurinn
Þumalina
Hans klaufi
Tindátinn staðfasti
Nýju fötin keisarans
Grenitréð
Litla stúlkan með eldspýturnar
Koffortið fljúgandi
Prinsessan á bauninni
Eldfærin
Engillinn
Lengd hverrar kasettu er rúm 1 klukkustund
VERÐ AÐF.IIMS KR. 3500 HVERT STK.
Utgefandi: Mifa-tónbönd Akureyri - Sími 96-22136
Fæstí fíestum hljómplötuverzlunum.
taiknarinn hlær dátt
Hár ar útUtstaiknarinn i assinu sinu og siær niður áiaitna fisktfiugu. En
anginn okkar stendur Jóhönnu á sporði. Ljósm. Sv. Þorm.