Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
5
Vinsælustu jólabækurnar:
Undir kalstjörnu er i
Bók Sigurðar A. Magnússonar,
Undir kalstjörnu, var mest selda bókin
i 12 bókaverzlunum af 14 þar sem Dag-
blaðið spurðist fyrir um, hvaða bækur
seldust mest núna fyrir jólin.
Bók Sigurðar reyndist þannig í al-
gjörum sérflokki hvað sölu snertir.
Aðrar islenzkar bækur, sem selzt hafa
mjög vel, eru Hvunndagshetja Auðar
Haralds og Miðilshendur Einars á
Einarsstöðum. Þær skera sig nokkuð
úr. Af erlendum bókum hefur bók Ali-
stairs MacLean, Ég sprengi kl. 10, selzt
langmest.
Afrakstur þessarar könnunar DB
gefur að líta í þeim tveim bókalistum
sem hér fara á eftir. Annar listinn er
yfir skáldsögur en hinn yfir önnur rit-
Vinsælustu hljómplöturnar:
Þrjár skera sig úr
Við skyndikönnun á hljómplötusöl-
unni víðs vegar urti land í gær kom í
ljós að þrjár plötur skera sig nokkuð úr
að vinsældum. Þær eru Ljúfa líf (Þú og
ég), String Of Hits (Shadows) og Jóla-
snjór (Ýmsir flytjendur). Tvær þær
fyrrnefndu hafa verið nokkuð lengi á
markaðinum, en sú þriðja kom út um
síðustu helgi.
Sannar dægurvísur (Brimkló) er i
nokkurri sókn víðast hvar um landið og
platan með beztu lögum Electric Light
Orchestra er sömuleiðis á uppleið.
Platan Off The Wall (Michael Jackson)
hefur verið ófáanleg um skeið, en
virðist nú vera að ná fyrri vinsældum.
Sometimes You Win”(Dr. Hook) fellur
nokkuð að vinsældum frá síðustu
könnun á mánudaginn. Skýringin er sú
að hún varð uppseld hjá innflytjanda.
Önnur sending er nú komin og er unnið
að dreifingu hennar.
Við könnunina, sem gerð var í gær,
er byggt á sölu í tíu hljómplötuverzlun-
um í Reykjavík, Akureyri, Vestmanna-
eyjum, Keflavik og á Akranesi. -ÁT
Tíu vinsælustu plöturnar
1. LJÚFALÍF................
2. JÓLASNJÓR...............
3. STRING OF HITS..........
4. SANNAR DÆGURVÍSUR.......
5. OFFTHEWALL..............
6. GREATEST HITS...........
7. THEWALL.................
8. ONTHERADIO..............
9. BRÁÐABIRGÐABÚGÍ.........
10. KATLA MARÍA.............
..............Þú og ég
......Ýmsir flytjendur
............. Shadows
.............Brimkló
..... Michael Jackson
Electric Light Orchestra
............Pink Floyd
......Donna Summer
.....Spilverk þjóflanna
...........Katla María
sérflokki
verk og þá einkum ævisögur. Ekki
reyndist unnt að gera sams konar lista
yfir barnabækur, til þess var dreifingin
á hina ólíku bókatitla allt of mikil. Þó
virðist sem strumparnir ætli að skera
sig nokkuð úr og hafa viðast hvar selzt
mjögvel. -GAJ
Skáldsögur
1. Undir kalstjörnu, Sigurður A.
Magnússon.
2. Hvunndagshetjan, Auður
Haralds.
3. Ég sprengi kl. 10, Alistair Mac-
Lean.
4. Fílaspor, Hammond Innes.
5. Dómsdagur, Guðmundur Daníels-
son.
6. Guði gleymdir, Sven Hazel.
7. Unglingsvetur, Indriði G. Þor-
steinsson.
8. Kapteinn Cook, Alistair Mac-
Lean.
9. Fjallavirkið, Desmond Bagley.
10. Leyniþræðir ástarinnar, Teresa
Charles.
Ævisögur
1. Miðilshendur Einars á Einarsstöð-
um.
2. Á brattann, ævisaga Agnars
Kofoed-Hansens.
3. TryggvasagaÓfeigssonar.
4. Fyrir sunnan, Tryggvi Emilsson.
5. Þeir vita það fyrir vestan, Guðm.
G. Hagalín.
6. Steingríms saga (Steinþórssonar).
7. Móðirmínhúsfreyjan.
8. Aldnir hafa orðið.
9. Þrautgóðir á raunastund.
10. ValvaSuðurnesja. -GAJ
Bókarkápa Kalstjörnu Sigurðar A. Magnússonar.
Sigmund þarf ekki nema nokkur strik til að taka af
skarið um það sem menn vildu sagt hafa. S/ík eldsnögg
viðbrögð hugar og handar eru náðargáfa.
Við höfum skopmyndir hans fyrir augunum daglega, og
mannlífið er stórum fátœklegra þá sárafáu daga, þegar
engin mynd birtist eftir Sigmund. Stíll hans er ákaflega
persónulegur og sérstœður, og tilfyndnin með eindœmum.
Það er því mikill fengur að þeirri bók, sem nú kemur
fyrir almannasjónir með ýmislegt af því besta sem
Sigmund hefur teiknað.
Meðal annars eru í bókinni úrval mynda Sigmund úr
landhelgisstríðum Islendinga.
,,Ó, er ekki
tilveran dásamleg
ÍCE LANP
STj'órnín:
Erfitt að vera þorskur í dag
PRENTHUSIÐ