Dagblaðið - 13.12.1979, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
21
Gætirþú oröið
góður yfirmaður?
—Ákveðnir eiginleikar eru nauðsynlegir: réttsýni, bjartsýni,
taumhald á titfinningum ogfyrirhyggja,
auk sérf ræðilegrar þekkingar á starf inu
Dreymir þig um að stjórna fólki
frekar heldur en að vera sá sem þarf
að hlýða skipunum frá öðrum? Ef þú
ert að velta fyrir þér að taka að þér
mannaforráð skaltu leysa úr
spurningunum hér á eftir og athuga
hvort þú sért hæfur til starfans. —
Það gæti komið í ljós að þér hæfði
betur að halda áfram að taka við
fyrirmælum frá öðrum.
1) Einhver sem er yngri en þú í starfi
fær hugmynd sem er betri en þín
eigin.
a. Yrðirðu svolítið svekktur en
óskaðir honum samt sem áður til
hamingju með góða hugmynd?
b. Reyndirðu að finna einhvern
galla á hugmyndinni?
c. Yrðirðu glaður yfir að eiga svo
hugmyndarikan starfsfélaga og
nemanda?
2) Skýrsla frá vinnufélaga þínum
væri illa unnin.
a. Reyndirðu að lagfæra hana?
bi Létirðu í ljósi vandlætingu þína?
c. Bæðirðu hann um að vinna
skýrsluna upp á nýtt?
3) Drukkinn vinnufélagi segir þér
til syndannaí „jólaboðinu”.
a. Mundir þú segja: Takk
sömuleiðis?
b. Brosa, en hugsa samt þitt ráð?
c. Ákveða að ræða betur um málið
þegar runnið er af vinnufélagan-
um?
4) Þú rekst á blaðagrein um hvernig
atvinnuhættirnir munu þróast á
næstu tiu árum.
a. Fyndist þér það áhugavert en ekki
gagnlegt?
b. Asnalegir spádómar og einskis
nýtir?
c. Gætu verið gagnlegar uþplýs-
ingar?
5) Þú gefur áríðandi fyrirskipun sem
ekki er farið eftir.
a. Létirðu þann sem óhlýðnaðist fá
það óþvegið?
b. Láta þér fátt um finnast og gera
verkið sjálfur?
C. Skeggræða við vinnufélaga þína
um hvernig komast mætti hjá
slíku í framtíðinni?
6) Telur þú að fyrirtæki sem græðir
vel á áhættusamri ákvörðun sé:
a. Aðeins heppið?
b. Aðeins sé verið að framkvaema
hluti sem öll nýtízku fyrirtæki
eigi að gera?
c. Þetta hafi verið dýrmæt reynsla,
jafnvel þótt þeim hefði mis-
tekizt?
7) Ef þú þyrftir að segja upp starfs-
fólki, myndirðu þá:
a. Segja upp þeim afkastaminnstu í
fyrirtækinu?
b. Biðja starfsfólkið um tillögur í
sparnaðarátt?
c. Segja upp þeim sem starfsfólkið
stingur upp á að verði sagt upp?
8) Ef salan í fyrirtækinu er á
niðurleið, myndirðu þá:
a. Reynaaðminnkakostnaðinn?
b. Eyða meiru fé í auglýsingar?
c. Ekki aðhafast neitt?
9) Starfsmanni í fyrirtækinu tekst
mjög vel upp. Myndirðu:
a. Hælahonum?
b. Hæla honum, en bæta við at-
hugasemdum um hvernig hefði
mátt gera enn betur?
c. Hæla honum, en geta jafnframt
um ástæðuna fyrir velgengninni?
10) Ef þér byðist að gerast starfs-
maður í nýju fyrirtæki, vildirðu þá fá?
a. Há laun og launatryggingu?
b. Lægri laun og hlutdeild í
hagnaðinum?
c. Lægri laun og eignaraðild að
fyrirtækinu?
11) Ef þú ert í vondu skapi,
myndirðu þá:
a. Láta það bitna á starfsfólkinu, án
þess að gera þér grein fyrir því?
b. Sitja á þér, þar til þér er runnin
reiðin?
c. Sleppa þér og biðjast síðan
afsökunar?
12) Vandamál blasa augljóslega við
þeim iðnaði sem fyrirtæki þitt
stundar. Myndirðu:
a. Rannsaka málið?
b. Álíta að vandamálið hefði alltaf
verið fyrir hendi?
c. Álíta að þetta væru óvið-
ráðanlegar aðstæður sem ættu
sök á vandamálunum?
A B C D
1. a,2 2. a,3 3. a,3 4. a,2
b,l b,l b,2 . b,l
c,3 c,2 c,l c,3
7. a,l 8. a,l 5. a,3 6. a,l
b,3 b,3 b,2 b,3
c,2 c,2 c,l c,2
9. a,2 12. a,3 11. a,3 10. a,l
b,l b,2 b,l b,3
c,3 c,l c,2 c,2
Sérhver dálkur hér að ofan sýnir
mismunandi hæfileika sem eru
nauðsynlegir til þess að geta talizt
góður yfirmaður: A-réttsýni, B-bjart-
sýni, C-að hafa taumhald á tilfinn-
ingum sínum, D-fyrirhyggja.
Leggðu saman hvern dálk fyrir sig
og athugaðu síðan hæfileika þína til
y firmannsstar fans.
Möguleg stig í hverjum fiokki eru
3—9. Athugaðu í hvaða fiokki þú ert
með hæstu einkunnina.
Ef þú ert með 9 í A-fiokki ertu rétt-
sýnn. Ef þú hefur 8 eða 9 í B-flokkin-
um tekst þér að sigla framhjá
mörgum erfiðleikum. Bjartsýni er
nauðsynleg til þess áð fyrirtækið
gangi vel.
Ef þú færð 8 eða 9 í C-dálkinum
bendir það til þess að þú sért mjög til-
finninganæmur, sem er ekki talinn
æskilegur eiginleiki yfirmanns.
Ef þú færð 8 eða 9 í D-dálkinum
sýnir það að þú veizt nokkuð vel um
það sem á eftir að gerast. Það gengur
upp og ofan hjá flestum fyrirtækj-
um, en ef þú veizt nokkurn veginn
fyrirfram hvernig ástandið verður
tekst þér betur að stjórna og sigla
framhjá skerjum á veginum.
Allir fjórir eiginleikarnir eru
nauðsynlegir til þess að geta verið
góður stjórnandi, fyrir utan að hafa
þekkingu á því starfi sem um ræðir
hverju sinni.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar kennarastöður
Vegna forfalla eru lausar til umsóknar kennarastöður við
Nýja hjúkrunarskólann. Umsækjendur þurfa að geta hafið
störf við skólann í janúar eða febrúar nasstkomandi.
Til greina kemur ráðning í hálfa stöðu. Skólastjóri gefur
allar upplýsingar um kennslugreinar og starfsaðstöðu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf skulu
sendar ráðuneytinu fyrir 30. desember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið
BlLRÚÐAN
SKÚLAGOTU 28
SiMAR 25755 0G 25780
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er
15. desember. Ber þá að skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu
í þríriti. Fjármálaráðuneytið
10. deaember 1979..
r
&ba
• GOSDRYKKJAMARKAÐUR
• ÁVAXTAMARKAÐUR
• KJÖTMARKAÐUR
Opið kl. 14-18
virka daga,
föstudaga 14—20,
laugardaga eins
og leyft er
í desember.
SPARIMARKAÐURINN
AUSTURVERI
NEÐRI BÍLASTÆÐISUNNAN HÚSSINS