Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. „Ég hef alið allan minn aldur i sveit og þetta er i fyrsta sinn sem ég hef heyrt getið um trýni á kúm,” segir bréfritari. DB-mynd Ragnar Th. J.G. skrifar: í franska sakamálaþættinum „Hefndin gleymir engum”, sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkvöldi, 4. des., greindi frá manni nokkrum sem var á ferðalagi með blindri konu. Hann lýsti fyrir henni því sem bar fyrir augu, og m.a. sá hann rauð- brúna kú á beit, og svo kom á skerm- inn þessi minnisstæði texti: Kýrin er með hvítt trýni. Ég hef alið allan minn aldur í sveit og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt getið um trýni á kúm. Svo lengi lærir sem lifir. Hins vegar hefur verið' algeng málvenja að tala um granir á kúm en trýni t.d. á hundum. Vera má að textaþýðandi hafi haft í huga kú með hvíta blesu en lítið bætir það úr skák. Textaþýðendur sjónvarpsins virðast oft eiga talsvert mikið ólært þó lærðir séu. Um nokkurt skeið hefur vaðið upp orðið útvíkkun og er þá átt við aukna umsetningu á ýmsum sviðum. Nú er þetta að vísu gamalt og gott orð en hefur einkum verið notað af Ijós- mæðrum og læknum í sambandi við fæðingar. Ekki hef ég orðið þess var að málfræðingar okkar hafi amazt við orðinu útvíkkun í þess nýju merk- ingu enda virðast þeir haldnir þeirri áráttu að leggja blessun sína yfir hvers kyns málskrípi ef búið er að nota þau um nokkurt skeið og þau farin að festast í málinu. Kannski verður þess ekki langt að bíða að málfræðingar okkar telji ný- yrðið trýni á kúm æskilega útvíkkun á „ástkæra, ylhýra málinu”. Spurning dagsins Er verð á tóbaki og áfengi of hátt? Jón Guðmundsson: Þetta er orðið al- veg hryllilegt! Það er ekki einu sinni hægt að fá sér dálitla jólaglögg til hressingar. Raddir lesenda Bjóðum írans- keisara hæli á íslandi Grandvar skrifar: Vegna fréttar um það erlendis frá, að ísland hafi bætzt í hóp þeirra ríkja, sem vildu veita íranskeisara landvistarleyfi, þykir mér rétt að bæta við eftirfarandi — og ætla ég, að talað sé fyrir munn margra íslend- inga. Hafa íslendingar ekki ávallt þótzt bera umhyggju fyrir þeim, sem of- sóttir eru? Hver er munurinn á þess- um umrædda manni og fjölskyldu hans og t.d. þeim öðrum, sem land- flótta eru, svo sem þeim, er orðið hafa að flýja frá Austur-Evrópu og Sovétríkjunum vegna ógnarstjórnar þar? Þeir sem mæla bót þeirri ógnar- stjórn, sem nú hefur tekið við í íran og segja, að hún eigi rétt á sér, mæla ekki af heilum huga. Eða hvað? íranskeisari lét mjög margt gott af sér leiða á valdatíma sínum fyrir land og þjóð. Hann vildi „opna vestur- gluggann” eins og einn liðinn ráða- maður Rússlands vildi gera. Hann jók frelsi kvenna, þeim til ómældrar gleði, því þær voru áður og svo aftur nú undir ógnarstjórn Khomeinis hinir kúguðu í landinu. Keisarinn vildi koma á vestrænu skipulagi í uppbyggingu lands síns og var kominn vel áveg. Við íslendingar höfum átt talsverð viðskipti við íran, einmitt meðan keisarinn var við völd og var íran fjórði stærsti viðskiptaaðili okkar í Asíu, áeftir Japan, Kína og Indlandi. Ekki var þá nein hegða af okkar hálfu að efla viðskipti við stjórn keis- arans! Hefur eitthvað breytzt af okkar hálfu, eftir að hann fór frá? Einn af þekktustu klerkum okkar var boðinn til írans á mikla hátíð þar í landi fyrir nokkrum árum, og bar hann landi og þjóð vel söguna — undir stjórn íranskeisara. Það er ekki réttmætt af núverandi forsætisráðherra að segja í blaðavið- tali, að hugmyndin um landvist Iranskeisara hér sé fráleit, t.d. vegna skorts á boðlegu húsnæði og póli- tiskri hlið málsins. Keisarinn gæti sem bezt komið sér upp sínu eigin húsnæði hér fyrir sig og sitt fylgdarlið. öryggisráðstafanir hér eru einmitt auðveldar og óvíða væri öryggi hans tryggara en hér, sökum fjarlægðar frá óvinveittum aðilum. Eftirlit með utanaðkomandi aðilum til landsins er tiltölulega auð- Allt til hljómfíutnings fyrir: HEIMIUD - BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ ARMULA 38 SIMAR ilmtilu motjin 105 REYKJAVIK 83177 POSTHOLf 1366 velt og fer ekki framhjá útlendinga- eftirliti hverjir koma hér og í hvaða tilgangi. Með tilliti til alls þessa og hins, að við höfum átt gott samband og við- skipti við íran, meðan keisarinn var við völd, svo og vegna hinnar víð- frægu mannúðar íslendinga (eða er ekki svo?), ættum við að bjóða keis- aranum hæli hér. Eða eru ekki allir jafn-ofsóttir? „íranskeisari lét mjög margt gott af sér leiöa fyrir land og þjóð,” segir bréfritari. AHt aö því endalausir mögu/eikar. fáanhgar wmmmm superstjarna * m I Asta Ólafsdóttlr: Það er allt í lagi að hafa þetta verð. Menn reykja þá og drekka kannski eitthvað minna. Halldór Pétursson: Ég nota þennan varning lítið og læt mér i léttu rúmi liggja hvað hann kostar. Steinþóra Guðmundsdóttir: Nei, það má þó ekki vera hærra en þegar er orðið. Erla Guðjónsdóttir: Mér er alveg sama, verðið mætti vera hærra. Elin Guðmundsdóttir: Nei, það má jafnvel hækka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.