Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. ÁSGEIR TÓMASSON Kaupa blankir menn skeiðar á 64 þúsund? Það hlýtur að vera eitthvað málum blandið að lands- menn, — í það minnsta höfuðborgarbúar, séu eitt- hvað blankir þessa dagana! í jólakauptíðinni sem núna stendur sem hæst er rífandi sala í svokölluðum jóla- skeiðum en þær kosta í dag 21.900 kr. Skeiðar þessari kostuðu 9.800 kr. í fyrra og í hittiðfyrra kostuðu þær 4.500 kr. Mikil verðbólga það. Hingað til lands eru einnig fluttar danskar „ársskeiðar”. Þær hafa einnig selzt mjög vel en hvert stykki af þeim kostar hvorki meira né minna en 64.000 kr. — Þær eru upp- seldar — en eru væntanlegar aftur! 34.500 KRÓNA SEKT FYRIR AÐ ... aftur í hár saman.... Það kom í þessum dálki um dag- inn, að Guðni í Sunnu hefði fengið umboð hjá SÍF fyrir löndin við Karíbahaf og eyjarnar þar. Haft er fyrir satt að sumir bíði nú spenntir eftir þvi, hvort Ingólfur í Út- sýn fái saltFiskmarkaðina við Mið- jarðarhafið og Spán. Þar með væru þeir Ingólfur og Guðni aftur komnir í hár saman .... kvœði og gömul skozk Ijóð eftir þekkta og óþekkta höf- urxda. — Síðar var verkið út- sett fyrir blandaðan kór og er það einmitt hún sem Passíu- kórinn notar. Einsöngvarar með kórnum verða Lilja Hallgrímsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Monica Abendrot, hörpuleik- ari Sinfóníuhljómsveitarinnar, leikur með. Stjórnandi Passíukórsins er RoarKvam. Gefur út sína fyrstu Ijóðabók 88 ára gamall AKA YFIR Á RAUÐU LJÓSI Framlag forsetans Það var ekki aðeins Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra sem borgaði boðsmiðana sína á Jólakons- ert ’79 i Háskóiabíó (og raunar kom hann ekki þegar til kom). Forseti íslands og kona hans sóttu hljómleik- ana. Þegar forseti var á leið í salinn fór hanh í vasann, dró upp 10 þúsund krónur fyrir tveimur miðum, rétti forsprakka hljómleikanna og sagðist þar afhenda sitt framlag. Forsetahjónin — og ráðherrar — virtust skemmta sér vel á hljómleik- unum en þótti að vonum lOOdecibila hávaðinn misgóður. Ellert fylgist með Frambjóðendur kepptu um hylli á . vinnustöðum fyrir kosningarnar, sem alkunna er. Nokkrir gengu enn lengra og fóru á heimili manna, líkt eins og prestar hafa talsvert stundað í kosn- ingabaráttu. Segir sagan að Ellert B. Schram haft knúið dýra á þriðju hæð í fjöl- býlishúsi í Háaleitishverfinu. Þar_____ opnaði glæsileg kona í léttum morg- unslopp. Hún ljómaði þegar hún sá hver kominn var og hrópaði: ,,Nei —' Ellert! Er þetta ekki Ellert?” Ellert varð orðfall en náði sér brátt og játaði því, hver hann væri. Birti nú enn meira yfir konunni, þegar hún spurði: „Hvernig vissirðu að ég var flutt?” Árlegir aöventutónleikar Passíukórsins Stetngrimur Davíðsson. Ljósmynd af má/vorkl eftír öriyg Sfgurðsson listmálere. Myndin er máluð um svipað leytí og höfundur lét af störfum i Biönduósi fyrir tveimur áratugum, þi 68 ira að aUri. Óneitanlega telst það til tiðinda, að 88 ára gamall maður sendi frá sér ljóðabók og ekki sízt þegar um er að ræða hans fyrstu ljóðabók. Þetta hefur nú gert Steingrímur Davíðsson, fyrrverandi skólastjóri á Blönduósi. Fyrir skömmu kom út hans fyrsta ljóðabók, Haustlauf, ljóðmæli. Það er fjölskylda Stein- gríms sem gefur bókina út. Flest eru ljóðin frá síðari árum enda tók Steingrímur ekki að rækja þennan þátt vitsmuna sinna og til- ftnninga fyrr en á efri árum, þegar hann var setztur í helgan stein fyrir sunnan. í eftirmála bókarinnar segir Baldur Pálmason m.a. að Steingrímur slái ekki á ýkja marga strengi i kvæðum sínum. Þar séu umhyggja og ást til lands í fyrirrúmi, síðan bjartar minn- ingar og svo veðrabrigði og litbrigði náttúrunnar. Á langri ævi sinni hefur Stein- grímur unnið mikið að félagsstörfum og var m.a. heiðraður með riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir þau störf. Hann sat t.d. 30 ár í hreppsenfnd og var oddviti meira en hálfan þann tíma. - GAJ Gerirðu þér það að leik að brjóta umferðarlögin eða trassarðu að hafa bifreiðina í góðu lagi? Ef svo er, skaltu endilega lesa áfram. í Lögbirtingablaðinu fyrir rúmri viku voru birtar sektarheimildir lög- reglumanna og lögreglustjóra. Þar kemur meðal annars fram að ef búnaði ökutækis er stórlcga áfátt er leyfilegt að sekta eigandann um allt að 60.000 krónum. Brot á stöðvunarskyldu og bið- skyldu varðar sekt að upphæð 7000 krónur. Sé helztu stjórntækjum bifreiðar- innar áfátt, svo sem stýris- og bremsubúnaði, má eigandinn eiga von á 22.500 króna sekt. Sé handbremsa ekki í lagi er sektin 11.000 krónur. Ef ljósaútbúnaði er áfátt er leyfi- legt að sekta bifreiðarstjórann um 15.000 krónur. Hafi bifreiðarstjóri ekki ökuskír- teini sitt meðferðis verður hann 4500 krónum fátækari. Ef bílstjóri ekur án gleraugna, þrátt fyrir fyrirmæli um notkun þeirra, fær hann 6000 króna sekt. Hafi bílstjóri trassað að endurnýja ökuskírteinið fær hann fyrst 6000 Björgun Gröndals Það ber við hér sem annars staðar, að þekktir menn í opinberu lífi verða skotspænir rógbera. Einhverjir menn hafa staðið upp fyrir haus í því að koma drykkjuskaparóorði á Bene- dikt Gröndal forsætisráðherra. Alltaf verða einhverjir til að trúa, eins og eftirfarandi saga sýnir. Þegar ráðuneytismenn komust að því ákvæði laga, að ekki mætti hafa áfengisútsölur opnar á kjördegi, brugðust þeir hart við og létu loka verzlunum „Ríkisins” seinni kjör- daginn. Harður krati af eldri gerð- inni heyrði á tal manna sem ræddu tiltækið. Honum varðað orði: „Nei, er þetta virkilegt. Þetta hefur Vil-. mundur gert út af Benedikt. ” FLYTJA JÓLAVERK króna sekt. ] annað skiptið 9000 krónur og í þriðja sinn sekt að upp- hæð 15.000 krónur. Akstur gegn rauðu ljósi á götuvita varðar sekt að upphæð 34.500 krónum. Stöðvi ökumaður ekki við gang- braut má sekta hann um 22.500 krónur. Aki bílstjóri á 61—70 kílómetra_ hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 kílómetrar á klukkustund má hann eiga von á 18.000 króna sekt. Sé hraðinn ?1—80 kílómetrar hækkar sektin upp i 22.550. Á 81—90 kiló- metra hraða fær hann 34.500 króna sekt. Sé vanrækt að gefa hættumerki Nú kostar það orðið 34.500 krónur að vera i 81—90 kílómetra hraða þar sem leyfilegur himarkshraði er aðeins 50 km. DB-mynd: Sveinn Þormóðsson. EFTIR BRITTEN A Ceremony of Carols er aðalverkefnið á árlegum að- ventutónleikum Passíukórsins á Akureyri. Þeir verða haldnir I Stórutjarnaskóla á morgun, 14. desember og í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn. Einnig verða á efnisskránni ýmis jóla- lögogsálmar. Höfundur Ceremony of Carols er Benjamin Britten. Hann samdi verkið fyrir þrí- raddaðan drengjakór á árun- um 1939—42. í verkið notaði hann ensk og latnesk miðalda- Ljósmynd: Dagur, Akureyri. eða stefnumerki þar sem þörf er á fá ökumenn 6.500 króna sekt. Sé merki gefið án nauðsynjar er sektin 4.500 krónur. Er ekki rétt að fara að hugsa sinn gang aðeins? ^ I I I FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.