Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. ........... \i Karólína, Mozart og Bruckner Tónlafcar Sinfónfuh^ómavaKar íslands f Há- skólabfói 6. dasamber. Stjómandh Rainhard Schwarz. Einteltari: Jörg Damus. Varkafni: KaróMna Eirfcsdóttir: Notas; WoM- gang Amadous Mozart: Pfanókonsart nr. 20 í d-moK KV 466; Anton Bmckner Sfnfónfa nr. 1 f c-mol. Karólina Eiríksdóttir kvaddi sér hljóðs á þingi íslenskra tónskálda svo um munaði þetta kvöld og rödd hennar á áreiðanlega eftir að heyrast á þeirri samkomu bæði oft og vel eftir þetta „debut”. Hún kann þetta allt Verk þetta er prófverkefni og ber það ótvírætt keim af því. Það er eins og hún sé í því að sýna að hún kunni þetta allt saman. Tónskáldskapur Karólínu er að mörgu leyti vandaður. Hennar sterka hliö er hljóðfærasetn- ingin (instrumentationin). Hún er greinilega ekki eitt af þeim tónskáld- um, sem glamra allt á píanóið fyrst og færa síðan raddskrána eftir hand- bókum. Notes er mjög erfitt ryþmiskt og krefst góðs samleiks hljómsveitar- innar. Helsti galli þess er, að það er tæpast nógu lagrænt. Karólína má heppin teljast að fá hljómsveitar- stjóra á borð við Reinhard Schwarz til að stýra frumflutningi Notes hér heima. íslenskir áheyrendur mega hins vegar upp til hópa skammast sín fyrir að klappa eins og þeir væru með bómullarhanska á lófunum. Þunnskipuð hljómsveit Svo settist meistari Demus við hljóðfærið. Mörgum brá við að sjá hversu þunnskipaða hljómsveit hann ætlaði sér til stuðnings. En slíkur er háttur Jörg Demus, originalistans, sem manna þekktastur er fyrir óþreytandi leit að upprunalegri gerð tónverka þeirra er hann flytur. Margur reynir að apa eftir Demus og félögum, en oft verða slíkir tilburðir lítið annað en þokkalegasta yfirklór yfir beint fúsk og er einungis til að spilla fyrir tilraunum heiðarlegra listamanna eins og Demus. Það var eins og hljómsveitarmennirnir okkar tvíefldust við traustið og skiluðu síriu hlutverki með prýði. Um hlut einleik- ara og hljómsveitarstjóra þarf ekki að fjölyrða. Stuttur Bruckner utanbókar Bruckner sinfóníur njóta mikilla vinsælda alla jafna hjá músíkstúdent- um. Þær eru margar svo langar að þær^tanda einar á efnisskrá „,stóru hljómsveitanna”, sem þýðir ekkert hlé, og til hvers þá að koma? Reynist þá jafnan margt áskriftarsætið autt og kærkominn lúxus fyrir þá sem annars fylla stæðin. Margir tónleika- gesta virtust þekkja þessa hlið Bruckners og hurfu í hléi, en yfirsást að Linzer Sinfónían tekur ekki nema rétt rúma þrjá stundarfjórðunga í flutningi. Þeir burthlaupnu misstu þar með af sögulegum flutningi þess- arar ágætu sinfóníu hér. Hljómsveit- in stóð sig með stakri prýði. Hvernig á annars öðru visi að fara undir stjórn slíks afburða stjórnanda og Reinhards Schwarz, sem lét sig ekki muna um að stýra verkinu eftir minni. Ekki einungis frábær slag- tækni heldur vinnubrögð hans öll hljóta að hvetja til þess að við sækj- umst eftir að fá hann sem fyrst, og sem oftast, hingað aftur til að stjórna. Karóllna Elríksdóttir (DB-mynd Hörflur) ✓ NY ÞJÓNUSTA Klippií heimahúsum Pantanasími 21781 eftir kl. 20.00. Á daginn á auglþj. DB, sími 27022. - H-20. KR/STJÁN RAKARAMEISTARI. í Sigtúni 13. desember. Enginn aðgangseyrir. HEFST STUN DVÍSLEG A KL. 20:30 Framsóknarfélag Reykjavíkur. Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur jólauppskriftir fyrir 6. 3RJUPUR M/BRÚNUÐUM KARTÖFLUMOG WALDORFSALATI. Skolið 9 stk. hamflettar rjúpur ásamt innmat í köldu vatni og þerrið vel. Kryddið með salti og pipar. Brúnið rjúpurnar ásamt innmatnum vel á pönnu og setjið hvoru tveggja í pott. Steikið beikon og látið lítið eitt af vatni á pönnuna. Sjóðið smá stund til að fá góða steikingarbragðið með. Hellið þar nœst soðinu í pottinn ásamt vatni sem þarf að fljóta vel yfir rjúpurnar. Sjóðið við vcegan hita í 1 klst. Ath. að innmatinn á að sía frá eftir suðu. Siið nú rjúpnasoðið og bakið sósuna upp með smjörbollu sem er 100 g brœtt íslenskt smjör og 75 g hveiti. Bragðbætið sósuna með salti, pipar, kjötkrafti, rifsberjahlaupi og rjóma. WALDORFSALAT. (EPLASALAT) 2-3 epli/100 g majonnes/1 dl þeyttur rjómi/50 g saxað selleri/50 g saxaðar valhnetur/Þurrt Sherry/Sykur. Afhýðið eplin, takið kjarnann úr og sneiðið í teninga. Setjið majonnes, stífþeyttan rjóma og selleri saman við. Bragðbætið með Sherry og sykri. Skreytið salatið með valhnetunum. Geymið í kæli í 30 mín. BRÚNAÐAR KARTÖFLUR Brœðið smjör á pönnu, bœtið sykri saman við og látið freyða. Afhýðið kartöflurnar, bleytið þær vel í vatni, setjið á pönnuna og brúnið jafnt og fallega. 4FYLLTUR GRISAHRYGGUR M/SMJÖRSTEIKTUM KARTÖFLUM , OG EPLASÓSU.___________________ Takið 1 'h kg af nýjum grísahrygg og rekið fingurbreiðan pinna í hann endilangan til að auðvelda ykkur að fylla hann. Komið steinlausum sveskjum fyrir í rásinni eftir pinnann. Kryddið hrygginn með salti, pipar og papriku og komið lárviðarlaufum og negulnöglum fyrir. Brúnið nú hrygginn í ofnskúffu (við 175°C eða 350°F) ásamt 2 sneiddum lauhum, 2 söxuðum gulrótum og 1 söxuðu epli. Þegar hryggurinn er brúnaður er 'h líter af vatni bætt út í og þetta steikt saman í l'hklst. EPLASÓSA Síið soðið og bakið sósuna upp. Bragð- bœtið með pipar, 3ja kryddi, frönsku sinnepi, eplamús, örlitlu af púrtvíni, rjóma og kjötkrafti. SMJÖRSTEIKTAR KARTÖFLUR Notið helst smáar kartöflur, sjóðið þœr í léttsöltuðu vatni í 20 mín., kœlið og afhýðið. Brœðið íslenskt smjör á pönnu og hitið í því kartöflurnar. Stráið að lokum saxaðri steinselju yfir ásamt papriku. Hryggurinn er borinn fram með kartöflum, rauðkáli, smjörsoðnum baunum og eplasósu. Baunirnar eru hitaðar í íslensku smjöri ásamt fínt söxuðum lauk. Áætlið um 500 g af baunum á móti 1 lauk. Á jólunum hvarflar ekki að mér að nota annað en smjör við matseldina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.