Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
23
JoeJackson—FmTheMan:
Maður framtíðarinnar
Joe Jackson á bjarta framtið fyrir
höndum á tónlistarsviðinu. Hann er
góður lagasmiður. Textar hans eru af-
bragð og útsetningar smekklegar. —
Sömu lýsingarorð má reyndar heim-
færa upp á annan tónlistarmann og
samlanda Joe Jackson. Sá er Elvis
Costeilo. Þeir eru gjarnan bornir
saman og þykir margt líkt með lögum
þeirra og flutningi. Elvis er bölsýnis-
maður, en Joe er meiri grínisti og gerir
gjarnan grín aðsjálfum sér.
Joe og hljómsveit hans hafa sent á
markaðinn tvær LP plötur á þessu ári.
Sú sem fyrr kom út nefnist Look
Sharp. Til að byrja með gekk platan
sú ekki sérlega vel, en von bráðar tóku
útvarpsplötusnúðar hana upp á arma
sína, og þá var ekki að sökum að
spyrja. í Bandaríkjunum hlaut Look
Sharp einnig góðar viðtökur; hún náði
gullplötumarkinu.
KatíaMaríameðsínafyrstuplötu:
Kærkomin aödáendunum
KATLA MARlA
Útgafandi: SG-h|ómplö<ur (SG-1271
S4óm: Ólafur Gaukur
UpptökumafkJr Slguröur Amaaon
Útaatningar Ólafur Gaukur
Hljóðritun: Tóntaaknl, Raykjavic.
öðru hvoru koma á markaðinn
hljómplötur, þar sem börn eru í
aðalhlutverkunum. Mjög eru þessar
plötur misjafnar að gæðum, — allt
frá því að vera misheppnaðar upp í
ágætlega vandaða gripi. Mér heyrist
platan, sem hér er fjallað um, fyrsta
plata söngkonunnar Kötlu Maríu,
vera við meðallagið. Hún slær ekki
Ruth Reginalds við, en er betri en
margar þær „barnastjörnur” sem
sungið hafa inn á plötur á undan-
förnum árum.
Óvenjulegt er við þessa fyrstu
plötu Kötlu Maríu að á henni er ekki
að finna eitt einasta lag sem náð
hefur vinsældum hér á landi. Þau eru
öll spænskrar ættar með íslenzkum
textum eftir Guðmund Guðmundar-
son afa söngkonunnar. Ég kannast
ekki við þessi lög og get því illa dæmt
um útsetningar plötunnar, þar eð ég
veit ekki hvort Ólafur Gaukur hefur
fylgt upphaflegri gerð laganna. Alla
vega hljóma þau ágætlega eins og
þau koma fyrir á plötunni.
Fyrsta plata Kötlu Maríu er
áreiðanlega kærkomin öllum
aðdáendum hennar, sem horfðu og
hlustuðu á hana í barnatíma sjón-
varpsins i fyrravetur. Pollarnir
frændur mínir, sem allir eru skotnir í
henni, taka plötunni alla vega fegins
hendi. -AT-
HUÓMPLÖTU-
UMSAGMR
Eitt laganna á Look Sharp náði
miklum vinsældum bæði í Englandi og
Bandarikjunum og sjálfsagt víðar.
Lagið nefnist Is She Really Going Out
With Him? Ég held ég hafi heyrt þetta
lag leikið að minnsta kosti tvisvar í
islenzka útvarpinu!
Síðari plata Joe Jackson og félaga
hans er l'm The Man. Hún er ekki
síðri en sú fyrri; þar er að finna hvert
lagið öðru betra og ekki hafa textarnir
verið lakari. Eitt skemmtilegasta
dæmið um textagerð Joe Jakcsons er
að finna í laginu Don’t Wanna Be Like
That:
Some people think that they
know about some girls.
Some people think they’re cool.
And some girls think they know
about me.
Some girts think I'm some fool.
And American girls put their
tounge in your ear
When the talk on the telephone.
And the stars only come out
at night
Whcn the press and photographers
moan and groan.
And the Playboy centerfold leaves
me cold
And that ain’t ’cause I’m a fag.
So you playboys can just go play
with yourself.
That’s your style,
Cause that’s a drag.
Auðvitað eru plötur Joe Jacksons
ekki gallalausar. Þeirra mesti ókostur
er, hversu hrá tónlistin er. Fyrir bragðið
fælast þeir frá plötunum, sem ekki
hafa gaman af tónlist eins og hún
gerist einföldust. — Tm The Man var
tekin upp á hálfri annarri viku i litlu
stúdiói í Englandi, sem hljómsveitn
Lordi Blú Bojs taldi svo lélegt að hún
gæti ekki notað það til að hljóðrita
eina af plötum sínum. — En þrátt
fyrir allan einfaldleikann, standa lögin
og textamir vel fyrir sinu. Þau myndu
sóma sér vel i hvaða útsetningum ,em
væri.
-AT-
Laus staða
Staða rítara 1 skrifstofu Tæknlskðla Islands er laus dl umsðknar.
Laun samkvæmt launakerfl starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar menntamilariðuneytinu,
Hverfisgðtu 6,101 Reykjavik, fyrír 10. janúar nk.
Menntamálaráðuneytiö
10. desember 1979.
Bílasalan
Skeifan
Skerfunni 11 —
Mazda 323 station árg. 1979. Ekin Willys C. 55 árg. 1978. Gulur og
4000 km. Brúnsanseraöur, beinskipt- svartur, ekinn 12.000 km. 6 cyl., bein-
ur. Verð 4,6 millj. skiptur, vökvastýri. Verð 6,5 millj.
Símar84848 —
35035
Það skeður
hjá
Skeifunni
Bronco árg. 1973. Brúnsanseraður,
ekinn 122.000 km, 8 cyl. Sjálfskiptur,
vökvastýri, aflbremsur, útvarp, sport-
felgur, Lapplander dekk. Allur teppa-
lagður. Mjög sérstakur bill. Verð 4,5
millj.
Dömur athugið!
Hinar margeftirspurðu BA GG Y
buxurfást ná hjá okkur.
Hamtbbora
Fataverzlun
JHamraborg 14 Kópavogiv
m 4341
Það er
hagstætt
að verzla
í Hamraborg
Nýkomið
FALLEGT ÚRVAL AF
DÖMUPEYSUM
ÁALLAN ALDUR
NÁTTFÖT,
NÁTTKJÓLAR
OGNÆRFÖT V
ÁBÖRNIN /f
ÁSAMT
MIKLU
ÚRVALI
AF
ÖÐRUM
BARNA-
FATNAÐI