Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. berar skýrslur né greiðir neitt í opinbera sjóði. Allar tölur um þjóðartekjur eða tekjur einstaklinga á Ítalíu eru því vitlausar. Að vísu er vitað að svo er í flestum löndum, en ítalir eru sagðir slá flesta út í þessum efnum. Ástandið mun síður en svo neitt vera að batna og sá hópur á Ítalíu sem ákveðið hefur að segja sig úr lögum við hið almenna kerfi hefur sífellt stækkað á þeim 36 árum, sem þar hefur verið frjálst þjóðfélag eftir að Mussolíni var steypt frá völdum. Samkvæmt áliti sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna eru það í það minnsta sex milljónir ítala, sem aldrei komast á opinberar skýrslur þar i landi.Þeir greiða enga skatta af tekjum sínum, fá engar greiðslur úr hinu opinbera tryggingakerfi og eru ekki í neinum verkalýðsfélögum. Talið er að svona sé ástatt hjá nærri þriðjungi heildarvinnuafls á Ítalíu. Innanríkisráðherra landsins hefur viðurkennt að á hverju ári komi í ljós miklir peningar sem viðkomandi aðilar geti með engu móti gert nægilega grein fyrir. Samkvæmt núgildandi lögum sé hins vegar ekkert hægt að gera nema til- kynna viðkomandi lögregluyfir- völdum um málið, ef grunur leikur á að þarna hafi verið um að ræða fjár- muni sem eru fengnir með starfsemi við mannrán, vændi eða eiturlyfja- sölu. Staðreyndin mun vera sú að mjög stór hluti þessara svartamarkaðsfjár- muna kemur frá fólki sem starfar við ýmis störf utan hins opinbera kerfis. Dæmi eru tekin um viðgerðarverk við bifreiðir þar sem margfalt ódýrara er að fara til bifvélavirkja á litlum verkstæðum en á hin opinberu verkstæði umboðanna. Stundum er jafnvel um að ræða heilu bifreiða- samsetningarfyrirtækin, sem þá gjarnan selja á sama verði og opinberu fyrirtækin en bjóða þá mun betri gæði. Mikill hluti af framleiðslu ítalska vefjariðnaðarins er unninn í heima- húsum af börnum og húsmæðrum. Einn af forsvarsmönnum þess- arar greinar hefur sagt að rétt sé að gera sér grein fyrir að góð sam- keppnisaðstaða vefjariðnaðarins á alþjóðlegum mörkuðum stafi meðal annars af vinnuafli sem fái lægri laun en lög geri ráð fyrir. Þeir sem vilji berjast gegn þessu á- standi verði þá jafnframt að gera sér grein fyrir að þeir hætti þá at- vinnutækifærum þrjú hundruð þúsund manns og útflutningstekjum upp á um það bil 500 milljónir brezkra punda. Þeir sem vinna við þau störf sem svo lág laun fást fyrir hugsa sem svo að betra sé að hafa eitthvað að gera 'en ekkert. Vitað er að margir opinberir embættismenn í sveita- héruðum víðs vegar um Ítalíu látast ekki sjá þessa starfsemi. Tilraunir yfirvalda til að stemma stigu við starfsemi sem er utan við lög og rétt hafa verið kák eitt þegar bezt lætur. Allt of fáir starfsmenn eru við þau störf að uppræta þessa starfsemi og þeir sem eiga að gera það eru mis- jafnlega áhugasamir. Maurizio Valenzi borgarstjóri kommúnista i Napólí fyrirskipaði í fyrra að upprætt skyldi öll starfsemi smyglhrings þess sem stundar tóbakssmygl í stórum stíl til borg- arinnar. Hann dró þó fyrirskipun sína til baka þegar hann var upplýstur um að 60 þúsund manns í Napóli hefðu beint framfæri af þvi að svikja ítalska ríkið um sinn hlut af tóbaks- gróðanum. Þeir eru til sem segja að italska ríkið gæti ekki gengið ef kippa ætti fótunum undan allri þeirri starfsemi sem þar er rekin með ólöglegum hætti. m.......... ■■■» Óskráð og ólöglegt vinnuafl stendur undir miklum hluta ítalsks vefjar- iðnaðar. kosningabaráttunni. Steingrímur Hermannsson bar höfuð og herðar yfir stjórnmálaforingja þjóðarinnar vegna þekkingar sinnar á málum, mikillar yfirsýnar og vilja til að sam- eina þjóðina í samvinnu við lausn vandans. Þetta varð flokknum auð- vitað gífurlegur styrkur i baráttunni. Vinstri stjórn Úrslit kosninganna eru skýlaus yfirlýsing þjóðarinnar um að hún vill fá nýja vinstri stjórn. Hægri flokkur- inn vann nánast ekkert á, og má e.t.v. teljast sá eini, sem beiðveru- legan ósigur. Forystuflokkur vinstri stjórnarinnar, Framsóknarflokkur- inn, vann hins vegar glæsilegan sigur. Ótvíræðari yfirlýsingu um ósk þjóðarinnar að mynduð verði ný vinstri stjórn um efnahagsstefnu Framsóknarflokksins og undir hans forystu er vart hægt að fá. Framsóknarmenn báðu ekki unt þessar kosningar. Þeir sögðu allan tímann, að kosningar leystu ekki vandann. Það hefur líka komið á daginn, og stjórnarmyndunarviðræð- ur .geta orðið erfiðar og dregist á langinn. í Ijósi úrslitanna er hins vegar ekki úr vegi að framsóknar- menn ihugi þá tillögu, sem komið hefur fram í öðru síðdegisblaðanna, að þeir sendi krötum blómakörfu með þökk fyrir kosningarnar. GuðmundurG. Þórarinsson tök íslands varðandi það að þessi auglýsti opnunartími á laugardögum í desember samræmdist ekki ákvæðum í kjarasamningum, en þar segir ,að heimilt sé að halda verzlun- um opnum fyrsta laugardag i desember til kl. 18.00 (samkv. reglu- gerð Reykjavíkurborgar til kl. 16.00) annan laugardag til kl. 18.00, þann þriðja til kl. 22.00 og siðan á Þorláks- messu til kl. 23.00. Með öðrum orðum, samkvæmt kjarasamningi ber að loka verzlunum laugardaginn 22. desember kl. 12.00 á Jiádegi. Á þeirri forsendu mótmæltu V.R. menn. Til þess að leysa þetta vanda- mál varð það að samkomulagi milli Kaupmannasamtaka íslands og V. R. að í stað þess að loka verzlunum síðasta laugardag fyrir jól kl. 12.00 á hádegi samkvæmt kjarasamningi, skyldi hafa opið til kl. 23.00 en þess í stað loka verzlunum fyrsta laugardag í desember kl. 12.00 á hádegi í stað kl. 16.00. Hagstæð skipti Hér var því um hrein skipti að ræða, sem við hjá Kaupmannasam- tökunum gátum ekki séð annað en væru hagstæð fyrir alla aðila.kaup- menn, launþega og viðskiptavini. Ég vil í þessu sambandi taka fram að hér átti sér ekki stað neitt einkasam- komulag milli mín persónulega og forystumanns V.R. eins og greinar- höfundur vill láta í veðri vaka. Ég kallaði saman framkvæmdastjórn Kaupmannasamtaka Islands varð- andi þetta samkomulag og voru V Kjallarinn Gunnar Snorrason menn sammála um aö þessi lausn væri skynsamleg, þó svo að helzt hefðum við viljað að okkar fyrsta frétt um opnunartíma verzlana hefði mátt standa, en eins og áður er sagt gátu okkar viðsemjendur ekki sætt sig við það. Greinarhöfundur segir einnig að Kaupmannasamtök fslands hefðu hótað öllu illu, ef verzlanir hefðu opið til kl. 16.00 þann 1. des. Þetta er alrangt eins og flest i umræddri grein. Kaupmannasamtök íslands bentu sínum félagsmönnum á umrætt sam-. komulag og að annað væri brot á samningi. Fólk verður að átta sig á því, hvort sem það eru atvinnurek- endur eða launþegar, að taka verður tillit til löglega gerðra kjarasamn- inga, samþykktra á löglegum félags- fundi af þessu sama fólki. Ef þeir eru ekki virtir er eins gott að sleppa því að gera kjarasamninga og hver semji við sína. Það skaltek ið fram að þetta ákvæði í kjara- samningum um opnunartíma sölu- búða telur, að ég held, meirihluti kaupmanna að ekki eigi heima þar, aöeins í reglugerðum sveitarfélaga, og hafa forystumenn Kaupmanna- samtaka Íslands reynt að fá þetta ákvæði út en án árangurs. Okkar viðsemjendur halda fast við þaö að halda þessu ákvæði inni. En fyrst og síðast, meðan þetta ákvæði er í samningi ber viðsemjendum að fara eftir því skilyrðislaust. Fylgi Sjálfs- stæðisflokksins Greinarhöfundur lýkur grein sinni orðrétt á þennan hátt. „Og enn furðulegra. Þetta skeði daginn fyrir kjördag. Skyldi Sjálfstæðisflokkur- inn hafa grætt atkvæði á þessu tiltæki þeirra og yfirlýsingum? Þetta er ein ástæðan fyrir því (þótt í litlu sé) hvemig Sjálfstæðisflokkurinn reytir af sér fylgið fyrir klaufaskap. Það er ekkert sniöugt aö safna að sér og ýta undir uppgang verkalýðsrekenda og talsmenn hafta og banna í flokki sem telur sig vera að verja einstaklings- frelsi og frjálst framtak þ.á m. á viðskiptasviðinu, því flestir þessir forkólfar eru einungis talsmenn launþega meðan þeir eru á stökkpall- inum til Alþingis, borgarstjórnar eða annarra metorða." Svo mörg voru þau orð. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins reytist frá honum vegna þess að opnunartími sölubúða er styttur um 4 tíma i stað lengri opnunar á öðrum degi um 11 tíma, er það ekki traust fylgi. Ætli orsaka sé ekki að leita annars staðar, þvi miður, og ætti greinarhöfundur að gefa sér tíma til að leita orsakanna á öðrum stöðum. Ég veit ekki hvort greinarhöfundur á við mig sem einn talsmanna hafta og banna. Ef svo er vil ég segja þetta að lokum. Varðandi opnunartima sölubúða tel ég, að ákveðin ramma- reglugerð eigi að vera í gildi hjá sveitarfélögum, eins og nú er, eða jafnvel bundið i landslögum likt og hjá grannþjóðum okkar. Ástæðan fyrir því að ég er á móti algeru frjáls- ræði í opnunartíma sölubúða er sú, að með því skapast stefnuleysi og ringulreið, sem hefði þaö 1 för með sér að rekstrarkostnaður myndi stór- hækka og verölag að sama skapi. Því enginn borgar tilkostnað nema þeir sem kaupa vöruna. Þó svo að einhverjir telji sig ekki geta verzlað nema á helgum og keyri þá milli sveitarfclaga til að komast i verzlun, er ekki sanngjarnt að aðrir sem skipuleggja sín innkaup á.venjulegum búðartima, borgi hærra vöruverð hinna vegna, en hafa vcrður i huga að verzlanir hafa heimild til að hafa opið 18 tíma fram yfir 40 stunda vinnuviku. Mcð þessu cr ég ekki að scgja að núgildandi reglugerð sé eitthvcrt heilagt plagg sem ekki má endur- skoða. í timanna rás er það nauð- synlegt. Á þetta lít ég ekki sem höft og bönn, miklu heldur að hafa skipu- lag á hlutunum sem er nauðsynlcgt í þessu máli sem öðrum. Vona ég svo, að greinarhöfundur verði grand- varari í skrifum sinum eftirleiðis. Ofannefnd grein er skrifuð undir dulnefninu „Grandvar”. Hér er því um nafnleysingja að ræða, eða huldumann, sem skammast sín fyrir skoðanir sínar. Ég legg ekki í vana minn að svara nafnleysingjum, en geri það i þetta sinn, vegna hinna mörgu félags- manna sem hlut eiga að máli hvað lokunartímann snertir. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands. „Hagstæð skipti fyrir alla aðila, kaup- menn, launþega og viðskiptavini.” eftir nokkurt þóf. Framsóknarmenn gerðu sér Ijóst, að slík skattahækkun var ekki líkleg til vinsælda, en stóðu þó fastir á því að greiða ekki úr ríkis- sjóði fé, sem ekki var til. Siðasta búvöruverðshækkunin var mjög umdeild. Hækkunin var sam- þykkt í ríkisstjórn, en málgögn A- flokkanna lýstu því, að þeir væru mjög óánægðir með þessa afgreiðslu. Þeir hefðu nánast neyðst til að af- greiða þessa hækkun og bæru ekki ábyrgð á henni. Framsóknarflokkurinn stóð að þessari hækkun og skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð. Hækkun bú- vara fer eftir ákveðnum reglum eins og vísitöluhækkun á laun. Annað- hvort verða menn að fara eftir slíkum reglum eða breyta þeim. Þær máekki brjóta. Frathsóknarflokkurinn hafði borið fram tillögur á Alþingi um breytingar á þessum reglum og beina samninga bænda við ríkisvaldið. Aðrir flokkar komu í veg fyrir þessar breytingar. Þessi mál og fleiri lýsa afstöðu framsóknarmanna í ríkisstjórn. Þjóðarhagur sat í fyrirrúmi, þótt flokknum væri ljóst, að hann aflaði sér ekki vinsælda heldur þvert á móti tefldi fylgi sínu í tvísýnu. Fram- sóknarmenn völdu ekki auðveldustu leiðina, heldur börðust gegn straumnum. Það hlýtur síðan að verða öðrum stjórnmálaflokkum og einstökum stjórnmálamönnum hvatning til að taka á málum af ábyrgð, að þjóðin mat þessi vinnubrögð Framsóknar- flokksins og- hann vann sigur í kosn- ingunum. Stefnan Framsóknarmenn lögðu fram fyrir kosningar ákveðnar tillögur í efna- hagsmálum. Tillögur sínar í verð- bólgumálum kynntu þeir fyrst í ríkis- stjórn, en ekki í fjölmiðlum. Það gerðu þeir vegna þess að þeir töldu þá meiri von um að samstaða næðist. Framsóknarmenn töldu, að ef þeir legðu tillögur sínar fram i fjölmiðlum fyrst myndu A-flokkarnir verða að leggja líka fram tillögur og ógjörn- ingur gæti reynst að ná samstöðu á eftir. Þess vegna lögðu framsóknarmenn tillögur sinar fram í ríkisstjórn og af- söluðu sér áróðursstöðu, sem þeir hefðu getað fengið með því að blása tillögur sinar upp í fjölmiðlum. Þetta gerðu framsóknarmenn vegna þess að þeir töldu það best þjóna þjóðar- hag. Þegar svo ríkisstjórnin sprakk, lögðu framsóknarmenn tillögur sínar fram fyrir þjóðina. Tillögurnar byggðu á viðtæku samkomulagi um kjara- og verðlagsmál. Gunnurinn er, að grunnkaupshækkanir verði ekki á áripu 1980, og hámark verði sett á ársfjórðungslegar hækkanir á verð- lagi vöru og þjónustu og launa. Sér- Kjallarinn GuðmundurG Þórarinsson stakar aðgerðir veröi til að vernda kaupmátt lægstu launa. Framsóknarmenn vissu, að það var ekki sérstaklega vinsælt að segja mönnum, að þeir gætu ekki átt von á grunnkaupshækkunum 1980, en sögðu þjóðinni það þó fyrir kosning- ar og lögðu kapp á að kynna þessa stefnu sína. Forsenda þess að bæta lífskjörin i landinu er að ná verðbólgunni niður og það telja framsóknarmenn unnt, ef víðtæk samstaða næst um lausn þeirra. Þessi leið er þjóðinni því tvi- mælalaust fyrir bestu og sennilega eina leiðin út úr verðbólguógöngun- um. Forystan Framsóknarflokkurinn naut í þess- um kosningum styrkrar forystu sinn- ar. Fyrrverandi formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, nýtur, ef marka má skoðanakannanir siðdegisblað- anna, mjög mikils trausts meðal þjóðarinnar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur notið svo almennrar virðingar í lifanda lífi. Það liggur við, að menn verði að leita aftur til ævintýranna til að finna hliðstæður við vinsældir Ólafs Jóhannessonar. Hinn nýi for- maður flokksins stóð sig afburða vel i „Framsóknarmenn völdu ekki auöveld- ustu leiðina, heldur böröust gegn straumnum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.