Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. llii Khomeiní trúarleiðtogi í íran hefur sýnt athyglisverða hœfileika til að fá fólk til að fylkja sér saman. Frá Banda- ríkjunum berast þær fregnir að á einni viku hafi eitt hundrað þúsund manns þar keypt skotskífu þar sem andlit Khomeinís var miðpunkturinn. Joan Kennedy -og áfengisvandamálið Joan Kennedy, eiginkona Edwards Kennedy, hefur þurft að þola ýmislegt gegnum tíðina og á henni hafa dunið persónulegar spurningar. Þegar Edward tUkynnti framboð sitt til for- setakjörs á naesta ári lofaði Joan eigin- kona hans að hún skyldi kalla saman blaðamannafund og svara öllum þeim spurningum, sem fyrir hana yrðu lagðar. í síðustu viku lét hún verða af þess- ari ákvörðun sinni. Hún bauð heim til sín í Boston nokkrum blaðamönnum og svaraði flestöllum spurningum þeirra. Ég hef verið mjög veik kona, sagði Jcan meðal annars. Ég flúði ekki frá Washington vegna pólitískra blaða sem höfðu brennimerkt mig. Ég var heldur ekki bara að stinga af frá fjöl- skyldu minni. Ég hef verið sjúk kona og ég hef þarfnazt meðhöndlunar. Þessa meðhöndlun fékk ég ekki í Washington, það reyndi ég, en hún mistókst. Joan sagði ennfremur að hún hefði viljað búa út af fyrir sig á meðan hún ynni bug á áfengisvandamáli sínu. — Þið megið trúa því að ég hef haft það mjög erfitt.sagði hún. f dag finn ég að ég er ný manneskja. M.a. hef ég fundið hvar ég stend í lífinu. Auk þess skil ég nú betur vandamái annarra. Ég er orðinn þreytt á að heyra sífellt um ævintýri Teds. Ég er viss um að hann hefur sagt sannleikann um bíl- slysið og Mary Joe Kopechne. Annais ætti það að vera komið fram eftir tíu ár. Ég er mest hissa á hvemig Ted hefúr komizt i gegnum allt það sem gerzt hefur hjá honum. Slysið og bræður hans tveir. Ég lít framtiðina björtum augum. Ég tek lokapróf sem tónlistarkennari í maí og eftir það ætla ég að vinna af fullum krafti með manni mínum fyrir framboðið. Börnin okkar tvö, Klara 19 ára og Teddy yngri 18 ára, taka fri úr skólanum næstu önn til að hjálpa föður sínum við forsetaframboðið. Ted hefur sagt að hann hefði aldrei farið út í þetta án mín, segir Joan. Ég hugsaði mig um lengi áður en ég gaf honum svar mitt. Að sjálfsögðu er ég hrædd um að eitthvað komi fyrir hann. Börnin tala ekki um annað þessa dagana. Joan Kennedy ber ekki giftingar- hring sinn á meðan hún ræðir við blaðamenn. Hún var spurð af hverju. —Ég tók hann af mér eitt sinn þegar ég spilaði á píanó og ég tapaði honum, svaraði hún. Ef Ted vinnur verður það mitt fyrsta verk að kenna börnum mínum að leika á pianó, segir hún að lokum. SÚKKULAÐI VANILLA NOUGAT a dag kemur skapínu i lag Tízkan: Penslamöppur Margs konar penslar eru nú eitt af því sem er ómissandi fyrir þær sem mála sig. Það þarf pensil fyrir augnskuggann. fyrir varalitinn, fyrir kinnal'tinn og jafnvelfyrir andlitsfarðann. Nú hefur verið fundið ráð við öllu penslafarganinu. Mary Quant hefur sett á markaðinn rúskinnsmöppu þar sem finna má allar gerðir og stærðir af penslum. Ekki vitum við hvort slíkarpensla- möppur eru fáanlegar hér á landi en þær eru mjög hentugar fyrir þær sem ganga með snyrtivörurnar á sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.