Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 36
Viðsjár í herbúðum vinstrí manna: „Afstaða Stein- gríms einsdæmi segiróiafur RagnarGríms- sonum síðustutillögu Framséknar íþingforseta- málinu „Þetta er nokkurt einsdæmi, að maður, sem er að reyna að mynda stjórn, Steingrímur Hermannsson, krefjist forseta Sameinaðs þings fyrir sinn flokk,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðubanda- lagsins, í morgun um síðustu tillögur framsóknarmanna um kjör þingfor- seta. „Það lofar ekki góðu, ef fram- haldið verður svona,” sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar sagði, að það hefði komið fyrir einu sinni, 1971—74, að maður úr sama flokki hefði verið for- sætisráðherra og forseti Sameinaðs þings. En þá hafi verið persónulega verið að verðlauna Eystein Jónsson eftir 40 ára þingsetu með því að gera hann forseta Sameinaðs þings. Fyrir Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki liggur nú bréf frá Framsóknar- flokki, sent á níunda tímanum í gær- kvöld, þar sem stungið er upp á, að framsóknarmaður verði forseti Sam- einaðs þings. Alþýðubandalagið fái forseta neðri deÚdar og Alþýðu- flokkur forseta efri deildar. Alþýðu- flokkurinn hafnaði fyrr í gær tillögu Framsóknar um samstarf vinstri flokkanna þriggja við forseta- og nefndakjör, sem gekk út frá, að alþýðubandalagsmaður yrði forseti Sameinaðs þings. Alþýðubandalagsmenn segja, að sú afstaða Framsóknar sé skrýtin að stinga fyrst upp á alþýðubandalags- manni og síðan manni úr eigin flokki. Þeir benda á, að á þingi í fyrra átti Alþýðubandalagið forseta Sameinaðs þings. ,,Það litur ekki vel út með sam- komulag um forsetakjörið,” sagði einn þingmaður Alþýðuflokksins í morgun. Þingflokkur Alþýðuflokks- ins kemur saman klukkan hálf eitt i dag til að fjalla um bréf Framsóknar. Verði ekki samkomulag, getur afstaða alþýðuflokksmanna orðið á ýmsa vegu. Þeir gætu kosið sjálf- stæðismann forseta Sameinaðs þings eða setið hjá. Mögulegt er, að þing- fundum verði frestað. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði í morgun að æskilegt væri að allir flokkarnir næðu samstöðu í málinu þrátt fyrir dægurþrasið. Líta bæri á að samstarf um ríkisstjórn lægi ekki fyrir og væri verið að skapa fordæmi í þingsögunni við þetta kjör. -HH. „Ég vona að þetla verði mörgúm í okkar ktera landi til eftirbreytni, ” sagði Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, er hann tók við andvirði jólaeplanna. DB-mynd Ragnar Th. Gáfu andvirði jóiaeplanna til Kampútseu „í ár höfum við, nemendur í Mela- skóla, óskað eftir að mega gefa and- virði jólaeplanna okkar, sem er 45.000 kr., til Kampútseu-söfnunarinnar Brauð handa hungruðum heimi. Þannig segir m ,a. í ávarpi barna í Mela- Ólafurformaður þingflokksins? Ólafur G. Einarsson, varafor- maður þingflokks sjálfstæðismanna, er nú jafnlíklegur til þess að verða kjörinn formaður i stað dr. Gunnars Thoroddsen eins og Matth'tasarnir, Bjarnason og Mathiesen. Formaður þingflokks gegnir störf- um þar til nýr er kjörinn. Á þetta jafnt við um varaformann. Enn rikir alger óvissa um hvernig rikisstjórn verður mynduð, og þá ekki síður um hverjir þingmenn veljast til ráðherra- starfa. Meðal annars vegna þess hefur ekki verið talið vandalaust að ákveða formann þingflokks Sjálf- stæðisflokks. Margt fleira kemur þarna til athugunar, en sem fyrr segir gegnir dr. Gunnar Thoroddsen for- mennsku þar til annað ræðst. -BS. skóla, sem Kristján Andri Stefánsson, 12 ára, flutti er nemendur skólans afhentu Guðmundi Einarssyni, fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar gjöf sína. „Okkur er tjáð að fyrir þessa upphæð sé hægt að kaupa mjólk handa 23 börnum í eitt ár, en það samsvarar þeim fjölda sem er í einni bekkjardeild hér í skólanum,” segir i ávarpi nemendanna. Guðmundur Einarsson þakkaði gjöf- ina og lét í ljós að þetta frumkvæði barnanna mætti verða öðrum til eftir- breytni. -GAJ.j frjálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 13. DES. 1979. Lögregian á höttunum eftir horfnum manni Hafnarfjarðarlögreglan leitaði í gærkvöld og leitar enn að manni sem var einn á ferð í bláum Subarubíl með einkennismerkinu Ö-5803. Maðurinn er frá Keflavík en var staddur í Mosfellssveitinni i gær og kom síðast i apótekið í Þverholti þar efra. Fékk hann þar lyf er hann þarf að taka vegna sjúkdóms. Siðan hefur ekkert til mannsins spurzt og eftirgrennslan eftir bílnum hefur enn ekki borið árangur. Hefur þó verið fariðum Mosfellssveitina, Kjalar- nesið og víðar. Þeir sem séð hafa bifreiðina Ö-5803 eða ökumann hennar síðan um 6 i gær, eru beðnir að hafa samband við Hafnarfjörð, simi 5—15—66. -A.St. Söfnunarbaukamir streyma inn: Að meðaltali 14 þús.krónurí hverjumbauk „Það er komin mjög mikil hreyfing í söfnunina. Margir einstaklingar hafa gefið stórar upphæðir eins og 100 þúsund krónur. Baukarnir eru líka teknir að streyma inn og höfum við reiknað út að þeir hafi að meðaltali haft að geyma 14 þúsund krónur hver sem er talsvert meira en við áttum von á,” sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, aðspurður um gang söfnunarinnar Brauð handa hungruðum heimi. -GAJ. Tían byrjuð beina flugið — yfir Atlantshafið Flugleiðir hófu i gær beint flug með DC-10 breiðþotunni milli New York og Luxemborgar. Þotan hefur undanfarna daga verið i skoðun í New York eftir pílagrimaflugið en hefur nú hafið reglubundið áætlunarflug beint yfir Atlantshafið. Þotan fer siðan í dag til Baltimore og Chicago. Næstu tvo daga fer hún síðan frá Luxemborg til Bahama og þá aftur til New York. Vegna mikilla flutninga fyrir jólin hefur DC-8 þota verið sett á Norður- landaleiðir og er fyrsta flugið með slíkri vél þangað í dag. Þá má geta þess að önnur Boeing vél Flugleiða fer í dag leiguflug fýrir SAS frá Kaupmanna- höfn til Keflavíkur og síðan til Grænlands. í gær var gengið frá vinnu fyrir fjórar áhafnir á DC-8 þotunni TF FLC, sem leigð hefur verið til Cargolux. Áhafnirnar fljúga vélinni aðallega frá Charles de Gaulle flugvelli i París til vesturstrandar Afríku og stendur það flug í þrjá mánuði til að byrja með. Aukaflugferðir innanlands vegna jóla hefjast á laugardag og standa alveg framáaðfangadagjóla. .jh. Eitthvað hæg- arí verðbólga —segja sérfræðingar vinstrí f lokkanna í skjölum þeim sem fulltrúar vinstri flokkanna eru nú að glugga i gera sérfræðingar ráð fyrir að verð- bólgan verði ívið hægari næstu vikur en orðið var á tímabili í haust. Hraði verðbólgunnar á tímabilinu 1. ágúst til 1. nóvember var kominn yfir 80% á ársgrundvelli, ef reiknað væri með því, að sami hraði héldist í heilt ár. Þá, segja sérfræðingarnir, kom til mikil olíuverðshækkun, aukning söluskatts og vörugjalds og mikil verðhækkun á sykri og korn- vöru, auk margs annars. Nú telja þeir að heldur hafi verið kyrrlátara síðan 1. nóvember þrátt fyrir ýmsar áber- andi verðhækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin hefur setið á ýmsum hækkunum. Ef gert er ráð fyrir að þær hækkanir nái nú fram að ganga að mestú á næstu vikum telja sér- fræðingar : flokkanna í stjórnar- myndunarviðræðunum að verð- hækkanir frá I. nóvember til 1. febrúar verði 10—12%. Það mundi samsvara frá46,4 upp i 57,4 prósent- um á heilu ári, ef sú þriggja mánaða hækkun yrði talin halda áfram á sama skriði í tólf mánuði. ♦ Verðbólgan á árinu 1979 verður ekki langt undir 60%, samkvæmt síðustu tölum, þegar reiknaðar eru verðhækkanir frá ársbyrjun til ársloka. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.