Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 19
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrót Iþróttir Iþróttir Iþróttir 13. sigur Sten- mark í röð Ingemar Stenmark er ósigrandi í stórsviginu. í gær sigraði hann í keppni heimsbikarsins i Madonna di Campiglio á ítaliu og það var i 13. skipti i röð, sem Svíinn sigrar i stórsvigi heimsbikarsins. Afrek, sem er einstætt i sögu keppninnar og verður senni- lega aldrei bætt. Þá var þetta þriðji sigur Stenmark í keppni heimsbikarsins á þessu keppnistímabili. Það leit þó ekki út fyrir sigur Stenmark i gær. Eftir fyrri umferðina var hann i fimmta sæti — en í þeirri síðari stakk hann alla keppinauta sína af. Úrslit. 1. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, 2:49.71 2. Jacques Luthy, Sviss, 2:50.03 3. Bojan Krizaj, Júgóslavíu, 2:50.86 4. Hans Enn, Austurríki, 2:51.42 5. Odd Sörli, Noregi, 2:51.50 6. Peter Luscher, Sviss, 2:51.98 í stigakeppni heimsbikarsins hefur Stenmark nú 75 stig. í öðru sæti er Júgósiavinn Krízaj með 55 stig. Þá kemur Lu'thy með 41 stig. Steve Mahre,. USA, er í fjórða sæti með 31 stig og Hans Enn fimmti með 30 stig. Phil Mahre, USA, er sjötti með 27 stig. Forestí undanúrslitin Evrópumeistarar Nottingham Forest áttu ekki í erfiðleikum með að sigra West Ham í enska deilda- bikarnum í gærkvöld. Það var þó ekki fyrr en í framlengingu að Forest skoraði þrívegis. Fyrr í leiknum hafði þó verið um einstefnu á mark Lundúnaliðsins að ræða en Phil Parkes varði hvað eftir annað frábærlega í marki West Ham. Hins vegar voru það mistök hans í upphafi fram- lengingarinnar sem kom Forest á sporið. Hann hélt ekki knettinum eftir fyrirgjöf. John O’Hare skoraði Síðan skoruðu þeir Gary Birtles og Martin O’ M ’I Þetta var 23 leikur Forest í deildabikarnum án i.., — liðið sigraði í keppninni 1978 og 1979. Hins vegar var þetta fyrsti sigur liðsins í spx leikjum á Englandi — og reyndar fyrsti sigur liðsins frá því í umferðinni á undan í deildabikarnum. I undanúrslitum leikur Forest við Liverpool og verður lcikið heima og að heiman. Swindon er kom- ið i undanúrslit en Úlfarnir og Grimsby munu leika á þriðjudag í Derby um réttinn að mæta Swindon i undanúrslitunum. Á Skotlandi varð Dundee Utd. sigurvegari í deildabikarnum — sigraði Aberdeen, 3—0 á Dens Park, ieikvelli Dundee. Willie Pettigrew skoraði tvivegis fyrir Dundce Utd. á 15. og 66. mín. Paul Sturrock skoraði þriðja markið með skalla á 77 min. Þetla er fyrsti stórsigur Dundee Utd. i skozku knattspyrnunni en félagið varstofnað 1910. Malmö kaupir leik- mann f rá Blackbum Kunnasta knattspyrnufélag Sviþjóðar, Malmö FF, keypti f gær Timothy Parkin frá enska 3. deild- arliðinu Blackburn Rovers fyrir 35 þúsund sterlings- pund. Parkin er sóknarmaður en hefur litið leikið með aðalliði Blackburn. Þá eru allar líkur á því að Man. City selji Barry Silkman til Hafia i ísrael fyrir 50 þúsund sterlings- pund. Valur gegn Drott í Evrópukeppninni ,,Ég held við höfum góða möguleika að komast í undanúrslit i Evrópukeppninni — keppni meistara- liða og það var ánægjulegt að lenda á móti sænsku meisturunum Drott,” sagði Stefán Gunnarsson, fyrirliði íslandsmeistara Vals, þegar hann frétti í gær um niðurstöðu i drættinum í Evrópukeppninni i handknattleik. ,,Æ”, sagði Hannes Guðmundsson, stjómar- maður i Víking, þegar hann frétti að sænska liðið Heim hefði dregizt gegn Dankersen i Evrópukeppni bikarhafa. ,,Það var einmitt Dankersen, sem var efst á óskalista okkar ef við hefðum sigrað Heim,” sagði Hannes. Þeir Axel Axelsson og Jón Pétur Jónsson leika með Dankersen. Niðurstaðan í drættinum varð þessi. Keppni meistaraliða. Dukla Prag, Tékkóslóvakiu — Banyasz Tatabanya, Ungverjalandi. KFUM Frederica, Danmörku, — Atletico Madríd, Spáni. Partizan Bjelovar, Júgóslavíu, — Grosswallstadt, Vestur-Þýzkalandi. Grosswallstadt er núverandi meistari. Drott, Halmstad, Sviþjóð, — Valur, Reykjavík, ísland. Keppni bikarhafa. Borac Banja Luka, Júgóslaviu, — BSV Bern, Sviss. Dozsa Debrechen, Ungverjalandi, — Calipsa Ali- cante, Spáni. Gummersbach, Vestur-Þýzkalandi, — Slavia Prag, Tékkóslóvakiu. Heim, Gautaborg, Svíþjóð, — Dankersen, Vestur-Þýzkalandi. Fyrri lcikirnir í umferðinni verða háðir á tima- bilinu 21.-27. janúar en síöari leikirnir 27. janúar til 3. febrúar. íslandsmeistarar Vals leika fyrri lcikinn í Gautaborg. KRIBARATTUNNIUM MEISTARATITIUNN! —eftir sigur á Haukum í 1. deild karla íhandknattleik —Sigurmarkið skorað rétt fyrir leikslok Gifurlegur darraðardans var á fjölum íþróttahússins i Hafnarfirði lokasekúndurnar í leik Hauka og KR í 1. deildinni i handknattleik. Spennan þrúgandi og áhorfendur stóöu á fætur og hvöttu leikmenn sem mest þeir máttu. KR náði forustu með marki Björns Péturssonar úr vitakasti, þegar tvær mínútur voru til loka. Haukar sóttu og 25 sekúndum fyrír leikslok tókst Þórí Gislasyni að jafna fyrir Hauka. Jafntefli, sem hefði verið rétt- látustu úrslitln eftir hið mikla jafnræði, sem verið hafði i leiknum nær allan tímann, virðist blasa við. En Haukar Ottesen, stór-kr-ingur, var á annarri skoðun. Honum tókst að smjúga framhjá þremur varnarmönnum Hauka — komst frír inn á línu og sendi knöttinn örugglega framhjá Ólafi Haukar-KR 24-25 (14-14) ítlandsmótið I handknattleik, 1. daild karia. Haukar-KR 24-25 <14-14) i iþróttahútinu i Hafnarfirði 12. desember. Beztu leikmenn: Konráð Jónsson, KR, 8, Þórir Gisiason, Haukum, 7, Friðrík Þorbjömsson, KR, 7, Stefán Jónsson, Haukum, 6, Haukur Ottesen, KR, 6. Haukar. Ólafur Guðjónsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Stefán Jónsson, András Kristjáns- son, Höröur Harðarson, Ami Sverrísson, JúDus Pálsson, Ámi Hermannsson, Þórír Gislason, Svavar Geirsson, Sigurgeir Marteinsson, Guðmundur Haraldsson. KR. Pátur Hjálmarsson, Gísli Felix Bjamason, Ólafur Lárusson, Símon Unnsteinsson, Bjöm Pótursson, Fríðrík Þorbjömsson, Jóhannes Stefánsson, Þorvarður Höskuldsson, Krístinn Ingason, Konráð Jónsson, Haukur Geirmundsson, Haukur Otteson. Dómarar Guðmundur Kolbeinsson og Rögnvald Eriingsson. Haukar fengu sjö víti. Nýttu fjögur. Júlíus skaut I stöng, Pétur varði frá Þórí og Gisli Felix frá Þórí. KR fákk 5 víti. Nýtti fjögur. Ólafur Guðjónsson varði frá Ólafi Lárussyni. OLL ÞYZKU LIÐIN KOMUST ÁFRAM! — í UEFA-keppni í knattspymu í gær Veslur-þýzku knattspyrnuliðin voru mjög sigursæl i UEFA-keppninni í gær — öll fimm komust í áttaliða úrslitin. Slikt hefur aldrei gerzt fyrr að fimm lið frá sömu þjóð komist svo langt í Evrópukeppni i knattspyrnu. Hin þrjú liðin, sem komust áfram í gær, eru St. Etienne, Frakklandi, Lokomotiv Sofia, Búlgaríu og tékkneska liðið Zbrojovka Brno, sem sigraði Standard Liege, liðið. sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með, 3—2 í gær. 5—3 samanlagt í báðum leikjunum. Feyenoord tókst að sigra Eintracht Frankfurt í Rotterdam í gær með marki Jan Peters þremur mínútum fyrir leikslok. Það nægði þó skammt því Frankfurt sigraði í heimaleik sínum, 4—1. Pétur Pétursson og félagar hans hjá Feyenoord eru því úr leik. Úrslit í leikjunum í gær urðu þessi. í Stuttgart: Stuttgart, V-Þýzkalandi, — Grasshoppers Ziirich, Sviss, 3—0 (2—0), Mörkin Miiller 4 min. Martin 34 mín. og Kelsch 58 min. Áhorfendur 60 þúsund. Stuttgart vann samanlagt 5—0. í Kaiserslautern: — Kaiserslautern, V-Þýzkalandi, — Diosgyoer Miskolc, Ungverjalandi, 6—1 (0—0). Mörk Þjóðverja Neues (47 min.), Melzer (52), Brummer (62), Kaminke (66), Bongartz (78) og Stapel úr víti (90). Mark Ungverja. Borostyan (54). Áhorfendur 16.728. Kaiserslautern vann samanlagt 8—1. í Rotterdam: — Feyenoord, Hol- landi, — Eintracht Frankfurt, V- Þýzkalandi, 1—0. Jan Peters 87 mín. Áhorfendur 65 þúsund. Eintracht vann samanlagt 4—2. í Brno: — Zbrojovka Brno, Tékkó- slóvakíu, — Standard Liege, Belgíu, 3—2 (1—1). Mörk Brno. Jarusek, Kroupa og Jancecka. Mörk Standard Edström og de Matos. Áhorfendur 20.000. Brno vann samanlagt 5—3. í Kiev: — Dynamo Kiev, Sovétríkj- unum, — Lokomotiv Sofia, Búlgaríu, Óvænthjá Sao Paulo Sao Paulo kom mjög á óvart i- keppninni um Brasilíutitilinn í knatt- spyrnu I fyrrakvöld er liðið sigraði Flamengo 4—1 og sendi það þar með út úr keppninni. Fyrirkomulagið á brasil- ísku meistarakeppninni cr nokkuð ólíkt þvi er þekkist í Evrópu og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi undir lokin. Sao Paulo mun mæta Vitoria i úrslitunum um titilinn. 2—1 (2—0). Mörk Dynamo. Blokhin 41 mín. Khapsalis 44 mín. Lokomotiv Doichev 73 min. Áhorfendur 30 þúsund. Samanlagt 2—2 en Lokomotiv sigraði á útimarkinu. í Belgrad: — Rauða stjarnan, Júgó- slavíu, — Bayern Munchen, V-Þýzka- landi, 3—2 (2—0). Rauða stjarnan. Savic 4 mín. Petrovic 42 mín. og Repcic 50 min. Bayern Hoeness 68 og 73 min. Áhorfendur 90 þúsund. Bayern vann samanlagt4—3. í Salonika: — Aris, Grikklandi, — St. Etienne, Frakklandi, 3—3. Mörk Aris Zindros 24 mín. Pallas víti 84 min. Venos 87 mín. St. Etienne Larios 4 mín. Janvion 65 mín. Johnny Rep 80 mín. St. Etienne vann samanlagt 7—4. í Craiova, Rúmeníu. — Universit- tatea Craiova — Borussia Mönchen- gladbach, V-Þýzkalandi, 1—0. Áhorf- endur 40 þúsund. Markið Irimescu. Borussia vann samanlagt 2—1. Bor- ussia sigraði í UEFA-keppninni i vor. Heimsmet Vladimir Golovko, Sovétríkjunum, setti nýtt heimsmet i fjaðurvigt (60 kg flokki) i Frunze i Sovétrikjunum í gær. Hann jafnhattaði 166.5 kg. sem er hálfu kílói betra en eldra metið, sem Nikolai Kolesnikov, Sovétríkjunum, átti. Stórleikur íblakinu — Þróttur-UMFLíkvöld Það verður stórleikur i blakinu i kvöid i Hagaskóla. Annar úrslitaleikur mótsins en þá leikur Þróttur við Laug- dæli í 1. deild karla. Þetta eru einu liðin, sem hafa raunhæfa möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Bæði lið hafa tapað einum leik. Leikurinn hefst kl. 20. Þrír leikir verða i kvöld. Fyrst leika Þróttur og ÍS i 1. deild kvenna og hefst sá leikur kl. 18.30. Þá leika Þróttur og Laugdælir í 1. deild karla og strax á eftir Vikingur og ÍS. Sá leikur hefst kl. 21.30 og þessi lið keppa um þríðja sætið. Guðjónssyni, markverði Hauka. Sjö sekúndur eftir, þegar dómararnir létu stöðva klukkuna og mikill æsingur. Þjálfari KR, Bjarni Jónsson, fékk gula spjaldið hjá dómurunum en þjálfari Hauka, Viðar Símonarson, kom sér af vettvangi áður en slikt henti hann. Þessar sjö lokasekúndur reyndust Haukum ekki nægur tími til að jafna og KR-ingar stóðu uppi sem sigur- vegarar. 25—24 og KR er enn í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Hefur átta stig eins og Víkingur og FH en leikið tveimur leikjum meira. Leikurinn í heild var líflegur nær allan tímann — oft falleg tilþrif í sókn- inni hjá báðum. Hins vegar var varnar- leikurinn ekki upp á marga fiska. Heldur ekki markvarzlan — nema hvað Ólafur Guðjónsson átti góðan leik í marki Hauka nær allan fyrri hálfleik- inn. Hins vegar náðu markverðir KR; sér ekki beint á strik. Gísli Felix Bjarnason lagði þó sinn þátt að mörk- um i sigri KR átta mínútum fyrir leiks- lok, þegar hann varði vítakast frá Þóri Gíslasyni. Haukar náðu knettinum en aftur varði Gísli Felix. KR náði knettin- um og jafnaði 22—22. Afgerandi augnablik. Leikurinn var í járnum lengi framan af. Allar jafnteflistölur upp í 6—6. Síðan komust Haukar í 7—5 um miðjan hálfleikinn. Þessi tveggja marka munur hélzt framundir lok hálf- leiksins. KR-ingar þó alltaf ákveðnir og tókst að skora tvö siðustu mörk hálf- leiksins. Jafna úr 14—12 í 14—14 en Pétur Hjálmarsson varði þá víti frá Þóri — rétt kom við knöttinn svo hann fór í stöng KR-marksins. Sama jafnræði var lengstum í siðari hálfleik. Allar jafnteflistölur upp í 19— 19. Þá komust Haukar tveimur mörkum yfir 21—19 og tólf mínútur til leiksloka. En Haukum tókst ekki að verja það forskot og fóru reyndar illa að ráði sínu, þegar Þórir lét Gisla Felix verja frá sér vítið, og siðan annað dauðafæri ekki nýtt. Júlíusi Pálssyni vikið af velli og KR jafnaði. 22—22 og sex minútur eftir. Þórir kom Haukum yfir á ný en síðan komst KR yfir með tveimur vítaköstum Björns Péturssonar. Lokakaflanum er lýst að framan og sigur KR í höfn. Jafntefli hefði verið sanngjarnara en Haukar geta sjálfum sér um kennt. Þeir mis- notuðu þrjú vítaköst í leiknum og það er mikið í svo jöfnum leik. í heild bráðfjörugur leikur þó gæðin væru ekki alltaf mikil einkum þegar litið er á varnarleikinn. Konráð Jóns- son lék sinn bezta leik fyrir KR — var í Þrótti áður — og markvörður Hauka réð illa við lágskot hans. Einkum í fyrrij hálfleik, þegar Konráð skoraði sjö mörk. Símon Unndórsson lék nokkrar mínútur með KR — hefur ekki alveg náð sér eftir meiðslin frá FH-leiknum — og það eru góð tiðindi fyrir KR- inga. Þrátt fyrir tapið voru Haukar ekki óánægðir með leik sinn. Vissulega fóru þeir illa að ráði sínu að ná ekki stigi — en margar sóknarlotur liðsins voru bráðfallegar. Ekki sama slenið og í leikjunum á undan. Mörk Hauka skoruðu Þórir 7/3, Andrés 3, Stefán 3, Júlíus 3, Hörðurj 2/1, Árni Sverrisson 2, Sigurgeir 2, Guðmundur 1 og Árni Hermannsson 1. Mörk KR skoruðu Konráð 9, Haukur 4, Björn 4/4, Friðrik 3, Ólafur 2, Jóhannes 2 og Þorvarður.l. -hsím. Bylting hjá Jóhanni Inga! —8 leikmenn unglingalandsliðsins valdir í A-landslið íslands —Þekkt nöfn úti í kuldanum Þórir Gislason, Haukum, vigalegur á svip, kemst framhjá tveimur KR-ingum, Friðriki Þorbjörnssyni og Kristni Ingasyni, og skorar eitt af sjö mörkum sínum gegn KR. DB-mynd Hörður. Guðríður óstöðvandi —þegar íslandsmeistarar Fram sigruðu Hauka í 1. deild kvenna Islandsmeistarar Fram í kvenna- handboltanum áttu ekki í erfiðleikum með að tryggja sér sigur á Haukum i iþróttahúsinu i Hafnarfirði i gærkvöld. Guðriður Guðjónsdóttir, bezta hand- knattleikskona landsins eins og hún á kyn til, var óstöðvandi fyrír Hauka- stúlkurnar. Sendi knöttinn tiu sinnum i mark og Fram vann öruggan sigur 16— 9. Fram-liðið hefur algjöra yfirburði i 1. deild kvenna. Sjötti sigur liðsins í sex lcikjum i höfn. Það var þó lengi vel jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik í leiknum í gær- kvöld. Meira að segja náðu Hauka- stúlkurnar fjórum sinnum forustu. Allar jafntefiistölur upp í 6—6. Þá komst Fram yfir í 7—6 og þá kom vendipunktur leiksins. Margrét Theódórsdóttir misnotaði vítakast fyrir Hauka — Kolbrún Jóhannsdóttir varði. Gaf fram á Guðríði, sem skoraði. Rétt á eftir skoraði Guðriður aftur fyrir Fram. Staðan 9—6 og þá voru úrslit raunverulega ráðin. Staðan í hálfleik 9—7 fyrir Fram. Fram hafði algjöra yfirburði í siðari hálfleik — skoraði þá sjö mörk en Hauka-stúlkunum tókst þá aðeins að senda knöttinn tvívegis framhjá Kolbrúnu í Frammarkinu. Sjö marka munur i lokin 16—9. Mörk Hauka skoruðu Margrét 6/4, Halldóra, Björg og Sesselja eitt mark hver. Mörk Fram. Guðríður 10/5, Jóhanna 3, Sigrún 2 og Oddný 1. -hsím. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Vals verður haldinn kl. 20 i félagsheimilinu að Hlíðarenda. Venjuleg aðalfundar- störf. Haukar—Fram 9-16 (7-9) íslandsmótið í handknattleik, 1. doild kvenna. Haukar—Fram 9—16 (7—9) i iþróttahúsinu i Hafnarfirfli 12. desember. Beztu leikmenn: Guðríflur Gufljónsdóttir, Fram, 9, Jóhanna Halldórsóttir, Fram, 7, Margrót Theódórsdóttir, Haukum, 7, Kolbrún Jóhannesdóttir, Fram, 6, Halldóra Mathiesen, Haukum, 6. Haukar. Sóley Indríöadóttir, Hulda Hauksdóttir, Halldóra Mathiesen, Sjöfn Hauksdóttir, Björg Jóryitansdóttir, Sesselja Friflþjófsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Margrót Theódórsdóttir, Svanhildur Gufllaugsdóttir, Guðný Helga Hauksdóttir, Hafdis Stefánsdóttir, Guörún Aflalsteinsdóttir. Fram. Kolbrún Jóhannsdóttir, Sigrún Blomsterberg, Jenny Grótudóttur, Sigstoins- dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Guflrún Sverrisdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, no?yd Magnús- dóttir, Guðríður Gufljónsdóttir, Guöríflur Halldórsdóttir, Ama Steinsen, Sveinbjörg Jónsdótt- ir. Dómarar Guflmundur Magnússon og Ingvar Viktorsson. Haukar fengu sex víti. Fjögur nýtt. Kolbrún varfli frá Margréti, sem einnig ótti vitakast i stöng. Fram fókk 5 vfti. Nýtti öll. Áhorf- endur 150. Jóhanna Halldórsdóttir, Fram, svifur inn af linu og skorar gegn Haukum í gærkvöld. DB-mynd Höróur.1 Gjörbylting hefur orðið á íslenzka landsliðinu í handknattleik. Hvorki fieiri né færri en 8 leikmenn islenzka unglingalandsliðsins, sem stóð sig svo frækilega á Heimsmeistaramóti unglinga i Danmörku í október, hafa verið valdir í A-landslið íslands. tJóhann Ingi Gunnarsson landsliðsein- Valdur tilkynnti í einu dagblaðanna í jgær að hann hygðist tilkynna landsliðs hópinn í dag. Dagblaðinu tókst að afla sér upplýsinga um skipan landsliðsins í gærkvöld og munu eftirtaldir leikmenn vera i 15 manna hópnum. Markverðir Jens Einarsson, Víkingi Kristján Sigmundsson, Vikingi Brynjar Kvaran, Val Aðrir leikmenn Guðmundur Magnússon, FH Andrés Kristjápsson, Haukum Stefán Halldórsson, Val Atli Hilmarsson, Fram Sigurður Sveinsson, Þrótti SigurðurGunnarsson, Víkingi Friðrik Þorbjörnsson, KR Bjarni Gunnarsson, Val SteindórGunnarsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Ólafur Jónsson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Þetta eru 15 leikmenn en einu sæti er enn haldið lausu — sennilega fyrir Viggó Sigurðsson. Nokkrir fastamenn landsliðsins undanfarið gáfu ekki kost á sér að þessu sinni, þ.á m. Páll Björg- vinsson, Víkingi. Fimm leikmenn eru úr Víkingi, fimm úr Val og einn úr hverju liði, Fram, KR, Þrótti, FH og Haukum. Þessi hópur boðar algera byltingu í landsliðsmálunum. Greinilegt er á öllu að Jóhann Ingi ætlar að stokka alger- lega upp og meðalaldur liðsins er mjög lágur. Fjöldi landsleikja er á dagskrá á næstunni. Bandaríkjamenn koma hing- að á milli jóla og nýárs og leika þrjá landsleiki. Upplagt fyrir hina ungu og óreyndu leikmenn liðsins að öðlast sjálfstraust i þeim leikjum. Pólverjar koma hér í byrjun janúar og leika þrjá landsleiki og strax að þeim loknum verður haldið út til Þýzkalands til keppni á Baltic Cup. ísland er þar í riðli með A-Þýzka- landi, V-Þýzkalandi og Noregi. Auk þessara leikja verður svo einn lands- leikur til viðbótar þar sem leikið verður um endanlegt sæti i keppninni. Það eru þvi alls 10 landsleikir á rúmum hálfum mánuði og liðið mun hljóta sína eld- skírn í þessum leikjum. Reynslan verður svo að skera úr um hvort þetta landslið er það sem menn hafa beðið eftir. Vissulega skemmtileg blanda leik- manna og lofar góðu. Erlendur Hermannsson, Steinar Birgisson, Páll Björgvinsson, Stefán Gunnarsson og Ólafur H. Jónsson voru allir með í leikjunum gegn Tékkum, en eru settir út í kuldann. Kemur nokkuð á óvart að jafn leik- reyndur maður og Ólafur H. skuli ekki vera valinn því skortur á leikreynslu er einmitt eitt þeirra atriða er gætu orðið þessu unga landsliði að falli. Þótt leikmennirnir átta úr unglinga- landsliðinu séu flestir með litla leik- reynslu að baki hafa þeir allir leikið A- landsleik eða leiki, utan Stefán Hail- dórsson. Hann er því eini nýliðinn í hópnum. Friðrik lék gegn Tékkum á Selfossi í haust og þótt unglingalands- liðið hafi þar komið fram fyrir íslands hönd telst leikurinn A-landsleikur. -SSv. Stjömulið Jóns Sig. á Akranesi í kvöld kl. 20.30 verður heljarmikil körfuboltahátið i íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Þá koma Vals- menn í heimsókn á Skagann og leika við stjörnulið Jóns Sigurðssonar. í liði Jóns verða auk hans sjálfs, Marvin Jackson, Mark Christensen, Dakarsta Webster, Mark Holmes og Danny Shouse — 100 stiga maðurínn úr Ármanni. Valsmenn munu mæta með sitt sterkasta lið auk þess sem John Johnson, fyrrum Framarí, mun leika með liðinu. Auk leiksins verður ýmis- legt gert til skemmtunar og fróðleiks. Glymjandi tónlist mun verða fyrir leik og í leikhléi, en slikt þykir orðið ómiss- andi þegar körfuknattleikur er annars vegar. Þá mun Krístbjörn Albertsson, millirikjadómarí, verða þulur og út- skýra leikinn fyrir áhorfendum. í hálf- leik verður kjötskrokkskeppnin eins og áður hjá Valsmönnum og erekki að efa að heimamenn munu fjölmenna á þennan íþróttaviðburð. Körfuknatt- leikurínn hefur átt nokkuð erfitt upp- dráttar i þessum mikla knattspymubæ en með þessum leik er ætlunin að vekja áhuga almennings á iþróttinni. Verð aðgöngumiða i kvöld mun verða kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Áttunda tap IS í röð! —nú fyrir Val, 81-96, f gærkvöld Hvorki gengur nú né rekur hjá Stúdentum i körfuknattieiknum og i gærkvöldi mátti liðið þola tap i áttunda skipti i röð i úrvalsdeildinni. Valsmenn voru allan timann sterkarí aðilinn i viðureigninni við ÍS i gærkvöld og sigruðu fyrírhafnarlitið, 96—81 eftir að hafa leitt 45—39 í leikhléi. Það var aðeins í upphafi sem Stúdentarnir héldu í við Valsmenn. Þeir komust í 5—0 — ekki í fyrsta sinn sem liðið byrjar vel i leikjum sínum. ÍS hélt forystunni siðan framan af leikn- um og komst mest í átta stiga forystu. Valsmenn hleyptu þeim þó aldrei lengra frá sér og undir lokin á fyrri hálfleiknum settu Valsmenn á fulla ferð og sigu framúr fyrir leikhlé. í síðari hálfleiknum jókst munurinn mjög fljótlega í 10 stig og var síðan oftast 10—12 stig án mikilla breytinga. Spennan í leiknum var engin og sigur Vals aldrei í hættu eftir að öruggu for- skoti var náð. Undir lokin dró enn frekar sundur með liðunum og þegar upp var staðið var munurinn orðinn 15 stig Val í hag. Af Valsmönnum voru þeir Tim Dwyer og Kristján Ágústsson beztir og' einnig átti Ríkharður Hrafnkelsson ágætan leik. Af Stúdentum ber helzt að nefna Smock, sem var í sérflokki og skoraði grimmt. Þá má geta Gunnars Thors, sem hefur alla burði til að ná mjög langt i iþróttinni. Hann skoraði 10 stig í gær og á vafalítið eftir að verða Stúdentunum mikill styrkur þegar keppni í úrvalsdeildinni hefst að nýju eftiráramótin. Stig Vals: Tim Dwyer 34, Kristján Ágútsson 20, Ríkharður Hrafnkelsson 16, Jón Steingrímsson 10, Þórir Magnússon 8, Torfi Magnússon 6 og Jóhannes Magnússon 2. Stig ÍS: Trent Smock 42, Gísli Gisla-i son 12, Gunnar Thors 10, Bjarni Gunnar Sveinsson 8, Jón Héðinsson 5 og Ingi Stefánsson 4. Guðni Kolbeins- son skoraði ekki en átti skemmtileg tilþrif sem endranær. -SSv. Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðseinvaldur, gjörbyltir islenzka landsliðinu fyrir komandi átök. Bobby Moore stjóri Bobby Moore, einn frægasti knatt- spyrnumaður Englands gegnum árin, gerðist í gær framkvæmdastjóri hjá Oxford City, liði utan deildanna. Gerði hann samning til þríggja ára — en Moore á landsleikjametið enska, 108 landsleiki sem leikmaður West Ham. Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur að sérstjóm knattspyrnufélags. Einn stjóri fékk spark i gær, Kcn Houghton hjá Hull. Einnig aðalþjálf- ari liðsins, Wilf McGuinness, fyrrum framkvæmdastjóri og landsliðsmaður hjá Man. Utd. DUKKAN Lifandi, falleg og sérlega meðfæriieg. Skemmti/eg húsgögn og fötí úrvali. Fæst í flestum leikfangabúðum. Pétur Pétursson heiidverziun Suðurgötu 14. Símar21020—25101. PÉTUR ÚTLAGI REFURINN Þú skalt fá að kenna á því, við deyjum ekki ráðalausir! Heyrðu Pétur ú’lagi! Þetta verður þitt síðasta svar .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.