Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. BÆJARINS Umsjón: FríðrikÞ. Friðríksson ■ oglngólfur Dt£ I U Hjörleifsson ||ynnjng á þvíathyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnarsýna Sá eini sanni (The One and Only) Sýningarstaöur: Háskóiabló. Leikstjórí: CaH Reiner. Handrít Steve Gordon. Aðalhiutverk: Henry Winkler, Kim Darby og Gene Saks. „Sá eini sanni segir frá ungum manni sem er þess fullviss að hann sé gæddur svo./niklum hæfileikum til að verða stórkostlegur leikari að ekkert geti stöðvað hann. Gallinn er bara sá að enginn vill hlusta á hann. Skýringin á því kemur fljótlega í ljós. Schmidt, en það er nafn þessa unga bjartsýnismanns, virðist eiga ótrúlega auðvelt með að eyðileggja allar framavonir sinar á leikbrautinni með hinum ótrúleg- ustu uppátækjum. Þrátt fyrir nokkrar gloppur i myndinni, sem má líklega rekja til þess að einhverjum atriðum hefur verið kippt út til að stytta hana, er hún oft á tíðum bráðskemmtileg á að horfa. Myndin er hlaðin hnyttnum tilsvörum, sem halda fienni uppi, og Henry Winkler í hlutverki Schmidts sýnir skemmtilega fjölbreytni sem gamanleikari. Vertu góð, elskan Sýntnflftaður HMitiMilft. Mánudagwnviid. UksltM Roow Coflfllo. AðnNutvsrtc OmImSi Huppurt og Roflar Coflflio. Að undanfömu hafa franskar gamanmyndir einokað mánudags-' sýningar Háskólabíós. Kannski er ekki rétt að kalla þær hreinræktaðar gamanmyndir, allar hafa þær svolitið alvarlegan undirtón. Og það er einmitt einn af kostum þeirra hversu gott jafn- vægi er á milli gamans og alvöru. Mánudagsmyndin nú, Vertu góð elskan, fjallar um unga og fallega súlku sem lifir i góðum efnum og virðist ekki skorta neitt. Svo er þó ekki raunin þvi hún hefur ákveðið að fremja sjálfsmorð. Hún hefur undirbúið aÚt vel, látið smiða lik- kistu, fyllt ibúð sina af blómum og krönsum o.s.frv. En þegar hún ætlar svo að fara að kveðja þennan heim er alltaf eitthvað sem truflar. Myndin er öll uppfull af bráðsmellnum atriðum, sem verða stundum farsakennd, en ganga aldrei of langt. Mynd, sem ailir ættu að sjá, þó hún sé mánudagsmynd. Nosferatu. Blóðsugan. .Sýningarstaður: Nýja Bíó. Leikstjóri og höfundur bandríts: Wemer Harzog. Aðalhlutverk: Klaus Kinski, Isabelle Adjani og Bruno Ganz. Nýja Bíó sýnir nýja og jafnframt óvenjulega mynd um greifann Dracula og raunir hans. Leikstjóri þessarar myndar er Þjóðverjinn Werner Herzog. Hann byggir þessa mynd sína frekar á fyrstu mynd- inni um Dracula greifa en sögu Bram Stokers. Þessi fyrsta mynd sem gerð var um Dracula greifa hét einmitt Nosferatu og var gerð árið 1922 af Þjóðverjanum F. W. Murnau. Flestir kannast við efni Draculamyndanna, svo oft höfum við séð hann í kvikmyndahúsum borgarinnar í gegnum árin. Þó að Herzog fylgi hinum hefðbundna söguþræði að mestu léyti er þessi mynd þó gjörólík fyrri Dracula- myndum að því leyti að Herzog leggur áherslu á aðra þætti myndar- innar en venja er til. Myndin er mjög myndræn og mörg atriði eru frá þeim sjónarhóli séð geysimögnuð. Mynd Herzogs er skemmtileg til- breyting í öllu blóðsugumyndaflóðinu. Ævintýri Picassos Sýnlnflarstaflur Lauflaráabifl. LeHcstJórar Ofl handritahöfundan Tafla Daniebson og Hana AHradsaon. Aflalhkitvark: Qflsta Ekmann, Par Oskarsson o. fl. Sasnsk.gerfl 1971. Það er sjaldgæft að sjá í bióhúsunum hér í borg myndir frá Norðurlöndunum. En nú hefur það gerst, Laugarásbíó sýnir þessa dagana drepfyndna sænska mynd eftir grínfuglana Tage Danielsson og Hans Alfredsson. Menn muna eflaust eftír Eplastríðinu sem sýnd var í Háskóiabíói fyrir fáum árum en þeir kumpánar hafa einnig verið afkastamiklir á öðrum sviðum. Það er óþarfi að rekja hér söguþráðinn, en hann er vægast sagt fjölbreytilegur. Ef fólk ætlar á þessa mynd til að verða einhvers vísari um æviferil Picassos ræð ég því að sitja heima. Hér er nefnilega farið ansi frjálslega með staðreyndir og hefðbundnar söguskýringar látnar lönd og leið. En undirtónninn er alltaf alvarlegur og myndar hann gott jafnvægi við hið frjóa skopskyn þeirra félaga. Það má því hiklaust mæla með sænskri fyndni í Laugarásbíói. UMSJÓN: Ingólfur Hjörleifsson. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á eip> hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagbiaðið, Síðumúla 12, Rvk. I Útvarp Sjónvarp LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20,10: Ævintýraferð konunnar að norðan og heildsalans Þau fara meö hlutverkin I leikriti kvöldsins, sem heitir Heiidsalinn, fulltrúinn og kvenmaðurinn. Rúrik Haraldsson (Vilhjálm- ur heildsali), Klemenz Jónsson (Óskar, fulltrúi hans) og Briet Héðinsdóttir (Anna, kvenmaður aó norðan). Vilhjálmur heildsali og fulltrúi hans eru á leið norðan úr landi þar sem þeir hafa verið að veiða. Er þeir 'eru að koma hjá Munaðarnesi taka þeir konu upp í bílinn. Það æxlast svo til að hún fer heim með Vilhjálmi og þá kemur margt upp úr dúrnum, sem hefði betur legið kyrrt. Um þetta fjallar leikrit kvöldsins sem er eftír Erlend Jónsson. Leik- stjóri er Helgi Skúlason og með aðal- hlutverkin fara Rúrik Haraldsson, Bríet Héðinsdóttir og Klemenz Jóns- son. Leikritið nefnist Heildsalinn, fulltrúinn og kvenmaðurinn. Höfundurinn, Erlendur Jónsson, fæddist árið 1929 að Geithóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1950 og tók B.A. próf í sögu og bókmenntum við Háskóla fslands 1953. Erlendur stundaði síðan fram- haidsnám í bókmenntum við Bristol- háskóla í Englandi. Hann var bók- menntagagnrýnandi frá 1963. Erlendur ritaði islenzka bók- menntasögu 1750—1950 og um ís- lenzka skáldsagnaritun 1940—1970. Auk þess hefur hann gefið út þrjár ljóðabækur, Skugga á torgi 1967, Ljóðaleit 1974ogFyrirstríð 1978. Þá hefur hann birt greinar, sögur og kvæði í blöðum og tímaritum. Leikrit kvöldsins er fyrsta leikrit Erlends sem útvarpið flytur og er það rúmlega klukkustundar iangt. -ELA. Erlendur Jónsson, höfundur leikrits- ins. „Heldurðu, að hann geti reiknað þetta rétt?" Þegar hór er komið ættuð þið að vera búin að safna sex myndum í jólagetraun DB. Vonandihafíð þið svarað þeim öllum rótt, svo þið getið verið með íhappdrættinu um 980 þúsundkróna myndsegulbandstæki af gerðinni Fisher. í dag kemur sjöunda myndin og þið geymið hana með hinum þangað til allar tiu hafa birzt Hver er litii vísindamaðurinn sem shur þarna með jólagjöfína sem kannske hefur verið fyrsta hvatningin tilhans að leggja útóþá brautsem hann varð heimsfrægur fyrir? Strikið undir nafn hans. a) Charles Darwin b) Albert Einstein c) Louis Pasteur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.