Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. 25 FRÆG ÞRYKK Ég veit ekki til þess að nokkur hafi orðið rikur á því að liöndla með nútímamyndlist á fslandi og þá á ég við þau verk sem gerð hafa verið undanfarínn aldarfjórðung eða svo. Þetta er m.a. vegna þess að hið islenska públikum hefur vanist þvi að versla beint við myndlistarmenn á sýningum eða heima á vinnustofum. Ónnur lögmál gilda um gamla mynd- listarmenn og víðfræga, en þá má vist bjóða upp til fjárfestingar á verð- 'bólgutimum. Ýmis ljón hafa einnig Max Walter Svanberg „Hybridens parringstecken" nal, 1972. þurr- verið í veginum fyrir því að íslend- ingar gætu eignast góð verk eftir erlenda myndlistarmenn, þ.á m. óheyrilega háar tryggingar, inn- flutningshöft og söluskattur. En með útbreiðslu grafíklistar hefur einnig orðið breyting þar á og nú er fræði- legur möguleiki að eignast grafik eftir erlenda stórmeistara á viðráðanlegu verði, þ.e. á því verði sem hérlendir „millar" treysta sér hikstalaust til að greiða. Teygjanlegt fyrirbæri En það er margt að varast þegar við grandalausir eyjarskeggjar höldum út á hinn viðsjála alþjóðlega grafíkmarkað. f fyrsta lagi hafa gírugir listmiðlarar litið á „grafík" sem afar teygjanlegt fyrirbæri. í regl- um þeim sem UNESCO hefur gefið út segir m.a. að prentaðar myndir skuli kallast grafik hafi listamaður- inn handunnið þær í plötu, á stein o.s.frv. og fylgt þeim eftir sjálfur i gegnum vinnsluna alla, yfir á pappír, en einnig mega aðrir vinna eftir plöt- unni, svo framarlega sem listamaður- inn fylgist með öllu og gefur sam- þykki sitt. Margt fleira er að finna í reglum þessum, sem vert er að kynna sér. Listmiðlarar hafa hins vegar tekið upp á því að prenta beint eftir vatnslitamyndum, málverkum eða teikningum og fjölfalda í 100—300 eintökum, með samþykki listamanns og áritun á hverju eintaki. Því miður hafa margir myndlistarmenn gengist inn á þetta, þar sem oftast nær er um góða tekjulind að ræða. Graf ík á ferð og f lugi Karel Appel — Nafnlaus, steinprent, 1974. Síðan hefur öðrum brðgðum verið beitt, m.a. að prenta sérstakar „exklúsifar" útgáfur af slikum myndum og selja háu verði, en koma svo fram með aðra útgáfu stuttu síðar og bjóða á hagstæðu verði til ama fyrir þá sem töldu sig vera búna að fjárfesta í alveg „spes" upplagi. Stóvandamál númer tvö eru falsanir grafíkverka. Það segir sig sjálft að erfiðara er að fylgjast með ferðalög- um og dreifingu grafíkverka um heiminn en fyrirferðarmikilla mál- verka og höggmynda og því er hægðarleikur fyrir snjalla falsara að bæta við grafíkseriur þekktra lista- manna eða búa til nýjar myndraðir með þeirra handbragði, — ég tala nú ekki um ef listamennirnir eru ekki lengur þessa heims og því ófærir um að vitna um þessar myndir. En meðan oftast nær er hægt að ganga úr skugga um framleiðsluaðferðir grafíkutmeð vandlegri skoðun, þá er nær ógerningur að fullyrða um hvort verk eru fölsúð eða ekta nema að undangengnum tímafrekum rann- sóknum. Myndir með ættartré Það verður að segjast eins og er að hér á landi er enginn sem býr yfir þeirri sérþekkingu á grafik að hann geti úrskurðað um hárrétta feðrun verka. Því er best að fara að ðllu með gát og versla aðeins við þá aðila í útlandinu sem hafa á sér gott orð og láta áreiðanleg vottorð eða ættartré fylgja seldum verkum. Lofsverður er sannarlega áhugi Konráðs Axels- soriar og Myndkynningar á grafíklist- um og margt gott hafa þau samtök látið af sér leiða. Þó hefur þau skort þá sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfsemi af þessu tagi, val þeirra á myndum hefur verið gagnrýnt, svo og þeir aðilar sem Myndkynning hefur haft samvinnu við erlendis. Afleiðingin er sú að menn eru orðnir varari um sig en áður, þegar alþjóð- leg grafík er nefnd. Nú hefur Mynd- kynning hleypt af stokkunum nýrri sýningu að Kjarvalsstöðum og er hún án efa sú vandaðasta sem sam- tökin hafa staðið fyrir. Ég verð að játa að ég hef heyrt ýmislegt misjafnt um þá aðila sem látið hafa verkin i té, þ.e. Börjeson í Sviþjóð og þess vegna ætti Myndkynning kannski að róa væntanlega kaupendur með ábyggi- legum vottorðum. ; "ldn.sf S Mvv< •¦'v-'\ /~"i ; \? ÍV 5» //! ^V/Í^Í v 'i fc W í ¦ / ' Pablo Picassó — Lýsistrata, koparstunga 1934. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Heilög þrenning En ég get ekki annað séð en helftin af þessari grafík séu úrvalsverk og það ætti verðið a.m.k. að sanna. Víst er að ekki hafa verk eftir Bellmer, Chagall, Dine, Miró, Picasso og Tapíes áður verið boðin til sölu hér á landi, en þar eru tvær koparstungur eftir Picassó frá 1934 einna sjaldgæf- astar. Þar er hann enn að vinna úr nýklassiskum efnivið, þótt í málverki sínu sé hann á sama tima kominn á bólakaf í súrrealisma. Verk þeirra Appels, ChagallsogMiróerueinnig óvenju heilleg ef á heildina er litið, en þeir hafa allir framleitt ógrynnin öll af grafík hin síðari ár og ekki alltal' verið vandir að meðulum. Ef skoðuð eru gallerí í helstu stórborgum heims, þá morar allt í þrenningunni Dalí, Miró og Chagall. Sjálfur hafði ég einna mesta ánægju af verkum eftir Spánverjann Clavé, haganlega upp- hleyptum, Bandaríkjamanninn Dine og Tapíes hinn katalónska. Hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum með verk eignuð Magritte, en þau eru ansi nálægt því að vera hreinar eftirprent- anir, þótt gamli maðurinn kunni að hafa gefið leyfi til framkvæmdanna. Ástarbreim og uppáf erðir Ég á engan imbakassa í fórum mínum og þarf því að hlaupa í hús til að fá mér gláp ef á boðstólum er eitt- hvað sem illt er af að missa. Á dag- skrá imbans í gærkvöldi var ekkert sem ég hafði áhuga á að sjá og ég lét þvi eiga sig að taka hús hjá náungan- um til að glápa þegjandi á glerið. Þess í stað gerði ég heiðarlega tilraun til hljóðvarpshlustunar. Ég reyni að fylgjast meö fréttum kl. 7 á hverjum degi. Fréttamennska hljóðvarps- manna hefur tekið miklum fram- förum og fréttaskýringaþættirnir nýju eru yfirleitt mjög góðir. Ég veit ekki hvort yfirstjórn Ríkisútvarpsins eða fréttamennirnir sjálfir eiga heiðurinn af líflegri og betri fréttum. En þetta stefnir í betri tíð. Kvölddagskrá hljóðvarps var þungmelt i gærkvöldi. Ég nennti ekki að hlusta á spjall um dr. Einar Ólaf Sveinsson nema með öðru eyrani;. Og þátturinn Úr skólalífinu höfðaði hreint ekki til mín. Mér er andskot- ans sama um það hvernig viðskipta- fræðinemar og viðskiptafræðingar hafa það. Þátturinn um dómsmál var næstur. Einstaka sinnum hef ég hlustað á hann. Þessi ákveðni þáttur var lítið spennandi. Rifrildi um sildarnót með tilheyrandi vafstri í stirðbusalegu dómskerfi. Mikið skelfilega er lagamálið annars stein- gelt og uppskrúfað. Ég hlustaði á Sigurð Skúlason lesa útvarpssöguna, sem er eftir Leif Panduro. Lestur Sigurðar er með ágætum og efni sögunnar er greini- lega krassandi, ef marka má þennan eina lestur sem ég hef hlýtt á. Hann gekk talsvert út á ástarbreim og uppáferðir. Kjörin saga til að koma bændum í stuð áður en þeir arka út í fjárhusin til að fara með hrút, svona i upphafi fengitimans. Sævar Halldórsson læknir flutti stutt en gott erindi um þroskaheft börn. Og síðast á dagskránni var Svört tónlist i umsjá Gerard Chinotti. Ágætur þáttur, en hvers vegna „svört" tónlist? GÆRKVÖLDI Atli Rúnai Hnlldórsson JOLAMARKAÐURINN íkjallaranum Iðnaóarmannahúsinu Hal/veigarstíg 1 Opiðfrá 9—18.00

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.