Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 16
16 STEINSTEYPUEININGARI EININGAHÚS BYGGIHGARIflJAH HF Sími 36660 Pósthólf 4032. Breiðhöfða 10,124 Reykjavík. f|| Lóðarúthlutun - ■*' Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingar- rétt fyrir kvikmyndahús í Mjódd, Breiðholti. riyggingarreiturinn er byggingarhæfur en framkvæmda- tími ákveðst 2 1/2 ár. Greiða skal 1/3 hluta áætlaðs gatna- gerðargjalds innan mánaðar frá úthlutun, en eftirstöðv- arnar á 2 árum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og er sérstök athygli vakin á því, að umsóknum verður því aðeins sinnt, að þeim sé skilað á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 21. desember nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Borgarstjórinn í Reykjavík. JÓLABAÐ---. Nú sem fyrr bjóðum við mikið úrval af vörum til heimilisins. Nú leggjum við áherzlu á bað- herbergið: Baflmottusatt, verð f rá kr. 9.200.- Baflvogir, verfl frá kr. 3.995.- Bað- og sturtutjöld, verfl f rá kr. 7.580,- Gúmmlmottur i baflker og sturtur, verfl f rá kr. 5.500.- Baflteppi, verfl frá kr. 13.300.- pr. m. W.C. burstar, veiflfrákr. 2.400.- J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.E Skúlagötu30 -Sími 11280 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. ~~~N Gamalt og nýtt Magnús Jóhannmson frá Hafnamesi: FERÐIN TIL 8TJÖRNULAND8INS Skáldsaga, 122 bb. Hafnanjtgáfan 1979. Þetta er þroskasaga drengs frá 12 til 15 ára aldurs, spretthröð og býsna glúrin. Hún kom á óvart eftir þessa uggvænlegu kápumynd, búast hefði mátt við geimferðasögu eða jafnvel trúboðssögu. Ekki er titill bókarinnar betur fallinn til að glöggva sig á innihaldinu. „Ferðin til stjörnu- landsins” er misvísandi heiti því sag- an er mjög svo jarðbundin. Drengurinn, Bergur Hansson, og einstæð móðir hans flytjast af mölinni til ógifts bónda um fertugt sem býr með aldraðri móður sinni. Síðan er lýst tilfinningum drengsins gagnvart þessum nýja keppinaut um ástir móður hans og er þeim þætti lýkur farsællega segir frá fyrstu ástum drengsins sjálfs og manndóms- vígslu hans. Frásagan er í þriðju persónu, aðallega út frá sjónarhóli drengsins, en meginuppistaða sögunnar eru samtölin. Þau gefa glögga mynd af sögupersónum, lífs- viðhorfi þeirra og einkennum, sér- staklega þeim þremur, móður, syni og bónda. Togstreitan milli þeirra er einkar trúverðug. Fögur sem sólin Um miðbik bókar verða skil er tilfinningatengsl við móðurina rofna og hann yfirfærir ást sína á prests- dótturina Perlu. Hún er fjarlægari persóna og lesandi kynnist henni aldrei til hlítar. Það eru áhrifin sem hún hefur á drenginn, sem sitja í fyrirrúmi. Stúlkan er fögur sem sólin og beitir öllum kvenlegum brögðum til að ná tangarhaldi á piltinum, þó aldurinn sé ekki hár, fjórtán ára. Hún er dekurbarn og vön að fá sínu framgengt. Ekki eyðir höfundur miklu púðri á lýsingar af samverustundum elsk- endanna — enda eru þetta unglings- ástir sem nærast á litlu. Þeim mun betur er útfærð hugarangist drengsins við samveruslit og af- brýðisemi hans er leiðir hann á nýjar brautir, sem geta orðið hættulegar, en lesanda er látið eftir að geta sér til um framhaldið. En eitt veit maður: Ástin brúar ekki bilið milli stétta. f viðræðum persóna fá landsmálin sinn skammt og það er pólitík dagsins í dag, verðbólga og vinnuþrælkun. Móðir og sonur eru smælingjarnir er Bók menntir hrökklast af mölinni í sveitasæluna. Móðirin er meðvituð um stétt sína og neitar að kjósa íhaldið þrátt fyrir beiðni bónda síns. Gamla konan, móðir bónda, er ágætur fulltrúi gamla tímans: „Þjóðfélaginu, sagði gamlan konan eins og orðið væri einhver torráðin þraut. — . . . ,,í gamla daga vann maður án þess að hugsa um nein félög, nema þann félagsskap sem var milli hjóna.” (19). eins og t.d. tískuna. Stundum er per- sónurnar klæddar samkvæmt tísku síðustu ára (buxnadragt móðurinnar), éta prinspóló og reykja jafnvel hass og stundum eru fötin aftan úr fornöld, svo ekki sé meira sagt: sefjotföt fermingar- drengsftls og hrjúfur gúmmíflibbinn — og ermabönd á skyrtu (70). Konur koma til kirkju ríðandi í síðum pilsum, en þó er jeppaöld gengin í garð en tjaldstúlkur klæðast skálm- víðum gallabuxum (102). Verðlag er líka nokkuð á reiki: rjúpan keypt á 10 krónur í kaupfélaginu (50), hækkar upp í 30 krónur (bls. 56), en vasahnífur er þúsund króna virði. Þá finnst mér ennfremur undar- Iegt að fermingarbörn læri kverið og þylji utanbókar fyrir altari ef sagan á að gerast á áratugnum sem er að líða eins og mér finnst höfundur ætlast til að lesandi haldi. En skyldi hann ekki gleyma sér stundum og hverfa aftur í eigin æsku svo sem dreginn af óviðráðanlegu afii? Hefði þá ekki verið betra að halda sig þar? Þessi togstreita í timanum ergir lesanda. Munngúmí Stíllinn er mjög fjörlegur og Magnús er hugmyndaríkur í orðavali, þó hann megi gæta sín á að ofnota ekki fátíð orð (sbr. kinnfiskinn). En það er fjörlegt að lesa svona óhreinsað mál. En það skemmtilega við þetta er að höfundur gerir stundum tilraun til málhreinsunar talar um leiðavagn og munngúmí (5. bl. höfundur talar sjálfur) en stuttu síðar lætur hann móðurina segja: „Ekkert ætli,” sagði hún. — Ef það er ekki á hreinu, snúum við hér við. Það er nóg að djobba í kauptúninu, skítnóg. Við erum ekkert bónbjargar- fólk”. (8). Höfundur lætur per- sónurnar tala eins og lifandi fólk í dag og er djarfmæltur en þar sem hann sjálfur tekur til máls í þriðju persónu er hann varari um sig. Prófarkalestur fer í handaskolum undir lok sögunnar. Hass í fornöld Þaðererfitt að skipa þessari sögu í ákveðinn tíma. Hér lýstur saman gömlu og nýju eins og gert hefur í þjóðlífinu. En höfundur er ekki nógu nákvæmur með ýmis ytri einkenni Það er eitthvað einlægt við þessa sögu sem hrifur mann, sambland af gamalli sveitarómantík og nútíma. Höfundur afhjúpar persónur sínar og er skemmtilega spar á oftúlkanir. En hann mætti huga betur að smá- munum. Þeir eru oft býsna mikilvægir fyrir heildina. R.G.Á. Siiil Einafþeim semoröuð varvið Kart Bretapríns Það kann að vera að Karl Breta- prins hafi varpað augum á þessa mynd meðan hann reif í sig morgun- matinn á dögunum. Myndin er af Cathérine Oxenburg, 18 ára dóttur Elisabetar prinsessu af Júgóslavíu, en hún er frænka ensku konungsfjöl- skyldunnar. Catherine er nú komin til náms í Harward þar sem hún leggur stund á kínverska tungu, en áður hefur hún m.a. verið tízkufyrirsæta hjá banda- ríska blaðinu Vogue. Hún hefur svo verið orðuð við það að vilja keppa að því að verða næsta drottning Englands. Að sjálfsögðu er lítið á bak við þá sögu eins og fleiri í þeim dúr. Catherine og Karl Breta- prins höfðu aldrei hvort annað aug- um litið þá er orðrómurinn um sam- drátt þeirra og hugsanlegt hjónaband komst af stað í blöðunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.