Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980.
2
Davíð og ölið:
„Almenningi er
storkað á ófyrir-
leitnasta hátt”
Einar Jónsson skrifar:
Bréf til bjórmálaráðuneytisins.
Um þessar mundir hefur far-
mannabjórinn svonefndi verið mjög
til umræðu og mun sagan um Davíð
og ölið hafa hrundið þeirri umræðu
af stað. Nokkrir ráðamenn hafa verið
neyddir til skrifta og sagt þetta
vandræðamál; fyrir bjórinnflutningi
einhverra útvaldra séu engin laga-
!ákvæði og lög kveði reyndar á um að
öllum landsmönnum sé þessi drykkur
bannaður. Virðist því vandséð með
bvaða rétti einhverjir legátar gefa út
reglugerð til að bakka upp lagabrot
eins og virðist hafa verið gert árið
1965.
En það var annað sem ég ætlaði að
ræða hér í sambandi við þetta
„hneykslismál” er lítt eða ekkert
hefur verið drepið á í fjölmiðla-
umræðunni.
Eitt sinn stóð ég í sporum Davíðs
Schevings á Keflavíkurflugvelli ogi
vildi fá bjór en var ekki sá bógur að
mér væri sinnt, hvað þá meira. Þetta
var fyrir um 10 árum en þá virðist
mér að hafi orðið vendipunktur í
bjórvitleysunni. Mér sýnist að þá hafi
islenzka rikið tekið að sér að flytja
inn bannvöruna fyrir flugliða svo
þeir þyrftu ekki að kaupa þetta fyrir
eigin gjaldeyri og drasla síðan með
sér heim. Hafi ríkið flutt þennan bjór
inn frá upphafi lagabrotsreglugerðar-
innar frá 1965, var hann að minnsta
kosti ekki seldur fyrir framan nefið á
óbreyttum landsmönnum í frihöfn-
inni, þeim til storkunar, fyrr en kom
fram undir 1970. Þegar ég átti leið
þarna um á þessum tíma varð ég var
við þá nýlundu að bjórkassar voru í
stöflum bak við afgreiðsluborðið í
vínbúðinni. Þá var ekkert skilti
(hvorki á íslenzku né ensku) um að
þetta væri ætlað flugliðum einum.
Mér var því vorkunn þótt ég bæði um
bjór eins og stúlkan á undan mér við
borðið, sem reyndar var víst flug-
freyja.
Mér hefur alltaf sviðið þettaatvik.
Ekki vegna þess að ég uni farfólki
ekki bjórsins heldur vegna hinnar
tfurðulegu framkvæmdar lögbrots-
reglugerðarinnar þar sem almenningi
er storkað á hinn ófyrirleitnasta hátt
með því að selja útvöldum bannvöru
í opinberri vínbúð.
Svo má spyrja hvers vegna ríkið
flytji inn bjór fyrir flugliða en ekki
sjómenn. Ég hef ávallt brýnt vini
mina sjómenn með þvi að segja þá
aumingja að láta troða svona á sér.
Þeir ættu auðvitað að geta fengið
„bevís” hjá tollyfirvöldum við komu
frá útlöndum. Út á þennan bevís
ættu þeir svo að geta farið upp í Riki
við hentugleika (t.d. þegar tíföld
mannaldan brotnaði þar á borðum)
og fengið sinn bjór, óbreyttum land-
kröbbum til storkunar. Þarna yrði
bjórkössum raðað upp í mannhæðar-
háa stafla innan við afgreiðsluborð,
almennum brennivínskaupanda til
hrellingar en sjómönnum til
skemmtunar, því úrvalið yrði mikið.
Já, m.ö.o., hvað er úrvalið mikið
af ríkisbjórunum á Kefiavíkurflug-
Frá Keflavikurflugvelli.
velli og hver ræður úrvalinu? Nú er
manni sagt að umboðsmenn verði að
vera fyrir alla slíka vöru til þess að
hirða þann illa fengna gróða sem eru
umboðslaun fyrir áfengissölu á
islandi. Áfengisseljendur sem segja
kapítalismann og gróðapungakerfi
hans mestu bölvun mannkyns eru
jafnvel sagðir heimta umboðsmenn
fyrir vöru sína. Hverjir hafa umboð
fyrir flugliðabjórinn á Vellinum?
Getur hver sem er fengið að selja þar
sinn bjór hafi hann nælt sér í umboð?
Ef svo er ekki, eru þá einhver tengsl
milli þeirra aðila sem ákveða hvað er
selt og þeirra er hafa umboð fyrir þá
vöru?
Öllu þessu vildi ég fá svarað hjá
bjórmálaráðuneytinu. Ég segi bjór-
málaráðuneytinu af því ég veit ekki
undir hvaða ráðuneyti eða embættis-
menn þau mál heyra sem lögum
samkvæmt eiga ekki að vera til.
Til glöggvunar skulu spurning-
arnar dregnar saman í stutt mál og
veit ég að marga mun fýsa að fá við
þeim skýr svör:
Hver ákvað að hið opinbera flytti
inn bjór fyrir flugliða og seldi þeim
fyrir íslenzkan gjaldmiðil frammi
fyrir alþjóð?
Hvers vegna veitir ríkið þessa þjón-
ustu aðeins flugliðum en ekki
öðrum útvöldum eins og sjómönn-
um?
Eru islenzkir umboðsmenn fyrir
flugliðabjórinn?
Getur hver sá sem nær sér i bjór-
umboð selt vöru sína í fríhöfninni?
Ef svo er, til hverra á þá að snúa
sér?
Ef svo er ekki, hver er ástæðan
fyrir því að fáeinar útvaldar tegundir
eru hafðar þar á boðstólum og hver
ákveður þær tegundir?
Selfyssingar sáu Stundarfríð:
Klappað og hlegið
— en engin skrílslæti
„Skríllinn” á Selfossi svarar 3344—
2629:
Nemendaráð Gagnfræðaskóla
Selfoss stóð fyrir leikhúsferð þessari
föstudaginn 18. janúar. Teljum við
okkur hart dæmd af 3344—2629
„Stundarfriöur er mjög hávaðasaml
leikrit,” segir bréfritari.
enda felur sá (sú) sig á bak við nafn-
númersitt.
Okkur finnst hart að vera dæmd
fyrir það sem við eiguni ekki skilið.
Að visu var klappað og hlegið að því
sem okkur fannst fyndið. Var ekki til
þess ætlazt?
Stundarfriður er mjög há-
vaðasamt leikrit. Kann að vera að
bréfritari hafi ekki gert sér grein fyrir
hvaðan hávaðinn kom. Hafi bréf-
ritari heyrt gól og önnur skrílslæti
sem fram hjá okkur fóru sem voru í
eftirliti og dreifð um salinn, getur
hann þá sannað að það hafi komið
frá nemendum Gagnfræðaskólans á
Selfossi þar sem nemendur fleiri
skóla voru á sýningunni? Skýrt var
tekið fram í auglýsingu í skólanum að
nemendur væru snyrtilega klæddir og
að okkar mati var klæðnaður
óaðfinnanlegur.
Fyrir hönd nemenda.
Nemendaráð Gagnfræðaskóla
Selfoss.
í einn
Rafmagns-
kostnaður-
inn í tvo
mánuði, olíu-
kostnaðurinn
Tekið skal fram í sambandi við
frétt um háa rafmagnsreikninga
á Eskifirði sem birti^f 15. jan. að
rafmagnsreikningarnir eru fyrir 2
mánaða tímabil en olíukostnaðurinn
fyrir einn mánuð, nema í þríbýlis-
húsinu, þar sem olíukostnaður var
300 þúsund yfir árið á hvora hæð sem
er 114 ferm að stærð hvor um sig, og
fyrir efstu hæðina var kostnaðurinn
270 þús. kr„ en sú hæð er 80
fermetrar.
Regina Thor./abj.
Raddir
lesenda