Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 12
12
Sonnenschein minicare
„Sterkastur í sínum stærðarflokki"
Þessi óvenjulega kraftmikli rafgeymir er
árangur nýrrar framleiöslutækni þessarar 70
ára gömlu þýzku rafgeymaverksmiðju.
• Minna viöhald vegna
minni vatnsuppgufunar.
• Endist lengur.
• Þolir lengri geymslutima
án hleðslu vegna minni
afhlcðslu.
• Betri tengingar milli sella.
• Mikiö startþol.
• Merki sem treysta má
SMYRILL H.F.
Ármúla 7 — Reykjavfk — S. 84450.
LADA-ÞJ0NUSTA OG
ALMENNAR VÉLASTILLINGAR
PANTIÐTÍMAÍSÍMA
76650
LYKILU
Bifreiðaverkstæði
Stmi 76850. Smiðjuvogi 20 - Kóp.
Auglýsing
frá ríkisskattstjóra um framtalsfresti
Ákveðið hefur verið að framlengja frest einstaklinga til
skila á skattframtali 1980 svo sem hér segir:
Hjá einstaklingum, sem ekki hafa með höndum atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá
10. febr. til og með 25. febr. 1980.
Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur til 15.
mars til og með 31. mars 1980.
Reykjavík 25. janúar 1980.'
Ríkisskattstjóri.
Verzlið við þá sem eru
reynslunni ríkari
Fæst í fiestum kaupféiögum
iandsins og varahlutaverzlunum
Rafgeymaverksmiðjan
POLAR H.F.
Einholti 6, sími 18401.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980.
Kjallarinn
Árið 1979 var mesta verðbólguár
sem um getur i allri íslandssögunni.
Þetta ár getur líka státað sig af því að
vera ár mestu bensínhækkana sem
menn muna. Hefur verðið hækkað
um 100%. Fimm sinnum á árinu
hækkaði bensinið verulega. Og menn
hafa kallað þetta olíukreppu. Þess
vegna hefur verðbólgan magnast svo
mikið sem raun ber vitni. Þetta er að
nokkru leyti rétt. Blöð og tímarit
landsins hafa svo sannarlega rætt
þessi mál og sýnist sitt hverjum. Og
ekki eru þau sammála frekar en fyrri
daginn. Öku-Þór segir meðal annars í
nýjasta blaði: „Hratt hafa breytingar
orðið undanfarið á þeim vettvangi
sem hér á landi er kenndur við stjórn-
mál. Þannig hafi höfundur greinar-
korns þessa komið sér upp samantekt
um svikamyllu þá, sem fyrrverandi
ríkisstjórn hafi komið sér upp gagn-
vart bifreiðaeigendum. Svikamyllan
var fólgin í þvi, að því hærra verð,
sem greitt var fyrir bensínið til Rússa
(og því meira sem þeir þar græddu á
þeim „bissniss”), þeim mun marg-
falt meira græddi íslenska rtkið á
sköttum sínum á okurverði. Sá aðili,
sem gæta skyldi þess, að land vort
fengi vörur á sem allra hagstæðustu
kjörum, fékkst alls ekki til að hrófla
við þessu einstaka ástandi — enda
áttu þar vinir í hlut, og ekki var
sterkur" stuðningur við þjóðarhag í
ríkisstjórninni vegna þess, að þá
mundi versna hagur strympu hinnar
tómu — ríkissjóðs. Svo mörg eru þau
orð. En hvernig leysum við þennan
að þeir séu á hausnum er það aðeins
blekking. Sá hlutur sem hækkar svo
mikið sem raun ber vitni hlýtur að
standa tæpt. Allt ætti þvi að vera í
iágmarki hjá þessum fyrirtækjum.
En þetta er svo sannarlega ekki upp á
teningunum hjá oliukonungunum. Á
nákvæmlega sama tíma og þeir hafa
barmað sér frammi þjóðina, hafa
þeir keppst við að byggja nýjar
bensínstöðvar. Spurningin er aðeins
þessi: Hver byggir mest? Síðustu tvö
til þrjú árin hafa verið byggðar fleiri
stöðvar hér á landi en nokkru sinni
áður. Og þeim á eftir að fjölga. Þetta
er blekkingin. Er von á öðru en þeir
vilji hærra verð til að byggja meira?
Er ekki kominn timi til að hugsa
aðeins? Til hvers eru allar þessar nýju
bensínstöðvar hlið við hlið? Hvernig
væri að minnka byggingar af þessu
tagi, en reyna frekar að lækka verðið
á olíu og bensíni? Eða skiptir það
kannski engu máli, þó að viðskipta-
vinurinn greiði okurverð fyrir
vöruna?
Farið er með verðútreikninga á
bensini eins og ríkisleyndarmál.
Getur það virkilega verið? Það hlýtur
að vera kominn tími til að afhjúpa
þennan skrípaleik í eitt skipti fyrir
öll. Öllu er leynt sem hægt er í þessu
máli. Ef ekki verða stoppaðár þessar
tíðu hækkanir sem dunið hafa á
þjóðina mun þétta enda með þvi að
bensínið verður lúxusvara. Fólkið
hættir að geta keypt hana. Hvað gerir
rikið þá?
GunnarBender
lengi verið sér meðvitandi um alla þá
raforku sem fólgin er í virkjun fall-
vatna landsins. Er ekki kominn tími
til að hugsa aðeins um þessa hluti?
Þeir eru okkur svo nálægir. Að selja
rafmagn fyrir olíu.
Þeir byggja
og byggja
Það má segja að það sé föst venja
þegar olía og bensín hækka að yfir-
lýsing komi frá olíukonungum
íslands. „Þetta er alltof lítil hækkun,
Bensínhækkun:
TIL HVERS?
A „Er olíukreppan aö töluverði leyti heima-
tilbúin?”
vanda sem nú hefur steðjað að o.kkur
síðasta árið með meiri heift en menn
muna? Olíukreppan undanfarið
hefur orðið til að beina augum
manna að ónýttum orkulindum
landsins. íslendingar hafa auðvitað
við erum á hausnum” glymur í þeim
öllum. En hverjir eru þessir konungar
sem um ræðir? Jú, Vilhjálmur Jóns-
son, Olíufélaginu hf. Indriði Pálsson,
Skeljungi hf. og Önundur Ásgeirsson
Olíuverslun Islands. Þegar þeir segja
Það getur tii dæmis ekki verið neitt
vit í að hafa þrjár bensínstöðvar í
sama hverfinu. Myndin sem fylgir
með þessari grein er aðeins brot af
allri dýrðinni, sem allstaðar blasir
við. En hvernig geta peningalaus
fyrirtæki byggt svona gífurlega og til
hvers? Kannski olíukonungarnir hafi
einhverja skýringu á reiðum
höndum. Það skyldi þó aldrei vera að
þessi olíukreppa sé að töluverðum
hluta heimatilbúin? Heimatilbúin á
þann hátt að ríkið hafi hirt alltof
mikið í sinn vasa og olíufélögin hafi
fjárfest í hlut sem ekki þarf að vera
svo stór sem raun ber vitni? Ef menn
hefðu haft áhuga hefði kannski mátt
lækka verðið á olíu og bensíni. En
það er verst þegar áhugann
vantar. . . .
Gunnar Bender
námsmaður