Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.01.1980, Qupperneq 21

Dagblaðið - 28.01.1980, Qupperneq 21
Bók menntir Tónlist DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. brotalömum Sjálfstæðisflokksins hve illa hann er í stakk búinn til að mæta skriffinnum af þessari stærð. Lögsóknir og fangelsi slæva aldrei bit pennans heldur skerpa það. Sama máli gildir um þegar vegið er að geð- heilsu manna með læknisvottorðum likt og Hriflu-Jónas mátti þola. Eina vopnið er vitaskuld að gjalda i sömu mynt. Blaðaskrif síðustu áratuga hefðu runnið eftir öðrum farvegi ef fjandinn hefði jafnan mátt vita að hann hitti fyrir ömmu sína á prenti daginn eftir skot á borgaralega hags- muni. En Sjálfstæðisflokknum hefur brugðist illa bogalistin að ala upp menn sem gætu flengt Magnús Kjartansson á heimavelli og sýnt honum i tvo heimana. Áframhalds er þörf Seinni hluti bókarinnar ber þess frekar merki að höfundur er að hreiðra um sig i valdakerfinu en hefur sagt skilið við hlutverk borgar- skæruliðans. Rökfestan og ádrepan eru þó engu síður á sínum stað þótt glóðir háðsins hafi eðlilega kulnað að vissu marki. Handverk Magnúsar Kjartans- sonar er til fyrirmyndar öllum þeim sem fást við skriftir á íslandi. Gildir þá einu hvort um ræðir blaðamenn og rithöfunda eða stjórnmálafólk og embættislið. Sérstaklega gætu kansellíhópar stjórnarráðs og banka lært eðlilega framsetningu móður- málsins áður en þeir drepa endanlega af sér ritmálið. Bókin Elds er þörf verður ekki aldarspegill Magnúsar Kjartarts- sonar ein á báti. Magnús er líklega fjögurra til fimm bóka maður og veljendur efnis mega því vel halda áfram með smérið. Margir sakna Austragreina og telja þær eigin katla i blaðasögunni. Við væntum sumsé logandi eldhafs fyrir næstu jóla- vertíð. Ásgeir Hannes Kirikssnn EYJÓLFUR MELSTED Sumartónleikar f Skálholtskirkju. Hljómplata Manueiu Wieslor, flautuleikara og Helgu Ingótfsdóttur, semballeikara. Upptaka: Máni Sigurjónsson. Útgáfa: Flytjendur. Fyrir mörgum öldum var tónmenntaleg reisn Skálholtsstaðar slík, að tónverk, frumflutt á páskum við hákirkjur suður í álfu, voru sungin i Skálholti á Þorláksmessu á sumri. Sýnir það góð tengsl stólsins við útlönd, en einnig menningarstig landsmanna, að til voru í landinu nægjanlega menntaðir söngmenn til að flytja slik „nútímaverk”, í þann tíð. Skálholtsstaður átti sér siðan sitt niðurlægingartímabil, en með vígslu dómkirkjunnar, árið 1963, væntu menn þess að staðurinn yrði hafinn til fyrri vegs og virðingar. Að af- lokinni glæstri vigsluhátíð var eins og móðurinn rynni af mönnum og nær eina lifsmark menningarinnar lengi á eftir reyndist Skálholtshátíð, oftast haldin á, eða sem næst Þorláks- messu. Listviðburðir urðu fáir á staðnum um árabil, eða þar til Helga og Manuela tóku að standa þar fyrir reglulegu tónleikahaldi. Við það óx reisn staðarins að mun. Þær stöllur hafa jöfnum höndum valið'til'fTutnings barokk og nútíma- verk, og er nú svo komið að tón- skáld semja verk sérstaklega fyrir þær, til flutnings á Skálholts- tónleikum. Verkefnavalið á hljómplötu þessari er í samræmi við þessa hefðþeirra. Á plötunni leika þær Sónötu i e- moll op. 1 nr. l.eftirGeorg Friedrich Handel; Stúlkuna og vindinn eftir Pál Pampichler Pálsson; Sumarmál, eftir Leif Þórarinsson og Sónötu í e- moll, eftir Johann Sebastian Bach. Um leik þeirra þarf tæpast að fjölyrða. Hann er í alla staði frábær, sama hvar niður er borið. Glæsileiki Hándel sónötunnar, með öllu sínu flúri, nýtur sin til fulls. — Stúlkuna og vindinn leika þær mun hraðar en á hljómleikunum, sérstaklega undir lokin. Þessi aukni hraði gerir tóna- endursögn Páls á ljóði Þorsteins Valdimarssonar ennþá meira lifandi, svo að maður bókstaflega heyrir hnjúkaþeyinn. — „Jónsmessu- vindinn af jöklum innan.” — Sumar- mál, tíminn „tíminn milli heys og grasa”, eins og Laxness nefnir það, eru tími vonar. í verki Leifs er ekkert af stemmingu þessara daga skilið út- undan og birtan og heiðríkjan ná yfirhöndinni áður en yfir lýkur. Síðasta verkið á plötunni er svo hin tignarlega e-moll sónata Bachs. í leik þeirra Helgu og Manuelu í þeirri sónötu kemur glöggt fram sú stranga og nákvæma skólun, sem þær báðar hafa, en einnig karakter þeirra sem mikilla túlkenda. Hvor í sínu lagi eru þær frábærir listamenn, en í sam- slarfi sínu eru þær tvíefldar. Hljómplatan var tekin upp sunnu- daginn 18. nóvember á síðastliðnu ári. — Að taka stóra hljómplötu upp á einum degi er mikið afrek. Ekki aðeins af hálfu flytjenda, heldur einnig tónmeistarans, Mána Sigur- jónssonar. Máni vinnur ótrúlega gott verk við frumstæð skilyrði. Hljómplata þessi er gersemi. Hún hefurekki aðeins að geyma frábæran hljóðfæraleik, heldur ber hún kjarki aðstandenda sinna vitni, að ráðast i útgáfu hennar án nokkurrar tryggingar fyrirsölu. -KM. ELDS ER ÞÖRF 0G SLÖKKVILIÐS heimi. Hvers vegna var slíkum glæpalýð beitt í stað lögreglunnar sem allt til þessa hefur þó verið sæmi- lega þokkuð af Reykvikingum?” Þriðja víddin í tónstiga Magnúsar Kjartanssonar er blöndun háðs og hita. Dæmi er greinin Þakkað fyrir gistingu. Þar verður Bjarni heitinn Benediktsson dómsmálaráðherra fyrir barðinu á Magnúsi sem setið hefur af sér meiðyrðadóm: „Ærukærir menn eru að mestu Itættir að hagnýta sér þessa löggjöf, nú eru það yfirleitt sakbitnir menn sem leita á náðir hennar. „Og áfram heldur Magnús: „Það er ekki að undra þótt ein lítil ráðherranefna úti á íslandi teldi runna upp gullöld og gleðitið, hefði hug á að apa eftir fyrirmyndum sinum og reyna að vinna sig í álit hjá valdamönnum fyrir vestan haf.” Slökkviliðs er þörf! Það hefur löngum verið ein af i :ísá QERSm KÖLLUN Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar, tenór- söngvara í Gamlabfói 19. janúar. Undirleikari: Thomas Jackman. Söngskrá: Sigfús Einarsson, Gigjan; Sigvaldi Kaldalóns, Heimir; Franz Schubert, An die Musik og Seronata (Stöndchen); Ludwig van Boothoven, L’ amante impatiente og Adelaido; Alessandro Scarlatti, O Cessate di piagarmi; Giordani, Caro mio ben; Cósar Franck, Panis Angelicus; Goorge Bizet, Agnus dei; Giacchino Puccini, Quella Nigrella (í staö Cuius Animan úr Stabat Mater, Rossinis) og E' lucevan di stelle; Giuseppe Verdi, Questa o quella ((stað Salve di mora úr Faust Gounods) og II fior che aveva úr Carmen eftir George Bizet Gamlabió fylltist, þegar Kristján Jóhannsson hélt þar tónleika sina á laugardaginn. Ekki hafa höfuðborg- arbúar farið varhluta af vitneskjunni um þennan spútniksöngvara að norðan. Fyrir því sá ágæt stalla hans i fyrra með blaðaskrifum. Það var því með ærinni tilhlökkun, að ég fór á tónlcikana í Gamlabíói. Klingjandi ítalska — en þýzkan — Raunar Itafði 6g hitt piltinn fyrir, suður á Ítalíu, snemmsumars og haft af því gaman, að heyra hvernig ítalskan hans klingdi með norðlenskum hreim en ég hafði ekki heyrt hann syngja utan í útvarps- upptöku, sem lítt er á byggjandi. Vel til fundið hjá Kristjáni að byrja á íslenskum lögum. Gígjan hefur reynst mörgum skeinuhætt, svo sakleysisleg sem hún er, en Kristján komst ágætlega frá henni og Heimi söng hann ágætlega. Síðan kom „An die Musik”. — Þýsku textana hefði Kristján betur skilið eftir einhvers staðar þar sem lítil hætta væri á að þeir fyndust aftur. Það er synd, því að rödd hans liggur ekki síður vel við þýskum Ijóðasöng en ítölskum 'aríum. En þýskan hans er hræðileg. Það var því sýnu betra að heyra „Leise flehen meine Lieder” í ítalskri þýðingu. Það minnti mig svo aftur á að líkast til eigum við enga þýðingu á þessu ágæta ljóði. Erum við þar mun fátækari en Færeyingar. Þeir eiga þó þýðingu Janusar Djurhuus. — Stillis- liga mínir sangir / senda bon til tín: / Dýrd, ið dvolst á nátt um eingir, / dragi drós til mín. / / Eigi tú tær kenslur somu, / væna, gef mær Ijóð, / piprandi við drál eg komi, / ger meg sælan fljóð. — Ég get ekki að því gert, að finnst þessi þýðing Janusar Djurhuus frumgerðinni þýsku jafnvel fremri. — En við vorum á tónleikum í Gamlabíói en ekki á fyrirlestri ufn færeyskar bókmenntir. Eftir léttilega sungna Adelaide Beethovens, á sömu hræðilegu þýskunni tók við besti hluti þessara tónleika. Caro mio ben og Panis angelicus voru með heldur róman- tiskari blæ en við eigum almennt að venjast, en heillandi. Á loka- sprettinum fannst mér vera farið að gæta þreytu hjá Kristjáni. Hann var þvi ekki eins geislandi og vænta mátti i Turnaríunni og Questa o quella var örlítið þunglamalegt. Hann byrjaði mjög vel á „II fior che aveva” en úthaldið brást. Hygg ég að þar hafi um valdið, að Kristján hafi hreinlega ekki verið nógu vel fyrirkallaður, því hann var greinilega með einhvern skrambans kverkaskít. Of lýriskur Thomas Jackman lék undir af mikilli natni, dempað og yfirvegað. Á köflum fannst mér hann draga heldur úr og hefði, að skaðlausu, mátt gefa betur í. Ég held að hann sé of lýrískur píanóleikari til að geta verið skemmtilegur undirleikari með svo rífandi tenór sem Kristján er. Kristján Jóhannsson. Sá hressilegasti Kristján kom á þessum hljóm- leikum til dyranna eins og hann var klæddur. Hann er tvimælalaust einn hressilegasti söngvari, sem hér hefur komið fram siðustu tvo áratugina. Hann reynir ekki að fela sig á bak við vel stúderaða tækni. Hann yfirgaf járniðn sína til að hlýða köllun sinni, að verða söngvari. Sögulega séð ætti það svo sem að geta verið góður grunnur. Það hafa nokkrir afbragðs- tenórar komið úr járnsmiðastétt, Girardi, Slesak, svo einhverjir séu nefndir. Kristján, með sína björtu, miklu náttúrurödd hefur allt upplag til að verða góður söngvari, en hánn á eftir að slípast og finna sig betur. -KM. -V Það er aðeins óeigingjarnt fólk sem kaupir greinasafn Magnúsar Kjaítanssonar til að gefa öðrum. Bókin gengur heldur ekki í skiptum á milli kunningja eins og hvert annað lesefni. Elds er þörf á heima í stofuskápum innan um aðrar bók- menntir þjóðarinnar. Óþarft er að tiunda hlutverk Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra í þjóðmálum siðustu áratugi. Ur penna hans runnu heilar leiftursóknir út í mannhafið um síður Þjóðviljans. Enginn maður hefur oftar hlotið dóma fyrir meiðyrði og það eitt segir sína sögu: Löggjöfin er hættulegt fótakefli á ritvellinnum og ævistarf Magnússar heftr borið nokkurn ávöxt. framan á sér í Kóreu séu saknæm í verndarríkinu íslandi, en þetta eru auðvitað aðeins byrjunarörðugleikar. Enda fengu þeir hina vægustu dóma, þannig að það er þó að minnsta kosti ódýrt sport að vernda íslendinga.” Það kveður við annan tón þegar Magnúsi er þungt fyrir hjartarótum eins og eftir átökin við Alþingishúsið. Þá samfléttar hann skammir undir heift sem ber háðið ofurliði. Hér sendir Magnús okkur Heimdellingum tóninn: „Engu að siður er beitt hvítliðum, því hyski sem að vonum er öllu öðru fyrirlitnara og hataðra af allrí alþýðu, enda dreggjarnar af siðspillt- asta hluta siðspilltustu yfirstéttar í Um háð til heiftar Það er þrivíður tónn í fyrstu grein- um Magnúsar Kjartanssonar i Elds er þörf. í fyrsta lagi er napurt háðið sem næðir um andstæðinginn þannig að lesandinn fyllist samúð með heilu fjölskyldunum. Gott dæmi eru greinar um vernd Bandarikjamanna i Kóreustríði og þegar ísland eignaðist ambassador, sem líklega er eðal- steinn bókarinnar. í verndarkaflan- um segir: „— enda hófu tveir þeirra nýlega tilraunir til að vernda tvo innfædda æskumenn með hnífum sínum. Voru þeir þó full bráðlátir og fengu dóma fyrir verndina. Reyndist þeim að vonum erfitt að skilja það að verk sem tryggja rétt til að bera stjörnur Magnúsi Kjartanssyni hefur tekist betur en öðrum forystumönnum Alþýðubanda- lagsins að tvinna ævi sina örlögum verkafólks i áróðursskyni. Þessi sterka Ijós- mynd er af Magnúsi I miðjum hópi eljumanna sem tekið hafa stundarfri frá störf- um til að leysa málsvara sinn úr tukthúsi. Hannes Eiríksson

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.