Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBI.AÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. 3 Sparifjáreigendur og hnýsni skattayfirvalda: Sparífjáreigendur ættu aö hunza spuminguna — um hve mikið viðkomandi eigi í sparisjóðsbók Ellilífeyrisþegi skrifar: í skattaplaggi því sem skattþegnar eiga nú að útfylla er meðal annars sú spurning hve mikið viðkomandi eigi í sparisjóðsbók. Eftir því sem almenningi hefur verið tjáð er sparifé borgaranna skattfrjálst. Er því þessi spurning hreinasta hnýsni í garð sparifjáreig- enda og skil ég satt að segja ekki til hvers hún er prentuð á plagg þetta. Atvinnu-ævi min hefur verið þessi: Ég stundaði þá vinnu að hver eyrir var gefinn upp til skatts af at- vinnurekanda. Ég greiddi auðvitað skatta mina og skyldur möglunar- laust og reyndi jafnframt að leggja smáupphæð af launum mínum i bankabók i öryggisskyni, með það í huga að þurfa ekki að leita til annarra ef ævikvöldið svonefnda yrði í lengra lagi. Ég er þannig skapi farinn að mér finnst að hvorki „Pétri né Páli” komi það við hve sú upphæð er há sem mér hefur tekizt að aura saman um dagana. Hvers vegna létu skatta- yfirvöldin ekki fylgja með sérstaka spurningu til þeirra sem öllu eyða framyfir þarfir og hafa miklar tekjur? Margur hefði þá fengið tækifæri til þess að svara Tóbak og brennivín. Þessar sífelldu njósnir yfirvalda um inneign þeirra sem fara vel með fé sitt er óþolandi. Þeir sem nú eru komnir til vits og ára, og ráða ríkjum i dag, muna ekki eignakönnunina illræmdu sem var hið mesta óheilla- spor fyrir þjóðina, breytti skynsömu þjóðfélagi í eyðsluþjóðfélag. Þegar almenningur frétti hvað til stæði streymdi hann í bankana, tók út sparifé sitt og gerði að eyðslufé. Þá var margur óþarfa hluturinn keyptur. Má segja að ráðstöfun þessi hafi verið eins konar hefnd á vinnusemi og sparnað. Þeir sem öllu eyddu sluppu undan refsiákvæðum. Almenningur hætti að treysta bönkunum og hélt áfram á eyðslubrautinni eða lánaði „1 skattaplaggi því sem skattþegar eiga nú að útfylla er meðal annars sú spurning hve mikið viðkomandi eigi í sparisjóðs- bók,” segir bréfritari. okurkörlum afgangsfé sitt. Og síðar gerist það að almenningur sér að það borgar sig ekki i verðbólgubálinu að leggja fé í banka vegna lágra vaxta, en þetta sparifé er í raun undirstaðan i sambandi við atvinnulíf okkar og alla driffjöður í landinu. En það vissu sparifjáreigendur einnig að fé þeirra væri misnotað. Ýmsir fengu lán til þess að gera ýmsar hundakúnstir og stórgræddu. Loks rumskuðu yfir- völdin, sáu að vaxtasvikin við spari- fjáreigendur voru ekki lengur fram- kvæmanleg. Og nú hefur orðið mikil breyting á til bóta. En þessi hnýsni. skattayfirvalda um inneign í sparisjóðsbók, kannski eftir ævilangt strit, er óþolandi og ættu sparifjáreigendur að hundsa spu rninguna. Raddir lesenda Einhamar ekki einka- fyrirtæki Athugasemd frá Einhamri s.f. Við ummæli Haralds Haralds- sonar stjórnarformanns Kreditkorta hf., sem birt eru í Dagblaðinu 23. <þ.m., þar sem hann segir: „Hingað til þekki ég Magnús K. Jónsson byggingameistara eða fyrirtæki hans, Einhamar, að engu öðru en full- kominni greiðsluhæfni.” Þar sem ummæli þessi gefa það í skyn og nánast segja að Einhamar sé einka- fyrirtæki Magnúsar K. Jónssonar, teljum við rétt að það komi fram að Magnús er aðeins eigandi að 1/13 hluta Einhamars s.f. Reykjavík, 24. janúar 1980. Stjórn Einhamars s.f. RAUN ER ÞURRU Spurning dagsins Ert þú búinn að sjá leikritið Ofvitann eftir Kjartan Ragnarsson og Þórberg? Jóhannes Jónsson frá Gillastöðum í l.axárdal í Dalasýslu: Nei, og ég veit ekki hvort ég hef tækifæri til þess þar sem ég er utanbæjarmaður. Filippus B. Agnarsson, nemi í'Vestur- bæjarskóla við Öldugölu: Nei, og ég veit ekki hvort ég geri það nokkuð, fer sjaldan í leikhús. Guðmundur Þorkelsson, innheimtu- maður hjá Smjörliki hf.: Nei, og á ekki von á því að fara. Björg Ingvarsdóltir húsmóðir: Nei, ég hef ekki farið en ætla mér það innan skamms tima. Asmundur Jónsson vélvirki: Nei, og hef ekkert spáð sérstaklega í það að sinni. SENDUM BÆKLINGA Auður Eysleinsdóttir, nemi við Myndlista- og handíðaskólann: Nei, ég hef ekki séð það leikrit og fer varla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.