Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. JANÚAR 1980. BIAÐIÐ frfálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Houkur Holgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Hondrit: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmor Korlsson. Blaðamenn: Anno Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinorsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefénsdóttir, Elfn Atoertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjomlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Sofn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrrfstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn Þorlerfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðatsimi blaösins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf* Skerfunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 4500. Verð f lausasöki kr. 230 eintakið. Sovét-svartnættið Svartnættið færist ört yfir Sovétrík- /g in. Þar eru harðlínumenn og nýstalin- istar smám saman að taka völdin. Knésetning Afganistans og frysting Sakharofs eru dæmi um magnaðri heimsvaldastefnu og harðstjórn. Sovétstjórnin tekur ekki hið minnsta mark á samningi austurs og vesturs, sem kenndur er við Helsinki. Þriðjungur þess samnings fjallaði um mannréttindi, skoðanafrelsi og upplýsingafrelsi. Og allt er þetta fótum troðið. Ofsóknirnar gegn Sakharof eru ekkert einangrað dæmi. Á síðasta ári lét ógnarstjórnin fangelsa meira en hundrað andófsmenn. Hún vinnur ötullega að því að kaffæra mannréttindahreyfinguna í svartnætti Sovétríkjanna. Aðgerðirnar gegn Sakharof vekja meiri athygli en aðrar, af því að hann er einn stórmenna nútímans. Hann er einn þekktasti kjarnorkuvísindamaður heims og friðarverðlaunamaður Nóbels fyrir störf að mann- réttindum. íslendingum er vel kunnugt um annað dæmi um glæpi harðstjórnarinnar gegn manréttindum. Það eru ofsóknirnar gegn skákmeistaranum Kortsnoj og fjölskyldu hans í Sovétríkjunum. Þar hefur villi- mennskan komið vel í ljós. Ef sonur Kortsnojs færi i herinn, mundi honum vera meinuð brottför vestur fyrir járntjald á þeim forsend- um, að hann vissi um hernaðarleyndarmál. Þess vegna vill hann ekki fara í herinn og fær dóm fyrir liðhlaup. Þetta minnir á hina alkunnu aðferð, þegar ógnar- stjórnin rekur andófsmenn úr vinnu og dæmir þá síðan fyrir að vera sníkjudýr. Hún rekur þá úr húsnæði og dæmir þá siðan fyrir flæking. Hún er gersamlega siðlaus. Víðar er glæpalýður við völd en í Sovétríkjunum. En heimsins voldugustu glæpamenn eru þó Brésnéf og Andrópof og flokksfélagar þeirra. Ráðamenn Sovét- ríkjanna einir eru verulega hættulegir heimsfriðnum. Öll samningsgerð þeirra við Vesturlönd er markleysa ein, hvort sem hún fjallar um hermál, mannréttindi eða önnur mál. Undirskr.ftir harðstjóranna í Moskvu eru nákvæmlega einskis virði, bæði fyrr og nú. Bréfsnéf skrifar undir Helsinki-sáttmála, ef hann telur það geta svæft Vesturlönd. Hann skrifar undir sovézka stjórnarskrá til að flagga framan í útlendinga, en tekur ekki mark á einu orði í henni. Vesturlönd geta ekki keypt andófsmönnum og gyðingum frelsi með viðskiptum og tækniaðstoð. Þau geta ekki keypt sér svefnfrið með samningum um gagn- kvæman samdrátt herafla. Harðstjórarnir hlæja að eigin undirskriftum. Þeir treysta sér meira að segja til að halda ólympíu- leika í fangelsi sínu. Þeir eru að flytja úr Moskvu hverja einustu sál með sjálfstæða hugsun. Eftir sitja þeir einir, sem hafa ekki hugmynd um frelsisbaráttu mannsandans. Hér vestra vísum við til Voltaires og §egjumst fyrir- líta skoðanir hver annars, en vera reiðubúnir að deyja fyrir rétt hver annars til að hafa þessar skoðanir. Eystra láta ráðamenn sér nægja að fyrirlíta skoðanir. Milli hugsjóna austurs og vesturs er gjá, sem seint verður brúuð. Og hún verður ekki brúuð af íþrótta- mönnum. Enda munum við horfa í undrun á þá íþróttamenn, sem fara til Moskvu til að gefa villimönn- um blóm í hnappagatið. Við skulum aldrei víkja frá því, að allir menn hafi rétt til að fá og flytja upplýsingar og skoðanir og vera öðruvísi en aðrir. Samstarf Pakistan og Bandaríkjama — báðir aðilar spyrja hve lengi hægt sé að treysta hinum aðilanum — en hvorugur virðist eiga annarra kosta völ Bygging bandariska sendiráðsins i Islamabad, höfuðborg Pakislan, hefur staðið auð síðustu tvo mánuði. Þessi nýtizku bygging úr rauðum múrsteini er eins og hverjar aðrar brunarústir frá því múgurinn réðist inn i bygginguna. Gerðist það í kjölfar töku hinnar heilögu mosku i Mekka, sem orðrómur var um að væri runnin undan rótum banda- rískra aðila. Tveir bandarískir starfsmenn sendiráðsins létust í árás- inni. Hinir starfsmennirnir eru mjög reiðir pakistanska hernum fyrir lélega frammistöðu — sumir segja kæru- leysislega — er æstur múgurinn gerði árásina. Bandariska sendiráðið er nú í bráðabirgðahúsnæði og starfsmenn- irnir eru einir á staðnum. Ástæðan er sú að utanríkisráðuneytið bandaríska lók þá ákvörðun, að eiginkonur starfsmannanna og börn skyldu flutt vestur. Var það gert vegna ótta við frekari árásir. Þetta er sá bandamaður — Paki- stan — sem Bandarikjamenn ætla að byggja á framtíðarstefnu sína i Suð- vestur-Asiu. Þarna er um að ræða svæði heimsins sem nær frá Tyrk- landi til hins gamla Indókina. Áður en þessi ákvörðun er gagnrýnd er þó rétt að hafa í huga að eins og einn starfsmaður stjórnarinnar i Washington sagði — þá er þetta eini kosturinn. Innrás og/eða íhlutun Sovétríkjanna i Afganistan hefur þröngvað Bandaríkjamönnum og Pakistönum saman á ný. Bandarikja- stjórn hefur orðið að taka afstöðuna lil Pakistan til skjótrar endurskoð- unar. Vissulegavar sambandið þarna á milli mjög náið og gott hér á árum áður en var orðið í meira lagi kalt á siðustu mánuðum. Svo litið sé til annarra ríkja á þessum slóðum er fyrrum bandamaður Bandaríkjanna, íran, algjörlega úr leik eftir valda- löku Khomeinís og allt er einnig í óvissu með Indland eflir stórsigur Indiru Gandhi í kosningum þar. Þykir vísl að hún muni fremur halla sér i átt að Sovétríkjunum heldur cn fyrri valdhafar. Ekki verður annað séð en sú braut, sem margir vonuðust til að Pakistan mundi ganga i átt til lýðræðis sé lokuð um sinn. Stjórn hersins verður alltaf meira og meira áberandi og cngan veginn verður sagt að þar sé neitt í þá veruna að fullnægt sé fyrri mannréttindakröfum Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, sem hann hafði sem hæst um á fyrstu mánuðum for- setatiðar sinnar. Minnihlutahópar í Pakistan verða sífellt óánægðari með stjórnarfarið, sem einkennist að sögn af sivaxandi spillingu. Margir íbúar sjá nú sáran eftir stjórnartið Ali Bhuttos, sem Zia herforingi og nú- verandi forseti lét taka af lifi fyrir að hafa staðið að morðum á stjórnar- andstæðingum á valdatið sinni. Pakistana sárlangar í hernaðar- og efnahagsaðstoð frá Bandarikjunum. Þar telja þeir að alltof skammt sé farið, þegar rætt er um 400 milljónir dollara í Washington. Stjórnvöld i Islamabad kvarta einnig yfir því að ekki sé neitt lengur byggjandi á stuðningi Bandaríkjastjórnar eins og á árunum á milli 1950 og fram á sjöunda áratuginn. „Jafnvel þó svo að Carler forseti segist vilja styðja okkur þá vitum við aldrei hvað það stendur lengi,” sagði háttsettur pakistanskur herforingi. „Hvernig getum við vitað að slík yfirlýsing sé einnig stefna bandarísku þjóðarinnar eða þingsíns i Washington?” í samningaviðræðum rikjanna spyrja Bandarikjamenn reyndar sömu spurningarinnar. „Hvernig getum við treyst Pakistönum?” Þeitr eru minnugir reynslunnar frá íran þar sem ausið var vopnum og fjár- magni í vinveitta rikisstjórn, sem síðan var steypt af aðilum sem vægast sagt eru ekki hliðhollir Bandarikjunum. Zia hershöfðingi og forseti er sann- kallaður atvinnuhermaður. Hann stóð fyrir stjórnarbyltingunni gegn Ali Bhutto árið 1977. Hann talaði oft um það áður fyrr að snúa aftur með lið sitt til herbúðanna og endurreisa lýðræðið i Pakistan. Hann hefur þó tvisv.ar afturkallað fyrirhugaðar frjálsar kosningar, nú síðast í nóvem- ber siðastliðnum. Sumir eru þó sem telja að sú regla, sem stjórn hans hefur komið á i landinu, sé nokkur sárabót eða uppbót fyrir tapað lýð- ræði. Einkumef það erhaftihuga að lýðræði Ali Bhuttos fyrri stjórnanda í Pakistan þótti ávallt hafa nokkra hnökra í för með sér. Fyrir nokkrum dögum lýsti Zia forseti því yfir að her landsins hygðist halda um stjórnartaumana áfram — jafnvel um nokkurra ára skeið. „Lýðræði og svonefndar frjálsar kosningar eru ekki það sem hentar Pakistan eins og nú er háttað,” sagði Zia. „Sjötiu og fimm af hundraði ibúanna eru ólæsir og óskrifandi. Hvernig er hægt að búast við því að það geti gert sér nokkra grein fyrir því hvaða stjórnarfar hentar þvi bezt?” Fyrir tveim árum sagði Zia hins- vegar að hann hefði fullan hug á, að herinn færi frá völdum eins fljótt og auðið yrði. Ástæðan væri sú að ef valdatiminn yrði of langur mundi spilling óhjákvæmilega aukast. Þar með mundi orðstír Pakistans á alþjóðavettvangi fara minnkandi. Þetta hafa reynzt orð að sönnu. Völd hersins hafa stöðugt aukizt í stjórn landsins og jafnvel í héraðstjórnum eru liðsforingjar farnir að taka beinar ákvarðanir og ekkert bendir til annarsen slikt muni halda áfram. Zia hershiifðingi og forseti hefur nú hætt öllum ráðagerðum um kosn- ingar — enda hvað hefur ólæsl og óskrifandi fólk að gera með slíkt — eins og hann segir. V /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.