Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. DAGBLAÐSINS & VIKUNNAR 1979 SIDASTI SEDILUNN Síðasti seðillinn í Vinsælda- vali Dagblaðsins og Vikunnar 1979 birtist í dag. Skilafrestur seðlanna er til 31. janúar. Þeir sem póstlagðir hafa verið fyrir þann tíma verða teknir gildir þó að þeir berist ekki fyrr en fyrstu daga febrúarmánaðar. Síðustu ár hafa ýmsir viljað halda því fram að úrslit Vinsældavals Dagblaðsins og Vikunnar yrðu til á ritstjórnar- skrifstofum blaðanna. 1 því skyni að reynaaðeyða þeim orð- rómi hefur Sverrir Garðarsson formaður Félags íslenzkra hljómlistarmanna, orðið góð- fúslega við þeirri beiðni að talning fari fram á skrifstofu FÍH að viðstöddum fulltrúa' félagsins. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart við nein samtök um að kjósa eina sér- staka hljómsveit eða tónlistar- mann og virðist því atkvæða- greiðslan ætla að fara hið bezta fram að þessu sinni. Fjöldi greiddra atkvæða virðist ætla að verða aðeins minni en í fyrra. Ástæðan fyrir þeirri fækkun er þó ekki áhuga- leysi á Vinsældavalinu heldur sú að I þetta skiptið var engum at- kvæðaseðlum dreift I hljóm- plötuverzlanir. Reynsla fyrri kosninga er sú að þeir seðlar hafi verið einna mest misnotaðir. Tilboð í lýsingu, hljóð og skreytingar á Stjörnumessunni verða opnuð á morgun, þriðju- dag. Fjöldi þeirra sem bjóða í t þessa þætti hefur aldrei verið meiri en nú. Sérstaklega sýna margir skreytingaliðnum áhuga. Svo sem skýrt var frá I síðustu viku hefur Sverri Ólafssyni myndlistarmanni verið falið að gera verðlaunagripi þá sem afhentir verða sigurvegurum Vinsældavalsins. Hann kynnir tillögur sínar nú í vikunni. Þá eru sem sagt síðustu for- vöð að greiða atkvœði I Vinsældavalinu. Keppnin milli okkar helztu tónlistarmanna er mjög jöfn að þessu sinni. Þinn atkvæðaseðill gæti því ráðið úrslitum í einni grein eða fleirum. Munið að skilafrestur er til 31. janúar. Talning hefst strax um helgina á eftir. Sendið seðlana til Dagblaðið „Vinsældaval" Síðumúla 12, 105 Reykjavík. Á siðustu tveim Stjörnumessum hafa fteir Ómar Valdimarsson fréttastjóri, Ásgeir Tómasson hlaðamaður og Heigi Pétursson ritstjóri haft með höndum allar kynningar. Ómar og Helgi ritstjóri annast verkið á nœstu messu sem haldin verður á Hótel Sögu 14. fehrúar. DB-mynd: Ragnar Th. Meðalgesta á slðustu Stjörnumessu voru þessir glaðhlakkalegu fjórmenningar. Frá vinstri eru Pétur Björns- son forstjóri Karnabcejar, Steinar Berg hljómplötuútgefandi, Baldvin Jónsson auglýsingastjóri Morgun- blaðsins og Ólafur Laufdal veitingamaður I Hotlywood. DB-mynd: Arni Páll. Vinsœldaval DB og Víkunnar Innlendur Tóntistarmaður ársins 1. marhaður Söngvari ársins 1. Vinsœldaval Dagbtaðsins og Vikunnar 1979 Nafn: Aldur: Heimili: 2. 2. 3. 3. HI jómsveit ársins 1. Söngkona ársins 1. 2. 2. 3. 3. Hljómplata ársins 1. Lagársins 1. m mn*mmwm wm m mu Hljómsveit ársins 1. Söngvari ársins 1. 2. 2. 2. 2. 3. 3. 3. 3. Lagahöfundur ársins 1. Textahöfundur ársins 1. Söngkona ársins 1. Hljómplata ársins 1. 2. 2. 2. 2. 3. 3. 3. 3.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.