Dagblaðið - 28.01.1980, Page 9

Dagblaðið - 28.01.1980, Page 9
Erlendar fréttir Múhameðstrúaníkin fordæma Sovétmenn Ulanríkisráðherrar múhaineðs- irúarríkja heimsins munu i dag koma sér saman um ályktun þar sem for- dæmd verður íhlulun Sovétrikjanna í Afganistan og einnig stjórnmála- samband það sem Egyptaland er að taka upp við ísrael. Ályktunin verður samþykkt á fundi ráðherranna i Islamabad, höfuðborg Pakistan. Innrás Sovétmanna var harðlega for- dæmd í ræðu Zia, forseta Pakistan, sem hann flutti við opnun ráðstefnunnar í gær. Sagði hann að ráðstefnan yrði að gera Sovét- rikjunum það fullljóst að mjög alvar- legum augum væri litið á ihlutun þeirra í Afganistan. Sagt er að fulltrúar Saudi-Arabiu, sem eru mjög andsnúnir Sovét- ríkjunum, hafi þegar lagt fram tillögur um að refsa bæði Sovét- ríkjunum og Afganistan' í gærstakk utanríkisráðherra þeirra upp á að Ieppstjórnin í Kabul yrði þegar einangruð frá öðrum múhameðs- trúarríkjum. Hún fengi ekki stjórn- málalega viðurkenningu og engin pólitísk og efnahagsleg samskipti yrðu við hana fyrr en her Sovétmanna yrði á brott. Saudi-Arabíustjórn mun einnig leggja sig fram um að fá tillögur sínar um að sniðganga ólympíuleikana i Moskvu samþykkta á ráðstefnu ráðherranna. Einnig leggja þeir til að skæruliðum þjóðfrelsisaflanna, í Afganistan, sem berjast gegn Stjórninni i Kabul, verði veitt efna- hags og hernaðaraðstoð. Gert er ráð fyrir þvi að Camp David samkomulagið verði einnig fordæmt vegna afleiðinga þeirra sem það hefur haft á samskipti Egypta- lands og ísraels. Þó er talið að einhverjar deilur geti orðið um það mál. Ríki eins og til dæntis Ontan hafa ekki viljað fallast á for- •dæmingu annarra arabaríkja á stcfnu Anwars Sadats i þvi máli. Upplýsingabæklingar liggja frammi ® Samvinnubankinn í öllum afgreiðslum bankans. og útibú um land allt. ÓLAFUR G DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. Kennedy boðar tímamótaræðu Ekki blæs byrlega fyrir Edward Kennedy öldungadeildarþingmanni í baráttu hans til að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum í stað Jimmy Carters núverandi Bandaríkja- forseta. Samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið Boston Globe gerði i New Hampshire eru aðeins 31% demó- krata þar í fylki fylgjandi Kennedy en 56% þeirra styðja Jimmy Carter. Fyrir helgina afturkallaði Kennedy fyrirhug- aða fjögurra daga ræðuferð um Maine- fylki en í stað þess hóf hann viðræður við ýmsa áhrifamenn á sviði utanríkis- og varnarmála í Washington. Tilkynnt hefur verið að hann muni halda ræðu í Georgetown háskólanum í Washington i dag. Fylgismenn hans segja að þessi ræða verði mjög mikilvæg. Þar mun Kennedy ætla að leggja sinn dóm á stefnu Carters Bandaríkjaforseta í þessum málum. Ræða þessi er örvænt- ingarfull tilraun Kennedys til að ná sér aftur eftir ósigurinn fyrir forsetanum i prófkosningunum í lowa-fylki á dög- unum. Þar fékk hinn síðarnefndi helm- ingi meira fylgi en Kennedy. Setti Sakh- arov beint á urinn er hasshundur þeirra i Bretlandi, einn af mörgum. Þykir hann mjög hæfur i starfi og hefur klófest fiknilyf fyrír jafnvirði nærri þriggja milljarða islenzkra króna. Maðurinn á myndinni er hins vegar sá er hefur eftirlit með honum. móti lögreglu- stöðinni Andrei Sakharov, andófsmaðurinn sem rekinn var frá Moskvu til borgar- innar Gorky, hefur verið látinn setjast að i íbúð beint á móti lögreglustöð. Að sögn eins vinar hans, sem heimsótt hefur Sakharov og konu hans, spyr lög- reglan alla þá sem koma vilja til and- ófsmannsins og friðarverðlaunahafans að erindi. Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Sparíveltunni og ykkur stendur lán til boða. Láns- hhitfall okkar er allt" að 200%. Gerið samanburð.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.