Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. II Valdabarátta mitönýja forsetans og stúdentanna — íran getur ekki haft tvær til þrjár ríkisstjórnir, segir sá nýkjömi Abolhassan Bani-Sadr, nýkjörinn forseti írans, lýsti yfir því í gær að hann væri ekki reiðubúinn til þess að fallast á þá óstjórn sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði. Hann sagðist ekki mundu samþykkja að raunverulegar ríkisstjórnir, eins og til dæmis ein frá byltingarráðinu og önnur frá stúdentunum, scm halda sendiráði Bandaríkjanna og gíslunum þar, yrðu við hlið þeirrar ríkis- stjórnar sem hann skipaði í íran. í útvarps- og sjónvarpsviðtali sem haft var við Bani-Sadr í gærkvöldi, rétt eftir að opinberlega hafði verið viðurkennt að kjör hans væri öruggt, sagði hann að stúdentarnir í sendi- ráðinu hefðu að sjálfsögðu rétt til að lýsa yfir skoðunum sinum á ýmsum málum en það væri hlutverk rikis- stjórnar hans að stjórna landinu. Forsetinn tók sérstaklega sem dæmi fordæmingu stúdentanna á þeirri ákvörðun Iransstjórnar að senda full- trúa á fund utanrikisráðherra múhameðstrúarríkja, sem haldinn er í Islamabad í Pakistan. Þeir hefðu fyrst átt að ráðfæra sig við byltingar- ráðið og fá þar uppgefnar ástæð- urnar fyrir því að ákveðið var að senda fullt-rúa. Þegar Bani-Sadr ræddi við frétta- menn var búið að telja um það bil sjö Nathan litli frá Portsmouth á Bretlandi fékk tækifæri til að fara til Disneyworld á Flórida. Samborgarar hans söfnuðu fyrir fargjaldinu fyrir þennan fjögurra ára pilt, sem sést á myndinni, þegar það fréttist að hann ætti aðeins um það bil sex mánuði eftir ólifaða vegna einhvers konar heilabólgu. Allir þekkja auðvitað Mikka mús, sem er með Nathan á myndinni. af hverjum tíu atkvæðum. Talið er að lokatölur muni liggja fyrir seint í dag. Hinn nýi forseti sagði fyrr í gær að höfuðábyrgðin á ástandinu í bandaríska sendiráðinu í Teheran lægi hjá ríkisstjórninni í Washington. Hennar væri einnig skyldan að sjá til þess að það mál leystist farsællega. — Lausnin mundi liggja fyrir þegar Bandarikin leggðu niður stefnu sína að takmarka frelsi írans, þá mundi sendiráðsmálið leysast og gíslarnir fá frelsi. Abolhassan Bani-Sadr er fransk- menntaður hagfræðingur, hann er 46 ára að aldri og hefur verið fjármála- ráðherra í stjórn Khomeinis. Hann hefur lofað að berjast fyrir endur- uppbyggingu og þjóðarsameiningu, auk þess að minnka verðbólguna og atvinnuleysið í íran. Skákmótið í Hollandi: Guömundur tapar fyrir Seirawan Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir heimsmeistara unglinga, Banda- rikjamanninum Seirawan, í tíundu umferð skákmótsins í Hoogovens í Hollandi i gær. Sá siðarnefndi er kominn með örugga forustu á rnótinu, 8,5 vinninga, og tveim vinningum meira en Browne sem er með 6,5 vinninga og biðskák. Seirawan hefur þar með unnið sér rétl til stórmeistaratitils en fyrri hluta þess árangurs náði hann á skákmóti i Lone Pine i Banda- ríkjunum fyrir um það bil einu ári. John Van Der Wiel á biðskák gegn Browne í öðru sæti, sem sigraði aftur á móti Ligterink í biðskák sinni frá niundu umferð. Sá rekur nú lestina á mótinu. Önnur úrslit í tíundu umferð urðu þessi: Sunie gerði jafntefli við Ligterinik, Kortsnoj sigraði Kovacevic frá Júgóslaviu, Biyiasis frá Kanada tapaði fyrir Alburt frá Bandaríkjunum, Timman sigraði Byrne frá Bandarikjunum, Böhm á biðskák við Hans Ree fráHollandi. Skrifstofuvélar h.f. kynna vélar og tækni á sviði skrifstofuvéla á sérstakri sýningu að Hótel Loft- leiðum, Kristalssal, dagana 29., 30. og 31. janúar 1980, kl. 13 til 18 alla dagana. Sýndar veröa vélar, tæki og tæknibúnaður, m.a.: Omic reiknivélar, IBM ritvélar, Selex Ijósritunarvélar, Richmac búðarkassar, Citizen hljóðritar, NCR mikrolesarar, Stromberg stimpilklukkur, Roneo frímerkjavélar, Gakken- og Banda myndvarpar, ABC ritvélar, U-Bix Ijósritarar, Omron búðarkassar, Simplex stimpilklukkur, Apeco Ijós- ritunarvélar og m.fl. Veríð velkomin! % SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + x Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377 Bandaríkin: Aukning fjár til hemaðar- þaría fimm af hundraði Jimmy Carter Bandaríkjaforseli mun í dag leggja fram frumvarp sitt um eyðslu til hernaðarþarfa á árinu 1981. í þvi mun stefnan vera 158 milljarðar dollara (il þeirra nota. Er það talin vera hækkun sem nemur fimm af hundraði, miðað við eyðslu þessa árs. Hefur þá verið lékið tillit til verðbólgu á timbilinu. Samkvæmt hernaðaráætlunum er ætlunin, að hernaðarmáttur Bandaríkjanna verði svipaður og í dag á heimsvígstöðvum. Aukin hernaðarmáttur er hins vegar áætlaður á olíusvæðunum við Persaflóann og einnig i Miðaustur- löndum. Túnis: Skæruliðar frá Alsír berjast við stjómarher- menn Stjórnvöld í Túnis segja að stór hópur skæruliða hafi ruðst inn í landð í gær frá Alsir og bardagar hafi staðið lengi dags á milli þeirra og öryggis- sveita stjórnarinnar. Hafi bardaginn verið mjög blóðugur og margir fallið. í opinberri tilkynningu í Túnis var tilkynnt að skæruliðasveitirnar hafi verið hraktar á flótta. Nokkrum óbreyttum borgurum hafi verið bjargað úr höndum þeirra en ætlunin hafi verið að taka þá i gíslingu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.