Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980.
31
Útvarp
Sjónvarp
D
Eiginkona Róberts bregður á leik með öðrum manni á meðan karlinn er i
útlöndum. Róbert læsir þau inni i svefnherbergi og hyggst hefna sin. En það
skyldi hann betur hafa látið ógert.
RÓBERT ELÍASSON KEMUR HEIM FRÁ
ÚTLÖNDUM — sjónvarp í kvöld kl. 21,15:
Sér grefur
gröf þótt graf i
Leikrit kvöldins er endursýnt leikrit.
Nánar til tekið Róbert Elíasson
kemur heim frá útlöndum, eftir
Davíð Oddsson. Leikritið var
frumsýnt í desemberbyrjun árið
1977. Almennt fékk það þá frekar
góða dóma, svo ef til vill er góð á-
stæða fyrir því að sýna það aftur. Til
dæmis sagði Ólafur Jónsson í
gagnrýni í DB um leikritið:
„Ekkert í leiknum tengir hann við
íslenska staðhætti og kring-
umstæður, öðru nær. En þegar
maður hefur áttað sig og fallist á
þessar forsendur hans, sem ekki tók
nema dálitla stund, sýndi sig að
þarna var kominn lipur og glettinn
gamanleikur, langbesta verk
sjónvatpsins af þessu tagi til þessaað
ég held. Það er mikil búbót að
slíku.”
Leikritið sjálft greinir frá Róberti
Eliassyni, aðstoðarforstjóra hjá
itryggingafélagi. . Hann kemur heim
frá útlöndum degi fyrr en áætlað
hafði verið og hyggst koma konu
sinni þægilega á óvart. En sú stutta er
þá rétt sí svona í faðmlögum við
annan mann. Róberti bregður í brún.
Hann læðist út, fær sér gistingu á
hóteli og hyggur á hefndir. En eins og
málshátturinn segir, sér grefur gröf'
þó grafi.
Davíð Oddsson samdi leikritið
árið 1975 á meðan hann var við há-
skólanám. í dagskrárkynningu á
þeim tíma, sem verkið var frumsýnt
segir að það sé léttur gamanleikur
með kynferðislegu ívafi.
Leikstjóri er Haukur Gunnarsson
en aðalhlutverk eru í höndum Péturs
Einarssonar, Önnu Kristínar
Arngrimsdóttur og Þorsteins Gunn-
arssonar. -DS.
Nýr fréttamaður í útvarpi:
„Fundum ekki stéttar-
vttund eða félagsvttund”
■ ■ ■■■ ■
— segir Hildur Bjamadóttir
„Það er eiginlega fljótlegra að telja
upp hvaðég hef ekki gert en það sem ég
hef gert,” saði Hildur Bjarnadóttir sem
hóf störf sem fréttamaöur hjá út-
varpinu nýlega. Hildur er ráðin sem af-
leysingamaður en hún sagði að
greinilega væri mikið um frí því hún
væri í fullu starfi.
„Fyrst og fremst hef ég verið
húsmóðir,” sagði Hildur er hún var
spurð nánar út í allt það sem hún hefur
fengizt við áður en fréttamennskan
vann hug hennar. „Ég er gift Þorbergi
Þorbergssyni verkfræðingi og við
eigum þrjú börn.
Ég tók mér frí frá öllu nema hús-
móðurstörfunum i nokkur ár og fór að
læra félagsfræöi. Ég útskrifaðist 1977.
Prófritgerðin sem ég vann með annarri
stúlku er um stéttarvitund og félags-
vitund í Reykjavík. Við fórum í
fyrirtæki hér i bæ en lentum í hinum
mestu vandræðum því hvorki stéttar-
vitund né félagsvitund fundust þar,”
sagði Hildur.
Hildur Bjarnadóttir er fædd árið
LARS HINRIK - útvarp í dag kl. 17,20:
Dagur í lífi 10 ára drengs
I dag verður endurflutt fyrir börnin
leikritið Lars Hinrik. Er það eftir
Finnann Walintin Chorell og var áður
flutt um páskana 1977.
Leikritð greinir frá degi í lifi 10 ára
drengs. Leikstjóri er Bríet Héðins-
dóttir, en aðalhlutverkin eru í höndum
Jóhönnu K. Jónsdóttur, Stefáns Jóns-
sonar og Kristínar Jónsdóttur. Minni
hlutverk leika Guðrún Ásmundsdóttir,
Jóhann Hreiðarsson, Helgi Hjörvar,
Sif Gunnarsdóttir, Guðný Sigurjóns-
dóttir og Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir.
Finnin Walintin Chorell er orðinn
68 ára gamall. Hann er fæddur árið
1912 og hefur lengst af skrifað á
sænsku. Hann hefur bæði skrifað
leikrit og ljóð. Útvarpið hefur áður
flgtt nokkuð af verkum hans. -DS.
Hildur Bjarnadóttir, fréttamaöur.
DB-mynd Bj. Bj.
FJORAR
KONUR
Hlutur kvenna í dagskrá útvarps
og sjónvarps í gær var sérstaklega
mikill og góður. Ég held að Ijóð
Stefáns Harðar Grímssonar hafi ekki
áður verið flutt af eins listrænum
skilningi og í meðferð Ingibjargar Þ.
Stephensen. Alúð hennar er eins og
strokið sé tár af litlum vanga. Ég er
ekki einn um að sakna hennar í ljóða-
flutningi í útvarpi. Það er að vissu
leyti notalegl að vita þess dæmi, að
einstakir listamenn séu ekki allt of oft
á ferðinni. Ingibjörgu vildi ég þó
heyra óftar, mun oftar.
Jónína H. Jónsdóttir þykir mér
einnig í fremstu röð upplesara í stétt
leikara. Falleg meðferð hannar á
smásögunni Eitt orð úr máli
mannshjartans gefur þessari sögu
Jakobs Jónssonar alveg sérstakt og
sjálfstætt gildi. Þarna fer saman
raddfegurð og fáguð beiting, sem er
unnin.
Eg kvíði alltaf þegar tilkynntir eru
seríuþættir. Þeir gætu hvenær sem er
orðið eins og norsku þættirnir um
týnda prófessorinn. Fyrsti Þjóðlifs-
þáttur Sigrúnar Stefánsdóttur og
Valdimars Leifssonar i gærkvöldi var
ágætur. Ég var satt að segja
dauðhræddur við kóngafólkssvipinn
á dagskrárkynningu þáttarins, þegar
ég sá þar getið heimsóknar að Bessa-
stöðum. Þátturinn var skemmtilega
m mm.r- i wj
- --
RRAÍ-I
SfGURÚSSON
byggður og plottið með forseta-
kandidatana tókst. Megin'efni og ívaf
féll svo hvort að öðru að heildar-
svipurinn var ótrúlega fagmannslegur
og þá um leið þægilegur að sjá og
heyra.
Tónstofuþátturinn með Önnu
Júlíönu Sveinsdóttur söngkonu og
Guðrúnu Kristinsdóttur undirleikara
var alveg á sínum stað á laugardags-
kvöldið. Hann var ef til vill fullmikil
andstaða við bandarískan þátt,
Spitalalíf, sem er kynntur á dagskrá
sem gamanþáttur, hvernig sem á
því stendur. Það er sitt hvað gaman
og vitleysa.
Það var hins vegar indælt að fá
Ipcress-skjölin á laugardagskvöldið á
eftir þessum hundleiðinlega klifur-
myndaþætti, jafnvel þótt Sir
Edmund hafi verið með í túrnum.
Ipcress-skjölin eru ekki stórbrotin
mynd en þokkalegar þriller. Vmislegt
úr myndinni kemur kunnuglega fyrir
sjónir. Má í því sambandi minna á
Burgess ogMacIean.
Kastljóssþáttur Ingva Hrafns
Jónssonar á föstudagskvöldið var
góður. Annars finnst mér eins og
oftast vanti einhvern hlekk í allar
umræður um fisksölumál og sjávar-
vöru yfirleitt. Stórfróðlegt verður að
fylgjast með tilraunum Hólmara i
fiskréttaframleiðslu til útflutnings.
Það er alltaf jafnóþægilegt, þegar
minnt er á þá þjóðarskömm að ekki
skuli betur búið að geymslu íslenzkra
menningarverðmæta í skjölum og
bókum. Ef þau liggja ekki undir
skemmdum, þá eru þau í haugum
einhvers staðar á geymsluloftum
ríkisins, — engum aðgengileg til
nokkurra nota.
Seint verða peningar slegnir vegna
arðsemissjónarmiða i menningar-
málum. Það bíður kannski utan-
þingsstjórnarinnar að taka ákvörðun
um verulegt átak i þeim málum.
Leikþátturinn um Wilmu Montesi
í eftirmiðdagsútvarpinu i gær var
alveg þokkalegur. Margt fleira
fullboðlegt var í útvarpi og sjónvarpi
um helgina. Má þar til nefna Tiund
Kára og Jóns í útvarpinu, þáttinn um
skattamálin, Svavar Gests með
dægurlög og Ijóð Ása i Bæ og Odd-
geirs Kristjánssonar.
Það væri nú eitthvað hinsegin að
minnast ekki á barnatíma
sjónvarpsins með Bryndísi Schram,
sem krakkarnir og karlarnir eru jafn-
ánægðir með.
Á heildina litið mátti með réttri
tækjanýtingu fá góða dagskrá um
helgina í útvarpi og sjónvarpi.
-BS.
1938 í septembermánuði. Hún er eins lætur hlýtur hún án efa fastráðningu
og áður sagði ráðin sem afleysinga- næst þegar starf losnar.
maður hjá útvarpinu en ef að vanda -DS.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR - útvarp f kvSld kL 22,55:
BLlDLYNDI
RÚSSINN
Útvarpsdagskrá kvöldsins lýkur
með útvarpi seinni hluta tónleika
Sinfóníuhljómsveitar íslands frá því
á fimmtudag. Þá var útvarpaö beint
fyrri hluta tónleikanna, Moldá úr
Föðurlandi mínu eftir Smetana og
Píanókonsert Mozarts. Nú í kvöld
fáum við að heyra hina gullfallegu 6.
sinfóníu Tsjaikovskis. Ef hún er
spiluð eins unaðslega og það sem við
fengum að heyra á fimmtudag er
enginn hætta á að manni leiðist fyrir
framan útvarpstækið.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er
Urs Schneider. Hann er fæddur i
Sviss og lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarakademíunni í Zúrich árið
1961. Þá hóf hann nám hjá hinum
fræga Rafael Hubelik sem kenndi
honum hljómsveitarstjórn. Urs er hér
á landi í fyrsta sinn og virðist hann
hafa náð mjög góðum tökum á
Sinfóníuhljómsveitinni.
Sjötta sinfónía Tsjaikovskí er
mjög ljóðræn og á köflum nánast
sorgleg. Básuna er notuð sem
uppistöðu hljóðfæri og var það nýtt
á þeim tíma sem sinfónían var
saman.
Pjotr Ilyitch Tsjaíkovskí var uppi
;á árunum 1840—93. Hann er
tvímælalaust þekktasta rússneska
tónskáldið hér i Evrópu. Þekktastur
er hann ugglaust fyrir balletttónlist
sína, Svanavatnið, Þyrnirós og
Hnombrjótinn er við fengum að sjá
í sjónvarpi nú um jólin. Sú tónlist er
Tsjaikovski ú efri úrum.
eins og onnur tónlist Tsjaikovskís
mjög áferðarfalleg en full tilfinninga-
rik að margra mati. Hann hefur
fengið þau orð að vera ekki sannur
Rússi, ekki þessi kraftmikli beljaki
sem menn búast við af Rússa. En við
nánari athugun sjá menn að perlur
'þær sem Tsjaíkovskí skildi eftir glóa
svo fallega þegar Ijósið skín á þær að
ljóminn annarra fölnar, þó kraftur
þeirra séef til vill meiri.
-DS.
Heimilistölvan
Tölvuskóli
Borgartúni 29,
sími 23280.
TÖLVUNÁMSKEIÐ
Ný hraðnámskeið á smátölvur (micro-
computers) hefjast um mánaðamótin.
Námskeiðin eru sniðin fyrir alla þá sem vilja kynna sér og læra að
hagnýta hina margvlslegu möguleika sem smátölvur hafa upp á að
bjóða.
Námskeiðin eru stutt, efnismikil og samþjöppuð, og eftir 20 stunda
nám hafa nemendur öðlast staðgóða grundvallarþekkingu á for-
ritunarmálinu BASIC.
Engar sérstakar forkröfur eru gcrðar til nemenda um tæknimenntun
eða þekkingu á tölvum og kennslan fer öll fram á islensku.
Nú er rétta tækifæríð til að læra meðferð tölvu. Eftir örfá ár verða
smátölvur komnar inn í hvert fyrirtæki og jafnvel inn á hvert heimili.
Sími Tölvuskólans er
Innritun stendur yf ir
23280
OPIÐ HÚS sunnud. 27. jan. kl. 14.00-18.00
Komið og kynnist starfsemi skólans af eigin raun.