Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. G 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Týrarar stóðu lengi í Fylki — en Árbæjaríiðið sigraði 23-20 í bezta leik 2. deildar. Ármann vann Tý einnig Árbæjarliftifl Fylkir sigraði Tý frá Vestmannaeyjum i 2. deild i handknatt- leiknum í Laugardalshöll i gær og hefur nú góða forustu í deildinni. Leikurinn var bráöskemmtilegur — bezti leikur, sem undirritaður hefur sért í 2. deildinni í vetur. Fylkisliðið er sterkl — á við mörg liðin í 1. deild — og það kom því á óvart, að Týrarar gáfu þvi litið eftir þar til lokakafla leiksins, að Fylkir seig framúr og sigraði 23—20. Frábær markvarzla Kgils Steinþórssonar í marki Týs átti mestan þátt í því hve Týrarar stóðu í Fylki — en margir leikmenn í báðum liðum sýndu góð tilþrif. Týr, sem var án eins síns albezta nianns, knattspyrnukappans kunna, Sigurlásar Þorleifssonar, sem fingur- brolnaði i leiknum við Ármann á laug- ardag, byrjaði mjög vel og á fyrstu minútunni skoraði liðið tvivegis. En það dugði skammt. Fylkir, með Gunnar Baldursson fremstan i flokki, skoraði næstu sex mörk, 6—2. Týr smá-vann upp muninn og i hálfleik var jafnt 10—10. Lengi vel í s.h. hafði Fylkir eitt til tvö mörk yfir en Týr jafnaði i 17—17 og Týrarar unnu þá upp tveggja marka forskot þótt þeir væru einum færri. En næstu fimm mörk voru Fylkis og var Ragnar Her- mannsson þá aðalmaður Árbæjar- liðsins. 22—17 og úrslit ráðin — tæpar sjö minútur eftir. Fylkisliðið er jafnt og gott, tvimæla- laust jafnbezta liðið i 2. deild en Gunnar og Ragnar báru af að þessu sinni. Týr, með marga mjög smávaxna leikmenn, lék oft á tíðum góðan hand- knattleik. Þjálfarinn Helgi Ragnarsson varð hlutskarpastur í Hlíðarf jalli Fyrsta skiöamót vetrarins á Akureyri var háð á Skíðastöðum i Hliðarfjalli í gær. Afmælismól Þórs, en félagið verður 65 ára á árinu. Björn Víkingsson, Þór, sigraði á 101.00 sek. Nánar verður skýrt frá mótinu siðar í vikunni. stjórnandi spilsins ásamt Óskari Ás- mundssyni — en Helgi með allt of mörg skot í leiknum. Þorvarður Þor- valdsson skemmtilegur á línu og Bene- dikt og Kári Þorleifsson í hornunum. En maður leiksins var Egill mark- vörður, sem m.a. varði tvö vitaköst. Mörk Fylkis. Gunnar 6, Ragnar 5, Einar Ágústsson 4/2, Sigurður Símonarson, einn albezti línumaðurinn i ísl. handknattleik, 3, Guðni Hauksson 2, Ásmundur Kristinsson 2/1 og Óskar Ásgeirsson 1. Mörk Týs. Helgi 6/4, Þorvaldur 4, Óskar 4, Snorri Jóhannsson 3, Kári 2 og Benedikt Guðbjartsson 1. Dómarar Árni Tómasson og Ólafur Steingríms- son. Ármann vann Tý 20—17 Á laugardag lék Týr við Armann í Laugardalshöllinni og sigraði Ármann 20—17 i heldur slökum leik, þar sem dómararnir Gunnar Steingrímsson og Hjálntur Sigurðsson léku stórt hlut- verk. Þessir piltar hafa oft dæmt vel en nú voru þeir eitthvað miður sín. Aðal- gallinn hvað þeir voru oft allt of fljótir að gripa til flautunnar. Leikurinn var litið augnayndi. Jafnt upp i 3—3 en siðan voru Ármenningar oftast einu til tveimur mörkuni yfir. Slaðan i hálfleik 9—8 fyrir Ármann. Fljótt í s.h. komst Ármann í 13—10. Týr tókst aldrei að brúa þann mun alveg — minnsti munur 14—13 en Ármann komsl fljótt þremur mörkum yfir á ný. Björn Jóhannesson og Jón Viðar Sigurðsson voru aðalmenn Ármanns í leiknum ásamt Heimi Gunnarssyni i markinu og Einari Eirikssyni i vörninni. Hjá Týr voru Sigurlás og Benedikt beztir — Benedikt sýndi oft „Björgvins-takta”, þegar hann sveif inn af linu eða úr horninu. Egill varði vel i byrjun en fékk siðan á sig nokkur klaufaleg mörk. Mörk Ármanns skoruðu Björn 6/4, Jón Viðar 5, Friðrik Jóhannsson 3, Haukur Haraldsson 3, Þráinn Ás- mundsson 2, og Atli Jóhannesson I. Mörk Týs Benedikt 5, Sigurlás 4/I, Óskar Ásmundsson, tvíburabróðir Þráins í Ármannsliðinu 3, Ingibergur Einarsson 3, Snorri l og Magnús Þor- steinsson I. -hsím. Framarar gáfu ekkerl eflir í viðureign sinni við KR eins og sjá má á þessari skemmtnegu mynd Bjarnleifs. Hér er það Guðmundur Hallsteinsson, sem sleypir sér yfir Geir Þorsleinsson, sem varla veil hvaðan á sig stendur veðrið. KR sigraði bara af gömlum vana! — Framarar stóðu uppi í hárinu á meisturum KR en töpuðu 83-85 KR-ingar komusl heldur belur i krappan dans í Hagaskólanum á laug- ardaginn er þeir mættu botnliði Framara. Lengsl af mátti vart á milli sjá og það var ekki fyrr en undir lokin að KR seig endanlega framúr og sigraöi 85—83. Mjórra gat það varla verið. KR-ingar eru því enn i efsta sæti úrvals- deildarinnar og spennan á toppnum er orðin mikil. - r- KR komst strax yfir í leiknum 2—0 en síðan tóku Framarar forystuna og létu hana ekki af hendi fyrr en i síðari hálfleik. Leikur KR einkenndist fyrst og fremst af kæruleysi framan af og hvað eftir annað fóru einfaldar sendingar forgörðunt hjá þeim. Frantarar voru nær einráðir undir körfunni og hirtu flest fráköstin. Jackson var i fýlu og hrisli höfuðið si og æ yfir öllum sköpuðunt hlutum. Skemmtilegasta atvik leiksins gerðist rétt áður en blásið var til leikhlés. Darrell Shouse var þá með boltann á ntiðlínu er Ágúsl Líndal ,,stal” knettinum skemmtilega af honum, brunaði upp og skoraði. Þá voru aðeins 7 sek. lil hálfleiks. Shouse var greiniltga ekki á þeint buxunum að hleypa KR-ingunum upp með neitt múður. Hann tók bollann, rauk upp allan völl, plataði KR-ingana upp úr ÍR vantaði herzlumuninn — en allt annað en Valssigur hefði verið ósanngjamt. Valur-ÍR 105-100 Það var heldur betur fjör í Hagaskól- anum í gærdag er ÍR og Valur mættust í úrvalsdeildinni i körfuknattleik. Framlengja þurfti leikinn til að ná fram úrslilum og eins og við mátti búast voru það Valsmenn, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. Lokatölur urðu 105—100 þeim í vil en staðan var 89— 89 eftir venjulegan leiktíma. Fram að þvi höfðu Valsmenn lengst af leitt örugglega og komust mesl 20 stigum yfir, 77—57. ÍR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og þeim tókst að jafna metin fyrir leikslok. Því varð að framlengja. Þó varð aldrei um neina verulega spennu að ræða i framlengingunni því Valsmenn virtust allan tímann hafa leik- inn i höndum sér. Dwyer, sem hafði verið frekar rólegur i leiknum, fór á kostum í framlengingunni en enginn þó eins og Kristján Ágústsson, sem virtist geta skorað hvar og hvenær sem hann vildi. Það var sama hvaðan hann skaul — það fór allt ofan i körfuna. Hann skoraði 26 stig og hefur ekki leikið eins vel lengi og er hann þó vanur að skila sinu og rúmlega það. Smáfjör færðist i framlenginguna er Jón Indriðason kom inn á og skoraði 4 stig með tilþrifum en hann kom of seint inn á til að geta bjargað einhverju. Sigur Vals var því öruggur undir lokin þó svo að tvisýnt væri um tíma. Strax í upphafi virtist augljóst hvert stefndi. Valsmenn komust fljótlega yfir en ÍR jafnaði jafnharðan. Staðan var t.d. 6—6 um tíma en næstu 13 stig komu úr herbúðum Vals og staðan breyttist i 19—6. Varnarleikur Vals- manna á þessum tima var hreint út sagt frábær og gáfu þeir ÍR-ingunum engin tækifæri undir körfunni. Það varð til Stórsigur Þórs Þór, Akureyri, vann stórsigur á Grindavík í meistaraflokki kvenna i handknaltleiknum á Akureyri á laugar- dag. I.okatölur 28—13 eftir 16—7 í hálfleik. Þórsstúlkurnar komu mjög á- kveðnar til leiks. Skoruðu sex fyrstu mörk leiksins — þar af fjögur úr víta- köstum. Kftir það voru úrslit ráðin. Beztu leikmcnn Harpa Sigurðar- dótlir, Þór, 7, Magnea Friðriksdóttir, Þór, 7, Dýrfinna 7, Kristín Oiafsdóttir, Þór, 6, Sjöfn Ágústsdóttir, Grindavik, 6. Mörkin í leiknum skoruðu: Þór. Harpa 13/11, Dýrfinna 7, Magnea 6, Þórunn Sigurðardóttir og Valdís Hall- grímsdóttir eitt hvor. Grindavík. Sjöfn 6/1, Hildur Gunnarsdóttir 4, Svan- hildur Karlsdóttir, Ingunn Jónsdótlir og Krislólína Ólafsdóttir eitl hver.GSV. þess að þcii fóru að skjóta utan af velli og varð ekki betur ágengt en raun bar vitni. ÍR tókst siðan að minnka þennan mun niður i 5 stig, 20—25, en siðan tóku Valsmenn al'tur við sér og stungu af og leiddu með 14 stigum, 56—42 í hálfleik. Mikið skorað og stefndi í 100 stig hjá Val. Valsmenn tóku upp þráðinn þar sem frá var horftð i fyrri hálfleiknum og hófu þann siðari með miklutn láium. Eftir rúmlegar 4 mín. var staðan 68—57 og virtust jR-ingar aðcins að hressast. Þá kom hins vegar afleitur kafli og Válsmenn skoruðu næstu 9 stig, 77—57. Mesti munur i leiknum. Þá kom alger hrunkafli hjá Val. ÍR skoraði 21 stig gegn aðeins 4 Vals og skyndilega var munurinn aðeins 2 stig, 79—81. Lokakaflann skiptust liðin á um að skora en Valsmenn voru alltaf á undan. Jón .lörundsson jafnaði fyrir ÍR, 89—89, þegar 8 sek. voru lil leiks- loka og Valsmönnum lókst ekki að svara fyrir sig á þessum fáu sekúndum. Það, sem gerði útslagið fyrir ÍR i þessum Ieik var að leikmenn hættu sí- felldu móðursýkiskjökri sinu og ein- beittu sér að leiknum. Þeir voru með sí- fellt væl út í dómarana og þó svo að þeir hafi verið einhverju harðræði beittir þýðir litið að gefast upp. Hefðu þeir leikið þannig áfram til leiksloka cr ekki að efa að þeirra hefði beðið 30 stiga tap. Stjarna leiksins var vafalitið Krislján Ágústsson, sem lék stórvel allan tím- ann. Hann var sterkastur í annars mjög jöfnu Valsliði. Hjá ÍR var það ungur leikmaður, Sigurður Bjarnason ættaður úr Hólm- inum, sem vakli mesta athygli. Hann skoraði 12 stig i leiknum og stóð sig mjög vel. Merkileg hversu góðir leik- menn koma frá Stykkishólmi. Vals- menn eru með Krislján, Rikharð og Sigurð — alla úr Hólminum. Það segir e.t.v. mest um IR-ingana að um tima voru þeir Kristján, Ríkharður og Dwyer allir ulan vallar og saml tókst IR ekki að færa sér það i nyt. Meistara- vonir ÍR eru þvi roknar úl í veður og vind enn eitt árið. Stig Vals: Kristján 26, Dwyer 18, Rikharður 17, Þórir 14, Torfi 13, Jóhannes 7, Jón 6 og Sigurður 4. Stig ÍR: Christensen 27, Kristinn 23, Jón .lör. 17, Sigurður 12, Sigmar 7, Stefán 6, Kolbeinn 4 og Jón Indr. 4. Staðan er nú þannig í úrvalsdeild- inni: KR — Fram 85—83 (43—43) Valur — ÍR 105 — 100(56—42) KR 12 9 3 1021—920 18 Valur 12 9 3 1052—993 18 Njarðvik 12 8 4 994—947 1 6 ÍR 12 6 6 1045—1080 12 ÍS 12 2 10 1032—1099 4 Fram 12 2 10 939—1032 4 - SSv. skónum og sendi siðan á Omar Þráinsson sem skoraði örugglega. Hálfleikur43—43. Sami barningurinn hélt áfram allan seinni hálfleikinn cn KR komst fljót- lega yfir 48—47. Það vakti athygli íundirritaðs að Guðmundur Hallsteins- Ison var notaður mjög mikið á meðan bæði Björn Jónsson og Hilmar Gunnarsson, sem eru betri lcikmenn, voru hvildir. Framarar hafa ekki efni á sliku. Munurinn á liðunum var ekki mikill og þróaðisl leikurinn upp i einvigi á milli Marvin Jackson, sem hætti í fýlunni og fór að leika körfubolta, og Simons Ólafssonar. Að visu hafði Marvin betur í einviginu — skoraði 41 stig gegn 27 stiguni Símon- ar, en Simon álti stórleik engu aðsiöur. Um miðjan siðari hálfleikinn tóku Framararnir mikinn kipp og komust 6 stigum yfir, 67—61. Ekki var laust við að undrunarsvipur kæmi á marga viðsladda. Ællaði Frömurum að takast að leggja KR að velli. En svo varð ekkir Klaufalegar inná- skiptingar hjá Fram kóstuðu þá sigurinn. Á meðan reyndari leikmenn sátu á bekknum voru aðrir lálnir leika og slíkt gengur ekki í svo jöfnum leik. KR-ingar náðu að vinna upp forskotið á örstuttum tíma og komst yfir 71—69. Framararnir höfðu ekki sagt sitt síðasta. Sterkasta liðið aftur inn á, nema hvað Björn Magnússon var ekki með i s.h. vegna meiðsla, og næstu fimm stig komu frá Fram. Staðan 74— 71 fyrir þá og 5 og hálf mín. eftir. KR- ingar skorðu næstu 8 stig og konuist i 79—74. Shouse brenndi af 3 vitum og KR jók muninn i 81—74. Þrár min. eftir. Framararnir þjörmuðu hressilega að vesturbæingunum í lokin en tókst ekki að knýja fram sigur. Höfðu margir á orði að þarna hefði KR bara unnið af gömlum vana. Þessi leikur sýndi það svarl á hvilu að ekki má mikið úl af bregða hjá loppliðunum ef þau eiga ckki að tapa fyrir botnliðunum. Á góðum degi er munurinn ekki ýkja mikili. Stig KR: Jackson 41, Geir 14, Garðar 10, Jón 8, Ágúst 6, Árni 4 og Birgir 2. Stig Fram: Simon 27, Shouse 23, Ómar 12, Þorvaldur 7, Björn J. 6, Hilmar 4, Björn M. og Guðmundur 2 hvor. Dómarar voru þeir Ingi Stefánsson og Kristbjörn Albertsson og dæmdu á- gætlega. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.